Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 8
i 8 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER Í995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hann landaði laxinum _flwr „Finnur Ingólfsson iönaöarráöherra og forsvars- m|| I j menn Alusuisse-Lonza kynntu í gær niðurstöðu ''' samningaviöræöna um stækkun álversins í Straum- svík. ,°G-MUAÍD^/6242^ Bjarni P. Magnússon hættir sem sveitarstjóri Reykhólahrepps Heildarskuldir sveitar- félagsins 217 milljónir BJARNI P. Magnússon, sveitarstjóri Reykhólahrepps, hefur látið af störfum sem sveitarstjóri, en skuldir sveitarfélagsins eru um 217 milljónir króna sem jafngildir að skuldir á hvern íbúa séu yfir 560 þúsund krónur. Skatttekjur sveitarfélagsins voru 55 milljónir króna á síðasta ári. Þá hefur einn fulltrúi í meirihluta hreppsnefndar, Bergljót Bjarnadóttir, sagt af sér. Varamaður kemur inn í staðinn og helst núverandi meirihlutasamstarf í hreppsnefndinni óbreytt. Stefán Magnússon, oddviti hreppsnefndar, sagði að heildar- skuldir sveitarfélagsins væru 217 milljónir króna fyrir utan kröfur sem það ætti. Hann sagði að búið væri að ræða alvarlega skulda- stöðu sveitarfélagsins við alla þá aðila sem að því máli kæmu, fé- lagsmálaráðuneytið, heilbrigðis- ráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Núna yrði sest yfir að reyna að finna lausn á málinu, en honum og öðrum aðila hefði verið falið að ganga í að gera það. Viðskiptaráðherra um 2.000 kr. seðilinn Erfitt að bætaúr HELGI Hjörvar, fram- kvæmdastjóri Blindrafélags- ins, hittir Finn Ingólfsson við- skiptaráðherra að máli í dag þar sem honum verður gerð grein fyrir óánægju blindra með nýja 2.000_ kr. seðilinn sem Seðlabanki íslands hefur gefið út. Eins og fram hefur komið eru blindir óánægðir með að nýi seðillinn skuli ekki vera aðgreindur frá öðrum pen- ingaseðlum í umferð hvað varðar stærð og lit. Finnur Ingólfsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann myndi í framhaldi af fundinum með framkvæmda- stjóra Blindrafélagsins ræða við Seðlabanka Islands um hvað hægt er að gera í mál- inu. „Eins og fram hefur komið hjá Seðlabankanum þá eru þetta ieið mistök sem þarna eiga sér stað og kannski erf- itt að bæta úr því sem komið er. En við munum skoða málið,“ sagði Finnur Ingólfs- son í samtali við Morgunblað- ið í gærdag. Skuldir vegna Barmahlíðar 83 milljónir Stefán sagði að þegar hjúkrun- ar- og dvalarheimilið Barmahlíð hefði verið yfirtekið hefðu verið yfirteknar miklar skuldir, sem núna næmu 83 milljónum króna. Það mál yrði að leysa og þó þeir hefðu fengið mikla aðstoð vegna hjúkrunarheimilisins þá hefði það ekki dugað til. Þá næmu skuldir vegna félags- lega íbúðakerfisins 55 milljónum króna og þar væru þeir inni á borði hjá félagsmálaráðherra eins og öll önnur sveitarfélög vegna þeirra mála. Þeim bæri skylda sem sveitarstjórnarmönnum að finna lausn á alvarlegri skuldastöðu sveitarfélagsins og koma þeim málum í lag aftur og það væri einhugur í hreppsnefnd um að gera það. Aðspurður hvort ekki hefði ver- ið ráðist í of miklar framkvæmdir miðað við getu sveitarfélagsins sagði Stefán að reynt hefði verið að gera Barmahlíð þannig úr garði að það væri hægt að bjóða þar upp á þjónustu. Þá hefði verið byggður leikskóli og tónlistarskóli væri rekinn á