Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ 12 C SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 BMW 5-línan kom ný á markað á þessu ári og er þetta þriðja kynslóð bílsins. Bíllinn er aðeins fáanlegur 5 dyra og hann er ríkulega búinn, m.a. með ABS, driflæsingu, rafdrifnar rúður, hraðanæmt vökvastýri, fjarstýrðar samlæsingar, innbyggða þjónustutölvu, rafdrifna úti- spegla og svokölluðum Edition pakka. • Vél: 2,0 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar. • Afl: 150 hö við 5.900 snúninga á mínútu. • Tog: 190 Nm við 4.200 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 472/175/141 sm. ?? kg. • Eldsneytiskerfi: Bein innspýting. • Umboð: Bifreiðar og iandbúnaðarvélar, Reykjavík. BMW 316i 4ja dyra 2.398.000 kr. BMW 316i kom breyttur á markað á síðasta ári. Þetta er bíll í svipuðum stærðarflokki og Corolla og Sunny. Allir BMW í 3-línunni af árgerð 1996 eru með driflæs- ingu. Bíllinn er einnig fáanlegur 4ra dyra og er þá 22 sm lengri. Báðir eru þeir búnir ABS, rafdrifnum rúðum, hraðanæmu vökvastýri, útvarpi, innbyggðri þjónustu- tölvu, rafdrifnum útispeglum og samlæsingum. • Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 102 hö við 5.500 snúninga á mínútu. • Tog: 150 Nm við 3.900 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 421/170/140 sm. 1.215 kg. • Eldsneytiskerfi: Bein innspýting. • Umboð: Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Reykjavík. Chrysler Neon 2.0 BS 1.945.000 kr. CHRYSLER Stratus kom á markað á síðasta ári og var kjörinn bíll ársins 1995 í Bandaríkjunum, enn einn Chrysler bíllinn sem þann titil ber. Hann leysir af hólmi Saratoga en í Bandaríkjunum heitir bíllinn Chrysler Cirr- us og Dodge Stratus. Bíllinn er með afar nútímalega „cab-forward“ hönnun, þ.e. hallandi framrúðu sem eyk- ur á innanrýmið í bílnum og dregur úr loftmótstöðu. Bíllinn er framhjóladrifinn og er með líknarbelg, samlæs- ingum, ABS, álfelgur og rafdrifnar rúður. • Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 132 hö við 5.850 snúninga á mínútu. • Tog: 174 Nm við 4.950 snúninga á mfnútu. • Mál og þyngd: 475/182/137 sm. 1.350 kg. • Eyðsla: 8,5 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun. • Umboð: Jöfur hf., Kópavogur. Ford Escort CLX1,6 (5d hb) 1.378.000 kr. 195 km/klst I2,7sek 12,10 kg/ho 7,41 200 km/klst 7,5 sek 8,65 kg/ha 8 I 177 km/klst 12,3 sek 12,90 kg/ho 7,31 BMW 3-línan eru minnstu bílarnir enn sem komið er frá þýska framleiðandanum. Allir bílar af árgerð 1996 eru með driflæsingu en bíllinn er fáanlegur bæði 4ra og 2ja dyra. Báðir eru þeir búnir ABS, rafdrifnum rúð- um, hraðanæmu vökvastýri, útvarpi, innbyggðri þjón- ustutölvu, rafdrifnum útispeglum og samlæsingum. • Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 102 hö við 5.500 snúninga á mínútu. • Tog: 150 Nm við 3.900 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 443/170/140 sm. 1.235 kg. • Eldsneytiskerfi: Bein innspýting. • Umboð: Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Reykjavík. NEON kom hingað til lands haustið 1994. Grunnvélin í Neon er 2.0 I, 132 hestafla vél en með nýrri vélarút- færslu sem nú býðst, með tveimur ofan á liggjandi knastásum, er hún komin upp í 145 hestöfl. Vélarnar eru báður með 16 ventlum. Meðal staðalbúnaðar er líknarbelgur, samlæsing, hraðastillir og rafdrifnar rúður. • Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Tveir ofan á liggjandi knastás. • Afl: 145 hö við 6.600 snúninga á mínútu. • Tog: 174 Nm við 5.