Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 41 NILS HAUGEN + Nils Haugen var fæddur í Hall- ingdal í Noregi 25. febrúar 1914. Hann lést á Borgarspítal- anum 7. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Wigger Haugen, f. 1875, og Aagot Haugen, f. 1882. Systkini Nils eru Syver, f. 1911, d. 1987, Birgit, f. 1912, og Ola, f. 1915. Þau eru búsett í Noregi. Nils kvæntist árið 1949 Herborgu Ólafsdóttur, f. 10.1. 1919, og eiga þau eina dóttur, Anni, f. 1950. Nils kom fyrst til íslands ÞEGAR Herborg systir hringdi til mín og sagði mér lát manns síns kom sú fregn ekki á óvart. Hann hafði mátt þola þunga legu um all- langt skeið. Eg kann ekki að rekja ævi og störf Nils Haugen, mágs míns, aði neinu leyti. Ég veit það eitt, að hann komst fyrst til landsins seint á fjórða tug þessarar aldar þeirra erinda að kenna Húnvetningum refarækt og var eitt eða tvö ár hjá Bimi á Löngumýri og lét jafnan vel af dvölinni þar. Björn á Löngumýri og Sigurður Pálmason, kaupmaður á Hvammstanga, voru alla tíð síðan hans menn, enda höfðu þeir báðir dvalið í Noregi við nám og störf og töluðu norsku. Kannski hefur það átt sinn þátt í því að Nils lærðl aldr- kringum 1937 og vann þá við refa- rækt í Húnavatns- sýslu. Hann gekk síðan í norska her- inn hér á íslandi og fór með honum til Bretlands árið 1942. Eftir stríðið vann hann við spor- vagnana í Ósló, en fluttist með fjöl- skyldu sinni til ís- lands árið 1956. Frá árinu 1957 til 1982 vann hann hjá norska sendiráðinu á íslandi. Útför hans fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin kiukkan 13.30. ei almennilega íslenskt talmál, en hann kunni íslensku mjög vel. Það er haft fyrir satt að fyrstu íslensku bækurnar, sem hann keypti, voru íslendingasögurnar og Ias hann þær af gaumgæfni og gat vitnað í þær vítt og breitt bæði varðandi efni og staðfræði. Oft leitaði ég til hans með skýringar á norskum orðum og orðtökum og hann átti auðvelt með að yfirfæra þau á góða ís- lensku. Þessi kunnátta hans á ís- lensku máli mun hafa komið honum að góðum notum, er hann var starfs- maður hjá norska sendiráðinu um árabil og þýddi forustugreinar dag- blaðanna og hverskonar lesefni ann- að fyrir sendiherrana. Hjá sendiráð- inu vann hann hin ólíklegustu störf. Hann var dyravörður, símavörður, GUÐMUNDUR ERLENDUR GUÐMUNDSSON + Guðmundur Er- lendur Guð- mundsson fæddist í Reykjavík 23. maí 1968. Hann lést 24. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Nína Mathie- sen og Guðmundur Erlendur Her- mannsson. Guð- mundur ólst upp á Langeyrarvegi 5 í Hafnarfirði, stund- aði nám í Víðistaða- skóla í Hafnarfirði og seinna í Iðnskól- anum, þar sem hann lauk námi í rafeindavirkj un. Útför Guð- mundar fór fram í kyrrþey. MEÐ ÞESSUM fáu orðum langar okkur að minnast bekkjarfélaga okkar, Guðmundar Erlends Guð- mundssonar, sem ávallt var kallaður Mummi innan bekkjarins. Við eigum margar skemmtilegar minningar um Mumma. Hann var í minningunni léttlyndur strákur, sem oftar en ekki sá spaugilegu hliðarn- ar á tilverunni. Hann gat einnig verið hlédrægur og feiminn, en oft- ast var hann hrókur alls fagnaðar. Hann var vinsæll meðal bekkjarfé- laga og þegar kjósa átti í skemmti- nefndir eða ráð var Mummi þar ávallt efstur á lista. Sem námsmað- ur var hann samviskusamur og dug- legur og ætíð reiðubúinn að rétta öðrum bekkjarfélögum sínum hjálp- arhönd. Þegar við lítum til baka voru þessi skólaár þroskandi og skemmti- legur tími og Mummi meðal eftir- I Krossar “TT áleiði I viðarlit og móloSjr. Mismunandi mynslur, vönduS vinna. j Siml SBS S989 og B83 BV’38 1 minnilegustu skólafé- laganna. Enda þótt leiðir hafi skilið eftir skólann og stundimar sem við áttum saman síðustu ár hafí ekki verið margar er Mumma sárt saknað. Við viljum votta að- standendum, ættingj- um og vinum okkar dýpstu samúð í þessari miklu sorg. