Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 B 7 __________________________GREINAR___________________________ Helstu samþykktir aðalfundar Landssambands íslenskra útvegsmanna Styrk staða þrátt fyrir ýmis ytri áföll Aðalfundi LÍÚ er ný lokið. Þar lögðu samtökin áherzlu á að samkomulag næðist um veiðistjórnun í Smugunni, Síldarsmugunni og á Reykjaneshrygg og þess yrði gætt að hagmunir íslendinga á þessum veiðisvæðum yrðu tryggðir. Þá lögðust fundarmenn gegn sóknarstýringu á Flæmska hattinum, en lögðu þó til að íslenzk stjórnvöld virtu ákvörðun um slíka veiðistjórnun á næsta ári. Hér fara á eftir helztu ályktanir aðalfundarins. FYRIRSJÁANLEGT er að sjáv- arútvegurinn haldi stöðu sinni sem helsta útflutningsatvinnugrein þjóð- arinnar, þrátt fyrir mikinn nið- urskurð botnfiskveiðiheimilda í ár. Áætlað útflutningsverðmæti sjáv- arafurða er um 89 milljarðar króna og hlutur sjávarútvegsins í vöruút- flutningi landsmanna verður um 76% eða svipað hlutfall og mörg undanf- arin ár. Fátt vitnar betur um hversu mikilvægur sjávamtvegurinn er fyrir íslenskan þjóðarbúskap óg hve af- koma greinarinnar er samofin af- komu þjóðarinnar. Nú er talið að greinin í heild sé rekin með 2% hagn- aði. Aðdáunarvert Það er aðdáunarvert hvað sjávar- útvegurinn í heild hefur náð að halda styrkri stöðu sinni þrátt fyrir ýmis ytri áföll í hafinu og fremur lágt afurðaverð undanfarin misseri. Helstu vandamál sjávarútvegsins eru skertar aflaheimildir vegna lítils þorskstofns, miklar skuldir vegna erfiðleika fyrri ára og háir raunvext- ir af þeim. Við þessi skilyrði hefur atvinnugreinin ekki náð að byggja upp eiginijárstöðu sína með þeim hætti að hún geti staðist þær afko- musveiflur, sem húu má búa við. Nú virðist sem botninum sé náð í niðurskurði þorskaflaheimilda og fréttir af aukinni þorskgengd á fs- landsmiðum gefa tilefni til hóflegrar bjartsýni um batnandi ástand stofns- ins á næstu árum. Mikilvægt er að þær aðstæður verði skapaðar að fyr- irtækjum almennt verði gert kleift að mynda eigin sveiflujöfnunarsjóði og fá þannig skattfrelsi til að mæta niðursveiflum í framtíðinni. Auðllndaskattl mótmælt Hugmyndum um sérstakan auð- lindaskatt er harðlega mótmælt og varað við afleiðingum af slíkum sérís- lenskum skatti á helsta útfiutnings- atvinnuveg þjóðarinnar. Jafnframt er mikilvægt að horfið verði frá því að atvinnugreininni verði gert að greiða árlega 500 milijónir króna í Þróunarsjóð meðal annars vegna fyrri skuldbindinga. Útgreiðslum verði hætt og hann lagður niður. Þeir þættir sem móta starfsum- hverfí útvegsins eru almennt efna- hagsumhverfi í landinu, ástand og horfur á markaði og náttúruskilyrðin í hafínu. Um nokkurt skeið hefur stöðugleiki einkennt efnahag lands- manna. Háð hefur verið mikil varn- arbarátta undanfarin ár í efnahags- málum þjóðarinnar, bæði vegna sam- dráttar í sjávarútveginum og al- mennt erfiðs árferðis hér og í helstu viðskiptalöndum okkar. Eins og áður við slíkar aðstæður hefur tekist að bregðast skynsamlega við þessum aðstæðum. Fyllsta ástæða er til hóf- legrar bjartsýni og nú reynir á að batanum verði ekki eytt fyrirfram eins og oft áður. Frlður haldist á vinnumarkaði Óróleiki á vettvangi kjaramála má ekki leiða til þess að efnahagskoll- steypur fyrri ára verði endurteknar. Sé það einlægur vilji að byggja hér þjóðfélag, sem stenst samanburð við lífskjör í nálægum löndum skiptir miklu máli að samstaða í þjóðfélag- inu haldist. Frjður haldist á vinnu- markaði og batnandi efnahagsástand verði notað til þess að byggja hér upp kröftugt atvinnulíf, sem geti staðið undir bættum lífskjörum. Það er áhyggjuefni að það skuli vera hið opinbera og alþingismenn, sem verða þess valdandi að hér á landi stefni í óróleika, missætti og skærur á vinnumarkaðinum. Það er