Morgunblaðið - 14.11.1995, Page 28

Morgunblaðið - 14.11.1995, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell DEILDARSTJÓRARNIR Helgi Gestsson (t.v.) og Jens Arnyótsson líta inn í tíma hjá nemendum í iðnaðartæknifræði. > v, Rekstrardeild Tækniskóla Islands 10 ára Námið tengist at- vinnulífinu verulega REKSTRARDEILD Tækniskóla ís- lands var stofnuð fyrir tíu árum eftir nokkra umræðu í atvinnulífinu um þörf á stuttu, sérhæfðu námi á háskólastigi. Síðan þá hefur hún tekið stöðugum breytingum og er í sífelldri þróun. Skólinn setur tveggja ára starfs- reynslu sem skilyrði fyrir inntöku. „Við erum mjög harðir á þvi að fólk hafí verið nokkurn tíma á vinnumarkaði og hafi þekkingu á atvinnulífmu áður en það hefur nám. Um leið erum við að gefa því tækifæri á að komast í skóla, þar sem andrúmsloftið er ekki hefð- bundið heldur meira í tengslum við atvinnulífið," sögðu Helgi Gestsson og Jens Amljótsson- deildarstjórar í rekstrardeild. Nám í rekstrardeild skiptist í iðn- rekstrarfræði, iðnaðartæknifræði og útflutningsmarkaðsfræði. Iðn- rekstrarfræðinám snertir flesta þætti fyrirtækjareksturs allt frá markaði til framleiðslu. Hægt er að velja um þijú svið; markaðs-, framleiðslu- og útvegssvið. Breytingar haustið 1996 Sú breyting verður á námskröf- um í iðnaðartæknifræði næsta SÉRSTAÐA REKSTRARDEILDAR • Hópvinna við hagnýt verkefni frá byijun náms. • Inntaka eldri nemenda er leyfð án stúdentsprófs. • Krafa er gérð um starfsreynslu úr atviunulífi. • Símatskerfi er notað í iðnrekstrarfræðinámi. • Hagsmunasamtök atvinnulífs eru virk við þróun námsbrauta. • Lokaverkefni eru unnin að óskum fyrirtækja og styrkt af þeim. skólar/námskeid ýmislegt ■ Opin vinnustofa - LISTFENGI mánudaga kl. 14.00-23.00, miðvikudaga kl. 14.00-23.00. Pappírsgerð - glerskurður - silkimálun - aðventuskraut - jólaskraut o.fl. o.fl. Fjölbreytt föndumámskeið fyrir börn mánudaga kl. 15.00-17.00, 8-10 ára, miðvikudaga kl. 16.30-18.30,10-12 ára. Hópar geta fengið aðstöðu og leiðsögn á öðrum tímum. LISTFENGI ehf., Eiðistorgi 11, 170 Seltjarnarnesi, símar 562-2770/561-0865. tölvur STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS ■ Tölvuskóli í fararbroddi. ÖIl hagnýt tölvunámskeið. Fáðu senda námsskrána. ■ Tölvunámskeið - Windows 3.1 - Windows 3.11 ásamt Mail og Scedule - Word 6.0 fyrir Windows og Macintosh - WordPerfect 6.0 fyrir Windows - Excel 5.0 fyrir Windows og Macintosh - PageMaker 5.0 f. Windows/Macintosh - Access 2.0 fyrir Windows - PowerPoint 4.0 f. Windows/Macintosh - Tölvubókhald - Novell námskeið fyrir netstjóra - Word og Excel uppfærsla og framhald - Unglinganám, Windows eða forritun - Windows forritun r- Internet grunnur, frh. eða HTML skjöl Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja ölfum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 561-6699. Tölvuskóli Reykiavjkur Borgartúni 28, sfmi 561 6699. