Morgunblaðið - 15.11.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 15.11.1995, Síða 1
1 < I SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 15. NOVEMBER 1995 BLAD B 80 daga í Smugiuini HÁGANGUR II hefur nú verið við veiðar í Smugunni í 80 saga samfellt og er saltað um borð. Aflabrögð hafa að vanda verið misjöfn á þessu svæði en síðustu 20 dagana hefur verið þokkalegt nudd 10 til 15 tonn upp úr sjó á sólarhring. Áhöfnin á Há- gangi er öll frá Færeyjum. Friðrik Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Tanga hf. á Vopnafirði, gerir Hágang II út. Skipið hefur legið nær allt árið, eða frá því í lok ágúst er það fór á veiðar. Hinn Hágangurinn hefur legið allt árið. Útgerð skipanna gekk illa í fyrra haust, en þau voru þá langtímum saman í Smugunni eft- ir að veiðin datt niður um miðjan september og fengu lítið. Útgerðin strembin Friðrik segir að útgerðin sé því strembin, en vonandi verði þessi túr sæmilegur, enda ætlunin að halda skipinu úti eins lengi og kostur er. „Það er enginn þrýstingur frá áhöfn- inn að halda heim meðan eitthvað veiðist,“ segir Friðrik. Hágangur getur borið um 300 tonn af saltfiski, en það svarar gróflega til um 700 tonna af þorski upp úr sjó. Eins og áður sagði, hefur veiðin verið þokkaleg undanfarna daga og er þorskurinn góður. „Hann er að kroppa í hafinn “ segir Friðrik. TERTAN SKORIN Morgunblaðið/Ásta Kristinsdóttir • SÖLVI Pálsson, skipstjóri á Sléttanesi ÍS og áhöfn hans, fékk væna tertu frá útgerðinni þegar skipið kom heim um helgina með sinn verðmætasta farm frá upp- hafi. Það voru 340 tonn af fryst- um flökuni að verðmæti um 95 miiyónir króna, allt þorskur eft- ir tveggja mánaða túr í Smug- una. !ÍV 3 Þorskurinn sem hvarf við Nýfundnaland Lítill þorskafli hjá trillum í október Hálfdrættingar miðað við sama tíma i fyrra ALLS veiddust 105.113 tonn í október, samanborið við 103.358 tonn á sama tíma í fyrra. Landað var 65.371 tonn af síld og nam hún því rúmum 60% af aflanum. Botnfiskafli var alls 31.722 og þar af veiddust 10.270 tonn af karfa og 9.598 tonn af þorski. Athygli vekur að þorskafli nú er um 400 tonnum meiri en í fyrra. Það eru fyrst og fremst togararnir, sem auka þorskafla sinn miðað við sama mánuði í fyrra, úr tæplega 3.000 tonnum í tæp 5.000. Hlutur báta er svipaður en smábátar eru aðeins hálfdrættingar miðað við október í fyrra, er þeir voru með 3.100 tonn af þorski. Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 2%hagnaður áætlaðurí íslenzkum sjávarútvegi í ár ¥ Langmestur afli kom á land á Aust- fjörðum eða 46.824 tonn. Á Reykja- nesi var landað 13.885 tonnum, á Suð- urlandi 12.029 tonnum, á Vesturlandi 8.769 tonnum, á Norðurlandi eystra 7.151 tonni, í Reykjavík 5.980 tonnum, á Vestfjörðum 5.520 tónnum og erlend- is 2.632 tonnum. Mlnni af II en á sama tíma í fyrra Það sem af er þessu fiskveiðiári, þ.e. september og október, hefur verið landað 146.194 tonnum, þar af 61.246 tonnum af botnfiski. Á sama tíma í fyrra hafði verið landað alls 158.648 tonnum, þar af 60.392 tonnum af botn- fiski. Frá áramótum til októberloka 1995 hefur verið landað 1.151.942 tonnum, en á sama tíma í fyrra hafði verið land- að 1.340.838 tonnum. Þar af er botn- fiskafli alls 390.593 tonn, en var á sama tíma í fyrra 442.746 tonn. Aflinn skiptist þannig á milli skipa að togarar