fólkið í landinu sem hefur mótað grundvöll farsællar efnahagsstefnu undanfarin ár með samþykki skyn- samlegra kjarasamninga. Þessi stefna er helsta forsenda þess að nú loksins má sjá ýmis batamerki í þjóð- félaginu. Það verður að varða áfram þessa stefnu. Öðruvísi náum við ekki að skipa okkur á bekk með þeim þjóðum, sem búa við best lífskjör. Ráógefandi stjórn Flskistofu Aðalfundur LÍÚ hvetur sjávarút- vegsráðherra að beita sér fyrir að Fiskistofu verði sett ráðgefandi stjórn líkt og Hafrannsóknastofnun og að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi eigi aðild að þeirri stjórn. Álag á útfluttan ísfisk Aðalfundur LIÚ skorar á sjávar- útvegsráðherra að afnema nú þegar kvótaskerðingu þá sem lögð er á ferskan fisk, þegar hann er seldur á erlendum fiskmörkuðum. Endurnýjun fiskiskipa Aðalfundur LÍÚ leggur til að sér- stakar reglur um endurnýjun físki- skipa verði afnumdar og hveijum og einum í sjálfsvald sett hvemig skip hann vill nota við veiðarnar. Nauð- synlegt er að niðurstaða fáist fljótt varðandi vilja stjórnvalda í þessu máli. Fulivinnsla sjávarafla Aðalfundur LÍÚ skorar á stjórn- völd að fella niður ákvæði laga um fullvinnslu sjávarafla frystiskipa sem eiga að ganga í gildi 1. september 1996, þar sem það ákvæði vinnur beinlínis á móti þeim markmiðum sem því var ætlað, þ.e. að auka verð- mæti aflans. Þvert á móti er það fullsannað að það eykur útgjöld og krefst búnaðar sem kostar mikla fjár- muni en afurðir úr slógi og beinum eru verðlitlar. Jöfnunarsjóður Aðalfundurinn hvetur sjávarút- vegsráðherra að beita sér fyrir þvi að jöfnunarsjóðir verði lagðir niður og aflaheimildir þeirra komi til eðli- legrar úthlutunar eftir settum regl- um. HvaiveiAar Aðalfúndur LÍÚ hvetur ríkis- stjómina til að heimila hvalveiðar án nokkurra tafa úr þeim hvalastofnum sem nýta má að áliti Hafrannsókna- stofnunar. Vitneskja sú er fyrir ligg- ur um ástand þeirra hvalastofna er veiddir hafa verið hér við land mælir eindregið með veiðum. Án veiða mun óheft fjölgun stofnanna hafa mikil og óæskileg áhrif á lífríki hafsins vegna hinnar miklu fæðuþarfar, sem þessum dýrum er nauðsynleg. Fund- urinn hvetur jafnframt til að stjórn- völd stuðli að kynningu á erlendum vettvangi á ástandi hvalastofna við ísland. Flokkun karfa Aðalfundurinn skorar á sjávarút- vegsráðuneytið að það setji á reglu- gerð sem skyldi öll skip til að koma með karfa flokkaðan að landi eftir því hvort hann er gullkarfi eða djúp- karfi. Varðskip á Reykjaneshrygg Aðalfundur LÍÚ beinir því til stjórnvalda að þau sjái til þess að íslenskt varðskip verði staðsett á úthafskarfamiðunum næstu úthafs- karfavertíð íslenska flotanum til að- stoðar eins og gert hefír verið tvö síðastliðin ár gagnvart íslenskum fiskiskipum í Barentshafi (Smug- unni). Til þess að það geti orðið þarf að efla starfsemi Landhelgisgæsl- unnar. Rækjuveiðar á Flæmingjagrunnl Aðalfundur LIÚ fagnar yfirlýs- ingu fundar sjávarútvegsráðherra ríkja við Norður-Atlantshaf, sem haídinn var í St. John’s á Nýfundna- landi nýlega, þess efnis að veiðum úr fiskistofnum utan lögsögu ríkja skuli stjórnað með því að ákveða hámarksafla sem síðan skiptist á milli veiðiríkja, enda fari áður fram ítarlegar vísindarannsóknir. Yfírlýs- ing ráðher'ranna dregur úr hættu á því að sóknarmarksfyrirkomulag það sem nýlega var ákveðið að nota við stjóm rækjuveiða á Flæmingjagrunni verði haft að fordæmi við samninga um stjórnun veiða á öðrum hafsvæð- um. Ennfremur er ástæða til að fagna tilmælum fundar sjávarút- vegsráðherranna til Norðvestur-Atl- antshafsfiskveiðinefndarinnar (NAFO) um að nefndin breyti fyrir- komulagi stjórnunar rækjuveiða á Flæmingjagrunni úr sóknarmarki því sem ákveðið var á síðasta fundi nefndarinnar í aflamark. Þessi til- mæli styrkja það álit samtakanna