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af al- hug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fenp að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Minningin um góðan dreng lifir. Kveðja, Gamlir bekkjarfélagar úr Víðistaðaskóla. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingai* í síma 5050 925 og 562 7575 FLUQLEIÐIR UÍTEL UIFTLEIIIIR bílstjóri, þjónn þegar á þurfti að halda og síðast en ekki síst garð- yrkjumaður og bar garðurinn við sendiráðsbústaðinn í Fjólugötunni þess fagurt vitni. Ég sagði honum oft að hann ynni þriggja manna verk, enda var vinnudagurinn oft langur. Ég held að hann hafi sinnt kalli hvenær sólarhringsins sem var, en hvort hann hlaut laun fyrir sem vert var dreg ég í efa. Þrátt fyrir að hafa unnið meiri hluta sinnar starfsævi á íslandi varð hann aldrei íslendingur, hann var norskur ættjarðarvinur fram í fíng- urgóma. Hann gerðist liðsmaður í norska hernum, fyrst hér á landi en síðar í Bretlandi, en aldrei var hann margorður um þann tíma. Nils var mikill náttúruunnandi og útivistarmaður og stunduðu þau hjónin tíðum gönguferðir um ná- grenni Reykjavíkur, en eftir að þau eignuðust bíl tóku þau upp tjaldúti- legur og stundum var veiðistöngin með í ferð. Annars var Nils í rauninni einfari og einrænn og hafði fastmótaðar skoðanir um menn og málefni. Kom fyrir að hitnaði okkar á milli, en allt var það í fullri vinsemd en eins og geta má nærri tókst hvorugum að sannfæra hinn. Það þarf varla að taka það fram að Nils var harð- ur talsmaður Norðmanna í hafrétt- armálum og taldi íslendinga ekkert eiga í norsku síldinni eða þorskinum í Smugunni. En það var eigi að síður oft gam- an að spjalla við Nils og marga skemmtilega kvöldstund áttum við Ingibjörg hjá þeim hjónum eftir að við fluttumst til borgarinnar og meðan við bjuggum úti á landi nut- um við gestrisni þeirra í ríkum mæli. Við kveðjum Nils með miklu þakklæti í huga. Ingibjörg og Gunnar. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Erfidryfofijur frd kr. 590 pr. ntann Sfmar- 551 1247 551 1440 MsfMs^klkjjw Safnaðarheimili Háteigskirkju Sími: 551 1399 t Bróðir okkar, GUNNAR ERLENDSSON, Kálfatjörn, varð bráðkvaddur laugardaginn 11. nóvember sl. Systkini og fóstursystkini. t EDDA GUÐNADÓTTIR, Ljósheimum 10, Reykjavík, lést í Landspítalanum 12. nóvember. Gunnar Sæmundsson, Oddur Ólason, Erla Sigríður Guðjónsdóttir, Guðni Gunnarson, Edda Sif Oddsdóttir, Anton Oddsson. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ELÍN BRYNJÓLFSDÓTTIR, vistheimilinu Seljahlið, áður Látraseli 7, lést í Borgarspítalanum 11. nóvember. Anna Lfna Karlsdóttir, Jónas Hermannsson og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR ALBERT LÚÐVÍKSSON, andaðist aðfaranótt 14. nóvember. Oddný Vilhjálmsdóttir, Gissur Vilhjálmsson, Bryndis Sigurðardóttir, Lúðvik Vilhjálmsson, Ingveldur Fjeldsted, börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ERLINGUR BRYNJÚLFSSON fyrrv. fulltrúi hjá Eimskipafélagi (slands, Eskihlíð 11, Reykjvík, andaðist í Borgarspítalanum 4. nóvember sl. Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki deildar A-7 á Borgarspítala. Unnur Samúelsdóttir, Sigríður Erlingsdóttir Wilson, Harold J. Wilson, Samúel Örn Erlingsson, Ragna Ragnarsdóttir, Brynjúlfur Erlingsson, Margrét Björnsdóttir og barnabörn. t Faðir okkar, GUÐMUNDUR KRISTINN SIGURÐSSON, Dalbraut 27, áður Hátúni 8, lést þann 5. nóvember. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Halldóra Guðmundsdóttir, Gylfi Guðmundsson, Bragi Guðmundsson. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, HARALDUR ÁGÚSTSSON stórkaupmaður, Blómvallagötu 2, lést föstudaginn 10. nóvember. Ágúst Haraldsson, Erla Þorsteinsdóttir, Steinunn Haraldsdóttir, Elínborg Haraldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.