hafa komið með 220.021 tonn að landi, bátar með 875.658 tonn og smábátar með 56.260 tonn, þar af krókabátar með 39.775 tonn. Fréttir Markaðir Hafdís á Kamtsjatka • GENGIÐ hefur verið frá samningi milli Islenskra sjáv- arafurða annars vegar og Tæknivals og Hugs hf. hins vegar um kaup IS á tölvu- kerfunum Concorde XAL og Hafdísi fyrir skrifstofur fyr- irtækisins í Petropavlosk á Kamtsjatka. Kerfin munu halda utan um veiðar og vinnslu 10 togara og frysti- skipa, auk tveggja móður- skipa, en alls vinna á annað þúsund manns við veiðar og vinnslu á vegum ÍS á Kamc- hatka./2 Hampiðjan 1 Namibíu • HAMPIÐJAN hf. vinnur nú að stofnun fyrirtækis í Namibíu sem hafi það verk- efni að veita veiðarfæraþjón- ustu í Namibíu og Suður Afríku. Að sögn Gunnars Svavarssonar, forsljóra Hampiðjunnar seldi fyrir- tækið þijú stór troll til fyrir- tækis í Namibiu fyrir nokkru siðan og í framhaldi af því hefur starfsmaður frá Hampiðjunni verið í landinu undanfarna tvo mánuði til aðstoðar við að setja þau upp og við undirbúning frekari verkefna./3 Þurftu aðeins eitt kast • KEFL VÍKINGUR KE landaði 250 tonnum af síld á Seyðisfirði í gær. „Þetta er góð síld, mun stærri en hún hefur verið undanfarið," seg- ir Torfi Jónsson, stýrimaður í samtali við Morgunblaðið. „Við þurftum aðeins eitt kast.“ Hann segir að síldveið- in hafi uppfyllt þær vænting- ar sem gerðar hafi verið til hennar. „Hún er að skila sér aftur þessi stóra síld sem var í byijun vertíðar," bætir hann við./4 Ný veiðistjóm við Færeyjar • FÆREYSKA landstjórnin hefur nú samþykkt að skipa nefnd, sem vinna skal að gerð tillögu til sljórnvalda um nýja skipan fiskveiði- stjórnunar í stað núverandi kvótakerfis. Ivan Johannes- en, sjávarútvegsráðherra, segir að nefndin skuli skila áliti sínu fyrir fyrsta febrúar 1996. „Grundvallaratriði er þó, að tillögurnar byggist á annarri útfærslu, en þeirri sem nú er í gildi, það er kvóti á hvert skip,“ segir Ivan Jo- hannesen./8 Miklu fleygt af ýsunni • GÍFURLEGU magni af ýsu er fleygt aftur í sjóinn við veiðar í Norðursjó. Á þessu ári er reiknað með því að um 87.000 tonnum verði kastað í sjóinn við veiðarn- ar, en kvótinn er 120.000 tonn. Áætluð ýsuveiði til manneldis er 107.000 tonn, 4.000 tonn fara í bræðslu og því verður raunveruleg- ur afli 198.000 tonn, nærri 80.000 tonnum meiri en kvótinn. Það fer sem sagt nærri helmingur ýsunnar, sem veiðist í Norðursjó aftur í sjóinn eða i bræðslu. Veruleg ofveiði á ýsu í Norðursjó 1991-95 Mest í vinnslu innanlands Ráðstöfun botnfisk- aflans jan.-okt. 1995 Heildaraflinn, 390,593 tonn þar af 134.393 tonn af þorski (34,4%) DSigltmeð 9.812 tonn, þar af 3,7% þorskur □ 20.958 tonn í gáma þar af 4,8% þorskur Vinnsluskip, 87.7121. þaraf 21,3% þorskur Almenn löndun, 273.111 tonn þar af 41,9% þorskur • BOTNFISKAFLINN frá áramótum til loka október varð um 390.500 tonn. Lang- mest af aflanum, 273.000 tonn hefur farið til vinnslu innanlands. um 87.000 tonn voru unnin um borð í frysti- skipum, 21.000 tonn fór í gáma og loks sigldu fiski- skipin með um 10.000 tonn til löndunar á ferskfisk- mörkuðum erlendis. Mis- jafnt er eftir tegundum hvert hlutfaliið er milli þess- ara leiða, en langmest af þorskinum er unnið í landi. Úthafskarfinn er hins vegar nánast allur frystur um borð./6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.