Morgunblaðið - 14.11.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.11.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 23 Fram- bjóðendur draga sig íhlé ALLIR frambjóðendur stjórn- arandstöðuflokkanna í Tansaníu drógu sig í hlé í for- setakosningunum, sem lýkur á sunnudag, og ljóst er því að frambjóðandi stjórnarflokks- ins, Benjamin Mkapa, verður kjörinn forseti. Kosningarnar fóru fram 29. október en ákveðið var að endurtaka þær í höfuðborginni, Dar es Sal- aam, þar sem þær einkenndust af upplausn og óreiðu. Fram- bjóðendur stjórnarandstöð- unnar ákváðu að draga sig í hlé eftir að dómstóll hafði hafnað beiðni þeirra um að lýsa þær ógildar. Sprengjutil- ræði í Alsír MÚSLIMI gerði sjálfsmorðs- árás á lögreglustöð í þorpinu Tadmait í Alsír á sunnudag, ók bíl með sprengjum inn í stöðina. Um tólf konur og börn særðust í árásinni og miklar skemmdir urðu á bygging- unni. Búist er við fleiri sprengjutilræðum af hálfu heittrúaðra múslima fyrir for- setakosningarnar á fimmtu- dag, sem helstu stjórnarand- stöðuflokkarnir sniðganga. Tilræði í Karachi HÓPUR óþekktra manna varpaði sprengjum á lögreg'u- stöð og íbúðir lögreglumanna í Karachi í Pakistan í gær. Sjö manns særðust i árásinni, þeirra á meðai ijórar konur og fimmtán ára piltur. Einn tiiræðismannanna beið bana og lögreglumaður særðist al- varlega í skotbardaga eftir árásina. Minni verð- bólguþrýst- ingur VERÐ á hráefnum og innflutt- um vörum lækkaði í Bretlandi í október, í fyrsta sinn í tæp tvö ár, samkvæmt hagtölum sem birtar voru í gær. Verðið lækkaði um 0,3% en búist hafði verið við 0,1% lækkun. Sérfræðingar sögðu tíðindin geta orðið til þess að sannfæra fjármálamenn um að verðbólg- unni yrði haldið niðri. Pakistanar nást við strönd Italíu ÍTALSKA strandgæslan náði í gær um 120 ungum mönnum frá Pakistan og Sri Lanka sem sigldu á björgunarbátum að strönd Ítalíu. Mennirnir sögð- ust hafa fengið far með flutn- ingaskipi frá Istanbul og áhöfnin hefði sagt þeim að þeir væru komnir að strönd Þýskalands. Þeir sögðust hafa haldið að heiman fyrir hálfu ári og greitt jafnvirði 190.000 króna fyrir ferðina. Búist er við að þeim verði gefinn tveggja vikna frestur til að fara frá Italíu. EINSTÆÐUR ÍIIÐBURÐUR SEM ÞÚ SKALT EKKI MISSA AF ! Dr. Edward De Bono á íslandi ■ i Mannauður NÁMSTEFNA Á SCANDIC HÓTEL L0FTLEIÐUM, ÞRIÐJUDAGINN 28. NÓVEMBER 1 995, KL. 9-16. Dr. Edward de Bono er talinn helsti hugsuður heims á sviði skapandi hugsunar. Hann er höfundur 45 bóka á því sviði sem margar hafa náð metsölu og verið gefnar út á fjölmörgum tungumálum. Óhætt er að segja að það sé sannkallaður hvalreki á fjörur íslenskra stjórnenda að eiga þess nú kost áð sækja námstefnu dr. de Bono sem líklega er þekktasti fyrirlesari sem til íslands hefur komið. Hann er afar eftirsóttur og háttlaunaður fyrirlesari og ráðgjafi enda þykja námstefnur hans með þeim allra bestu sem þekkjast. Á námstefnunni mun dr. Edward de Bono fjalla um mannauð og virkjun hugvits - hvernig stjórnendur geta leyst hugvitið úr læðingi. Skilaboð dr. Edward De Bono eru þau að þörfin fyrir nýjar lausnir aukist í sama hlutfalli og samkeppnin í viðskiptalífinu. Það er ekki lengur nóg fyrir stjórnendur að gera sömu hlutina betur. Það er ekki heldur nóg fyrir þá vera skilvirkir og leysa vandamál. Kröfur til þeirra eru orðnar miklu meiri. Stjórnendur í nútíma fyrirtækja- og stofnanarekstri þurfa að tileinka sér ný vinnubrögð til að geta dafnað og mætt nýjum væntingum og breyttum þörfum viðskiptavinanna. Nýjasta bók dr. De Bono „Serious Creativity" (uþb. 350 bls.) fylgir með í kaupbæti FRÍTT ef þú skráir þig fyrir 24.nóvember. Almennt verð: kr. 29.900* SFÍverð: kr. 25.415 (15% afsl.) Innifalið: Vönduð námstefnugögn, morgunkaffi, hádegisverður, síðdegiskaffi og meðlæti. Ef þrír eru skráðir frá samafyrirtæki fær fjórði þátttakandinn FRÍTT. Skránlng & upplýsingars 562 1066 * Til upplýsingar má geta þess að 2 daga námstefna með dr. Edward de Bono í Brussel um sama efni, kostar hátt á þriðja hundrað þúsund krónur fyrir utan ferða- og dvalarkostnað. Hér er því um einstakt tækifæri að ræða. Stjórnunarfélag íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.