Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 6
MÖRGÚNBLAÐIÐ 6 ÞRIÐJUDAGUR 14.' NOVEMBER Í 995 FRETTIR ísraeli krefst rannsóknar á hrakningaferð á Vatnajökli í ágúst sl. Hyggst lögsækja skrifstof- uraar sem seldu ferðina EMANUEL Blass, fimmtugur verkfræðingur frá ísrael sem var í hópi ferðamanna er lentu í hrakn- ingum á Vatnajökli í ágúst sl., hefur sent Ferða- málaráði bréf þar sem hann gerir kröfu um að sett verði á stofn opinber rannsóknamefnd sem kanni tildrög þeirra atburða sem þar urðu. Blass lýsir ítarlega hrakningunum í bréfi sínu og kveðst ætla að lögsækja þá sem seldu honum ferðina, annars vegar ferðaskrifstofu í ísrael og hins vegar Samvinnuferðum-Landsýn. Magnús Oddsson ferðamálastjóri hefur sent samgönguráðuneytinu bréfið til athugunar og segir atburði sem þennan vekja upp hugleiðing- ar um hvort setja eigi á stofn rannsóknarnefnd slysa í íslenskri ferðaþjónustu. Litið alvarlegum augum Magnús kveðst ekki minnast þess að hafa fengið bréf með jafn alvarlegri kröfu allan þann tíma sem hann hefur starfað í ferðamálaráði. „Á stundum berast bréf frá erlendum ferða- mönnum þar sem þeir lýsa annaðhvort yfir ánægju með ferðalag sitt um ísland eða kvarta yfir einhveijum tilteknum þáttum, enda er eitt verkefna ferðamálaráðs lögum samkvæmt að kanna réttmæti kvartana í ferðaþjónustu. í þessu tilviki er bréf Blass hins vegar annars eðlis en svo að ég geti haft venjulegan hátt á afgreiðslu. Þá fannst mér orðið vafamá! að erindi hans væri innan lagaramma sem nær utan um starf- semi ráðsins og taldi eðlilegt að hafa samráð við samgönguráðuneytið um hvernig á að snúa sér í þessu,“ segir Magnús. „Ég lít það alvarleg- um augum ef erlendir ferðamenn telja sig hafa fengið slæma þjónustu eða orðið fyrir slæmri lífsreynslu hér á landi, og það verður að taka til skoðunar hvort sem trú manna um slíkt sé rökstudd eða ekki.“ Bréfið er í löngu máli og tvíþætt, þ.e. annars vegar krafa um stofnun umræddrar nefndar sem Blass segist vera reiðubúinn að vitna fyrir og koma til íslands í þeim tilgangi, en auk þess kveðst hann ætla að lögsækja seljendur ferðar- innar, annars vegar í ísrael og hins vegar hér- lendis. „Ætli maðurinn í málaferli er eðlilegt að kannað verði gaumgæfilega hvort hugsanleg rar.nsókn fari fram, því að niðurstaða slíkrar rannsóknar gæti verið lögð fram í slíkum mála- rekstri," segir Magnús. Gagnrýnir aðbúnað harðlega í bréfinu kveðst Blass enn vera óvinnufær eftir atburðina á Vatnajökli, en eiginkona hans, sem hann er einnig málsvari fyrir, hafi verið heppnari. Hann gagnrýnir aðbúnaðinn í ferðinni harðlega og kveðst ekki hafa fengið nægjanleg- ar upplýsingar áður en lagt var upp. Magnús segir að sér virðist bréfið afar ígrundað og yfir- vegað og alls ekki skrifað í reiði eða bráðræði. „Við höfum í landinu rannsóknarnefndir flug- slysa og sjóslysa og höfum heyrt háværar kröf- ur um rannsóknarnefnd umferðarslysa upp á síðkastið. Það má því velta fyrir sér þeim mögu- leika að huga að stofnun slíkrar rannsóknar- nefndar í ferðaþjónustu sem fjalli um mál er falla utan þessara þriggja áðurnefndra þátta, burtséð frá þessu máli hópsins á Vatnajökli. Með slíkum rannsóknum eru menn að sjálfsögðu að draga lærdóm af reynslunni og komast að því hvað fór úrskeiðis í hveiju tilviki, en einnig