að rétt sé af íslenskum stjórnvöldum að mótmæla niðurstöðu NAFO um sóknarstýringu við rækjuveiðar á Flæmingjagrunni. Engu að síður virði íslensk stjómvöld þær sam- þykktir sem gerðar hafa verið fyrir svæðið fyrir árið 1996. Úthafskarfavelðar á Reykjaneshrygg Aðalfundur LÍÚ hvetur til þess að stjórnvöld vinni ötullega að því að ná samningum við Grænlendinga um skiptingu veiðiréttinda og stjómun úthafskarfaveiða á Reykjaneshrygg. Nauðsynlegt er að stjóma þessum veiðum sem fyrst. Úthafsveiðisvæði eru nú sem óðast að lokast um heim allan. Ef ekkert verður að gert má því búast við að á Reykjaneshrygg stefni stór alþjóðlegur floti til karfa- veiða strax á næsta ári. Veiðar slíks alþjóðlegs flota væm ógn við karfa- stofninn og stefndu langtíma hags- munum Islendinga á svæðinu í hættu. Norsk-íslenski síldarstofninn Aðalfundur LÍÚ beinir því til stjórnvalda að unnið verði ötullega að því í samvinnu við Norðmenn, Rússa og Færeyinga að koma á fót sameiginiegri fiskveiðistjómunar- nefnd sem hafí með höndum stjóm á nýtingu norsk-íslenska síldar- stofnsins. Fundurinn leggur á það áherslu að við skiptingu veiðiréttar milli þjóða verði miðað við göngumynstur stofnsins þegar hann var af eðlilegri stærð. Önnur viðmiðun leiðir til þess að þeir sem héldu stofninum niðri með veiðum á smásíld hagnast á ósanngjaman máta. Rannsóknir á djúpmiðum Aðalfundur LÍÚ beinir því til stjórnvalda og stjórnar LÍÚ að könn- un hafsvæðisins suður af Islandi verði hafm með tilliti til veiðimögu- leika á tegundum sem Jítt eða ekki eru nýttar í dag af íslendingum. Telja verður líklegt að á þessu haf- svæði megi finna tegundir sem gætu skapað íslensku þjóðinni verulegar tekjur og skapað veiðiflota íslend- inga verkefni á næstu árum. Einnig er nauðsynlegt að efla rannsóknir á úthafskarfastofninum á Reykjanes- brygg. Veiðar I Barentshafi Aðalfundur LÍÚ beinir þeim til- mælum til stjórnvalda að eftirfarandi atriði verði höfð að leiðarijósi þegar samningaviðræðum við Norðmenn og Rússa um Barentshaf verður framhaldið. Ekki verði samið um þorskkvóta miðað við þær tölur sem nefndar hafa verið í samningaviðræðum. Slík- ur kvóti er engan veginn nægilegur til að réttlæta samninga og því þjón- ar það ekki hagsmunum íslenskra útgerðarmanna að semja nú nema stærri kvóti náist fram. Fundurinn telur ekki koma til greina að samið verði um skipti á veiðiheimildum. Ekki má falla frá þjóðréttarlegri stöðu íslendinga varðandi Svalbarða- svæðið og viðurkenna þar með full- veldisrétt Norðmanna til að færa flskveiðilögsöguna við Svalbarða ein- hliða út í 200 sjómílur. Afsal okkar íslendinga á réttindum á þessu svæði getur aldrei verið söluvara í samning- um við Norðmenn og Rússá. Fundur- inn skorar á stjórnvöld að láta nú þegar reyna á rétt íslendinga á Sval- barðasvæðinu með því að leita úr- lausnar alþjóðadómstólsins í Haag. Semja þarf um veiðirétt á þorski á öllu Svalbarðasvæðinu og eða Bar- entshafi. Er það ófrávíkjanleg krafa ef samið verður um bann við veiðum með flotvörpu. Jafnframt samningi um veiðar á þorski á þessu svæði þarf að gæta hagsmuna okkar íslendinga til veiða á öðrum tegundum á Svalbarðasvæð- inu. t bátar-skip ! KVIjlTABANKINN Þorskurtil leigu Vantar þorsk varanlega Sími 565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson. Báturinn er sérstaklega hannaður með það fyrir augum að hann standist vel erfiðar aðstæður og er smíði hans öll mjög vönduð (miðað er við að hann þoli allt að 6-7 vindstig). Hann inniheldur öll nýjustu siglinga- og fjarskiptatæki á markaðinum. Báturinn er árg- erð 1987, en var allur endurnýjaður árið 1993. Verðtilboð til 10. desember nk. aðeins kr. 10 milljónir. Upplýsingar í síma 568 2466 nk. fimmtudag eftir kl. 14.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.