Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Frá Goethe til Gamla Nóa Johann Wolfgang Piet Goethe Hein BOKMENNTIR Ljóðaþýðingar NOKKUR ÞÝDD LJÓÐ eftir Helga Hálfdanarson. Prentun G.Ben. Mál og menning 1995 —140 síður. 2.980 kr. NOKKUR þýdd ljóð eru yfirleitt óbirtar þýðingar eftir Helga Hálf- danarson, en sumar þýðinganna hafa áður komið í blöðum og bókum. Breiddin í þýðingum Helga lýsir sér í því að hann þýðir Goethe og Höld- erlin, Bellman og Piet Hein og gerir þeim öllum góð skil þótt hyldýpi virð- ist liggja milli hinna þýsku snillinga ljóðlistarinnar og Skandínavanna sem slógu svo eftirminnilega á létta strengi. Bellman tilheyrir reyndar klassíkinni, en hinn aldni Hein (ní- ræður 16. desember nk.) verður að bíða eftir stallinum. Ég hef orðað það áður að sjaldan takist Helga betur en í glímu sinni við þýskumælandi skáld. Nokkur þýdd ljóð eru staðfesting þessa. Þýskaland stendur fremst í safninu. Fimm ljóð eru eftir Goethe: Nótt hins mannlega, Fiskimaður, Gan- ímedes, Tregaljóð smalans og Söngvarinn. Blökk og draumlynd Gott var að rekast á Friedrich Hölderlin. Nótt er afar falleg þýð- ing, ekki síst lokalínurnar: „Sjá! blökk og draumlynd er nóttin að nálgast/ alsett stjörnum, en oss afhuga; fjarlæg og dul/ vekur hún furðu, svo fögur og framandi dauð- legum mönnum,/ ofar háfjalla hnjúk, heiðrík í sorg og í dýrð.“ Dauðinn eftir Hölderlin er að- eins tvö erindi, en þarf ekki að vera lengra: Hann skelfir oss, vor hollvættur Dauðinn, sem hljóður kemur . hægt í draumskýi svefnsins. Hann vekur hroll, og vér horfum aðeins ofan í gröf, þótt hann fullkomnun færi, úr hulu nætur oss leiði á land lausnar alls efa. Ljóð um dauða, tega og sorg eru mörg í Nokkrum þýddum ljóðum, enda hafa þessi yrkis- efni freistað flestra skálda og reynar fang- að hug sumra þeirra nær alveg. Grafskriftir eru líka nokkrar, eink- um eftir Grikkina sem voru sérhæfðir i slíkri ljóðasmíð. Helgi þýðir framlag Símonídesar frá Keos, Æskílosar og Leónídasar frá Tar- entos. Þessi skáld kunnu flestum betur að binda hugsanir sín- ar í fá orð, en þó ekki betur en Menandros sem gerði sig ódauð- legan með sex orðum: „Sá sem guðirnir elska, ungur deyr.“ Norðmaðurinn Johan Herman Wessel á einnig gagnorða eigin grafskrift þar sem hann víkur að hóflausri drykkju sinni, en þetta er efni sem fleiri eiga sameiginlegt í Nokkrum þýddum ljóðum en höf- undur Gamla Nóa. Þá var gaman Dóttir álfakóngsins eftir Jjohann Gottfried Herder, hinn mikla fræðimann og þjóðvísnaútgefanda, er meðal þýðinga af alþýðlegra tagi. Helgi nær sér mjög á strik í þessari þýðingu. Sama er að segja um Gamla Nóa Bellmans: „Þá var gaman, þá var gaman,/ þá var lifað hátt; þar var enginn þunnur,/ því að enginn munnur/ lengur vildi, lengur vildi/ lepja vatnið blátt.“ Sumt verkar ekki verulega sann- færandi í bókinni, en allt er þýtt af smekkvísi hjá Helga. Valið kemur stöku sinnum á óvart. Sama gildir vissulega um Magnús Ás- geirsson og fleiri öndvegisþýð- endur. Endahnútur í lok bókar er skemmtileg upprifjun þeirra ummæla Helga að hann hafi að mestu látið erlend nútímaljóð í friði vegna þess að hann teldi æskilegt að yngri menn en hann fengjust við nútímaljóðin. Engu að síður þýðir Helgi nútímaljóð í Nokkrum þýddum ljóðum. Tvær ágætar þýð- ingar eru á ljóðum