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 436/171/137 sm. 1.110 kg. • Eyðsla: 8,0 I miðað við biandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun. • Umboð: Jöfur hf., Kópavogur. FORD Escort 1,6 með 16 ventla tækni er snarpur bíll með góða aksturseiginleika. Fimm dyra útfærslan hent- ar mörgum, ekki síst fjölskyldum sem ferðast með mik- inn farangur. Farangursými bílsins með 460 lítrar með aftursætisbökin upprétt en með því að leggja þau niður eykst það upp í 860 lítra. 1,6 I bíllinn er líka fáanlegur sem 3ja dyra hlaðbakur, 1.328.000 kr. og sem 4ra dyra stallbakur, 1.428.000 kr. • Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 88 hö við 5.500 snúninga á mínútu. • Tog: 130 Nm við 3.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 410/169/140 sm. 1.085 kg. • Eyðsla: 7,4 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein fjölinnspýting. • Umboð: Brimborg hf., Reykjavík. Audi A4 1800 2.350.000 kr. 205 km/klst 10,5 sek 9,8 kg/ha 7jl Chrysier Neon SE 2.0 SOHC 1.680.000 kr. 200 km/klst 8,8 sek 9,50 kg/ho 7,81 AUDI A4 kom á markað á þessu ári og er fáanlegur sem fernra dyra stallbakur. Hann leysir Audi 80 af hólmi. 1,8 lítra vélin, sem er í boði hérlendis, er með þeirri tækninýjung að á hverjum strokki eru fimm ventl- ar en þessa vél framleiðir Audi einnig með forþjöppu og skilar hún þá 150 hestöflum. Sjálfskiptur kostar A4 1800 2.532.000 kr. Fyrstu níu mánuði ársins seldist 21 bíll af þessari gerð hérlendis. • Vél: 1,8 lítrar, 4 strokkar, 20 ventlar. • Afl: 125 hö við 5.800 snúninga á mfnútu. • Tog: 173 Nm við 3.950 snúninga á mfnútu. • Mál og þyngd: 448/173/141 sm. 1.225 kg. • Eyðsla: 5,8 I miðað við jafnan 90 km hraða og 10 I innanbæjar. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð innsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavfk. BMW 520i Edition 3.248.000 kr. BMW 318 kom fyrst á markað 1978 og er þetta þriðja kynslóð bílsins. Hann hefur hlotið margvísleg verðlaun í Evrópu. Allir bílarnir í 3-línunni eru með driflæsingu en 318i fæst einnig 2ja dyra og kostar þá 2.498.000 kr. Meðal staðalbúnaðar má nefna ABS, driflæsingu, rafdrifnar rúður, hraðanæmt vökvastýri, útvarp, litað gler, innbyggða þjónustutölvu, rafdrifna útispegla og samlæsingar. • Vél: 1,8 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 115 hö við 5.500 snúninga á mínútu. • Tog: 168 Nm við 3.900 snúninga á mfnútu. • Mál og þyngd: 443/170/140 sm. 1.235 kg. • Eldsneytiskerfi: Bein innspýting. • Umboð: Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Reykjavík. BMW 316i 2ja dyra 2.448.000 kr. CHRYSLER Neon var frumkynntur í Evrópu á bílasýning- unni í Frankfurt 1993 og vakti hönnun hans strax mikla athygli, ekki síst framendinn með niðurhallandi vélar- hlíf og kringlóttum framlugtum. Þetta er minnsti fólks- bíllinn frá Chrysler en fram að Neon hafði Chrysler lát- ið Mitsubishi smíða fyrir sig bíla í þessum stærðarflokki. • Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 132 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 174 Nm við 5.000 snúninga á mfnútu. • Mál og þyngd: 436/171/137 sm. 1.110 kg. • Eyðsla: 7,8 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun. • Umboð: Jöfur hf., Kópavogur. Chrysler Stratus LE 2.0 2.100.000 kr. BMW 31814 dyra 2.498.000 kr. 10,74 kfl/ha 7,61 201 km/klst U,3sek 188 km/klst 12,3 sek 205 km/klst 10,5 sek ---— --------:—— 11,91 kg/ho M-UX9319 -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.