Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 1
Ytri og innri fferó/ Hiartastaóur Steinunnar Siguróardóttur 2/3 Nýtt Ljóólinuskip Siguróar Pálssonar/2 Vertu þú s|álf ur/Keflavíkursaga Lárusar Más Bjömssonar /3 Frá Geethe til Gamla Nóa/ Þýðingar Helga Hálfdanarsonar /4 >nir/ við lestur Skammarinnar eftir Taslimu Nasrin/ 4 ÍÉ*^jpiw^Í#llí MENNING LISTIR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 14. NOVEMBER 1995 BLAÐ LAUFEY Lárusdóttir, ekkja eftir Ragnar Stefánsson í Skaftafelli og Helga K. Einarsdóttir, bókasafns- fræðingur, sem skráði frásagnir og endurminningar Ragnars. Yfir stórfljót og jökla RAGNAR í Skaftafelli, endurminn- ingar og frásagnir Ragnars Stefáns- sonar, bónda og þjóðgarðsvarðar, eru komnar út. Ragnar var fæddur og uppalinn í Skaftafelli í Öræfum, einni af- skekktustu sveit á íslandi. I endur- minningum sínum lýsir hann lífinu í þessu einstæða umhverfi og þrot- lausri baráttu við náttúruöflin. í fréttatilkynningu segir: „Ragnar segir frá forfeðrum sínum og for- mæðrum. Hann lýsir búskaparhátt- um á uppvaxtarárum sínum og síð- ar, og þó einkum þeim þáttum sem sérstakir eru fyrir þetta svæði, svo sem selveiði á söndum og hættuferð- um með fólk og farangur yfir stór- fljót og jökla, sem heita máttu dag- legt brauð. Einnig segir hann frá skipsströndum, m.a. „Gullskipinu". Ragnar segir frá uppvexti sínum hjá ástríkum foreldrum, ást, hjónabandi og mikilli sorg, en einnig gleði og farsæld í fjölskyldulífi." Skaftafell varð þjóðgarður 1967. Ragnar segir frá aðdraganda þess, framkvæmdum og mörgum mönnum er þar komu við sögu, m.a. dr. Sig- urði Þórarinssyni og öðrum áhuga- mönnum um þjóðgarðinn í Skafta- felii. Fjöldi mynda prýðir bókina. Útefandi er Hörpuútgáfan. Helga K Einarsdóttir, bókasafnsfræðingur, skráði frásagnir og endurminningar Ragnars. Bókin er 203 bls. í stóru broti. Kápumynd: Rafn Hafnfjörð. Prentvinnsla Oddi hf. Verð 3.480 kr. Ljóð finnskra skáldkvenna ÚT ER komið ljóðasafnið Vargald- ir, safn ljóða finnskra skáldkvenna í túlkun Lárusar Más Björnssonar. í safninu er að finna ljóð eftir Eeva-Liisa Manner, Helvi Juvonen, Mirkka Rekola, Aila Meriluoto, Tua Forsström, Kristi Simonssuri, Eira Stenberg, Satu Marttila og Anne Hanninen. Flestar þessara kvenna eru meðal þekktustu skálda Finna á þessari öld. Vargaldir er þriðja safn fínnskrar og Finnlands-sænskrar samtíma- ljóðlistar í túlkun Lárusar Más, en áður hafa komið út söfnin Voraldir og Veraldir. Útgefandi er bókaútgáfan Mið- garður, en dreifíng bókarínnar er í höndum íslenskrar bókadreifingar. Vargaldir er um 120 bls. að lengd og hefur að geyma 90 ljóð auk ítar- legrar kynningar á höfundum. Atíi Már Hafsteinsson tók ljósmyndir á bókarkápu og sá um útlitshönnun. Offsetfjölritun sá um prentun. Setn- ing var íhöndum Sverrís Sveinsson- ar. Bókin er gefin út með styrk frá Norræna þýðingarsjóðnum. Bókina verður að fínna í helstu bókaversl- unum. Útsöluverð hennar er 1.260 kr. Fundin hamingja ogtýnd GIFTINGIN fór fram í kirkju. Lítill rósavöndur lá á hverjum bekk. Þetta hafði tengdamóð- ir mín látið gera. Hún er full af gæsku eins og Gunnlaugur. Gunnlaugur hefur aðeins átt eitt ástar- samband áður. Stúlkan hans fór út til náms og skrifaði honum lengi, en svo kom upplsagnar- bréf. Hún hafði fundið sér annan. Gunnlaugur bjó alltaf með móður sinni, sem varð ung ekkja. Hún hefur sagt mér frá honum. Hann var alltaf ljós. Hann var sá sem fór og sat hjá þeim sem urðu veikir af skólafélögum hans. Honum gekk alltaf vel í námi. Hann var ekki leið- inlegur þó svo hann værí næstum of góður. Hann átti vini og þeir gátu alltaf komið heim til hans. Móður hans líkar vel við mig. Ég fínn það. Hún talar hlýlega til mín. Og strýkur stundum vanga minn. Afar hægt og fallega - án væmni. En hún gerir það án þess ég eigi von á því. Hún hefur skyggnigáfu - mér Nína Björk Árnadóttir fínnst ég sjá það í aug- um hennar. Hún horfði einu sinni lengi á mig og sagði: „Það er gott í kring- um þig." Svo hvíslaði hún og lokaði tárvotum augum sínum á meðan: „Samt er einhver skuggi." í brúðkaupinu mínu var ég í síðum hvítum brókaðekjól og Gunn- laugur í smóking. Kirkjan var yfirfull af vinum hans og ættingj- um. Maður Arnheiðar hálfsystur minnar leiddi mig inn kirkju- gólfið. Margir