staðnum. „Það er verið að gera þetta umhverfi þann- ig að menn geti verið hérna og við myndum ekki missa fólkið frá okkur,“ sagði Stefán. Hann sagði að Bjarni P. Magn- ússon hefði óskað eftir lausn frá störfum og fá að hætta strax og sveitarstjórn hefði orðið við þeirri beiðni. Bjarni P. Magnússon sagði að aðdragandi þessa væri talsvert langur. Þetta hefði verið mjög erf- iður rekstur, en það væri ekkert annað um það að segja en að það væri full sátt um uppsögn hans. Hann sagði óljóst hvað við tæki hjá sér. Aðspurður um ástæður þess hvernig komið væri sagði hann að skuldastaðan væri einkum slæm vegna hjúkrunar- og dvalar- heimilisins Barmahlíðar sem hreppurinn hefði yfirtekið. Þá hefðu tekjurnar lækkað mjög mik- ið síðustu fjögur ár. Hérðaðið væri landbúnaðarhérað, 45% manna á vinnumarkaði væru sauðfjárbænd- ur og allir vissu að tekjur þeirra hefðu dregist verulega saman, þannig að bæði hefði sveitarsjóður haft minni tekjur og reksturinn verið þungur og erfiður. Engin formleg beiðni borist Húnbogi Þorsteinsson, skrif- stofustjóri í félagsmálaráðuneyt- inu, sagði að ráðuneytinu hefði ekki bofist formleg beiðni um að það tæki til sinna ráða vegna skuldastöðu sveitarfélagsins, en fulltrúar þess hefðu gert ráðuneyt- inu grein fyrir stöðunni í síðustu viku. Húnbogi sagði að ráðuneytið hefði lengi vitað um erfíða stöðu sveitarfélagsins og myndi taka á málinu þegar beiðni þar að lútandi bærist. Bílgreinasambandið 25 ára Engin stefna stjómvalda Bílgreinasambandið varð til við sam- runa tveggja fé- laga, annars vegar félags bifreiðainnflytjenda og hins vegar Sambands bíla- verkstæða á íslandi. For- kólfurinn og fyrsti formað- urinn var Gunnar Ásgeirs- son, kenndur við Velti. Hallgn'mur ber lof á störf forvera síns og segir að á þessum tímamótum beini menn huganum fram veg- inn, en noti fortíðina til þess að draga lærdóm af. En hvers konar félags- skapur er Bílgreinasam- bandið? „Bílgreinasafnbandið er hagsmunasamtök í sölu ökutækja, vöru og þjón- ustu þeim tengdum. í BGS í dag eru yfir 180 fyrirtæki í Reykjavík og um land allt, þ.e. bifreiðainnfiytjendur, varahluta- salar, almenn verkstæði, bíla- málningar- og réttingarverkstæði, smurstöðvar, ryðvarnarstöðvar og aðrir þjónustuaðilar í bílgreininni. BGS er til fyrir neytendur og kappkostar að vinna að hags- munamáium þar sem samtaka- máttur er líklegri til árangurs." Hvaða dæmi geturðu nefnt í því sambandi? Glíman við stjórnvöld um álög- ur á bíla er jafngömul samtökun- um. Við höfum reynt að krefja stjórnvöld um skipuleg og góð vinnubrögð, en við ramman reip er að draga. Það hefur engin stefna verið og enginn í stjórn- kerfinu hefur getað útskýrt fyrir okkur hvers vegna álögur eru með þeim hætti sem raun ber vitni. Stjórnvöld hafa verið afar tæki- færissinnuð þegar bílgreinin hefur verið annars vegar, enda stór og góður skattstofn þar á ferðinni sem sést best á því að á síðasta ári komu 18 milljarðar í ríkiskass- ann vegna skattaálaga í greininni. Iðulega hefur við fjárlagagerð verið skellt á aukaálögum til þess að ná einhverjum aukamilljörðum. Afleiðingin er hins vegar sú, að neysla leitar alltaf í hagstæðasta farveginn þannig að ríkið hefur alltaf tapað þegar til lengri tíma er litið. Þetta hefur gert kerfið að hálfgerðum óskapnaði. Þær litlu