Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fresturinn til að leysa fjárlagadeiluna í Bandaríkjunum rann út á miðnætti Greiðsluþrot blasti við ríkisstjórninni Washington. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN horfðist í augu við það í gær að verða uppiskroppa með rekstr- arfé vegna þess, að ekki hefur tekist að leysa deilu um fjárlögin milli hennar og repúblikana, sem eru í meirihluta á þingi. Deilan harðnaði verulega á sunnudag þegar leiðtogar repúblikana og stjórnarinn- ar sökuðu hvorir aðra um að standa í vegi fyrir samkomulagi en væri ekki búið að finna lausn fyrir miðnætti sl. var hætta á, að ýmis starfsemi alríkisins stöðvaðist og stjórnin gæti ekki staðið í skilum með af- borganir af lánum. Yrði það í fyrsta sinn, sem það gerðist. Skilyrtu boði hafnað Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, bauð talsmönnum repúblikana að koma á sinn fund í gær til að ræða málin en þó með því fororði, að þeir féllu frá ákvæði um hærri sjúkratryggingaiðgjöld. Newt Gingrich, forseti fulltrúadeildarinnar, hafn- aði því hins vegar og sagði repúblikana því aðeins mundu ræða við Clinton, að engin skilyrði fylgdu. Beitti neitunarvaldi Búist var við, að tækist ekki samkomulag á síðustu stundu, myndu 800.000 starfs- menn alríkisins verða sendir heim í dag en þeir, sem taldir eru nauðsynlegir öryggi rík- isins, til dæmis hermenn, starfsmenn leyni- þjónustunnar, FBI, flugumferðarstjórar, landamæraverðir og fleiri áttu að starfa áfram. Clinton beitti í gær neitunarvaldi gegn Reuter NEWT Gingrich og Bob Dole. frumvarpi repúblikana um auknar lántöku- heimildir fyrir ríkisstjórnina og var ástæðan sú, að þar var einnig gert ráð fyrir niður- skurði á framlögum til mennta-, heilbrigðis- og umhverfismála. Sakaðir um kúgun Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna, sagði, að með því að spyrða þetta saman væru repúblikanar að reyna að kúga ríkis- stjórnina til að fallast á hugmyndir sínar og Laura Tyson, efnahagsráðgjafi ríkis- stjórnarinnar, sagði í viðtali við CNN-sjón- varpið, að um væri að ræða þvingun, sem Clinton gæti ekki tekið þátt í. Alvarleg staða Fjárlagaárið í Bandaríkjunum hófst 1. október sl. en þingið hefur enn ekki af- greitt níu af 13 frumvörpum um útgjöld alríkisins. Fjárlagadeilan að þessu sinni er alvarlegri en fyrri deilur vegna þess, að í fyrsta sinn er hætta á, að ríkið missi heim- ild til að taka fé að láni í því skyni að greiða skuldir sínar. Hagfræðingar segja, að komi þessi staða upp muni hún gera ríkinu erfiðara fyrir með sölu ríkisskuldabréfa og leiða til hærri vaxta af húsnæðislánum og greiðslukortum. TILBOÐ I N O V E M B E R Vandaðir gripir á einstöku verði! Nýr samningur leiðtoga Króata og Serba um fram- tíð Austur-Slavoníu talinn marka vatnaskil Efasemdir og vantrú meðal almennings Bjóðum nú þessar sívinsælu eldavélar frá Siemens á sérstöku kostaverði. Vélarnar eru einfaldar í notkun, traustar og endingargóðar. HS 24020 • Breidd 60 sm • Yfir-/undirhiti, grill • 4 hellur • Geymsluskúffa Verð: 49.900 stgr. HN 26020 • Breidd 50 sm • Yfir-/undirhiti, grill • 4 hellur • Geymsluskúffa Verð: 45.900 stgr. UMBOÐSMENN OKKAR Á LANDSBYGGÐINNI: Aleranes: Rafþjónusta Sigurdórj • Borgarnes: Glitnir • BorgarfjÖröun Rafstofan Hvítárskála • Helllssandur: Blómsturvetlir • Grundarfjörður: Guðní Hallgrímíson • Stykkisliólmur: Skipavik • Búoardalur: Ásubúö • ísnfjöroun Póllinn • Hvammstangl: Skjanni • Sauöárkrókun Rafsjá • Siglufjörður: Torgiö • Akureyri: Ljósgjafínn • Húsavik: Öryggi • Þórshöfn: Norðurraf • Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvétaverkst. Arna E. • Egllsstaðir: Sveinn Guömundsson " Brelodalsvlk: Stefan N. Stefánsson • HÖfn I Hornaflröl: Krístall • Vestmannaeyjan Tréverk • HvolsvöHur: Kaupfélag Rangæmga • Setfoss: Árvirkinn • Grlndavfk: Rafborg • Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjörður: RafbúÖ Skúla, Átfaskeiði í verslun okkar að Nóatími SMITH & NORLAND Nóatúni4*Sími5113000 Zagreb. Reuter. LEIÐTOGAR Króatíu hylltu í gær nýgerðan samning um framtíð héraðsins Austur-Slavoníu innan ríkisins, sögðu að hann væri fýrsta skrefíð til að koma á eðlilegu ástandi á Balkanskaga og myndi auðvelda bætt samskipti við stjórnvöld í Serbíu. Thorvald