Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ +: • > MINNINGAR t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA ÞORLEIFSDÓTTIR, Öldugötu 37, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar kirkju fimmtudaginn 16. nóvember nk. kl. 13.30. Kristinn Þorsteinsson, Valgeir Kristinsson, Unnur Magnúsdóttir, Ásdfs Kristinsdóttir, Atli Steingrímsson, Ómar Þorvaldur Kristinsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir og afi, SIGURBJÖRN ÞORVALDSSON, Kársnesbraut 135, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Seltjarnarnes- kirkju fimmtudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað- ir, en þeim, sem vilja minnast nans, er bent á Minningarsjóð um Guðmund Óla Hauksson við Búnaðar- banka íslands, bók nr. 0322 - 13 - 877054. Þuríður Jónsdóttir, Daníel Sigurbjörnsson, Margrét Sigurbjörnsdóttir, Bergþór Valur Þórisson, Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir, Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNAHULD GUÐMUNDSDÓTTIR, Skipholti 21, Reykjavfk, er lést miðvikudaginn 8. nóvember sl., verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Haraldur Sigurðsson, Ragnhildur Ólafsdóttir, Valgarður Sigurðsson, Elísabet Kristjánsdóttir, Hermóður Sigurðsson, Elfn Sigurðardóttir, Þórhallur Sigurðsson, Sigríður Thorarensen, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, JÓHANN SIGURBJÖRN MAGNÚSSON, Hornbrekku, Ólafsfirði, sem lést 11. nóvember, verður jarð- sunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laugar- daginn 18. nóvember kl. 14.00. Rósbjörg Magnúsdóttir, Jónas Stefánsson, Jakobína Magnúsdóttir, Karl Olsen, Jón William Magnússon, Unnur Ingunn Steinþórsdóttir og f rændsystkini. t Ástkær sonur okkar, RAGNAR INGI HALLDÓRSSON, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 16. nóvember kl. 10.30. Fyrir hönd barna, systkina og annarra vandamanna, Eli'n S. Jakobsdóttir, Halldór Guðjónsson. t Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, ÞÓRÐUR GEORGSSON, sem andaðist í Landspítalanum föstu- daginn 3.' nóvember sl., verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu, miðviku- daginn 15. nóvember kl. 15.00. Guðbjörg Benjamínsdóttir, Ólafur Ágústsson, Dani'el Benjamfnsson og systrabörn. INGI JÓNSSON + Ingi Jónsson fæddist í Skála- teigi í Norðfirði 24. jíuií 1926. Hann lést á heimili sínu í Reykjavik 4. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldar hans voru Halldóra Maria Ingimundardóttir frá Skálateigi, f. 20. maí 1906, d. 17. júlí 1933, og Jón Sig- finnsson, f. 11. ág- úst 1902 á Seyðis- firði og verkamaður þar, d. 28. mars 1974. Alsystir Inga er Unnur Sigurjóna, f. 31. október 1927, húsmóðir á Selfossi. Hálfsystk- ini hans eru Mikael Jónsson, fiskverkandi á Seyðisfirði, f. 28. september 1934, og Lovísa Jónsdóttir, f. 8. júlí 1937, hús- móðir á Selfossi. Fósturforeldr- ar Inga frá tveggja ára aldri voru Guðfinna Jónsdóttir, f. 18. september 1879 á Myrnesi í Eiðaþinghá, d. 29. september 1962, og Þorsteinn Isaksson verkamaður, f. 29. nóvember 1879 á Stóra-Steinsvaði í Hjalta- staðaþinghá, d. 9. júní 1939. Þau áttu heima á Seyðisfirði. Fóst- ursystkini hans og börn þeirra eru Guðrún Margrét, f. 13. ág- úst 1912, d. 25. október 