Morgunblaðið - 14.11.1995, Side 40

Morgunblaðið - 14.11.1995, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ROGNVALDUR FINNBOGASON + Rögnvaldur Finnbogason, sóknarprestur í Staðastaðarpresta- kalli, fæddist í Hafnarfirði 15. októ- ber 1927. Hann lést á heimiii sinu í Borg- amesi 3. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Borgameskirkju 10. nóvember. SERA Rögnvaldur kom I . hingað til Seyðisfjarðar á haustdögum árið 1968. Hann var þá þeg- ar kunnur maður fýrir ýmissa hluta sakir. Töluverðan þátt í því að nafn hans varð mönnum minnisstætt, átti það að í blöðum birtist útdráttur úr friðarprédikun sem hann flutti á sjó- mannadaginn 1954 fyrir hornfirska sjómenn. Hann var þá sóknarprestur í Bjarnanesi. Mörgum þótti ræðan óvanaleg úr hófí fram, hún fjallaði um frið, kjam- orkuvoðann og samábyrgð mann- kynsins alls í því sambandi. Þetta var náttúrlega löngu fyrir þann tíma, að slík umræða þætti við hæfí í kirkj- um. Nú eru sem betur fer breyttir tímar hvað þetta varðar. Biblíutexti sr. Rögnvaldar í þess- ari eftirminnilegu og snjöllu ræðu var sagan af Kain og Abel: Á ég að gæta bróður míns? í upphafí ræðunn- ar vék hann að grein, sem birst hafði í kunnu svissnesku tímariti um krist- indóm og þjóðfélagsmál. Þessi grein fjallaði um afleiðingarnar af kjam- orkutilraunum Bandaríkjamanna á Bikinieyjum, en sú grein hafði fyrst birst í Japan, og bar yfirskriftina: „Áskorun til þjóða heims“, ekki að- eins til stórþjóðanna, sem við nefnum svo, heldur sérhverrar þjóðar, hversu fámenn sem hún kann að vera. Sr. Rögnvaldur segir síðar í ræðu sinni: „Bræðralagshugsjón kristin- dómsins hefur aldrei fyrr orðið jafn augljóslega sönn og brýn hveijum manni og í dag. Takist kynslóð okk- ar að sýna siðgæðisþroska, mun hún lifa og ljós hennar lýsa mönnum framtíðarinnar, bregðist hún, kann mannkynssagan að renna sitt skeið til enda. Við eigum því aðeins á tvennu völ: Að sameinast öll í barátt- unni fyrir friði og banna öll múg- drápstæki, sem nú era prófuð með fyrirlitningu á mannlíf- inu. Eða: Að horfast í augu við meiri ógæfu en orð fá lýst, eyðingu lífs á jörðinni." Áð lok- um minnti hann svo á í tilefni sjómannadags- ins 23 japanska sjó- menn, sem biðu dauð- ans í kvölum sínum, vegna geislavirkni frá tilraunasprengingun- um. Hann hvatti ís- lenska sjómenn til að votta hinum japönsku virðingu sína með sam- úðarkveðju og vera minnugir örlaga þeirra. Þeir sem muna tíma tvenna eru ekki undrandi á, að þessi prédikun vakti mikla athugli, og flestum þótti örlög japönsku sjómannanna verðugt umhugsunarefni á þessum degi. Há- tíð hér, en hörmungar þar, víti til varnaðar, orðið til fyrir mannlega þröngsýni. Allan dvalartíma þeirra hér í bæ, kenndi sr. Rögnvaldur við Bama- og gagnfræðaskólann, eins og hann hét þá. Hann var allan tímann vinsæll og eftirminnilegur fræðari og félagi, bæði nemenda og kennara skólans. Dvöl hans hér varð því miður styttri en menn höfðú vonað, og haustið 1971 hélt fjölskyldan til Siglufjarðar, en tveimur áram síðar að Staðastað og voru þar til æviloka hans. Á þessum forna og nýja hefðar- stað undi hann og þau hjón mætavel hag sínum, enda gnægð verkefna heimafyrir, auk þess er staðurinn vel í sveit settur og raunveralega stutt til allra átta. Frú Kristín gegndi auk kennslustarfa oddvitastörfum í sveit- inni um árabil og var ein af brautryðj- endum kvenna í því starfí. Margs konar endur- og umbætur munu hafa verið unnar á staðnum á tíma þeirra hjóna þar, og fyrir þeirra at- beina og forystu, s.s. skreyting og endurbætur kirkjunnar sjálfrar, róm- að verk. Þegar sr. Rögnvaldar er minnst, sækir margt á hugann, svo margir eðliskostir gerðu hann eftirminnileg- an. Okkur fínnst menn yfírleitt ekki skemmtilegir til lengdar, nema við getum virt manngildi þeirra eins og það birtist í dagfari þeirra og fram- göngu. Við þreytumst flest fljótlega á mönnum sem era ekkert nema skemmtilegir. Fleira þarf að koma til. mmm ERFISDRYKKfAN 11 B H n p C11 U Veislusalur Lágmúla 4, sími 588-6040 T ERFIDRYKKJUR • Glœsilegir salir • Gómsœtar veitingar • Góö þjónusta Upplýsingar í síma 588 2300 r e » I ii r i i I G i i i I H e t ( I Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskoi^r minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. BjS. