Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Slök gæði ferskfisks innan ESB • KOMIÐ hefur í Ijós, að 40% af ferskum fiski, sem seldur er neytendum innan Evrópusanbandsins er af tniðlungs eða slðkum gæð- um og 4% óhæf til manneld- is. Þá hefur einnig komið í ljós að innihald fisks í ýms- um bitum í brauðraspi er allt niður í 87%. Þetta kemur fram i ný- legum rannsóknum, sem einnig sýna fram á að ekki er fyUilega farið að lögum um framleiðslu fiskafurða. Staðan reyndist misjöfn miili aðildarrikjanna. í Frakklandi og Portúgal voru yfir 75% fersks fisks talin i mjög góðu lagi, 50% í Belgíu og á Spáni og að- eins 5% af fiski á Italíu fengu þessa góðu einkunn. Andey leigð tíl Hólmavíkur Hornaijörður. Morgunbladið • FRYSTISKIPIÐ Andey SF 222 hefur verið leigt tíl Hólmavíkur. Rekstur skips- ins hefur þyngst nyög síð- ustu tvö ár vegna samdrátt- ar í aflaheimildum. Leigu- samningur er til sex mán- aða með fyrirvara um sölu á þeim tíma, en skipið er tíl sölu með öllum veiði- heimildum. Lokun i Húna- fllóa gerði það að verkum að rækjuvinnsla Hólma- drangs hf. verður að sækja hráefni tíl dýpri miða tíl áramóta og er áætlað að Andey verði sett á ísrælyu á þeim tíma. Eftír áramót verður líklegt að aflinn verði frystur um borð í formi iðnaðarrækju. Húnaröst er hæst Hornafírðí. Morgunblaðið • MJÖG vel hefur gengið á Hornafirði það sem af er síldarvertíð. Um 16.700 tonn hafa borist á land en einungis þrjú skip hafa landað á þessu haustí, Húnaröst 10.500 tonnum, Jóna Eðvalds 4.800 tonnum og Sigurður Ólafsson 1.400 tonnum. Svo til öll siidin hefur farið í vinnslu til manneldis hjá Borgey og Skinney, en búið er að salta í 29.500 tunnur á staðnum og frysta 3.650 tonn af afurðum. Hjá Borgey hf. hefur ver- ið saltað í 22.000 tunnur á mótí 17.000 á sama tíma í fyrra og fryst 3.100 tonn á móti 2.000 í fyrra. Betri nýting til vinnslunnar hefur náðst nú en undanfarin ár eða 80-85%. Skinney hf. hefur unnið aflann af Jónu Eðvalds og að sögn for- svarsmanna þar ern allar forsendur fyrir vinnslu breyttar milli ára hjá þeim. Nótaskipið Jóna Eðvalds, sem keypt var um áramótin, skilar meira og betra hrá- efni en borist hefur undan- farin haust en sjókælítank- ar þar um borð gera kleift að geyma sildina við kjör- hita við bryggju meðan afl- ínn er unninn. FRÉTTIR NÝJU SKIPUNUM FAGNAÐ • ÞEIR voru léttir í lund eig- endur og skipstjórar nýju rækjuskipanna Eriks og Kan, sem keypt hafa verið frá Grænlandi og verða gerð út á rækju á Flæmska hattinn. Skipin voru til sýnis í Reylga- víkurhöfn og barst útgerð þeirra mikið af blómum og hamingjuósku. Þeir Óttar Yngvason, útgerðarmaður og skipstjóramir, Hallgrlmur Hallgrímsson og Kristján Gíslason, eru þvi kampakátir Morgunblaflið/Áadls í brúnni á stærra skipinu, Erik. Skipin eru skráð á Bíldudal í Vesturbyggð og með tilkomu þeirra, tvöMd- ast rúmlestatala skipa, sem þar eru skráð. Hugbúnadurirm Hafdís notaður á Kamtsjatka GENGIÐ hefur verið frá TTmlrlíivlaiicn fxmín. samningi milli