1987, og Þorsteinn, f. 11. október 1918. Hinn 11. júlí 1948 kvæntist Ingi Petrínu Fransisku Magn- úsdóttur Petersen frá Kvívík í Færeyjum, f. 10. september -1920. Börn þeirra eru tví- burarnir Gunnþór, sóknarprestur í Hafnarfirði, kvænt- ur Þórhildi Ólafs safnaðarpresti, og Margrét Halldóra, f. 9. september 1948, skrifstofu- maður í Reykjavík, gift Pétri Ingi- mundarsyni, versl- unarmanhi, og Hjördís María, myndlistarkennari í Reykjavík, f. 24. ágúst 1959. Afkomendur Inga eru orðnir tíu auk þeirra. Ingi ólst upp á Seyðisfirði og var þar sem drengur og ungling- ur í fimleikasýningarflokki Björns Jónssonar lögregluþjóns. Hann fór snemma til sjós, fyrst á mb. Valþóri frá Seyðisfirði og svo mb. Grindvíkingi frá Grinda- vík og var háseti og lengst af bátsmaður á ísólfi, nýsköpunar- togara Seyðfirðinga frá 1947-53. Hann var lögreglumaður í Reykjavík eftir að hafa lokið prófi frá Lögregluskólanum 1953-58. Ingi vann samhliða lög- reglustörfunum hjá heildverslun Kristjáns Ó. Skagfjörð í Reykja- vík og var sölustjóri í því fyrir- tæki frá 1958 og lengi stjórnar- formaður þess. Útför Inga verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í DAG er til moldar borinn Ingi Jónsson fyrrverandi deildarstjóri matvörudeildar. Ingi Jónsson hafði starfað hjá Skagfjörð yfir 40 ár. Hann kom til starfa hjá félaginu fyrir atbeina Jóns Guðbjartssonar og voru þeir samherjar þar til Jón lést. í upphafi vann Ingi í íhlaupum samhliða störfum hjá Lögreglunni í Reykjavík. Félagið var staðsett í Túngötu 5 en þrátt fyrir aðstöðu- leysið og þröngan fjárhag litu þeir Ingi og Jón björtum augum til fram- tíðarinnar. Arið 1957 tók félagið á leigu gamla Hamarshúsið við Tryggvagötu og þótti mörgum í býsna mikið ráðist. Frá þesum tíma má segja að Skagfjörð hafi farið að vaxa og dafna. Ingi var sérstaklega traustur maður og kom það fram í öllum hans gjörðum. Ingi stýrði sölu í matvörum og var málkunnugur flestum kaupmönnum á landinu. Erlend samskipti vöfðust ekki fyrir honum og eignaðist hann marga samstarfsmenn erlendis. Inga gekk mjög vel að vinna með fólki og hreif samstarfsmenn sína með sér af eldmóð. Menn náðu líka góðum t Eiginmaður minn, FRIÐRIK OTTÓSSON vélstjóri, Unnarbraut 4, Seltjarnarnesi, andaðist mánudaginn 6. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Elínborg Sigurðardóttir og systkini hins látna: Eggert Kristinsson, Kristfn Kristinsdóttir, Ester Kristinsdóttir, Ólöf Kristinsdóttir, Kristinn Kristinsson, Hafliði Ottósson, Valdimar Ottósson og fjölskyldur þeirra. t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför ÞORBJARGAR JAKOBSDÓTTUR, Tunguvegi 62, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Barðstrend- ingafélaginu. Páll J. Dam'elsson, Daníel J. Pálsson, Linda Garðarsdóttir, Ólöf Pálsdóttir, Gunnar A. Ottósson, Unnur Pálsdóttir, Oddur Helgason, Sigurþór Dan Jónsson. árangri og enn í dag eru þær vörur sem Ingi Jónsson tók þátt í að markaðssetja leiðandi á markaðn- um. Ingi varð hluthafi í Skagfjórð 1964. Þeir starfsmenn sem unnið höfðu 10 ár eða lengur hjá félaginu fengu að gjöf 10.000 króna hluta- bréf. Þetta var nýmæli innan ís- lenskra fyrirtækja en menn urðu meiri þátttakendur í rekstrinum. Ingi sat í stjórn félagsins