Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR14.NÓVEMBER1995 39 Morgunblaoið/Jón Svavarsson Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiriksdóttir dansa hér tangó með tilfinningu. Systkinin Árni og Erla gerðu það ekki endasleppt, heldur sigruðu bæði í standard- og suður-amerísku dönsunum. Kristinn og Védís í ástardans- inum rúmba. Á f jórða hundrað kepptuídansi DANS í þró ttahúsið við Strandgötu í Halnarlirði ÍSLANDSMEISTARA- KEPPNIí DANSI MEÐ FRJÁLSRI AÐFERÐ, 4&4 DANSAR OG 5&5 DANSAR Fyrsta íslandsmeistarakeppni í da nsi með frjálsri aðferð, á þessu , keppnistímabili, fór fram í íþrótta- húsinu við Strandgötu í Hafnarfirði sunnudaginn 5. nóvember. Það var Dansráð íslands sem stóð fyrir þessari keppni, sem endranær. Keppt var f 4 og 5 standarddönsum annarsvegar og 4 og 5 suður- amerískum dönsum hinsvegar. Keppendur voru á fjórða hundrað, í fjölmörgum aldursflokkum. KEPPNIN hófst á því að allir keppendur í dansi með frjálsri að- ferð marseruðu inn á gólfíð, og fána var heilsað. Þetta er hátíðleg og falleg athöfn, sem hefur verið höfð í heiðri á danskeppnum á ís- landi. Þá flutti forseti Dansráðs íslands, Heiðar Ástvaldsson, ávarp, sem hófst á því að viðstaddir voru beðnir að rísa á fætur og votta fórn- arlömbum snjóflóðsins á Flateyri samúð sína. Að loknu ávarpi hófst keppnin. Það var greinilegt strax í upp- hafí að keppendur áttu í dálitlum erfíðleikum með gólfið, það var full stamt, svo erfítt reyndist að láta gólfið „hjálpa" sér. Yngsti aldursflokkurinn með frjálsri aðferð var flokkur 12-13 ára. Þau sýndu góðan dans þrátt fyrir erfitt gólf og var þessi flokkur mjög spennandi. Getan hjá þeim kom. skemmtilega á óvart, nokkuð góður fótaburður og fallega sam- settur dans og vel dansaður. Sigur- vegararnir, Haraldur og Sigrún, hafa að mínu mati aldrei dansað standarddansana svona vel. Áð mínu mati þyrfti samt að huga svo- lítið að dansstöðunni hjá flestum pörunum, sem var ekki alveg í nógu góðu lagi í heildina, eins virðast stúlkurnar vera í einhverjum vand- ræðum með höfuðið á sér, það hall- ar ýmist um of eða van. En þetta er ungt og efnilegt fólk og það ætti ekki að vera erfítt aðjbæta úr þessum fáu vanköntum. í suður- amerísku dönsunum var spennan ekki eins mikil, tvö efstu pörin voru afgerandi best. Hafsteinn og Lauf- ey dönsuðu til sigurs með fallegum dansi og heillandi framkomu. Það var ekkert gervilegt í framkomunni hjá þeim, það sannar og sýnir að það þarf ekki að gera sér upp ein- hver svipbrigði og grettur til að komast vel áfram í danskeppni. Flokkur 14-15 ára var að mínu mati jafnasti flokkurinn. Þar var ,ii i\uimz.i vei i SLAPPAÐ af á milli atriða í fangi fagurra fljóða. sýndur feikigóður dans og var keppnin mjög hörð, sérstaklega hjá þremur efstu pörunum. Sigurinn gat í raun lent hjá hverju þeirra sem er og held ég aið keppnin eigi eftir að harðna enn frekar er líður á veturinn. Þessi pör eru á heims- mælikvarða og verður gaman að sjá hvernig fer hjá þeim á Norður- landameistaramótinu í, Finnlandi, innan skamms, en Brynjar og Sess- elja og Sigursteinn og Elísabet verða fulltrúar íslands í sínum ald- ursflokki þar. Flokkur 16-18 ára, mætti ekki eins sterkur til leiks og ég hafði búist við, þó var þar margt vel gert. Gólfíð virtist há þessum flokki einna mest, sérstaklega í standarddöns- unum í pivot-snúningum og hæl- snúningum, sem voru ekki eins og bezt verður á kosið. Nokkrar dömur áttu einnig í vandræðum með höf- uðið á sér. í suður-amerísku döns- unum gekk keppendum betur að fóta sig á gólfinu og sýndu þeir góðan og fallegan dans í langflest- um tilfellum. Það var mikill kraftur í Þorvaldi og Jóhönnu Ellu ög unnu þau verðskuldaðan sigur. Flokkur 16 ára og eldri var mjðg sterkur á sunnudaginn, þó svo að ég hefði viljað sjá betri" fótaburð hjá keppendum í standard- dönsunum, sérstaklega í hæl- snúningum, eins var fótaburður í slow-foxt- v rot, ekki til að hrópa húrra fyrir. Suður- amerísku dansarnir voru miklu betri, systkinin Árni og Erla dönsuðu mjög vel, sérstak- lega í úrslit- um og sigruðu Eggert og Karen sýndu einnig frá- bæran dans og mikinn kraft og höfnuðu í 2. sæti. Óþarflega mikil andlitstjáning og tunguleikfimi var áberandi hjá sumum pörunum í þessum aldursflokki. Atvinnumennirnir voru síðastir á dagskrá eins og venjulega. Fjögur pör kepptu í standarddönsunum og fímm í suður-amer- ísku dönsunum. Allt glæsilegir fulltrúar íslenzku dans- kennarastéttarinn- ar. Ekki má gleyma því, að