Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBI@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hlutafé SR-mjöls Hluthaf- ...ar vildu tvöfalt meira MIKILL áhugi reyndist vera fyrir hlutabréfum í SR-mjöli hf. í hluta- fjárútboði félagsins sem lauk sl. föstudag. Boðin voru út bréf að nafn- virði 162,5 milljónir á genginu 1,8, en hluthafar vildu kaupa nær tvöfalt meira eða bréf að nafnvirði 310 millj- ' ónir. Nam söluvirði útboðsins um 292,5 milljónum en hluthafamir vildu kaupa bréf fyrir um 557 millj- ónir. Hinu nýja hlutafé verður ráðstafað til byggingar á nýrri loðnuverksmiðju SR-mjöls í Helguvík sem áætlað er að kosti um 600 milljónir. Þess sem á vantar verður aflað með lántökum. „Mikil traustsyfirlýsing“ „Það er ekki hægt að túlka niður- stöðu útboðsins öðruvísi en sem - . . mikla traustsyfirlýsingu," sagði Hlynur Jónsson Amdal, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs SR- mjöls, i samtali við Morgunblaðið. „Við emm núna að semja um lántök- ur og stefnum að því að taka lán í erlendri mynt sem yrðu afborgun- arlaus fyrstu 3 árin, til þess að þau falli vel að greiðsluáætlun næstu ára. Það er bæði verið að ræða við. innlenda og erlenda aðila.“ Hluthöfum ber að greiða 10% af söluverði bréfanna nú í nóvember, en afborganir af eftirstöðvunum dreifast á eitt ár. Aðspurður hvers vegna ekki hefði verið ráðist í stærra hlutafjárútboð til að fjármagna stærri hluta verk- smiðjunnar sagði Hlynur að skyn- samlegt hefði verið talið að halda óbreyttu eiginfjárhlutfalli. „Við lát- um íántökur falla saman við niður- greiðslur á eldri lánum og reiknum með að nýju lánin verði afborgunar- laus fyrstu þrjú árin.“ -----» ♦ ♦---- Kanna hagi hjúkrunar- fræðinga — erlendis FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræðinga ætlar á næstunni að kanna hve marg- ir íslenskir hjúkrunarfræðingar eru búsettir erlendis, hvort þeir starfí við hjúkmn og hver séu þá kjör þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Dan- mörku hafa 95 íslenskir hjúkrunar- fræðingar, menntaðir hér á landi, fengið leyfi til að starfa þar á síðaát- liðnum 15 árum. Að auki hafa 57 íslendingar lært hjúkran í Danmörku og fengið hjúkrunarleyfi þar í landi. ^..^Auk þess starfar talsverður fjöldi íslenskra hjúkrunarfræðinga á öðr- um_ Norðurlöndum og víðar.. Asta Möller, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, segir að félagið hefyi fljótlega könnun á því, hve margir íslenskir hjúkrunarfræð- ingar starfí erlendis. „Við ætlum að kanna hagi þessara hjúkrunarfræð- . inga og ég á von á niðurstöðum fljót- lega eftir áramót." Þoka lokaði flug- völlum til skiptis SVARTAÞOKA hamlaði flugi um Reykjavíkur- og Keflavíkurflug- velli í gær og um tíma voru þeir lokaðir til skiptis. Nokkur óhöpp urðu í umferðinni í gær og var þokunni kennt um. „Hingað komu þrjár erlendar vélar, sem voru á leið til Kefla- víkur, en urðu að lenda í Reykja- vík,“ sagði Jón Oskarsson, varð- sljóri í flugturninum í Reykjavík. „Menn reyndu að lenda eftir getu, en í einstaka tilfellum þurftu vélar að fara til Keflavík- ur og bíða af sér veður.