Morgunblaðið - 14.11.1995, Page 48

Morgunblaðið - 14.11.1995, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni UNGMENNI skoða afleiðingar umferðaróhapps. BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sírni 5691100 • Símbréf 569 1329 Á vopnahlésdaginn fer ég alltaf Skál fyrir Viila og Jóa. Við andvörpum mikið. yfir til Bill Mouldin og svelgi í mig nokkra rótarbjóra. Eru ungir ökumenn verri ökumenn? Frá hópi 1. VIÐ erum hópur 17-20 ára öku- manna sem vorum á tveggja daga námskeiði hjá Sjóvá-Almennum. Við vorum óheppin og lentum í tjóni og því var okkur boðið á námskeið- ið. Við höfum skoðað þau mistök sem við gerðum og viljum benda ykkur sem eruð einnig í þessum aldurshópi hvaða mistök við gerð- um. Aftanákeyrsla: Þriðjungur okkar lenti í að aka aftan á bíl. Við komumst að því að draga má úr þeim með nokkrum einföldum ráðum: 1. Hafið bil milli bíla nægilegt. 30 metrar er lágmark á Miklubraut- inni. 2. Þriggja sekúndna reglan: Telj- ið 1001, 1002, 1003 þegar bíllinn fyrir framan fer fram hjá ákv. punkti, t.d. skilti og ef þið eruð komin þangað áður en þið hafið talið þá eruð þið of nálægt næsta bíl. 3. Eltið ekki bíl yfir gatnamót á gulu Ijósi, hann gæti ætlað að stöðva. 4. Stöðvið ekki skyndilega úti á miðri götu án ástæðu. Þið gætuð fengið bíl aftan á ykkur. Notið frek- ar bílastæðin. 5. Fylgist vel með bremsuljósum bílanna fyrir framan. Þau eru góð viðvörun. 6. Fylgist einnig með umferðinni fyrir aftan áður en þið hægið á ykkur. Útafakstur: Við vorum um 30% sem lentum í að aka út af. Við vorum ekki nógu þjálfuð til að bregðast rétt við skyndilegum aðstæðum. Þvi viljum við benda ykkur á eftirfarandi: 1. Munið að nota bílbeltin, þau skipta mestu máli. 2. Hugsið um hraðann. Þið getið betur bjargað ykkur frá óhappi ef hraðinn er ekki of mikill. 3. Verið upplögð og vel vakandi. Ekki aka þreytt. 4. Munið að einn hálkublettur getur skipt sköpum. Verið viðbúin því óvænta. 5. Hafið allan öryggisbúnað í lagi. Það er of seint þegar óhappið verður að lagfæra það sem í ólagi er, s.s. bremsur, dekk, ljós o.fl. Að bakka á: Við sem lentum í að bakka á hlut eða bíl viljum segja ykkur þetta: 1. Horfið vel í kringum ykkur áður en þið bakkið. Haldið því áfram meðan þið bakkið. 2. Hafið fulla einbeitingu við aksturinn. 3. Akið hægt afturábak. 4. Treystið ekki 100% á spegl- ana, snúið höfðinu við líka. 5. Akið ekki í uppnámi. Þá er hætta á að skapið trufli einbeiting- una. Bíðið frekar smástund ogjafn- ið ykkur. I lokin viljum við ítreka að allur búnaður bílsins á að vera í full- komnu lagi. En munið að oftast er það ökumaðurinn, þú eða ég, sem gerir mistökin. Við höfum lært af okkar mistökum. Það var dýr lær- dómur, því meðaltjónið sem við oll- um var tæpar 500.000 krónur. Að auki var mikið tjón á bílunum okk- ar. Það er betra að læra áður en mistökin verða. MEÐ KVEÐJU FRÁ HÓPI1. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þes3. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.