Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 C 33 Hæf ni ökumcmnsins skiptir meira máli en gæöi öryggisbúnaðarins BÍLAR eru stöðugt að verða öruggari með búnaði eins og líknarbelgjum, ABS- hemlakerfí og öðrum tækniundrunj. En hvað sem öllum slíkum búnaði líður er eitt sem ekki breytist og það er sú stað- reynd að það er ökumaðurinn sem mest veltur á um það hvort öryggisbúnaðarins verður yfirleitt þörf. Hér á eftir eru tíund- uð nokkur góð og gild hollráð sem sett vöru fram í bandarísku tímariti um for- varnir og ætluð eru gætnum og skynsöm- um ökumönnum. í tímaritinu er fullyrt að þessi ráð hafi bjargað fjölmörgum mannslífum ekki síður en öryggisbelti og annar öryggisbúnaður. ■ Sjáðu um að rúðurnar séu hreinar að innanverðu. Allir vita að nauðsynlegt er að hafa bílrúðurnar hreinar og margir athuga við og við að þurrka af ökuljósunum en bandarískir sérfræðingar segja að öku- menn séu ekki nógu iðnir við að þurrka af framrúðunni innanverðri. Á innan- verðri framrúðunni er sífellt að myndast lag af óhreinindum sem dregur úr út- sýni, sérstaklega í ljósaskiptunum og í myrkri og eykur líkurnar á því að menn blindist af ljósum bíla sem koma á móti. ■ Ekki nota þurrkurnar til að hreinsa burt hrím. Þetta ætti ekki að þurfa að segja íslenskum ökumönnum, en í tímaritinu er bent á að auk þess sem þurrkumar komi að takmörkuðu gagni við að fjarlægja hrímið sé hætt við því að hrím- ið rífí þurrkugúmmíið. Það valdi því svo að þurrk- urnar hafí ekki undan við að þurrka burtu regn- vatn þegar á því þarf að halda og útkoman verði slæmt útsýni. ■ Skyggnstu fram á veginn. „Þegar maður er undir stýri ætti maður að horfa 5-700 metra fram á veginn til að vita hvað næstu 20-30 sekúndur bera í skauti sér, og sjá út hvernig maður ætli að bregðast við ef eitthvað ber út af,“ segir amerískur sérfræð- ingur í umferðarmálum. „Venjulegur ökumaður sér aðeins 3-4 sekúndur fram í tímann, sem miðað við hraða, veitir svipaðan viðbragðstíma og er nauðsynlegur gangandi vegfaranda." í tímaritinu kemur fram að 37% allra ökumanna sem lenda í árekstrum gera ekkert til að forð- ast það sem verða vill. „Þeir hreinlega vita ekki hvað er á seyði í kringum þá. Flestir öku- menn kunna ekki að notfæra sér þá möguleika sem augun í höfðinu á þeim bjóða upp á. Þeir líta ekki í kringum sig til að sjá hvort eitthvað sé framundan sem þeir þurfi að varast," segir sérfræðingur sem heitir dr. Kenel og er for- stjóri öryggismáladeildar bandarísku bifreiða- eigendasamtakanna. ■ Lærðu(!) að telja upp að þremur. „Stærsta vandamálið í umferðinni út um all- an heim er að það er of stutt bil á milli bíla,“ hefur tímaritið eftir Jim Clark, sem er banda- rískur þjálfari kappakstursökumanna. „Upp- skriftin að umferðarslysi hljóðar upp á of lítið bil milli bíla og of mikinn hraða miðað við að- stæður. Þá skiptir engu máli hversu góður bíl- stjóri þú ert, þú ert varnarlaus ef eitthvað fer úrskeiðis. Til að tryggja að ekki verði of lítið bil á milli bíla þarf að hafa að minnsta kosti þriggja sekúndna bil í næsta bíl,“ segir Clark. I því skyni ráðleggur sérfræðingurinn mönnum að velja sér til viðmiðunar fastan hlut í um- hverfinu, til dæmis ljósastaur. Þegar næsti bíll á undan fer fram hjá ljósastaurnum tekur þú tímann og ef bíllinn þinn kemur að staurnum áður en þijár sekúndur líða þá er bilið á