Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Minning- artón- leikar í Há- skólabíói MINNINGARTONLEIK AR um þá sem fórust í snjóflóðinu á Flat- eyri 26. október verða haldnir í Háskólabíói í kvöld, þriðjudags- kvöld, kl. 21. Margir af þekkt- ustu Iistamönnum þjóðarinnar hafa ákveðið í samráði við On- firðingafélagið að koma fram á tónleikunum og styrkja á sinn hátt samfélagið og fólkið á Flat- eyri. Áætlað er að 120-140 lista- menn komi fram á tónleikunum. Eftirtalið listafólk mun koma fram: Málmblásarasveit Sinfó- níuhljómsveitar íslands, Félagar úr Kór Islensku óperunnar, Karlakór Reykjavíkur, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Anna Guðný Guðmunsdóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir, Jónas Ingimundar- son, Marcal Nardau, Guðrún ÚR Flateyrarkirkju. Birgisdóttir, Bergþór Pálsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Kór íslensku óperunnar, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, David Knowles Játvarðsson, Félagar úr hljómsveit íslensku óperunar, Þorgeir Andrésson, Sigfús Hall- dórsson, Friðbjörn G. Jónsson, Gunnar Kvaran, Gísli Magnússon og Elín Ósk. Þakkarbæn flytur sr. Guð- Góður og yfir- vegaður söngur TONLIST V í ð i s t a ð a k i r k j a EINSÖNGUR Inga Backman sópransöngkona og Ólafur Vignir Albertsson píanóleik- ari fluttu söngverk eftir Jón Ásgeirs- son, Mozart og Jórunni Viðar. Sunnu- dagurinn 12. nóvember,1995. INGA Backman hefur þegar aflað sér mikillar reynslu sem söngkona, haldið tónleika og sung- ið aðalhlutverk í óperunum Suor Angelica og í La Bohéme, sem báðar eru eftir Puccini, auk þess sópranhlutverk í Messias, eftir Handel, og Árstíðunum, eftir Ha- ydn. Að þessu sinni var söngskráin nokkuð óvenjuleg, hófst á fjórum lögum eftir undirritaðan, þá komu sjö söngverk eftir Mozart og niður- lagið voru sex sönglög eftir Jór- unni Viðar. Um lög undirritaðs er það að segja, að þrjú þeirra eru samin 1947 og teljast fyrsta tilraun höf- undar til sönglagagerðar. Lögin voru ágætlega sungin, sérstaklega Barnagælan frá Nýja Islandi, við þulu Halldórs Laxness, og Þrjár stökur, við lausavísur eftir Örn Arnar. Lögin eftir Mozart voru Abend- emfindung, Das Veilchen, eitt frægasta sönglag Mozarts, Un moto di gioja skemmtilegt gleðilag við texta eftir Lorenzo da Ponte, þann er samdi textann við Brúð- kaupið, Don Giovanni og Cosi fan tutte, þijár af frægustu óperum Mozarts. Lagið er upphaflega sam- ið sem innskot í Brúðkaupið og með undirleik hljómsveitar. Fjórða viðfangsefnið eftir Mozart var Rid- ente la calma, canzonetta eftir Myslivecek, sem Mozart endurrit- aði. Der Zauberer er frá svipuðum tíma og Fjólan, skemmtilegt og leikrænt sönglag, sem, ásamt Fjól- unni og Un moto di gioja, var mjög vel sungið. Fyrsta lagið, sem Inga söng eftir Mozart og það síð- asta, Als Luise die Briefe ihres ungetreuen Liebhaber verbrannte, eru lög í sorglegri kantinum og söng Inga þau af innileik, án þess að ofgera i túlkun. Laudate Dominum, sem er Dav- íðssálmur nr. 117, er fallegt söng- verk og þó margt væri vel gert voru „melisma“-línurnar á köflum ekki nógu skýrt afmarkaðar. Síð- asti hluti tónleikanna var helgaður Jórunni Viðar og hófst á því fræga lagi, Vort líf, vort líf, Jón Pálsson, við kvæði eftir Stein Steinar. Önn- ur lög voru Mamma ætlar að sofna, Vorljóð á Yli, Varpaljóð á Hörpu, Vökuró og Við Kínafljót, allt falleg og fínlega ofin tónverk, sérstak- lega lögin við ljóð Jakobínu Sig- urðardóttur, Vorljóðið, Varpaljóðið og Vökuró, sem Inga söng afburða vel. Mamma ætlar að sofna við kvæði Davíðs er fallegt og var það sungið af innileik en síðasta lagið, Við Kínafljót, við gamansaman texta Þorgeirs