að afla gagna fyrir hugsanleg tryggingamál síð- ari tíma, málarekstur o.s.frv.,“ segir Magnús. íraelska fyrirtækið ábyrgt Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Sam- vinnuferða;Landsýnar kveðst telja ferðaskrif- stofuna í ísrael bera ábyrgðina, hafi Blass og ferðafélagar hans ekki fengið fullnægjandi upp- lýsingar um eðli ferðarinnar og nauðsynlegan búnað til hennar. SL hafi hins vegar sent ísra- elska fyrirtækinu allar slíkar upplýsingar, mjög ítarlegar. „Maðurinn á samúð mína, því að hann hefur greinilega ekki gert sér grein fyrir hvað íslensk náttúra getur verið óblíð, og skiljanlega vill hann finna einhvern sökudólg í þessu máli. SL seldi honum ekki ferðina, heldur ísraelskri ferðaskrif- stofu sem fékk send öll gögn um hvernig standa ætti að ferðinni og hvernig menn ættu að vera útbúnir. Hafi þessar upplýsingar ekki skilað sér til ferðamannanna, er það mál sem þeir verða að eiga við sína ferðaskrifstofu. SL hefur hins vegar tryggingu á öllum sínum ferðum og fari málið þá leið sem þessi ferðamað- ur ræðir um, hvílir það í höndum tryggingafé- lags okkar og lögmanna þess. Við höfum hins vegar ekkert heyrt í manninum enn sem komið er og aðhöfumst lítið fyrr en svo verður,“ segir Helgi. Fimm hús til Flateyrar KOMIÐ verður með fimm heils- árshús sem keypt hafa verið til Flateyrar á morgun. Kristján Jóhannesson sveitarstjóri segir að húsin verði orðin íbúðarhæf um næstu helgi. Verða þau sett niður á Oddatúni við Túngötu. Keypt voru þijú hús frá Sel- fossi og tvö frá Hafnarfirði. Kristján kvaðst gera ráð fyrir að strax yrði flutt inn í húsin eða um eða upp úr næstu helgi. „Svo er í fullum gangi undir- búningur fyrir flutning á vinnu- búðum sem Huttar verða hingað frá Blöndu. Eg á von á að þær verði komnar hingað fljótlega," sagði Kristján. Að sögn Björgvins Björgvins- sonar, framkvæmdastjóra Hamraverks hf. í Hafnarfirði, sem smíðaði tvö húsanna, er ann- að þeirra 60 fermetrar en hitt 52 fermetrar, með þremur svefn- herbergjum og svefnplássi fyrir sjö til átta manns. Morgunblaðið/Kristinn TVÖ heilsárshús úr timbri voru í nótt flutt úr Hafnarfirði í Sundahöfn þaðan sem þau verða flutt sjóleiðina til Flateyrar og sett niður við Túngötu. Stöð 3 hefur útsendingar á dagskrá sinni þann 24. nóvember næstkomandi Ódýrari áskrift en hjá Stöð 2 og RÚV ÁSKRIFT að Stöð 3 kemur til með að verða ódýrari en áskrift beggja þeirra sjónvarpsstöðva sem fyrir eru á markaðinum, ef greitt er með boðgreiðslum. Ef greitt er með þeim hætti mun áskriftin kosta 1.995 krónur, en 2.145 krónur ella. Þá er það einnig orðið ljóst að útsendingar Stöðvar 3 hefjast þann 24. nóvember og verður útsendingin opin fyrst um sinn í kynningarskyni, að sögn Úlfars Steindórssonar, fram- kvæmdastjóra Stöðvar 3. Úlfar segir verðmuninn í raun meiri, ef miðað er við fjölda sjón- varpsstöða sem i boði eru hjá Stöð 3. „Það sem við erum að bjóða eru fjórar gervihnattarásir með áskriftarstöðinni okkar og ef menn ætla að bera saman áskriftarverð Stöðvar 3 og Stöðvar 2, þá þarf auðvitað að bæta við 900 kr. vegna áskriftar að Fjölvarpinu," segir Úlfar. „Við erum því að tala um tæplega 2.000 króna verðmun." Hann segir það vera stefnu Stöðvar 3 að reyna að halda verði áskriftar eins lágu og hugsast getur í framhaldinu. Úlfar sagðist