milli of stutt og því er vissara að slá af hraðan- um. ■ Hleyptu þeim fram úr sem koma of nálægt. Þetta heilræði tengist því að framan. Ef þér fínnst næsti bíll fyrir aftan þig vera í of lítilli fjarlægð, gefðu honum þá merki um að fara fram úr þér um leið og það er óhætt. ■ Búðu þig undir það versta. Tímaritið vitnar í tölur frá vegalögregl- unni bandarísku þar sem fram kemur að eftir aðstæðum megi gera ráð fyrir að 67-90% ökumanna virði ekki stöðvunar- skyldu. „Þannig að þegar þú ekur eftir aðalbraut og sérð bíl nálgast frá hliðar- vegi þá er vissara að gera ráð fyrir því að hann nemi ekki staðar og þess vegna er vissara að hugleiða hvað þú getir gert til að forðast árekstur ef til þess kunni að koma,“ segir dr. Kenel. ■ Taktu stefnuljósum með fyrirvara. Þegar þú bíður við gatnamót og sérð bíl nálgast með stefnuljós, bíddu þá eftir því að hann taki beygjuna áður en þú ekur inn á gatnamótin," segir sérfræðingur tímaritsins og vísar til biturrar reynslu fórnar- lamba umferðarslysa. ■ Trúðu speglunum varlega. Það eru alltaf einhveijir dauðir punktar í speglunum. „Áður en þú skiptir um akrein er vissara að líta snöggt til hliðar og ganga úr skugga um hlutina sjálfur," segir fyrrnefndur Kenel. ■ Þrýstu á bremsuna en stappaðu ekki nið- ur fæti. Margir virðast hafa tamið sér að lyfta fæti frá gólfí áður en þeir hemla og bera svo niður á hemlapedalann af öllum sínum þunga. Þetta segja Bandaríkjamenn að auki hættuna á að hemlamir læsist og bifreiðin renni. Þeir ráð- leggja mönnum að lyfta ekki hælnum þegar fóturinn er fluttur af bensíngjöf yfir á hemilinn. „Beittu tánum á hemlana, þá skynjarðu betur hvemig þær bregðast við og átt auðveldara með að stjórna þeim þannig að þeir læsist ekki,“ segir sérfræðingurinn bandaríski, dr. Kenel. Auk þessara heilræða era nefndir í tímaritinu nokkr- ir hlutir sem hér á landi teljast lagaskylda, eins og ökuljósanotkun að degi til en vísað er til að hún dragi úr slysum um allt að 30%. ( bnnkift Wmwmí Samkeppni í bílaskoðun - Þinn hagur! Hefur þú athugað aðkomuna SuncJahöfn ATHUGUN hf lil okkaf7 B 11 A S K O Ð IJ N Kleltagörðum 11 • 104 Roykjavík • Sími 588 6660 • Fax 588 6663 almennar viðgerðir á vél og vagni Smur- og dekkjaþjónusta ðruggur á alla vegu A Erum þjónustuaðili fyrir Heklu hf. MITSUBISHI Fremstur meðal jafningja Opið frá kl. 08-12 og 13-18 Auöi Bílvogur hf. Auðbrekka17, Kópavogi, sími 564 1180 stakkaskiptum með Armor All ARMOR ALL hreinsiefnin eru heimsþekkt gæðavara. Þau eru sérlega hraðvirk og handhæg í notkun, smjúga inn í hverja glufu og kalla fram og vernda upphaflega áferð, lit og gljáa. ARM0R ALL hreinsiefnin fást á bensín- og þjónustustöðvum ESS0 Stilling SKEIFUNNI 11 - SÍMI 588 9797 SKEIFUNNI6. SIMI553 5555 3. Volvo 460 GL1993, ekinn 26 þús. km, 5 gíra. Einn sá besti. 1. Toyota Corolla liftb. 1994, XLI, ekinn aðeins 13 þús, bíll í sérflokki. 2. Ford Monaco Chia 1994, ekinn 14 þús., 4. M. Benz 230 TE, 1989, ek. 98 þús. km, mjög vel með farinn sjö manna bíll, hentugur í leigu- flkstur mikill nnkahúnaðllr 5. Ford ExplorerXLT, 1991, ek. 98 þús. km, álfelgur, rafmagnsrúður og margt fleira. 7. Toyota 4Runner, 1992, ekinn 50 þús. km, ’33 dekk og álfelgur. 8. MMC Pajero langur, 1992, ekinn 40 þús. km, ‘33 dekk og álfelgur, upph. Mjög fallegur bíll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.