íslenskra llclIUdl IdUMl lyill sjávarafurða annars vegar fiskveiðar og vinnslu ??Tfeknivals °s Hu^?hf; ° hins vegar um kaup IS á tölvukerfunum Concorde XAL og Hafdísi fyrir skrifstofur fyrirtækisins í Petropavlosk á Kamtsjatka. Kerfin munu halda utan um veiðar og vinnslu 10 togara og frystiskipá, auk tveggja móðurskipa, en alls vinna á annað þúsund manns við veiðar og vinnslu á vegum ÍS í Kamc- hatka. Þeir starfsmenn ÍS sem verða í landi sjá varla neitt af þeim afla sem veiddur er, þar sem hann er unnin í móðurskipunum úti á sjó og afurðirnar síðan sendar beint til kaupenda. „Þess vegna er nauðsynlegra en ella að hafa góða yfirsýn yfír alla þætti útgerðarinnar,“ segir Bjarni K. Þorvarðarson, deildarstjóri hug- búnaðardeildar Tæknivals hf. „Birgðakerfi Hafdísar gerir starfs- mönnum mögulegt að hafa yfirsýn yfir aflaverðmæti I hv^rju skipi úti á sjó og einnig er hægt að hafa nákvæma stjóm á afskipunum og afreikningi fyrir hvert skip.“ Kerfið sett upp víða hérlendis Hann segir að Hafdís hafi verið þróuð í samvinnu við Bakka í Hnífsdal og verið sé að setja kerf- ið upp á fleiri stöðum í landinu eða ísafirði, Húsavík og Snæfellsnesi. „Samningur okkar við ÍS er þann- ig að þeir kaupa af Hug og okkur Concorde-upplýsingakerfið og Hafdísi,“ segir hann. Margar fyrfrspurnir að utan „Kerfin verða flutt út eftir að búið er að setja þau saman hér á landi. Fyrir okkur þýðir þetta mjög mikla viðurkenningu á Hafdísar- kerfinu. Við höfum verið að endur- skrifa kerfin yfir í samhæft Windows-notendaviðmót, þannig að þau vinna mjög vel með Conc- orde-kerfinu. Þessi samningur er staðfesting á því að þetta hefur tekist." Hann segir að komið hafi marg- ar fyrirspurnir að utan um kerfið og verið sé að fylgja þeim eftir. „Við erum komnir langt á undan samkeppnisaðilum okkar erlendis," segir hann og bætir við að það hafí vakið mikla athygli á sýningu í Kaupmannahöfn í júní síðastliðn- um. Ný bók um fiskileit • BÓKIN Fiskileitartæki er komin út, en hún er gef in út af Fiskifélagi íslands. Þar er fjallað um undirstöðuat- riði fiskiieitartækja, ýmsar tækjagerðir til notkunar í fiskiskipum og notkun slíkra tækja til bergmálsmælinga. Umsjón með útgáfunni höfðu tæknideild Fiskifélags íslands og Fiskveiðasjóðs ís- lands. Aðalhöfundur efnis er Stefán V. Kárason tækni- fræðingur, en auk hans komu Emil Ragnarsson hjá Fiskifélagi íslands og Páll Reynisson verkfræðingnr þjá Hafrannsóknastofnun- inni að samningu bókarínn- ar. Gamla bókin úreld „Fyrir þrjátíu árum kom út bók hjá Fiskifélagi ís- lands, sem bar heitið Fiski- leitaitæki og notkun þeirra, undir umsjón Jakobs Jak- obssonar fiskifræðings,“ segir Erail. „Sú bók er um margt orðin úreld. Ekki þó undirstaðan heldur tækin sem fjallað var um og þær aðferðir sem þá voru notað- ar. Hún snerist mikið um sónartækin sem þá voru í mikilli þróun. Það var Þor- steinn Gislason, fyrrv. Fiski- málastjóri og þekktur nóta- skipstjóri, sem var guðfaðir að þessari bók og ýtti henni úr vör. Hann vakti máls á því við félagið fyrir nokkuð mörgum árum síðan að það gæfi út nýja handbók." Meðfram öðrum störfum Emil segir að unnið hafi verið að þessari handbók meðfram öðrum störfum undanfarin ár. Þegar frum- útgáfa hafí verið tilbúin fyr- ir þrernur árum, hafi hún náð yfir þrjá kafla, sem Stef- án hafí tekið saman. Þá hafi verið ákveðið að ganga í að klára verkið og tveimur köflum verið bætt við, þ.