óslitið frá 1965, fyrst í varastjórn, síðan í aðalstjórn. Ingi tók við stjórnarfor- mennsku í apríl 1979 og gegndi því starfí þar til í apríl 1989 en þá taldi hann tíma til að yngra fólk tæki við stjórnvelinum. Allar ákvarðanir voru teknar að vel ígrunduðu máli og lögð áhersla á að rasa ekki um ráð fram. Svo vitnað sé beint í ummæli hans: „Það kemur dagur eftir þennan dag." Ingi var mála- miðlari og slyngur samningamaður. Undir hans stjórn unnu ólíkir ein- staklingar í sátt og samlyndi. Mikil straumhvörf urðu hjá félag- inu þegar það eignaðist óvænt á uppboði húsið Hólmaslóð 4 í Örfíris- ey. Enn og aftur tóku menn höndum saman og unnu við bygginguna og sköpuðu verðmæti til framtíðar. Ingi var þar í fararbroddi eins og svo oft áður. Kristján Ó. Skagfjörð hf. óx með ógnarhraða á tímabili og þegar mest var störfuðu hjá félaginu 110 starfsmenn. í öllum rekstri þarf að taka erfiðar ákvarðanir. A þeim stundum stóð Ingi sem klettur og fylgdi sannfæringu sinni í hvívetna. Hans styrka hönd stýrði félaginu og hann studdi við bakið á samherj- um sínum í stjórninni í gegnum boðaföllin. Ingi Jónsson, háfðu þakkir fyrir samfylgdina. Við sem vorum þér samferða erum betri menn fyrir að hafa notið samvista við þig. Við vottum Petrínu, börnunum og fjöl- skyldum þeirra samúð. Guð geymi góðan dreng. Jónína G. Jónsdóttir framkvæmdastjóri. Þá er Ingi vinur minn Jónsson buinn að kveðja að sinni og farinn á undan okkur á vit æðri máttar- valda. Ég kynntist Inga í ágústmánuði 1962. Eg hafði jú oft séð hann og vissi að hann vann hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð hf., því ég átti oft erindi niður á gömlu verbúðar- bryggjuna, en starfsstöð Skagfjörð var þar beint upp af. Ég hóf störf hjá Skagfjörð í byrj- un ágúst 1962 og tók að mér afætu fyrirtækisins eins og sameiginlegur vinur okkar Inga og velgjörðarmað- ur, Jón Guðbjartsson, kallaði bók- haldið hjá félaginu. Samvinna okkar Inga hófst strax frá fyrsta degi mínum hjá félaginu og var mjög náin, því samhliða bókhaldinu sá ég um daglega.fjár- málastjórn. Ingi var ekki framhleypinn mað- ur. Hann leyfði oftast öðrum að hafa frumkvæði í umræðum og verki. En ef hann hafði aðrar skoð- anir á hlutunum þá sat hann ekki á þeim. Það var sérlega gott að vinna með honum. Hann var í raun mjög ákveðinn maður. Ingi var einn sá mesti eljumaður sem ég hef kynnst. Hann var sívinnandi og vann mjög skipulega. Hann var ekki langskólagenginn maður en hanh kunni að vinna. Ingi var sölu- stjóri matvörudeildar. Öll störf hans og stjórnun voru eitthvað svo auð- veld. Þetta lá allt í augum uppi, hvernig vinnan skyldi unnin. Þó svo ég hætti störfum hjá Skagfjörð þá slitnuðu aldrei tengsl mín við Inga Jónsson. Þegar ég, einhverra hluta vegna, þurfti að vera fjarverandi fyrirtæki mitt um legnri eða skemmri tíma, þá lét ég Inga vita og hann var mér sá bak- rijarl sem einyrki í rekstri, eins og ég, þarf að hafa. Eftir að ég hætti hjá Skagfjörð var ekki mikill samgangur á milli okkar Inga þó svo við hittumst allt- af öðru hvoru t.d. á stjórnarfundum hjá Skagfjörð. Þar til fyrir nokkrum árum; höfðum við báðir farið í kransæðaaðgerð og fórum að i 4 4 i 4 ] 4 4 4 4 4 4 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.