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐ JA SKEMMUVEGI 48 « SlMI 557 6677 ■■ mmm Sr. Rögnvaldur var óvenjulegur mannkostamaður, velviljaður og óeigingjam, bæði höfðinglyndur og auðmjúkur í skapi. Samúð hans var ávallt hjá þeim sem ’minna máttu sín og stóðu höllum fæti. Hann var geðhreinn maður, en lund hans átti þó marga strengi og breytilega, en samhljómurinn var hreinn og tær. Honum lét einkar vel að segja frá, og umfram allt að stofna til fræðandi umræðu sem skerpti hugsunina. Hann var þeim sjaldgæfa eiginleika gæddur, að geta látið í ljós á jafn áhrifamikinn hátt hvort heldur málefnið vakti hrifningu hans eða vanþóknun. Hann fékk gjarnan gieðiglampa í augu væri eitthvert fagurt eða mikilfenglegt málefni riíj- að upp og rætt. Þann glampa mætti maður oftar sjá. Það sem auðveldaði honúm mjög samskipti við aðra, var hversu fjöl- fróður hann var og hve yfirgripsmik- il þekking hans var. Ekkert var þó fjær honum en að hreykja sér af henni, hann var líka sjálfur aðdáandi kenninga Lao-Tse sem birtast í Bók- inni um Veginn. Hann var aftur á móti af þessum sökum veitandinn í öllu spjalli og umræðu, manna skemmtilegastur eins og þeir munu minnast, sem áttu þess kost að njóta samvista við hann. Hveijum manni sem kynntist honum var ljóst að þar fór vænn maður og góður drengur, sem nú er leystur frá langri þraut erfíðs sjúkdómsstríðs og er þar lögð líkn með þraut. Ástvinum sr. Rögnvaldar og fjöl- skyldu hans allri sendum við Inga Hrefna og öll okkar börn hlýjar sam- úðarkveðjur og biðjum þeim styrks á þungbærri kveðjustund og þökkum ykkur góðu kynnin. Jóhann Jóhannsson, Seyðisfirði. Mitt i hringiðu fjárfestinga og verðbréfaviðskipta, snemma sumars árið 1987, hringdi síminn hjá mér og djúp, áherslumikil og karlmannleg rödd kynnti sig: „Hér er séra Rögn- valdur Finnbogason á Staðastað sem talar.“ Strax vakti þessi stutta kynn- ing athygli mína. Það var eins og ég væri hrifínn burt frá veraldar- vafstri mínu og vestur á Staðastað á Snæfellsnesi. Séra Rögnvaldur átti erindi við mig og var ég fljótur að bjóða þeim Kristínu Thorlacius, konu hans, á heimili mitt. Áttum við þar saman eftirminnilega síðdegisstund, erindið var borið fram og afgreitt. Líflegar og áhugaverðar samræður mynduðust og- vöktu þau hjónin áhuga, athygli og aðdáun mína. Þar voru á ferð íslendingar sem ekki voru að skara eld að eigin köku. Öðra nær, þau voru að byggja upp og reisa við kirkjur og kirkjustaði, þ.e. Búðakirkju og Staðastað. Ég varð orðlaus í aðdáun minni og virð- ingu við að hlýða á frásagnir og framtíðarsýn þeirra í þessum hugð- arefnum. Hrifningin varð enn meiri þar sem ég upplifði það sumarið 1962 að sjá Búðakirkju í slíkri nið- urlægingu að áhrifanna gætir enn þegar ég hugsa til þessarar æsku- minningar. Upp frá þessum fyrstu kynnum eignaðist ég góða vini sem ég hef lært mikið af. Þau hjónin sýndu einnig sitt rétta andlit í „brimgný“ lífsins. Enn lærði ég af þeim hvemig skynsamlegast er að taka á móti óvæntum aðstæðum sem allir fá að reyna, hver á sinn hátt. Þau hlupu ekki frá vandanum, né fóra með löndum. Séra Rögnvaldur Finnbogason var meðalmaður á hæð, ljós yfirlitum, gjörvilegur og hin síðari ár þéttur á velli. Maður fann fyrir nærvera hans og ekki síst sterku og glampandi augnaráðinu. Hans líkar eru sjald- fundnir og lýsa honum best orð Hún- freys, hertogans af Glostri í Hinrik sjötta eftir Shakespeare: „Herra minn, það er lágt og lítið geð sem leitar ekki hærra en flýgur fugl.