gera ráð fyrir því að enn meira yrði að gera í afgreiðslu Stöðvar 3, nú þegar að upplýst hafi verið um verð áskriftar. Neytendasamtökin höfð með í ráðum Úlfar segir að Neytendasamtök- in hafí fengið áskriftarskilmála Stöðvar 3 til umsagnar áður en að endanlega var gengið frá þeim. „Við ákváðum að fara þessa leið til þess að fyrirbyggja að einhver deilumál komi upp síðar meir,“ segir Úlfar. „Við töldum því heppi- legt að hafa Neytendasamtökin með í ráðum strax í upphafi í stað þess að þau þyrftu hugsanlega að koma að málinu síðar meir og þá vegna kvartana viðskiptavina okk- ar.“ Að sögn Sigríðar Arnardóttur, lögfræðings Neytendasamtak- anna, er þetta í fyrsta sinn sem þetta er gert með þessum hætti. „Við erum mjög ánægð með þetta fyrírkomulag. Skilmálarnir voru sendir okkur til umsagnar og farið var eftir flestum þeim athuga- semdum sem við höfðum fram að færa. Svona fyrirkomulag getur auðveldað öllum framhaldið. Minni hætta er á því að einhverjar kvart- anir komi upp eftir á og breyta þurfi gildandi samningsákvæð- um.“ Mjólkur- fram- leiðsla í jafnvægi MJÓLKURFRAMLEIÐSLA hefur verið í mjög góðu jafn- vægi í haust og bendir flest til að ekki komi til mjólkurskorts í vetur. Óskar Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunn- ar, segir að meginástæðan fyr- ir þessu sé sú að hey hjá bænd- um á Suður- og Vesturlandi, þar sem stærstur hluti mjólk- urframleiðslunnar fer fram, séu góð. „Birgðir og framleiðsla eru eins og best er á kosið á þess- um árstíma. Við eigum því von á að það verði gott jafnvægi milli framleiðslu og neyslu í vetur og öllu betra en í fyrra,“ sagði Oskar. Heildarframleiðsla á mjólk undanfarin ár hefur verið um 100 milljónir lítra. Nú eru birgðir mjólkurafurða u.þ.b. 16 milljónir lítra. Bændur fá greitt 13-14 krónum meira fyrir hvern mjólkurlítra á haustin en á öðrum árstímum. Þetta er gert til að örva framleiðslu á mjólk yfir haustmánuðina. Fíkniefni ekki bundin höfuðborgar- svæðinu SALA og dreifing fíkniefna er ekki lengur bundin við höfuð- borgarsvæðið segir í ályktun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eru sveitar- stjórnir hvattar til að taka til sérstakrar umfjöllunar fíkni- efnanotkun unglinga. Jafnframt segir að dæmum um skipulagða sölu og notkun fíkniefna í sveitarfélögum fjölgi um allt land. Hvetur stjórnin sveitarfélögin til að vinna skipulega og markvisst að fræðslu og forvörnum í sam- vinnu við lögregluyfirvöld og félagasamtök sem láta sig þessi mál varða á hvezjum stað. Skorar stjórnin á Alþingi að herða viðurlög við smygli og sölu á fíkniefnum og efla jafn- framt þann þátt löggæslunnar sem sinnir þeim málum. Logandi feiti í Listasafni ELDUR kom upp í Listasafni íslands á laugardagsmorgun, en listmunir í safninu skemmd- ust ekki. Eldur kviknaði í potti með feiti í eldhúsi safnsins. Starfs- fólkið tók pottinn af eldavélinni og náði að slökkva eldinn, en við slökkvistarfið brenndist einn starfsmanna á hendi. Bílvelta í hálku Vogum, Morgunblaðið. BÍLL valt á níunda tímanum í gærmorgun á Vatnsleysu- strandarvegi. Ökumaður sem var einn í bilnum slasaðist og var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík. Bíll- inn er mikið skemmdur. Veg- urinn var glerháll þegar slysið varð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.