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna viö Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 551 7356. haust að ekki verður gerð krafa til þess að nemendur hafi lokið iðn- rekstrarfræði eins og hingað til. „Við munum taka inn stúdenta af eðlisfræði- og náttúrufræðibrautum framhaldsskóla .og úr raunagreina- deild Tækniskólans og mun námið taka 3‘A ár. Nú er það 2.Vi ár auk iðnrekstrarfræðinnar sem tekur 2 ár. Ástæðan er sú að við og mennta- málaráðuneytið töldum 4 'h árs nám of langt fyrir BS-gráðu og því er þessu breytt til samræmis við annað tæknifræðinám," sagði Jens. Hann sagði ennfremur að um væri að ræða hagræðingu á nám- inu, það yrði enn hnitmiðaðra og borið uppi af rekstrar- og tækni- áföngum. Um tuttugu nemendur geta hafið nám í iðnaðartæknifræði næsta haust. Útflutningsmarkaðsfræði er þriggja anna nám að loknu iðn- rekstrarfræðinámi af markaðssviði eða sambærilegu námi og lýkur með BS-gráðu. Útflutningsmark- aðsfræðingar eru hæfir til hvers kyns markaðsstarfa en sérhæfðir í öflun markaðar fyrir íslenska vöru og þjónustu erlendis. Námið er hið eina sinnar tegundar á háskólastigi hérlendis. Starfsmöguleikar ágætir Deildarstjórarnir segja starfs- möguleika nemenda úr rekstrar- deildinni ágæta, enda vinni þeir lokaverkefni í samvinnu við fyrir- tæki. Margir fá jafnvel störf við sama fyrirtæki og unnið hafði verið fyrir. Lokaverkefni taka frá einu upp í tvö ár, en tími þeirra er mis- munandi eftir námsbrautum. „Verkefnin eru alltaf undir stjórn leiðbeinenda sem við teljum mikil- vægt,“ sagði Jens. Aðspurðir um hvort næg hagnýt verkefni séu til staðar fyrir nemend- ur rekstrardeildar yfír námstfmann svöruðu þeir að umframeftirspurn sé frá fyrirtækjum. „Á undanförn- um árum hafa verið unnin milli 20 og 30 verkefni en yfir 40 beiðnir hafa að meðtaltali legið fyrir frá fyrirtækjum. Nemendur hafa því þó nokkurt val á verkefnum," sagði Helgi. Þess má geta að þeir sem vilja kynna sér frekar þau verkefni og það nám sem fram fer í Rekstrar- deild Tækniskóla íslands geta heim- sótt hann næstkomandi sunnudag kl. 11-17, þar sem verður opið hús. Útskriftarnemar í iðnaðartæknifræði Þróa kavíar úr skarkolahrognum „LOKAVERKEFNI okkar er að þróa kavíar úr skarkola- hrognum á Frakk- landsmarkað í sam- vinnu við Bakkavör hf.,“ sögðu þeir Sig- þór Hallfreðsson verkefnisstjóri og Ólafur Sörli Krist- mundsson í samtali við Morgunblaðið. Með þeim félögum eru einnig í hópnum þeir Garðar Bald- ursson og Karl Ósk- ar Viðarsson. Ein- ungis átta nemendur eru á lokaári í iðn- aðartæknifræði af þeim þrettán sem hófu þar nám. Iðnað- artæknifræðin tekur nú fimm annir, þar af er unnið að loka- verkefni I fjórum þeirraÁ Takmark hópsins er að vera til reiðu í vor með tilbúna vöru í neytenda- pakkningar. „í framhaldi af því verður hægt að taka ákvörðun um hvort hægt verði að þróa hana áfram á mark- að eða hvort fram- leiðslan svari kostnaði, gæði náist eða hvort eitthvað standi í veginum," sagði Ólafur. Ýmislegi kom tilgreina Áður en ákvörðun um skar- kola var tekin höfðu þeir velt fyrir sér frostþurrkun, ýmsum möguleikum varðandi síld auk skelfisksúrgangs. „Ein önn er ætluð í að leita að þróunarverk- efni og á þeirri næstu er reynt að halda áfram með það verk- efni sem valið var. Það er þó