Sveinbjarnarsonar, var leikandi og skemmtilega sung- ið. Inga Backman er góð söngkona er flytur viðfangsefni af yfirvegun og naut hún góðs samleiks Ólafs Vignis Albertssonar píanóleikara. Jón Ásgeirsson. Nýjar bækur • LEIKRITIÐ Heimur Guðríðar- Síðasta heimsókn Guðríðar Sím- onardóttur íkirkju Hallgríms eft- ir Steinunni Jó- hannesdóttur er komið út á bók. Leikritið var frumsýnt i Hall- grímskirkju í Reykjavík á Kirkjulistahátíð síðastliðið vor við góðar undirtektir gagnrýnenda og áhorfenda. Leikritið segir frá einstæðri ævi og örlögum Guðríðar Símonardótt- Steinunn Jóhannesdóttir ur. Það rekur píslarsögu hennar frá því henni er rænt í Tyrkjaráninu 1627 og bregður upp myndum úr lífi hennar með skáldinu Hallgrími Péturssyni, ástum þeirra og hörm- um. í tengslum við það að sýningar eru teknar upp að nýju á litlu sviði í nýuppgerðum Safnaðarsal Hall- grímskirkju var ákveðið að gefa leikritið út á bók. Leikrítið verður tilsöiu íanddyri kirkjunnar, Kirkju- húsinu, Bókabúð Máls ogmenning- ar, Bókaverslun Eymundsson, Bók- sölu stúdenta og í leikhúsbókasölu Leikfélags Reykjavíkur ogkostar bókin 800 kr. Útgefandi erFífan. mundur Óskar Ólafsson og kynn- ir verður Kristín Á. Ólafsdóttir. Sérstakir stuðningsaðilar þessara minningartónleika auk listafólksins sem fram kemur eru Háskólabíó, Hótel Saga og Borg- arprent. Tónleikarnir eru opnir öllum þeim sem sýna vilja samhug í verki. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Banvæn orð LEIKLIST Kaffilcikhúsiö KENNSLUSTUNDIN eftir Eugéne Ionesco. íslensk þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson og Gísli Rún- ar Jónsson. Leikendur: Gísli Rúnar Jónsson, Guðrún Þ. Stephensen og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Leik- stjóri: Bríet Héðinsdóttir. Tækni- stjóri: Björgvin Gíslason. Ljósahönn- uður: Sigurður Kaiser. Laugardagur 11. nóvember. Safnari og trúbador ÆVIMINNINGAR Jósafats Hinrikssonar eru væntanlegar hjá bókaútgáfunni Skerplp á næstunni. Bókin nefnist Ótta- laus. Jósafat Hinriksson rekur Vélsmiðju J. Hinriksson og hef- ur komið upp safni sjóminja og smiðjumuna. Hann er ættaður frá Norðfirði og segir m.a. frá því þegar hann starfaði þar hjá Lúðvík Jósefssyni. Skerpla gefur einnig út skáldsögu eftir kunnan banda- rískan höfund, Gore Vidal. Skáldsagan nefnist Feginn mun ég fylgja þér í þýðingu Björg- vins G. Kemp. Þetta er söguleg skáldsaga um leit trúbadors Ríkharðs ljónshjarta að meist- ara sínum eftir að hann hefur verið handtekinn á leið heim úr krossferð. Sagan þykir veita innsýn í heim miðalda. ÞESSI einþáttungur Ionescos er ein af perlum leikbókmenntanna, Hann er svo listavel saminn að það er hrein unun að sjá hann fluttan. Ekki síst þegar flutningurinn er með þeim ágætum sem þessi uppfærsla í Kaffileikhúsinu er. Kennslustund- inni mætti lýsa sem gráthlægilegum skopleik með hrollvekjandi ívafi (Io- nesco kallaði hann „harmrænan farsa“) en það sem hefur þennan leikþátt reyndar yfir slíkar skilgrein- ingar er textinn sem er svo skemmti- lega margræður og hefur endalausar skirskotanir og merkingarmögu- leika. Að miklu leyti er þetta texti um tungumálið, um vensl orða og hluta, um merkingu orða og mátt - sem getur reynst banvænn ef ekki er varlega farið. En þetta er líka verk um ofbeldi og firringu, um flók- in samskipti fólks og fleira og fleira. Og einna merkilegast er að þótt verkið sé 45 ára gamalt er það síður en svo fyrnt á nokkurn hátt - hefði allt eins getað verið skrifað í gær. Ef orðin eru svona þýðingarmikil og hættuleg í þessu litla leikverki hlýtur árangur uppfærslunnar að hvíla að miklu leyti á íslenskri þýð- ingu verksins. Þýðing þeirra Þor- steins Þorsteinssonar