Morgunblaðið - 14.11.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.11.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 21 ERLEIMT * Israelskt herlið farið frá Jenin á Vesturbakkanum „Þannig' minnumst við Rabins best“ Rosenthal ulur gj^l Glæsilegar gjafavörur + Matar- og kaffistell CT) 'HaV í sérflokki Vd'ð VÍð tlllva lixfi Laugavegi 52, sími 562 4244. Jenin. Reuter. ÍSRAELSKT herlið var flutt frá borginni Jenin á Vestur- bakkanum í gær í samræmi við þá samninga, sem Yitzhak heitinn Rabin, forsætisráð- herra ísraels, hafði gert við Palestínumenn. Var mikill fögnuður meðal 40.000 íbúa borgarinnar þegar ísraelsku hermennirnir veifuðu þeim í kveðjuskyni eftir 28 ára her- setu. „Þetta er það besta, sem við gátum gert, þannig minn- umst við best Rabins, sem helgaði líf sitt friðnum," sagði Nasr Yousef, yfirmaður pale- stínsku lögreglunnar, en Jen- in er fyrsta borgin á Vestur- bakkanum, sem Palestínu- menn taka við síðan samning- arnir um aukna sjálfstjórn þeirra voru undirritaðir í sept- ember. Friðnum ekki fórnað „Mér líður eins og blindum manni, sem fengið hefur sýn,“ sagði Abu Ibrahim al-Yamo- un, þjóðlagasöngvari í litlu þorpi utan við Jenin, en íbúar borgarinnar flykktust út á götur og dönsuðu til að fagna brottflutningnum. „Þetta gef- ur vonir um, að friðnum verði ekki fórnað á altari ofstækisins, að það sé ekki um neina aðra leið að ræða,“ sagði Yousef lögreglustjóri. Reuter ÞESSI ísraelska stúlka hafði bangsann sinn með þegar hún sótti minningarat- höfn um Yitzhak heitinn Rabin, forsætis- ráðherra ísraels, sl. laugardag. Á sunnu- dagskvöld sóttu um 250.000 manns úti- fund í Tel Aviv til minningar um hann. Við minningarathöfn um Rabin í Tel Aviv á sunnudagskvöld, sem 250.000 manns sóttu, skoraði Leah, ekkja hans, á landa sína að standa við gerða samninga og í gær sagði ísraelskur herforingi, að brottflutningurinn frá Jenin myndi fara skipulega fram. „Við munum takast í hend- ur og óska hvorir öðrum gæfu og gengis. Með afhendingu Jenins til Palestínumanna hef- ur verið stigið mikilvægt skref,“ sagði hann. Samkvæmt samningnum, sem undirritaður var í Was- hington í september, munu ísraelar fara frá sex borgum á Vesturbakkanum og frá Hebron að hluta. Að auki munu þeir afhenda Palestínu- mönnum borgaraleg yfirráð bg takmarkaða ábyrgð á ör- yggismálum í 450 þorpum og flóttamannabúðum. Endurmeta afstöðuna Enn er ósamið um framtíð ísraelsku nýbyggðanna á Vesturbakkanum en _ David Montenegro, leiðtogi ísraela, sem sest hafa að skammt frá Jenin, sagði, að þeir, sem hefðu barist gegn stefnu Rab- ins, væru nú að endurmeta afstöðu að honum látnum. „Eins og allir ísraelar erum við harmi slegnir og ég held í sannleika sagt, að flestir séu sam- mála um, að ekkert geti réttlætt svona voðaverk," sagði Montenegro í samtali við ísraelska útvarpið. H óvember tilboð á þýskri úrvals þvottavél frá Blomberq 5 kg. 1.200/900/700 snúninga vinding. Ullarvagga. 16 kerfi. Yfirúðun og fjöldi | annarra kosta. _ Fullt verð kr. 90.117 stgr. Takmarkað magn á þessu einstaka verði. Láttu ekki þessa frábæru vél fram hjá þér fara. II/' Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 ® 562 2901 og 562 2900 SPARISJODIRIMIR SYIMA VIÐSKIPTAVINUM SÍIMUM IMOTALEGT VIÐMÓT þegorþérhentor Einn tveir 4 þrtr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.