eftir Spán- verjann Antonio Machado. Önnur þeirra hljómar svo: Veikt hljóð, sem kyrtilfaldur stijúki um auða jörð, og gráthljómur frá gömlum klukkum. Af deyjandi glæðum lýkur við sjónhring, hvítir svipir feðranna kveikja á stjömum. Ljúkið upp svaladyrum, stund draumanna nálgast. Kvöldið er gengið til náða, klukkumar dreymir. Jóhann Hjálmarsson BÖKMENNTIR Skáldsaga SKÖMMIN Eftír Taslimu Nasrin. Mál og menn- ing, Reykjavík 1995.239 bls. BARÁTTA Taslimu Nasrin gegn bókstafstrú og dauðadómur- inn sem múslimar hafa kveðið upp yfir henni hafa fært hana og bók hennar, Skömmina (Lajja), inn í sviðsljós bókmenntaheimsins. Nasrin vakti mikla athygli á bók- menntahátíðinni sem haldin var í Reykjavík í haust. Á fyrirlestri sem hún hélt í Norræna húsinu um áhrif bókstafstrúar í heimalandi sínu, Bangladesh, var staðið út úr dyrum og ljóðaupplestur hennar í Þjóðleikhúskjallaranum þótti sér- stakur, jafnvel göldrum líkastur. Það var því með nokkurri eftir- væntingu sem gagnrýnandi hóf lestur á Skömminni. Þær vænting- ar sem hann gerði sér vonf hins vegar ekki uppfylltar. Skömmin er heimildarskáldsaga og segir frá örlögum hindúískrar fjölskyldu í múslimska ríkinu Bangladesh. Á Indlandi hefur hóp- ur hindúískra öfgamanna lagt fimm hundruð ára gamla mosku múslima í Ayodhya í rúst. Upp úr því hefjast gríðarlegar ofsóknir á Brotnar vonir hendur hindúum í grannríkinu Bangla- desh. Fjölskyldan sem Skömmin segir frá er ekki trúuð en lifir í trausti á mannúð og kærleika. Á þeim for- sendum og vegna ást- ar sinnar á landi sínu og þjóð neitar fjöl- skyldufaðirinn að flýja undan ofsóknum músl- ima. Sú ákvörðun verður fjölskyldunni afdrifarík og áður en yfir lýkur stendur hún uppi með brotnar von- ir, í skömm vegna grimmdar þjóðar sinnar. Inn í þessa frásögn fléttast saga Bangladesh sem er blóði drifin. Er sú saga ýmist rakin með upp- talningum í gegnum höfundarinn- skot, samtöl persóna og hugsanir eða í eins konar skýrsluformi. All- ar aðferðirnar hægja mjög á frá- sögninni auk þess sem hinar sögu- legu upplýsingar auka lítt á áhrifa- mátt bókarinnar. Síendurteknar upptalningar á voðaverkum músl- ima gagnvart hindúum hafa jafn- Taslima Nasrin vel öfug áhrif á le- sandann, þær draga úr áhuga hans og at- hygli þar eð þær bijóta framvindu sögunnar upp. Að auki eru teng- ingar á milli frásagn- ar- og upptalninga- (eða upplýsinga-) kafla oft illa unnar og klaufalegar. Persóna kemur auga á bók „sem eftir titlinum að dæma fjallar um trú- ardeilurnar 1990. Hann opnar bókina og byijar að lesa, og brátt er hann niðursokkinn í lesturinn“ (101). Á eftir fylgir tveggja blaðsíðna upptalning á of- beldisverkum sem tengjast sögu- þræðinum ekkert. Á einum stað birtist löng tala um fjárhagsvanda Bengala og spillingu án þess að henni sé fylgt eftir í frásögninni sjálfri (198-201). Á öðrum stað segir frá því að „verslanir hindúa sem ekki hafa orðið fyrir árásum séu lokaðar" og í kjölfarið rennir persóna sögunnar „huganum yfir dæmi um svívirðilega skemmdar- starfsemina árið 1990“ (144). Þar fylgir löng upptalning á hofum, hótelum, hárgreiðslustofum, bif- reiðaverkstæðum, veitingahúsum o.s.frv. sem voru eyðilögð þetta ár. Hún færir lesandann ekki nær söguefninu á einn eða neinn hátt. Mörg slík dæmi mætti nefna. Allt þetta gerir