nemenda minna voru þarna og mæður þeirra sumar. Og Sigga, vinkona mín. Hún býr ein og segist alltaf ætla að gera það eftir eina misheppnaða sambúð. Hún er blaðamaður. Ég titraði meðan ég gekk inn kirkjugólfið - en hætti að titra þeg- ar Gunnlaugur tók um handlegg mér. Hann er eins og fjall fullt af kyrrlátri gleði. Áður, þegar ég gekk framhjá Sigfúsi sem sat á öðrum bekk við hlið móður Gunnlaugs, klipptist ég til - hann starði þannig á mig - augum fullum af órólegri bæn eða kröfu. Ég kipptist til. Hann hafði svo oft sent boð. Um þetta sem nú mun verða. í veislunni, sem var haldin í stór- um salarkynnum, dansaði ég við þá til skiptis og ég hló og skálaði og hlustaði á heillaræður okkur Gunn- laugi til handa og skoðaði miklar og veglegar gjafirnar og talaði í leiðslu við fólkið og dansaði mest við þá - Gunnlaug og Sigfus - og Sigfús hvíslaði alltaf nafn mitt með- an við dönsuðum. Hann hafði gefið okkur styttu, stóran fugl, örn, sem hélt á litlum fugli í klónum, en sá veitti viðnám - hann hafði látið gera hana til að gefa okkur og eitt andartak sá ég ótta í augum Gunn- laugs þegar hann skoðaði styttuna. Sigfús hvíslaði nafn mitt meðan við dönsuðum - hvíslaði: Erna - Erna - Erna. Og svo hvíslaði hann að mér: „Nú ætla ég að fara - komdu kiukkan fjögur á fimmtudaginn heim til mín. Komdu, ég bíð - ég veit ég er orðinn drukkinn, en komdu, ég veit þú kemur." Og horfði í augu mín og leiddi mig svo til Gunnlaugs og ég vissi ég færi til hans. Ég settist hjá Gunn- laugi og brosti og fann kökk í hjart- anu. Brosti og fann stein í hjartanu - dimmustein og í honum röddina sem sagði: „Ég bíð - ég veit þú kem- ur." Og ég veit ég mun gera það. Nú er nótt og Gunnlaugur sefur. Eftir kvöld fullt af blíðu og bænheyrslu og hvísli í hauströkkri - hvíslandi ást við skautið - tindinum mínum og dans inni í biíðu ijósrauðu myrk- rinu handan tindsins - dansandi limsins hans - og svo andvarpandi hvísl hans þegar ég lá ofan á honum þreytt og vot af ástúð okkar. Og nú sefur hann. Dimmuklett- urinn inni í hjarta mínu glottir í áfergju og ég fer þangað á fímmtu- daginn klukkan fjögur. Þriðja ástin erönnur skáldsaga Nínu Bjarkar Arnadóttur, hin er Móðir, kona, meyja sein Nína Ies í útvarp þessa dagana. Ástin er viðfangsefni Nínu Bjarkar. Hún er fyrst spurð um heitið á sögunni. „Þriðja ástin í lífi aðalpersón- unnar yerður tíl þess að hún er myrt. Út frá þessu morði spinnast ýmsir vefir." - Þú ert bersögul í þessari sögu einsog hinni? „Ég skrifa um erótík og ástir og allar aðrar tilfinningar. Það er talað meira um það ef maður skrif- ar um ástríður og kynlíf en aðrar tilfinningar. Það er rétt að það hefur veríð meira skifað um þetta efni að undanförnu en áður. Marg- ir höfundar skrifa um erótík. Erót- ík er þó ekki endilega kynlif, hún er hafín yfir allt en getur leitt til kynlífs. Munarástúð er erótik sem getur verið eitt augnaráð, stundum vantar erótík og þá er kynlífið bara kynlíf. Þannig er það þegar fólk lifir bara grófu lífi sem ég trúi ekki að margir geri." . - Þú skrifar um ástríðuglæp sem er framinn? „Við fáum að lesa sögu morð- ingjans sem hefur lifað mikið basl. Hann skrifar sögu sína í fangels- inu." - Þú skrifar oft um hina bág- stöddu, þá sem standa fremst á brúninni? „Ég skrifa líka um þá sem eru auðugir, en finna ekki hamingjuna. Það getur verið auðnum að kenna að þeir lokast inni í glerbúri." - Er ástin alltaf óhamingjusöm? „Sögupersónan á erfitt með að finna ástina, ná henni til sín, þriðja ástín hennar hefur valið sér götu- ræsislíf." - Samfélagið samþykkir þá ekki ástina. Ástin er dæmd? „Ég veit það ekki. Hún er það í bókum. Saga mannanna tveggja, öskukarlanna sem finna lik Ernu, er til dæmis sorgleg og grátbrosleg í senn." - Aukapersónur verða meðal aðalpersóna þegar upp er staðið? „ A sinn hátt verða þessir tveir menn það. Þeir spinna sinn eigin vef, fylgjast með öllu. Fyrir öðrum þeirra er Erna heilög. Báðir hafa þeir lifað leiðinlega æsku. Yaldi er eins konar listamaður, hefur sál." - Eru allir glataðir í sögunni? „Mennirnir tveir fá tílgang og ná saman. Þeir verða hamingju- samir vegna allra þessara atburða. Þetta eru kómískir kallar sem bíða eftír Godot, það er satt, og gifur- lega mikil krútt."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.