Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 32
32 C SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kia Sportage 1.990.000 kr. 166 km/klst 14,7 sek 11,09 kg/ha 11,11 KIA Sportage er nýr valkostur í litlum jeppum, bíll kom fyrst á markað í ársbyrjun 1995. Sportage er smíðaður af Kia í Suður-Kóreu. Þetta er fimm manna jeppi byggð- ur á sjálfstæðri grind og með hefðbundinn aldrifsbúnað, þ.e.a.s. tengjanlegt framdrif með driflokum og milli- gírkassa með lágt niðurfærsluhlutfall. Sportage er með sjálfstæðri gorma- og spyrnufjöðrun á framhjólúm og heilum ás með gormum að aftan. Hægt er að fella nið- ur aftursætisbök til að auka farangursrými . • Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 128 hö við 5.300 snúninga á mínútu. • Tog: 175 Nm við 4.700 snúninga á mfnútu. • Mál og þyngd: 425/173/165 sm. 1.420 kg. • Eyðsla: 11,11 miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun. • Umboð: Kia bílar á íslandi, Reykjavík. Lada Sport 1.7i 989.000 kr. 137 km/klst 22 sek 14,75 kg/ho 10,41 LADA Sport, sem svo er kallaður hér þótt hann heiti reyndar Niva, kom fyrst á markað 1978 og vakti strax mikla athygli því áður hafði ekki komið á markað slíkur blendingur á jeppa og fólksbíl. Með árgerð 1996 kemur hann með nýrri 1,7 I vél með beinni innspýtingu. Hann er með svokölluðu léttistýri, sem er venjulegt stýri með hjálparátaki. • Vél: 1,7 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 80 hö við 5.400 snúninga á mínútu. • Tog: 133 Nm við 3.200 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 370/168/164 sm. 1.180 kg. • Eyðsla: 10,4 i miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein innspýting. • Umboð: Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Reykjavík. Mitsubishi Pajero 3ja dyra 3.080.000 kr. 175 km/klst 12 sek 9,82 kg/ha 13,21 MITSUBISHl Pajero er með sjálfstæðri fjöðrun og tvö- földum spyrnum að framan en gormafjörðun að aftan. Hægt er að stilla höggdeyfa á þrjá mismunandi vegu. Aldrifið er með svokölluðum fjölvalsbúnaði sem gefur ökumanni kost á eindrifi í hágír, aldrifi í hágír, aldrifi í hágír með læstu millimismunadrifi og aldrifi í lággír með læstu millimismunadrifi. Bíllinn fæst einnig sjálf- skiptur á 3.230.000 kr. • Vél: 3.0 lítrar, 4 strokkar, 24 ventlar. • Afl: 181 hö við 5.500 snúninga á mínútu. • Tog: 255 Nm við 4.500 snúninga á mínútu. • Drifbúnaður: Aldrif með fjölvali. • Mál og þyngd: 412/169/183 sm. 1.779 kg. e Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík. Mitsubishi 3d dísiitúrbó 2.540.000 kr. 145 km/klst 16,4 sek 17,23 kg/ha 10,91 STUTTI Pajero jeppinn^með 2,5 I dísilvélinni með for- þjöppu er með öllum sama búnaði og bensínbíllinn, þ.e.a.s. aldrifi með fjölvali, stillanlegum höggdeyfum, samlæsingum á hurðum, skriðstilli, barnalæsingar, raf- drifnar rúðuvindur, læsingu á afturdrifi, aukamiðstöð undir aftursæti, þokulugt að aftan, rafhituð framsæti og álfelgur. # Vél: 2.5 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. # Afl: 99 hö við 4.200 snúninga á mínútu. e Tog: 240 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. e Drifbúnaður: Aldrif með fjölvali. e Mál og þyngd: 407/169/180 sm. 1.706 kg. e Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. e Umboð: Hekla hf., Reykjavík. Mitsubishi Super Wagon 3.810.000 kr. 175 km/klst I2sek 10,92 kg/ho 13,51 PAJERO Super Wagon er 58 sm lengri en styttri gerð bensínbílsins og 5 sm breiðari en er, einhverra hluta vegna, einu kg léttari. Bíllinn er með sama búnaði og styttri útfærslan, m.a. aldrifi með fjölvali, stillanlega höggdeyfa