söguna ákaflega erfiða og leiðinlega aflestrar. Skömmina skortir frásagnarein- ingu. Ef til vill má deila um það hvort hægt sé að gera kröfu um að heimildarskáidsaga búi yfir þeim eiginleika — sem er vissulega eitt megineinkenni góðrar skáld- sögu. Það hlýtur þó ávallt að vekja meiri áhuga og athygli hjá lesand- um ef slík saga er vel byggð, vel fléttuð heild. Að mínu mati hefur Nasrin far- ið auðveldari leiðina að því að segja sögu sem sannarlega á erindi við heiminn; erfíðari leiðin hefði verið að flétta þær hörmungar sem hér birtast í upptalningum og staðtölu- skýrslum í eina samfellda sögu. Það má svo ef til vill einnig deila um það hvort eigi að leggja bók- menntalegt mat á verk eins og Skömmina. Þetta er saga sem varð að segja. Það skiptir kannski ekki svo miklu máli hvernig hún var sögð? Þröstur Helgason Snert hörpu mína BÓKMENNTIR Saga LÍNA LANGSOKKUlt í SUÐURHÖFUM Höfundur Astrid Lindgren. Þýðing Sigrúnar Amadóttur. Mál og menning 1995 -112 síður. SÚ VAR tíð, að fólk taldi sig hafa fundið forskrift að því, hvað þyrfti til að teljast skáld: Klæðast snjáðum brókum sem aldrei hefðu komizt í snertingu við straujárn; setja upp svarta alpahúfu; götuga strigaskó; gleraugu, helzt hring- spanga; trefíl og snjáðan frakka; láta' sér vaxa hár og hökutopp. Vissulega var gott að eiga penna og blað, pára á það orð, andvana- fædd orð. Síðan var að arka með „meistaraverkið“ til úthlutunar- nefndar listamanna Íauna, sækja um styrk fyrir kaffibolla og vínar- brauði. Já, mannskepnan er skrýtin, sumum veitist auðvelt að blekkja hana til að trúa að hægt sé að læra að verða skáld, og jafnvel tæla útgefendur til að gefa bullið út. En skáld er annað og meir: Gjöf til mannheims. „Sá einn er skáld, sem þögull getur þráð og þakkað guði augnabliksins náð,“ eins og Davíð Stefánsson orðar það, skilur að skáld er hljóðfæri „hins mikla eilífa anda“, beygir sig undir slátt hans í auðmýkt: „Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís.“ Þú hlustar ekki aðeins á orðin sem skáldið þylur þér við hlust, heldur á streng þíns eigin hjarta er fyllir stundina lífsins hljómi. Hér skilur milli ljóss og skugga. Astrid Lindgren er einn þessara tónvaka sem með sanni falla undir orðið skáld. Nærri fertug sendir hún fyrstu söguna um Línu Langsokk frá sér. Sænskir og heim- ur allur urðu að augum og eyrum, þreyttust ekki á að hrópa: Meira! Meira! Það var af því að draumur- inn í bijóstum þreytzt, stríðshijáðs mannkyns kristallaðist í háttum og lífsspeki þessarar undarlegu telpu, Línu, sem gaf skrautklæddu tildrinu langt nef, þorði að vera hún sjálf. Lindgren sváraði kalli: Dró til myndar af Emil í Kattholti; Ronju ræningjadóttur og fleiri ærslabelgj- um. í þessari bók er Lína Langsokkur söm við sig, stígur ekki til höfuðs þó prinsessa sé 126 þegna Kattar- attaeyjar í Suðurhöfum, kennir spjátrungi, sem vill sölsa undir sig setrið hennar, Sjónarhól, betri siðu, líka hákarli sem hyggst gæða sér á vini hennar. Já til éyjar sinnar heldur hún með vinum sínum, Tomma og Önnu, svo þau nái sér eftir veikindi. Slíkur er grómáttur eyjarinnar, að ekki aðeins börnin verða sæl og pattaraleg, heldur tognar og úr virðulegri margföldun- artöflunni! Með blökkum vinum eignast Lína og systkinin unaðsstundir, og hjartahlýja Línu vekur