og Gísla Rún- ars Jónssonar lét afar vel í eyrum og virðist hafa verið nostrað vel og vandlega við textann. Þeir hafa þýtt leikþáttinn allan, en áður hefur hann verið sýndur í styttu formi. Ég hefði ekki viljað missa eina einustu setn- ingu úr leiknum. Gísli Rúnar leikur aðalhlutverkið, prófessorinn sem tekur unga stúlku í kennslustund til að búa hana undir „allsheijardoktorsprófið". Gísli Rún- ar fer hreinlega á kostum í hlutverk- inu og bregst hvergi bogalistin. Hann skapar persónu sem er óborg- anlega hjákátleg um leið og hún er trúverðug. Prófessorinn er í túlkun hans einrænn, sérvitringslegur og barnalegur í bland eins og þeir verða gjarnan sem lokast inni í fræðum sínum. Túlkun Gísla Rúnars er mjög vönduð að öllu leyti og saman mynd- uðu hreyfingar, svipbrigði og texta- flutningur hans karakter sem var eins frábærlega fyndinn og hann reyndist hættulegur áður en yfir lauk. Steinunn Ólína leikur nemandann og skilaði hún sínu hlutverki einnig vel. í túlkun hennar var stúlkan áhugasöm og öll af vilja gerð til að læra sem mest. En einfeldni hennar og óttablandin virðing fyrir prófess- ornum gerði honum kleift að „valta yfír hana“ eins og honum sýndist. Steinunn ólína átti skemmtilega takta í síversnandi tannpínu sinni og hún kom vaxandi ráðleysi nem- andans vel til skila. Guðrún Þ. Stephensen leikur ráðs- konu prófessorsins, sem er ekki síð- ur undarlegur karakter en hann, og er leikur hennar frábærlega „abs- úrd“. Ráðskonan gamla veit hvers konar hætta ungu stúlkunni er búin í kennslustundinni og hún reynir að vara prófessorinn við að fara nú ekki út í of varasöm atriði (eins og t.a.m. málvísindi!). En þegar viðvar- anir hennar eru að engu hafðar sættir hún sig strax við orðinn hlut og „huggar" prófessorinn sinn í bráðfyndnu atriði þar sem blandað er saman móður-sonar sambandi og kynferðislegum vísunum á kostuleg- an hátt. Slík tvíræðni er reyndar eitt af leiðarstefjum einþáttungsins. Bríet Héðinsdóttir leikstjóri hefur haldið vel utan um uppsetninguna og á hún og hópur hennar þakkir skildar fyrir að bjóða upp á svo góða' skemmtun í Kaffileikhúsinu. Sýning- in passar vel inn í þetta litla leik- hús, en þó er ég ekki viss um að sviðið sé rétt staðsett með tilliti til sem flestra áhorfenda (um það verða þeir sem sátu fjærst sviðinu að dæma). Ég skora á fólk að láta þessa skemmtilegu sýningu ekki fram hjá sér fara. Mig dauðlangar að sjá hana aftur. Soffía Auður Birgisdóttir. Aftenposten um Friðrik Þór KVIKMYNDAGAGNRÝNANDI Aftenposten, Per Haddal, lofar mjög nýjustu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Cold Fever (Á köldum klaka), sem sýnd var á kvikmyndadögum í Liibeck sem haldnir voru í 37. sinn fyrstu helgina í nóvember. Haddal segir að Friðrik Þór sé alþjóðlega við- urkenndur og í hávegum hafður á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heim. „Andstæðurnar á milli jap- anska stórborgarbúans og ís- lensku sveitamannanna eru ÚR Cold Fever. • • Oskrandi skemmti- legur kostulegar í mynd Frðriks Þórs. En þessi kómiska vegamynd er ekki bara fyndin, hún hefur mjög víða skírskotun og er dulræn með frosið landslagið eins og ís- hafskirkju í bakgrunninn. Frið- rik er öskrandi skemmtilegur, hlýr, ljóðrænn og háðskur. Hann er kvikmyndagerðarmaður í fyrsta flokki sem brátt mun skipa sæti á toppi kvikmyndaheimsins, á meðal Bille August og Max von Sydow.“ Haddal segir að íslensk kvik- myndagerð sé komin á alþjóðlegt stig. Fyrir fimmtán árum hafi hún verið stunduð eins og hvert annað tómstundagaman en nú skapi hún fordæmi fyrir aðrar norrænar þjóðir sem eiga sér langa kvikmyndahefð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.