“ Samkvæmt upplýsingum Flug- leiða féll flug niður til nokkurra staða innanlands í gærdag vegna þokunnar, en hófst á ný er kvöld- aði. Nokkur óhöpp urðu í umferð- inni í höfuðborginni í gær. Svartaþoka lá yfir borginni og átti hún að likindum einhvern hiut að máli, en ökumenn óku flestir varlega, eins og aðstæður kröfðust. Tveir bílar skullu saman á Suðurlandsbraut fyrir hádegi. Einn farþegi slasaðist lítillega. Þá var ekið á mann á reið- hjóli á Rauðarárstíg skömmu fyrir kl. 13 og var hann fluttur á slysadeild. Einn ökumaður þarfnaðist að- hlynningar á slysadeild eftir að fimm bílar skullu saman á Sæ- braut kl. 13. Bragi Jónsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu íslands, sagði að þokuna undanfarna daga mætti rekja til háþrýstisvæðis, sem verið hefði yfir landinu og við það undanfarna daga, en hefði nú hrakist undan norðanáttinni. „Háþrýstisvæðum fylgja gjarnan þokubakkar, sem liggja upp að landinu,“ sagði Bragi. Bragi sagði að í dag yrði léttskýjað á öllu sunnanverðu og vestanverðu landinu. Búast mætti við næturfrosti og sakir rakans, sem verið hefði í lofti og myndi þéttast í kuldanum, gætu bílstjórar þurft að grípa til rúðuskafna sinna áður en þeir halda til vinnu í býtið. Um norðanvert landið verða él eða slydduél. Myndin var tekin ofan af Úlfarsfelli í ljósaskiptunum um klukkan hálfsex í gær- kvöldi. Fremst sjást blokkir í Breiðholtinu, en í fjarska stendur Keilir upp úr þokunni. Morgunblaðið/RAX Samherji kaupir 50% hlut í DFFU í Cuxhaven Fyrirtækið gerir út fjóra togara og er með 7.000 tonna kvóta í Barentshafi SAMHERJI hf. á Akureyri hefur gengið frá kaupum á helmingi hlutafjár í þýzka útgerðarfyrirtæk- inu Deutsche Fischfang Union í Cuxhaven. í kaupsamningi er gert ráð fyrir því að fulltrúar Samheija komi inn í stjórn fyrirtækisins og sjái þá helzt um útgerð skipa DFFU og hugsanlega sölu hluta afurð- anna. Þá telja málsaðilar þannig frá samningum gengið að velflestir núverandi starfsmanna DFFU haldi vinnu sinni, en umsvif fyrirtækisins í Cuxhaven aukist verulega í fram- tíðinni, enda verði höfuðstöðvar þess þar. „Við erum mjög stoltir af því að hafa haft betur í baráttunni við norska auðkýfinginn Kjell Inge Rökke um kaup á hlut í fyrirtæk- inu. Það er ánægjulegt, bæði fyrir okkur hjá Samheija og íslenzka útgerð almennt, að Þjóðverjarnir skuli heldur hafa viljað starfa með okkur,“ segir Þorsteinn Vilhelms- son, einn eigenda Samheija, í sam- tali við Morgunblaðið. Þorsteinn vill ekki gefa upp hve mikið Sam- heiji greiði fyrir hlutinn í DFFU. Skipin endurbyggð fyrir 900 milljónir króna Meginefni samkomulagsins er að Samheiji og Nordstern Lebensmitt- el, sem þegar er einn eigenda DFFU, kaupa þau 41% hlutabréfa í fyrirtækinu, sem em í eigu ríkis- ins og jafnframt 27% hlut í eigu Frozen Fisch International, áður Nordsee. Eftir það eiga bæði fyrir- tækin 50% í DFFU. Þá er áætlað að endurbyggja skip DFFU fyrir um 900 milljónir króna á næstu árum, en þau eru ísfisktogarinn Cuxhaven, og frysti- togararnir Meinz, Kiel og Wies- baden. DFFU er með 7.000 tonna þorskkvóta í Barentshafi og 15.000 tonn af síld og makríl í Norðursjó. Aukin umsvif og sterkari eiginfjárstaða Þorsteinn segir óvíst hvar breyt- ingarnar á skipunum verði unnar. Líklega verði þær boðnar út og þá komi í ljós hvar verkin verði unnin. „Við komum fljótlega inn í beinan rekstur fyrirtækisins, einkum hvað útgerðina varðar enda er það hluti samkomulagsins," segir Þorsteinn. í fréttatilkynningu frá stjórn- vöidum í Neðra-Saxlandi, segir að samkomulagið muni leiða til mun sterkari stöðu DFFU en áður. Um- svifin muni aukast á ný, enda verði 75% aflans landað í Cuxhaven og eiginfjárstaða fyrirtækisins verði mun sterkari en áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.