Stolt- enberg, sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna, tók í sama streng en fjölmiðlar og almenningur í Króat- íu og héraðinu sjálfu virtust ekki jafn sannfærðir um að samningur- inn héldi. Austur-Slavonía er auðugt, þar er land gott undir bú og talsverðar oliu- og gaslindir, einnig skiptir lega þess miklu hvað snertir varn- ir og samgöngur. Héraðið er hluti af Króatíu en liðlega þriðjungur íbúanna, um 67.000 manns, var af serbneskum stofni áður en átök- in hófust. Þjóðarbrotið gerði upp- reisn 1991 og með aðstoð Serbíu- hers tókst þeim að komast undan yfirráðum stjórnvalda í Zagreb. Króatar í héraðinu, um 90.000 manns, voru reknir á brott en sam- kvæmt samningnum á sunnudag fá þeir nú að snúa heim. Alþjóð- legt gæslulið á vegum Sameinuðu þjóðanna á að sjá um að umskipt- in fari fram með friðsamlegum hætti. Þrýst á forsetana Fréttaskýrendur segja að mikill þrýstingur af hálfu Bandaríkja- manna hafi að líkindum fengið forseta Krðatíu og Serbíu, þá Franjo Tudjman og Slobodan Mil- osevic, til að semja um málið á friðsamlegan hátt. Króatíuher hef- ur fyrr á þessu ári náð undir sig SAMIÐ UM A-SLAVONIU Uppreisnarmenn serbneska þjóðar- brotsins f hinni olfuauöugu Austur-Siavonfu hafa samþykkt aö héraöiö hverfi á ný undir Króatfu. Samningurínn er talinn marka þáttaskil (friöarviðleitni á Balkanskaga Austur-Slavonía veröur undir alþjóölegri yfirstjóm í allt aö tvö ár og friðargæslulið SÞ mun halda uppi lögum og reglu á meðan SVÆÐI UNDIR STJORN ? Króata ? Múslima og Króata ? Serba á ný öðrum héruðum, Krajina og Vestur-Slavoníu, sem ríkið missti í stríðinu við Serba og var Austur- Slavonía ein eftir. Hótar að beita hervaldi Tudjman hótaði að beita her- valdi tækjust ekki samningar um að héraðið yrði króatískt á ný. Samkomulag náðist fyrir helgi á friðarráðstefnunni í Ohio um að svo yrði innan eins árs, tveggja ára ef annar aðilinn óskaði þess. Var það undirritað á sunnudag. Króatískt og serbneskt heriið má ekki vera í héraðinu á meðan þetta undirbúningsástand varir. Talsmenn Serba voru varkárir þrátt fyrir samninginn. „Við telj- um ekki að króatisk stjórnvöld séu fær um eða vilji vernda réttindi Serba," sagði aðalsamningamaður Serbíu á fundunum í Ohio, Milan Milanovic, í yfírlýsingu til frétta- stofunnar Tanjug í Belgrad. Hann sagðist treysta því að alþjóðlegt gæslulið myndi tryggja hagsmuni serbneska þjóðarbrotsins í A-Slav- oníu. Gagnkvæm tortryggni er ríkj- andi milli Serba og Króata. Serbar í A-Slavoníu vona sumir að þeir fái einhverja sjálfsstjórn í eigin málum. Telja þeir að margir serb- neskir flóttamenn frá Krajinu og Vestur-Slavoníu muni setjast að í héraðinu. Þá gætu Serbar orðið þar í meirihluta, jafnvel þótt Kró- atarnir sneru heim. Serbar reknir á brott? Aðrir Serbar segjast óttast að þeir verði reknir á brott, þeir benda á að er Króatar tóku Krajinahérað urðu um 200.000 Serbar að hverfa á brott við illan leik. „Hvernig getum við verið hér? Við erum nýflutt í hús sem Króati átti en nú koma Króatarnir allir aftur," sagði aldraður maður sem sjálfur var úr röðum flóttafólks. Króatíska dagblaðið Vjesnik minnti á að leiðtogar serbnesku þjóðabrotanna í landinu hefðu áð- ur undirritað samninga sem ekki hefðu reynst mikils virði en sagði að aukinn hernaðarmáttur Króatíu gæti tryggt að nýi samningurinn héldi. \ l i Bylting í baráttunni \1ð hruklairnar! MeliWose Á augu: Eye Contour Á andlit: Light Texture og Enrich Texture. CTSÖIUSTAÐIR: Akranes Apótek, Akureyrar Apótek, Apótek Austurbæjar, Apót«k Austtirlands, Árbæ|ar Apótek, Blönduós Apótck, Borgar Apót«k, Borgarnes Apótek, Breiöholts Apótók, Garöabæjar Apótek, Grafarvogs Apótek. Háalcitts Apótek, Hatnar Apótek Hötn. Hafnarf]aroar Apótek, Heba Slglutlrol. Holls Apolek. Hraunbcrgs Apótek. Húsavtkur Apótfik, liygca Reyk|avlkur Apólckl, Ibunnar Apótck, Ingólfs Apótek, isallarðar Apótck, Keflavtkur Apótck. Kópavogs Apótek. Lauganiesapótek. Ijtsala llólmavfknr. l^lsa\a Vopnafiaroar. I^fsalan Stöðvarfiröl, Mosfells Apótek. Nesapótck Eskifirði. Nesapótek NeskaupsUð. Nes Apótek Seltiamarn.. Norðurbæ|ar Apótek. Ólafsvfkur Apótek. Sauöárkrðks Apotek. Seifoss Apótek. Stykkisliólms Apótek. Vcstinannaeyla Apótek. Vesturbælar Apólek. IvCiWvRKSOFNÆMI ENCIN IIMEFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.