Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Lada Saf ir 1,4 588.000 kr. Mazda 323 LX 1,3 1.386.000 kr. 0pelTigra1.4 LADA Samara kom fyrst á markað 1986 og er enn af fyrstu kynslóð. Hann er fimm dyra hlaðbakur og rúm- góður en vélin er ekki með beinni innspýtingu heldur blöndungi. Þetta er líklega annar ódýrasti bíllinn á markaðnum. Samara fæst einnig sem 4ja dyra stallbak- ur með beinni innspýtingu og kostar hann 819.000 kr. Sú vél skilar 70 hestöflum. • Vél: 1,3 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. e Afl: 61 hö við 5.600 snúninga á mínútu. e Tog: 92 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. e Mál og þyngd: 400/162/140 sm. 945 kg. e Eyðsla: 7,1 I miðað við blandaðan akstur. e Eldsneytiskerfi: Blöndungur. e Umboð: Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Reykjavík. Mazda323LX1,3Classic 1.110.000 kr. NISSAN Micra LX kom fyrst á markaðinn árið 1993 og er 1996 árgerðin önnur kynslóðin, en bíllinn var kosinn bíll ársins í Evrópu 1993. Helsta breyting á 1996 árgerð- inni er sú að bíllinn er nú með innbyggðri þjófavörn. Styrktarbitar eru í hurðum og annar öryggisbúnaður er krumpusvæði og stýrisslá. Með sjálfskiptingu kostar þrennra dyra útgáfan 1.098.000 kr. Fimm dyra útgáfan kostar 1.048.000 kr. og með sjálfskiptingu 1.133.000 kr. e Vél: 1,3 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. e Afl: 75 hö við 6.000 snúninga á mínútu. e Tog: 103 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. e Mál og þyngd: 369/158/143 sm. 830 kg. e Eyðsla: 6,1 I miðað við blandaðan akstur. e Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. e Umboð: Ingvar Helgason hf., Reykjavík. Nissan Almera LX1,4 1.248.000 kr. OPEL Astra kom fyrst á markað 1992. Bíllinn er, m.a. með vökvastýri, bílbeltastrekkjurum, 4 höfuðpúðum og útvarpi. Þriggja dyra hlaðbakurinn fæst með tveimur gerðum 1,4 I véla, 60 hestafla og 82 hestafla sem kost- ar 1.306.000 kr.- Hann fæst einnig sem fimm dyra hlað- bakur og kostar þá 1.253.000 kr. og 1.348.000 kr. með öflugri vélinni. Astra 1,4 hefur verið ágætlega tekið á íslandi og fyrstu níu mánuðina seldust 196 slíkir bílar. e Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. e Afl: 60 hö við 5.200 snúninga á mínútu. eTog: 103 Nm við 2.800 snúninga á mínútu. e Mál og þyngd: 405/169/141 sm. 955 kg. e Eyðsla: 6,8 I miðað við blandaðan akstur. e Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. e Umboð: Bílheimar hf., Reykjavík. Opel Astra GL1.4 sb 1.296.000 kr. 190 km/klst ll,5sek ' ll,72 kg/ha 6,81 FRUMGERÐ Opel Tigra sportbílsins, sem frumsýndur var í Frankfurt 1993, var svo vel tekið að ákveðið var að hefja fjöldaframleiðslu á bílnum. Tigra er lítilFfjög- urra manna sportbíll, glæsilegur útlits. Bíllinn er mjög vel búinn, m.a. með vökvastýri, samlæsingar, rafdrifnar rúður og útispegla, litað gler, líknarbelg o.fl. Bíllinn er væntanlegur um miðjan nóvember og áætlað verð á 1.4 bílnum er 1.690.000 kr. Hann verður einnig fáanleg- ur með 1.6 I vél, 106 hestafla. • Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 90 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 125 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 393/160/134 sm. 1.055 kg. • Eyðsla: 6,8 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnspýting. • Umboð: Bílheimar hf., Reykjavík. Opel Astra GL1.4 hb 1.199.000 kr. 148 km/klst 17 sek 15,16 kg/ha 81 170 km/klst 12 sek 11,07 kg/ha 6,11 164 km/klst 13,3 sek MAZDA 323 Classic er eldri útgáfan af 323-línunni, en þessi gerð kom fyrst á markaðinn árið 1989 og þá