ekki skilyrði, því ýmislegt getur komið upp á þannig að það borgi sig ekki að halda áfram að vinna hugmyndina," segir Sigþór. „Það er eðli vöruþróunar, að ekki gengur allt upp sem byrjað er á,“ bætir Ólafur við. Þeir segja að ósk forsvars- manna Bakkavarar hefði verið að nýta hrogn úr fiski sem fram til þessa hefðu verið vannýtt. Þeir hefðu því snúið sér að hrognum úr gulllaxi. „Við vor- um komnir langt af stað með það verkefni síðastliðið vor og biðum eftir hrognum. Fullir til- hlökkunar settum við okkur í stellingar, en þá skall sjó- mannaverkfallið á. Það stóð yfir hrygningartím- ann þannig að við fengum engin hrogn. Þá urðum við að endurmeta stöð- una og völdum skar- kola.“ Nú er undirbún- ingsvinna komin á það stig að í þessari viku byrja þeir að vinna með sjálf hrognin, sem Bakka- vör á bæði söltuð og frosin. „Við vitum að sjálfsögðu ekki hver útkoman verður,“ segja þeir en benda á að skólinn fullmeti verkefnið hvort sem ráðist verður í fram- leiðslu eða ekki. Mikil áhersla er lögð á vöruþróun I deildinni, sem end- urspeglast í hóp- verkefnum nem- enda. „Markmiðið með náminu er að geta samræmt hóp- vinnu starfsmanna eða sérfræðipga úr ýmsum stéttum," sögðu þeir Ólafur og Sigþór. Nemendur í iðnað- artæknifræði hafa þurft að ljúka fyrst iðnrekstrarfræði, en að öðru leyti koma þeir víða að og hefja nám á mismunandi aldri. Nám- inu lýkur með BS-gráðu. Sigþór er 34 ára og lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni, en hefur einnig lokið prófi í framreiðslu. Lengstum var hann þó á sjónum. Ólafur er 26 ára og tók stúdents- próf frá Menntaskólanum við Sund en hefur aðallega unnið við járnsmíðar hjá föður sínum. Garðar kemur hins vegar úr Menntaskólanum í Reykjavík og er flugmaður og Karl frá Fjöl- brautaskólanum á Akranesi, „þaulvanur loðnusjómaður" eins og þeir félagar orðuðu það. Þeir segja að það sé einn af kostum skólans að fólkið sé ekki steypt í sama mótið. „Ég held að það lýsi því einna best hversu skólinn hefur verið á undan sinni samtíð að þær hugmyndir sem verið er að ræða innan Verslunarháskólans nú eru þær sömu eða svipaðar og námið er hér,“ sagði Sigþór. „Iðn- rekstrarfræði byrjaði hér fyrir 10 árum, en nú hafa tveir aðrir skólar tekið upp slikt nám, Sam- vinnuháskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri." Sigþór Hallfreðsson Ólafur Sörli Kristmundsstii Fiöldatakmarkanir í Háskóla íslands Fjöldatakmarkanir eru í átta deildum innan Háskóla íslands og hafa takmarkanir verið svipaðar undanfarin ár. Að sögn Þórðar Kristinssonar kennslustjóra HÍeru meginrökin fyrir fakmörkunum þau aö hluti námsins felst í starfsþjáifun á stofnunum og aðstaða til að veita nemendum hana er takmörkuð. Háskólinn endurskoðar fjöldatakmarkanirnar áriega. Fjöldatakmarkanir deilda: Árs viðbótarnám/starfsnám: (hversu margir komast i (fjöldatakmarkanir ínn í deildir) gegn um samkeppnispróf) Læknisfræði 30 Hagnýt fjöimiðlun 17 Hjúkrunarfræði 60 Féiagsráðgjöf 15 Sjúkraþjálfun 18 Námsráðgjöf 12 Tannlæknadeild 6 Kennslufræði 79

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.