breytingar sem gerðar hafa verið eru auðvitað spor í rétta átt, en til þessa hefur skort veru- lega á pólitískt þor og vilja til þess að taka almennilega á mál- efnum bílgreinarinnar." Þýðir þetta ekki að bílafloti landsmanna fer að ---------------- ganga sér til húðar? „A árunum 1986 til 1989 voru gjöld og tollar á bifreiðum hlut- fallslega miklu lægri en það sem síðar varð. Sá stóri hópur, sem þá hafði efni á því að kaupa nýjan bíl, hefur fyrir vikið lent. í basli við að endurnýja. Nú eru þessir stóru árgangar á hraðri útleið. Við sjáum í þessum efnum enn hvernig neyslan leitar í hag- stæðari farveginn þar sem meira er sótt heldur en fyrr í margs konar pall- og sendibíla sem menn síðan freistast til að nota sem einkabíla. Þetta stafar af því að þessar tegundir bíla eru í lægri tollaflokkum. Þetta er auk þess mjög var- hugaverð þróun gagnvart vöru- bílaflotanum þar sem hátt í fjórð- ungur slíkra bifreiða er orðinn eldri en 20 ára og mjög lítill hluti flotans er yngri en fimm ára. Það Hallgrímur Gunnarsson ► Hallgrímur Gunnarsson er 46 ára gamall rafmagnsverk- fræðingur. Hann hefur starfað sem forstjóri hjá Ræsi síðan árið 1986 og á síðasta ári var hann kjörinn formaður Bíl- greinasambandsins sem er ald- arfjórðungsgamalt í dag BGS telur að lækka beri álögurnar er siæmt þegar atvinnulífið getur ekki endurnýjað búnað sinn vegna óraunhæfra tollaálaga." Hvernig mun BGS haga sinni baráttu á þessum tímamotum? „Við viljum að stjórnvöld gefi pólitísk fyrirheit um að fram fari grundvallarendurskoðun á mál- efnum bílgreinarinnar. Það er sannarlega full þörf á því. Við sem höfum lifað af þær miklu sveiflur sem verið hafa vitum að það skipt- ir ekki öllu máli hvort gjöld og álögur séu há eða lág. Markaður- inn aðiagar sig báðum umhverf- um. Við hærri álögur njóta hins vegar færri og baráttan um við- skiptavinina er harðari. BGS telur hins vegar að lækka beri álögurn- ar, því þannig betjumst við fyrir viðskiptavinina. Það er kominn tími til að hugsa sinn gang þegar bílakostnaður fíölskyldu á ári hveiju er orðinn hærri að jafnaði en matarkostnaður. Það sýnir hvað ríkjandi kerfi er á miklum villigötum. Við viljum einnig krefía stjórn- völd um stefnu í eftirlits- og gæða- málum. Það eru alls staðar reglu- verk, fyrir starfsleyfi, umhverfis- mál, bílaskoðun, faggildingu, sölu notaðra bíla, hvaðeina. Allt hefur sitt regluverk en samræming er engin. Þarna viljum við taka til hendinni. Við teljum að nú sé lag --------- að setjast niður og vinna með stjórnvöld- um, því þau hafa sýnt veikburða en eigi að síður spennandi til- raunir til úrbóta í seinni tíð. Það þarf að koma við- horfsbreyting í þjóðfélaginu í þessum málum og ef til vill er kominn vísir að henni. Því vil ég hvetja sem fiesta af okkar félagsmönnum til að koma á afmælisfund okkar í Súinasal Hótel Sögu á iaugardaginn þar sem fíallað verður um bílgreinina til framtíðar og pallborðsumræður undir stjórn Árna Sigfússonar, borgarfulltrúa og formanns FÍB, fara fram. Þangað koma bæði ráðherrar og þingmenn sem full- trúar stjórnvalda. Um kvöldið færum við okkur síðan yfir í Átt- hagasal og höidum afmælishátíð og veit ég að þangað mæta flest- ir okkar félagsmanna'," eru loka- orð Hallgríms Gunnarssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.