þegnum hennar þær kenndir, að tárvotir horfa þeir eftir skipi hennar, þá hún kveður. Myndir eru fjörmiklar, skemmti- legar, falla vel að efni. Þýðing Sigrúnar er mjög góð, lipur, kliðmjúk, falleg. Ekki nenni eg að fínna að þó herra Níels, ap- inn, tylli sér á rassinn á hestinum í stað lendar, slíkt væri sparða- tínsla, svo vel sem Sigrún hefir hér staðið að verki. Útgáfunni ber þökk, þvi bókin mun gleðja börn á öllum aldri. Sig. Haukur Nýjar bækur Álfheiður Guðfinna Steinþórsdóttir Eydal • BARNASÁLFRÆÐIe ftirsál- fræðingana Álfheiði Steinþórs- dótturog Guðfinnu Eydal er komin út. Bókin er ætluð sem handbók handa uppalendum og öllum öðrum sem sinna málefnum bama. Hún fjallar um þroska barna frá fæð- ingu til unglingsára og er fyrsta íslenska bókin sinnar tegundar, að sögn útgefanda. Annars vegar er lýst eðlilegum þroskaferli og sér- kennum hvers aldurskeiðs um sig og hins vegar tekið á einstökum atriðum. Má þar nefna kafla um foreldrahlutverkið og annan um mótun bams í fjölskyldu, þar sem m.a. er rætt um einkaböm og tví- bura. Staldrað er við breytingar og álag sem komið geta upp í lífi barna, svo sem missi ýmiss konar, skilnað foreldra, búferlaflutninga og stjúpfjölskyldur. Þá er fjallað um sálræna erfiðleika bama og hegðunarvandkvæði og loks um afmarkaða þætti, til dæmis svefn- venjur, aga, ofbeldi, leik og sköp- un, kynhlutverk, vináttu, umferð- ina og margt fleira. Utgefandi er Mál og menning. Halldór Hansen barnalæknir ritar aðfaraorð að bókinni sem erprent- uð íPrentsmiðjunni Odda. hf. Ljós- myndir eru eftir Sissu ogkápu gerði Margrét E. Laxness. Verð 3.960 kr. • ÚT er komin bókin Vöru- merkjaréttur - Helstu megin- reglur eftir Jón L. Arnalds hér- aðsdómara og sérfræðing í hug- verka- og auðkennarétti. Bókinni er ætlað að gefa almennt yfirlit yfir meginreglur gildandi vöm- merkjaréttar hér á landi. Hún er rituð fyrir nem- endur í lagadeild Háskóla Islands og er ætluð til nota við kennslu í vömmerkjarétti. í lok bókarinnar eru birt helstu lög sem máli skipta varðandi vöm- merkjarétt. Bókin miðast við stöðu þessara mála í september 1994 og fjallar um dóma, úrskurði og við- burði fram til þess tíma. Utgefandi erBókaútgáfa Orators. Bókin er 199 bls. Verð bókarinnar er 3.600 krónur. • ÚT ER komin bókin Ertu viss?, Brigðul dómgreind í dagsins önn, eftir Thomas Gilovich pró- fessor í sálfræði við Cornel-lhá- skóla í Bandaríkjunum, en hann hefur einkum fengist við rannsókn- ir á ályktunarhæfni fólks og skyn- semi í daglegu lífi. Bókin fjallar um hæpnar skoðanir fólks, meinlokur eða ranghugmyndir og hvernig þær mótast af misskilningi, rangtúlk- un, hlutdrægni, óskhyggju, hags- munum manna og samfélaginu í heild. í fyrri hlutanum em rang- hugmyndir og grillur af ýmsu tagi skoðaðar fræðilega og niðurstöð- umar síðan notaðar í síðari hlutan- um til þess að varpa ljósi á vafa- samar hugmyndir fólks um smá- skammta-, náttúru- og huglækn- ingar og svonefnd dulsálfræðileg fyrirbæri. Sigurður J. Grétarsson, dósent í sálfræði við Háskóla ís- lands, þýddi bókina sem er 209 blaðsíður. Utgefandi er Heimskringla, Há- skólaforlag Máls ogmenningar, kápu gerði Erlingur Páll Ingvars- son ogprentvinnslu annaðist G. Ben. - Edda prentstofa hf. Verð 3.480 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.