o.fl. Sjálfskiptur kostar hann 4.030.000 kr. Pajero Super Wagon fæst einnig sjálfskiptur með 3,5 I vél sem skilar 208 hestöflum og kostar hann 4.290.000 kr. # Vél: 3.0 lítrar, 4 strokkar, 24 ventlar. # Afl: 181 hö við 5.500 snúninga á mínútu. e Tog: 255 Nm við 4.500 snúninga á mínútu. e Drifbúnaður: Aldrif með fjölvali. e Mál og þyngd: 470/169/188 sm. 1.778 kg. e Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. e Umboð: Hekla hf., Reykjavík. Mitsubishi Super Wagon dísiltúrbó 3.560.000 kr. 150 km/klst 17,3 sek 17,03 kg/ho 12,31 MITSUBISHI Pajero Super Wagon með 2,5 I dísilvél og forþjöppu er með sama búnaði og styttri útfærslan, m.a.'aldrifi með fjölvali, stillanlega höggdeyfa o.fl. Sjálf- skiptur kostar hann 3.710.000 kr. Þriðja útfærslan er svo 2,5 lítra dísilvél með forþjöppu sem skilar 99 hest- öflum og kostar hún 3.050.000 kr. e Vél: 2,8 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. e Afl: 125 hö við 4.000 snúninga á mínútu. # Tog: 292 Nm við 2.00 snúninga á mínútu. e Drifbúnaður: Aldrif með fjölvali. e Mál og þyngd: 470/169/185 sm. 2.129 kg. e Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. e Umboð: Hekla hf., Reykjavík. Nissan Terrano IILX 2,4 2.336.000 kr. 160 km/klst 14,0 sek 13,06 kg/ho 11,21 NISSAN Terrano II kom fyrst á markaðinn árið 1993. Grunngerðin er 5 manna með aflstýri, hita í framsæt- um, bílbeltastrekkjara og NATS-þjófavörn. Terrano II SLX er 7 manna með veltistýri, rafdrifnum rúðum, sam- læsingum, og rafstýrðum útispeglum og kostar hann 2.781.000 kr. Terrano II SE er með álfelgum og sóllúgu að auki og kostar hann 2.907.000 kr. e Vél: 2,4 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. e Afl: 124 hö við 5.200 snúninga á mínútu. e Tog: 197 Nm við 4.400 snúninga á mínútu. e Mál og þyngd: 414/174/180 sm. 1.620 kg. e Drifbúnaður: Hátt og lágt fjórhjóladrif. e Eyðsla: 11,2 I miðað við blandaðan akstur. e Eidsneytiskerfi: Bein innsprautun. e Umboð: Ingvar Helgason hf., Reykjavík. IMíssan Terrano li SLX 2,4 TD 2.875.000 kr. 145 km/klst 19,9 sek 18,50 kg/ho 10,91 NISSAN Terrano II SLX turbo diesel er sjö manna með afl- og veltistýri, rafdrifnum rúðum, samlæsingum, hita í framsætum, rafstýrðum útispeglum og bílbeltastrekkj- ara. Terrano II SE turbo diesel er að auki með álfelgur og sóllúgu sem staðalbúnað og kostar hann 2.999.000 kr. Terrano II kom fyrst á markað 1993 og er 1996 árgerðin af fyrstu kynslóð. Helstu breytingar á 1996 árgerðinni eru nýtt sætaáklæði og samlitir stuðarar. O Vél: 2,7 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. e Afl: 100 hö við 4.000 snúninga á mínútu. eTog: 221 Nm við 1.100 snúninga á mínútu. e Mál og þyngd: 462/174/181 sm. 1.850 kg. e Drifbúnaður: Hátt og lágt fjórhjóladrif. e Eyðsla: 10,9 I miðað við blandaðan akstur. e Umboð: Ingvar Helgason hf., Reykjavík. Nissan Patrol SLX 2,8 TD 3.943.000 kr. 150 km/klst 22,0 sek 18,08 kg/ho 12,81 NISSAN Patrol var fyrst settur á markað árið 1983 og er 1996 árgerðin af fyrstu kynslóð en með smábreyting- um. Þær helstu eru nýtt grill, ný sætaáklæði og breytt stjórntæki fyrir rúðuvindur. Patrol SLX diesel turbo er sjö manna með afl- og veltistýri, rafdrifnum rúðum, samlæsingum og rafstýrðum útispeglum. eVél: 2,8 lítrar, 6 strokkar, 12 ventlar. e Afl: 113 hö við 4.400 snúninga á mínútu. e Tog: 235 Nm við 2.400 snúninga á mínútu. e Mál og þyngd: 493/193/180 sm. 2.043 kg. e Drifbúnaður: Hátt og lágt fjórhjóladrif. e Eyðsla: 12,8 I miðað við blandaðan akstur. e Eldsneytiskerfi: ?? e Umboð: Ingvar Helgason hf., Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.