sem árgerð 1990. Árgerð 1996 er fjórða kynslóðin og hefur notið vinsælda og viðurkenningar, en hún hlaut Gullna stýrið 1989-1990. Bíllinn er óbreyttur frá fyrri árgerð og er hann fáanlegur sem 3ja dyra hlaðbakur og 4ra dyra stallbakur. Síðarnefnda gerðin hefur það fram yfir hina að vera með samlæsingu og kostar hún 1.210.000 kr., en báðar gerðirnar eru með vökvastýri. • Vél: 1,3 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 75 hö við 5.500 snúninga á mínútu. • Tog: 107 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 403/169/140 sm. 1.030 kg. • Eyðsla: 7,3 I miðað við blandaðan akstur. • Umboð: Ræsir hf., Reykjavík. 164 km/klst I3,3sek 13,73 kg/ha 7,31 MAZDA 323 kom í nýrri útgáfu á markaðinn í apríl í vor og þá sem 1996 árgerð, en þetta er fimmta kynslóð- in af 323-línunni. Bílarnir hafa m.a breikkað nokkuð og lengst miðað við eldri gerðina, auk þess sem sumar gerðirnar eru með nýjar vélategundir. Mazda 323 LX 1,3 er með vökvastýri og samlæsingum, og er þessi útgáfa fáanleg sem 3ja dyra hlaðbakur og 4ra dyra stallbakur, en hann kostar 1.399.000 kr. • Vél: 1,3 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 75 hö við 5.500 shúninga á mínútu. • Tog: 107 Nm við 3.700 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 399/167/138 sm. 935 kg. • Eyðsla: 7,3 I miðað við blandaðan akstur. • Umboð: Ræsir hf., Reykjavík. Nissan Micra LX 1,3 1.018.000 kr. 160 km/klst 16 sek NISSAN Almera kom fyrst á markað á þessu ári og þá sem 1996 árgerð. Bíllinn er með afl- og veltistýri, rafstýrðum útispeglum, bílbeltastrekkjara og NATS- þjófavörn. Styrktarbitar eru í hurðum og annar öryggis- búnaður er krumpusvæði og stýrisslá. Fernra dyra út- gáfan af Nissan Almera kostar 1.335.000 kr. • Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 87 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 116 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 432/169/139 sm. 1.040 kg. • Eyðsla: ?? I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. • Umboð: Ingvar Helgason hf., Reykjavík. 160 km/klst 16 sek -3B I6,4l kg/ha 6,81 LADA Safir hefur þann heiðarlega titil að vera ódýrasti nýi bíllinn á íslandi. Þetta er bíll sem B&L hefur selt hérlendis með góðum árangri síðustu ár enda sterkur bíll þótt ekki sé hann ýkja lipur. Safir er með styrktarbit- um í yfirbyggingu. Hann er afturhjóladrifinn öfugt við Samara. • Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 67 hö við 5.200 snúninga á mínútu. • Tog: 101 Nm við 3.400 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 413/162/144 sm. 1.030 kg. • Eyðsla: 8,8 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Blöndungur. • Umboð: Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Reykjavík. Lada Samara 1300 LS 664.000 kr. 15,91 kg/ha 172 km/klst ?? sek 143 km/klst 17 sek OPEL Astra kom fyrst á markað 1992 og urðu miklar breytingar á árgerð 1995 en minni á 1996. Bíllinn er ágætlega búinn, m.a. með vökvastýri, bílbeltastrekkjur- um, 4 höfuðpúðum og útvarpi. Fjögurra dyra stallbakur- inn fæst með 60 og 82 hestafla 1,4 I vélum og með þeirri síðarnefndu kostar hann 1.369.000 kr. Hann er einnig fáanlegur með 1,6 I, 16 ventla vél, 100 hestafla og kostar þá 1.537.000 kr. • Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 60 hö við 5.200 snúninga á mínútu. • Tog: 103 Nm við 2.800 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 424/169/141 sm. 985 kg. • Eyðsla: 6,8 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. • Umboð: Bílheimar hf., Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.