“ 2.1.13-14 Séra Rögnvaldur þjónaði Þjóðkirkjunni í rúm 40 ár. Fyrri hluta starfsferils síns víða um land og hin síðari á Staðastað. Þaðan er göfug og tignarleg sjón til einnar af nátt- úruperlum landsins, Snæfellsjökuls, jökulsins sem oft á tíðum virðist hefla sig upp frá jörðu í allri sinni dýrð og veldi og fljóta í lausu lofti. Séra Rögnvaldur var að nokkru leyti einfari í klerkastéttinni og fór sínar eigin leiðir. Hér á landi eiga menn erfitt með að umbera sterka og sjálfstæða persónuleika. Ljóð hans, Kvöld í kirkjunni, leiðir okkur í allan sannleika um störf hans og lífssýn. Persónuleg kynni okkar Rögnvaldar urðu meiri og nánari með hveiju árinu sem leið. Við rædd- um saman í síma og heimsóttum hvor annan. Við höfðum um nóg að tala og alltaf var Rögnvaldur vel heima á þeim stöðum sem flogið var til. Hann jós úr gnægtabranni þekk- jngar sinnar og visku ef því var að skipta. Við ræddum meðal annars um lífíð og tilverana, myndlist, sem hann hafði glöggt auga fyrir, bók- menntir, þar sem hann var eins og orðabók, biblíuna, sem hann hafði á valdi sínu og voru Davíðssálmarnir honum kærir, svo og náttúru- og náttúruvemd. Talað hefur verið um séra Rögn- vald sem róttækan vinstrimann í ákveðnum stjórnmálaflokki. Ég varð aldrei var við það í fari hans, enda vakti slík innansveitarkrónika ekki áhuga okkar. Aftur á móti var Rögn- valdur róttækur í allar áttir, þegar honum sveið undan órétti og órétt- læti innanlands jafnt sem utan. Hug- ur hans var útum allan heim. Séra Rögnvaldur var sálusorgari af Guðs náð. Hann setti sig í spor viðmæl- enda sinna, horfðist í augu við erfið- leikana og tók á þeim með viðræðum við viðkomandi á svo magnaðan máta að flestir gengu mettir og riðu feitara hrossi frá fundi hans. Séra Rögnvaldur laðaði að sér menningar- og listafólk, bæði innlent og erlent. Hann var sjálfur mikið á ferðinni. Það var eins og Staðastaður væri í úthverfí Reykjavíkur. Ferðirnar vora margar og fannst honum ekkert mál að aka á milli, jafnvel sama daginn. Rögnvaldur ferðaðist víða um heim og kynnti sér menningu og mannlíf í ýmsum löndum. Hann var í nánu sambandi við rússnesku rétt- trúnaðarkirkjuna og var meðal ann- ars boðið að taka þátt í 1000 ára afmæli kirkjunnar árið 1988. Var mikill fróðleikur að hlýða á frásagn- ir hans frá hátíðahöldunum og STEINEY KETILSDÓTTIR + Steiney Ketilsdóttir (Sína) fæddist í Hafnarfirði 26. júní 1931. Hún lést á Borgarspítalan- um 4. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 12. október. ÞAÐ SYRTIR að, er sumir kveðja. Þessi orð Davíðs Stefánssonar komu upp í huga minn, þegar ég frétti andlát vinkonu minnar Steineyjar Ketilsdóttur. Fréttin var ekki óvænt, en eins og hún skrifaði mér nokkram dögum fyrir andlát sitt, var hún sátt við sjálfa sig og alla og vel undirbú- in undir dauðann. Sorgin yfír brottför hennar bland- aðist létti yfir, að kvalaþraut hennar. var lokið. Það er sagt, að sorgin gangi yfír okkur í áföngum, fyrst eins og reið- arslag sem deyfír tilfínningarnar en leyfir okkur að fást við hversdags- lega hluti þrátt fyrir allt. Seinna þyrmir sorgin yfir okkur og verður óbærileg, en þá gildir stuðningur ættingja og vina. Lífið var sannarlega harðhent við þessa vinkonu mína, en hún tókst á við vandamálið af krafti. Staða henn- ar sem móður þroskahefts barns var ekki öfundsverð og hún barðist fyrir rétti hans 1 þjóðfélaginu. Margir notfærðu sér þann eigin- leika hennar að búast við góðu af öllum. En þrátt fyrir erfíðleika og banvænan sjúkdóm síðustu ára var þó lífsgleðin stærsti þátturinn í skap- gerð hennar. Hún miðlaði henni öll- um vinum sínum og bömum af ör- læti og gjafmildi. Umhyggjan fyrir bömunum og litlu barnabömunum var innileg, og Sína var þakklát fyrir þá umhyggju kirkjulífinu sjálfu. Hann var vel heima í íkon-list kirkjunnar og flutti erindi um þessa áhugaverðu listgrein og þann þátt trúarlífsins. Dulúð hinn- ar rússnesku kirkju og áhrifamikinn kórsöng hennar kunni Rögnvaldur vel að meta og naut ríkulega. Nú þegar ég horfi yfír hafið heiman frá mér og hugsa um kynni mín af jafn stórbrotinni og lífsreyndri persónu og séra Rögnvaldi Finnbogasyni, koma mér í hug orð Dostojevskís: „Við eram ríkisborgarar eilífðarinn- ar.