á m. kaflanum sem Páll Reyn- isson riti. Bergmálstækni í bókinni skiptist undir- stöðufræðin í hljóðfræði og útbreiðslu hljóðsins, undir- stöðuatriði fiskileitartækja og úrvinnslu endurvarps- merkja frá fiski. Þá er fja.ll- að um ýmis fiskileitartæki sem verið hafa á markaðin- um sl. tvo áratugi. Loks er fjallað um hvemig berg- málstækninni er beitt við stofnstærðarmælingar og rannsóknir. Frekari frestun á ákvæði um sleppibúnað er ekki útilokuð i LÍÚ hefur Ákvæðinu frestað hvað eftír þaaððviðasamá annað allt frá árinu 1987 gönguráðu- eyti að gildi- stöku reglugerðar um sjálfvirkan sleppibúnað fyrir gúmmíbjörgunar- báta fiskiskipa verði enn frestað, en ákvæðið á að taka gildi fyrsta janúar næstkomandi. Ákvæðið kom fyrst inn í reglugerðina 1987 og hefur síðan verið frestað æ ofan í æ, þar sem enginn sleppibúnaður hafði hlotið viðurkenningu Siglignamálastofnunar. „Sú viðurkenning fékkst loks í marzmánuði síðastliðnum og hefur því verið gengið út frá því að reglugerðarákvæðið um fyrsta janúar standi varðandi sjálfvirka sleppibúnaðinn, segir Halldór Blöndal, samgönguráðherra, en útilokar þó ekki frekari frestun. „Ég geri tnér grein fyrir því að skoðanir eru skiptar um þessa ákvörðun. En'þá'er á hitt að líta að flestir telja mikið öryggi í hinum sjálfvirka sleppibúnaði. Mér er sagt að hann hafi ekki verið settur í nema lítinn hluta flotans síðan 1988, þegar óvissan um viðkenn- inguna kom upp,“ segir Halldór. „í sambandi við gildistökuákvæð- ið fyrsta janúar næstkomandi er nauðsynlegt að hafa í huga að sá Olsen-sleppibúnaður, sem þegar hefur verið látinn í skip mun teljast fyllnægjandi samkvæt reglum Sigl- ingamálastofnunar. Eins og lög gera ráð fyrir, var erindi LIU vísað til siglingamálar- áðs, sem ber að fjalla um öryggis- mál skipa og báta og vera ráðgef- andi fyrir ráðherra í þeim efnum. í ráðinu eiga meðal annars sæti fulltrúar sjómanna, útgerðarmanna og- Slysavarnafélagsins. Er skemmst frá því að segja að ráðið hefur ekki afgreitt bréf Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna, en á hinn bóginn telur Siglingamála- stofnun að ekki sé ástæða til frek- ari frestunar á gildistöku ákvæða um losnunar- og sjósetningarbúnað gúmmíbjörgunarbáta. Ég geri mér vonir um að siglinga- málaráð muni afgreiða erindið þeg- ar í þessum mánuði og ég vil á þessari stundu ekki útiloka að ein- hver frekari frestun á gildistöku- ákvæðinu kunni að vera óhjá- kvæmileg, en fyrir því verða þá að liggja vel rökstuddar og afgerandi ástæður," sagði Halldór Blöndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.