einnig var boðið upp á dans- keppni með grunn- aðferð, í næstum öllum aldursflokk- um. Keppendur stóðu sig þar með stakri prýði og dönsuðu af lífs- og sálarkröftum. Svona einsdans- og tveggjadansakeppnir eru ákaflega mikilvægar, til að keppendur nái sér í dýrmæta keppnisreynslu, sem á eftir að nýtast þeim í framtíðinni. Að þessu sinni voru dómararnir fímm, fíórir frá Englandi og einn frá Hollandi, og held ég að þeir hafí komizt vel frá sínu verki þenn- an dag. Vissulega eru ekki allir sáttir, en svona er nú keppn- in! Dagur- 12-13 ára standard 1. Haraldur Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magnúsdóttir DAH 2. Hafsteinn Jónasson og Laufey Karítas Einarsdóttir DJK 3. Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir DSH 4. Snorri Engilbertsson. og Dóris Ósk Guðjónsdóttir ND 5. Ragnar Már Guðmundsson og Elín Birna Skarphéðinsd. DHÁ 12-13 ára suður-amerískir dansar 1. Hafsteinn Jónasson og Laufey Karítas Einarsdóttir DJK 2. Eðvarð Þór Gíslason og Ásta Lára Jónsdóttir DJK 3. ísak Halldórsson Nguyen og Halldóra Ósk Reynisdótt- ir DSH 4. Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir DSH 5. Haraldur Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magnúsdóttir DAH 6. Snorri Engilbertsson og Dóris Ósk Guðjónsdóttir ND 14-15 ára standard 1. Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir DJK 2. Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir DHR 3. Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir DJK 4. Eyþór Gunnarsson og Berg- lind Petersen DSH 5. Helgi Eiríkur Eyjólfsson og Helga Huld Bjarnadóttir DJK 6. Kristinn Þór Sigurbergsson og Védís Sigurðardóttir DHR 14-15 ára suður-amerískir dansar 1. Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir DJK 2. Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir DHR 3. Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir DJK ,4. Eyþór Gunnarsson og Berglind Petersen DSH 5. Baldur Gunn- björnsson og Asta Sóllilja Snorradóttir DHR 6. Helgi Ei- ríkur Ey- I jólfsson og 4 -••« Helga Huld Bjarnadóttir DJK 16-18 ára standard 3. 4. í heild- ina séð mjög skemmtileg- ur og ber að þakka starfsmönnum keppninnar fyrir þeirra vel unnu verk, því að mörgu er að huga í danskeppni sem þessari. E Davíð Arnar Ein- arsson og Eygló Karólína Benedikts- dóttir sigr-, uðu í stand- | arddönsum í / flokki 16-18 ára. Davíð Arnar Einarsson og Eygló Karólína Benedikts- dóttir DJK Þorvaldur S. Gunnarsson og Jóhanna EUa Jónsdóttir DAH Sigurður Grétar Sigmars- son og Lóa Ingvarsdóttir DJK Örn Ingi Björgvinsson og Svanhvít Guðmundsdóttir DJK 5. Victor Victorsson og Sædís Magnúsdóttir ND 6. Ágúst Már Ágústsson og Ásta Kristín Victorsdóttir ND 16-18 ára suður-amerískir dansar 1. Þorvaldur S. Gunnarsson og Jóhanna Ella Jónsdóttir DAH 2. Davíð Arnar Einarsson og Eygló Karólína Benedikts- dóttir DJK 3. Olafur Már Sigurðsson og Hilda Björg Stefánsdóttir DJK 4. Bjartmar Þórðarson og Berglind Helga Jónsdóttir DHA 5^rÖm*-lngi Björgvinsson og Svanhvít Guðmundsdóttir DJK 6. Victor Victorsson og Sædís Magnúsdóttir ND 16 ára og eldri standard 1. Árni Þór Eyþórsson og Erla Sóley Eyþórsdóttir DHR 2. Davfð Arnar Einarsson og Eygló Karólína Benedikts- dóttir DJK 3. Þorvaldur S. Gunnarsson og Jóhanna Ella Jónsdóttir DAH 4. Eggert Guðmundsson og Karen Björk Björgvinsdóttir DJK 5. Sigurður Grétar Sigmars- son og Lóa Ingvarsdóttir DJK 6. Victor Victorsson og Sædís Magnúsdóttir ND 16 ára og eldri suður-amerískir dansar 1. Árni Þór Eyþórsson og Erla Sóley Eyþórsdóttir DHR 2. Eggert Guðmundsson og Karen Björk Björgvinsdóttir DJK 3. Ólafur Jörgen Hansson og Kolbrún Ýr Jónsdóttir DHÁ 4. Þorvaldur S. Gunnarsson og Jóhanna Ella Jónsdóttir DAH 5. Ólafur Már Sigurðsson og Hilda Björg Stefánsdóttir DJK 6. Davíð Arnar Einarsson og Eygló Karólína Benedikts- dóttir DJK Atvinnumenn standard 1. Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Arngrímsdóttir i 2. Jóhann Orn Ólafsson og i* Unnur Berglind Guðmunds- dóttir 3. Þröstur_ Jóhannsson og Hildur Ýr Arnarsdóttir 4. Ragnar Sverrisson og Krist- ín Vilhjálmsdóttir Atvinnumenn suður-amerískir dansar 1. Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Arngrímsdóttir 2. Haukur Ragnarsson og Est- her Inga Níelsdóttir 3. Jóhann Örn Ólafsson og Unnur Berglind Guðmunds- dóttir 4. Þröstur^ Jóhannsson og Hildur Ýr Arnarsdóttir 5. Ragnar Sverrisson ög Krist- ín Vilhjálmsdóttir Jóhann Gunnar Arnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.