“ Heimili þeirra hjóna á Staðastað og síðar í Borgarnesi var og er glæsi- legt menningarheimili. Staðastaður var í mínum huga eins og enskur herragarður í smækkaðri mynd. Þar var gott að koma og þar leið gestum vel. Móttökumar voru alltaf jafn sér- stakar og höfðinglegar. Þar ángaði alit af menningu og list, allt það sem heldur huganum upp úr „mold- arbörðunum". Samræður og hlýjá húsráðenda virkaði sem uppörvun fýrir þann sem naut. Málverk og skúlptúrar eftir þekkta innlenda og erlenda listamenn voru hvar sem augað eygði. Bókakostur á heimilinu var einnig mjög góður og vandaður. Er ég heimsótti þau hjón að Staða- stað var það mér lærdómur að renna augum um bækurnar og handfjatla þær. Það varð úr að ég tók alltaf fram sömu bókina með mér í háttinn og las fram á rauða nótt. Já og mér entist tími með ársmillibili að lesa ævisögu Tolstoys. Snemma á morgn- ana vaknaði ég svo við indælan brauðilm, það var ekki að spyija að, Kristín var að baka brauð til morgun- verðar. Hvílíkur unaður að njóta gestrisni þeirra hjóna. Ég fylgdist með hugleiðingum og hugmyndum séra Rögnvaldar á þeim árum sem hann lét laga og lagfæra kirkjuna á Staðastað. Allt var úthugsað. Hann viðaði að kirkjunni listaverkum og efnivið og leitað fanga víða. Árang- urinn varð eftir því frábær. Öllu svo vel- fyrirkomið og hvergi sér í of- skraut. Þegar allt var orðið eins og það átti að vera var Rögnvaldur orð- inn sjúkur. „Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá.“ (D.S.) Fyrir tæp- um þremur áram kenndi Rögnvaldur sér meins þess, sem að lokum dró hann til dauða. Glíman við dauðann var löng og ströng og naut hann fórnfúsrar umönnunar Kristínar all- an þann tíma. En Rögnvaldur missti aldrei móðinn, hann hélt sinni and- legu reisn og spaugsemi til hins síð- asta. „Að kveldi gistir oss grátur, en gleðisöngur að morgni." (Sálmur 30:6.) Um stund verður Snæfellsnesið svipminna en með tímanum munu minningamar um mætan mann auðga skynjunina á þeim náttúru- undrum sem þar ér að fínna. I skáldsögunni Bræðumir Kar- amazov fjallar Dostojevskí um þessi huglægu mál sem mannfólkið á svo erfítt með að skilja. Kemst hann að athyglisverðri niðurstöðu: „Margt á jörðinni er oss hulið en í þess stað hefur oss verið gefín dulræn innri vitund um lifandi tengsl vor við ann- an heim, himneskan æðri heim. Og hugsanir vorar og tilfínningar eiga sér rætur þar, í öðram heimi, en ekki hér.“ Ármann Reynisson. sem bömin, sérstaklega Anna, sýndu henni þessa síðustu mánuði. Á bak við kæti og glens átti Sína djúpar tilfinningar, sem hún ekki treysti öllum fyrir. Dulspeki og trú- mál voru hennar áhugamál. Eins sátu þar í hásæti tónlist, bókmenntir og málaralist og gáfu henni tæki- færi til að njóta lífsins. Skammdegið er gengið í garð á undan áætlun. Söknuðinn finnum við í brjóstum okkar, sem þekktum Sínu, hana sem gerði lífið að veislu og dó hetja. Lengir nóttu, lúta höfðum blóm, laufið titrar fölt á háum reinum, vindur hvíslar ömurlegum óm illri fregn að kvíðnum skógargreinum, greinar segja fugli og fuglinn þagnar. I bijósti mannsins haustar einnig að, upp af hrelldu hjarta gleðin flýgur, en vetrarmjöll í daggardropa stað á dökkan lokk og mjúkan þögul hnígur, og æskublómin öll af kinnum deyja. (Grímur Thomsen) Blessuð sé minning hennar. Auður Björg Ingvarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.