Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 ALÞJÓÐLEG SAMVIIVINA í SÍLDINNI • ÓHÆTT er að segja að alþjóðleg samvinna eigi sér stað við vinnslu síldar hjá Sildarvinnsl- unni í Neskaupstað. Auk heimamanna og inn- lends aðkomufólks vinna nú 23 útlendingar frá 12 þjóðlöndum við síld- ina; Lönd eins og Nýja Sjáland, Ástralía, Suður- Afríka, Rússland, P61- land, Búlgaria, Tékk- land, Svíþjóð, Spánn, Færeyjar, Engiand og Danmörk eiga fulltrúa við við viimslu siidarinn- ar, sem síðan dreifist á markaði mörgum þess- ara landa. Hún Sveta sem hér er við roðfletti- vélina er frá Múmansk og ekki ber á öðrum en hún kunni veg við sig í Neskaupstað. Tæplega 9.000 tonn af síld hafa borizt til Neskaupstaðar í haust og hefur það nánast allt farið i gegn um vinnsluna. Búið er að salta í 26.000 tunnur og frysta 700 tonn. í fyrra var saltað í 38.000 tunnur og 1.000 tonn fryst Morgunbla&'ð/Ágúst BlSnbal Færeyingar undirbúa breytta fiskveiðistjórn Núverandi kvótakerfi hafnað af útveginum FÆREYSKA landstjórnin hefur nú samþykkt að skipa nefnd, sem vinna skal að gerð tillögu til stjórnvalda um nýja skipan fískveiðistjómunar í stað núver- andi kvótakerfís. Nefndin er skipuð 6 fulltrúum, þremur frá útgerðarmönnum og þremur frá landstjórninni. Formaður nefndarinnar er Kjartan Hoydal, físki- málastjóri landstjórnarinnar. Ivan Johannesen, sjávarútvegsráðherra, segir að nefndin skuli skila áliti sínu fyrir fyrsta febrúar 1996. Hann segir að tillagan skuli rúmast innan ramma núgildandi laga um fískveiðar við Færeyjar, hvað viðkomi vernd fiskistofna og afkomu í útveginum. „Grundvallaratriði er þó, að tillögurnar byggist á annarri útfærslu, en þeirri sem nú er í gildi, það er kvóti á hvert skip,“ segir Ivan Johannesen. Frá áramótum 1992 til 1993 hefur færeyska lan.dstjórnin verið bundin af því að stjórna fiskveiðum eftir sam- komulagi við dönsk stjómvöld. Danir hafa þar sett ákveðin skilyrði og er úthlutun kvóta á skip eitt þeirra. Dan- ir kröfðust þess einnig að ákveðinn væri hámarksafli fyrir þorsk, ýsu, ufsa og karfa á landgrunninu. Verðugt viðfangsefni Á fundi í Kaupmannahöfn í-byijun nóvember náðist samkomulag um það milli danskra og færeyskra stjórn- valda, að nú verði Færeyingum í sjálfs- vald sett hvemig þeir stjórni fískveið- um sínum. Landstjómin hafði þá gert dönskum stjómvöldum grein fyrir því, að allir aðilar innan færeysks sjávarút- vegs væm á móti kvótakerfinu og hefði því verið hótað að flotanum yrði öllum lagt kæmi ekki önnur stjórn í stað kvótakerfisins. í samkomulagi Dana og Færeyinga er tekið fram að landstjórninni sé nú heimilt að stjórna veiðum með öðrum hætti en áður, en markmið fiskveiði- stjórnunarinnar skuli engu að síður áfram vera það byggja fískistofnana upp á ný og að sjávarútvegurinn geti borið sig án opinberrar aðstoðar. „Þetta þýðir að nú erum það við, sem ákveðum hver fiskveiðistefnan verður í framtíðinni og það er verðugt við- fangsefni fyrir færeyska stjórnmála- menn,“ segir Johannesen. Ganga Færeyingar úr Alþjófta hafrannsóknaráðinu Sama dag og samkomulagið um fískveiðistjórnun náðist við Dani átti ráðgjafarnefnd Alþjóða hafrannsókna- ráðsins (ICES) að legga fram mat sitt á stöðu þorskstofsins við Færeyjar. Landstjórnin hafði látið ICES fá nýja útreikninga frá kanadískum fískifræð- ingi, sem hafði komizt að þeirri niður- stöðu að stofninn væri mun stærri en færeyskir fiskifræðingar hefðu áður talið. Því var þess beðið með mikilli eftirvæntingu, hveijar niðurstöður yrðu. En Alþjóða hafrannsóknaráðið breytti engu, heldur hélt fast við fyrri niðurstöður sínar, ekkert tillit var tek- ið til nýrra upplýsinga. Ivan Johannes- en, sjávarútvegsvráðherra, varð fyrir miklum vonbrigðum með þessi vinnu- brögð og sagði koma til greina að Færeyingar segðu sig úr Alþjóða haf- rannsóknaráðinu. Talsmaður útgerð- „ armanna tók í sama streng og sagði að Færeyingar hefðu ekkert að gera í félagsskap, sem bannaði þeim að veiða físk. Einni spurningu enn ósvarað Kjartan Hoydal, fískimálastjóri, hef- ur síðan upplýst að Alþjóða hafrann- sóknaráðið hafí alls ekki virt tilmæli Færeyinga og ekki metið niðurstöður kanadíska fiskifræðingsins. Því krefj- ist landstjórnin þess að fá að vita, hvers vegna ekki hafí verið tekið tillit til hinnar nýju niðurstöðu. Forstjóri Fiskirannsóknastofu Fær- eyja, Hjalti í Jákupsstovu, segir að færeyskir fiskifræðingar muni nú meta stöðuna upp á nýtt, fyrst Alþjóða haf- rannsóknaráðið vilji ekki gera það. Hann hefur sagt það fyrr, að Fiski- rannsóknastofan sé sátt við niðurstöð- ur kanadíska fiskifræðingsins og því verði niðurstöður hennar líklega þær sömu og hans, að minnsta kosti fyrir þorsk og ufsa. Enn er þó einni spurningu ósvarað. í samkomulagi danskra og færeyskra stjómvalda er tekið fram að ráðlegg- ingar um leyfilegan fiskafla við Fær- eyjar skuli byggjast á mati aþjóðlegra fískifræðinga. Því spyija menn hvað „alþjóða" merki í þessu tilfelli. Eigi það við Alþjóða hafrannsóknaráðið, era flestir á þeirri skoðun, að Færey- ingar eigi að segja sig úr þvi. FÓLK Kristmann til Marel • KRISTMANN Krist- mannsson hefur hafíð störf í markaðsdeiid Marel. Krist- mann fæddist á Eskifirði 17. maí 1962. Hann útskrif- aðist sem fiskiðnaðar- maður frá Fiskvinnslu- skóianum i Hafnarfirði árið 1985. Kristmann hóf störf hjá Frystihúsi KEA á Dalvík í janúar 1986 ogvann sem yfírverkstjóri þar til vorsins 1990. Þá fór hann til Tasma- níu, sem er syðst í Ástralíu. Þar vann hann sem frystihús- stjóri hjá Petuna Seafoods Ltd. í eitt ár. Eftir heimkom- una réðst hann til starfa hjá Fiskiðjunni á Sauðárkróki sem yfírverkstjóri en hóf síðan eigin atvinnurekstur í fisk- vinnslu á Dalvík haustið 1993. Kristmann kom mikið við sögu í fyrstu MP/3-uppsetningu Marel á Sauðárkróki og var ábyrgur fyrir keyrslu þess. Kristmann mun í upphafi vinna við kennslu og þjálfun á flæðilínukerfum og sölu innan lands. Magnús Eggert Magnússon Jónsson Tveir nýir í sljóm LÍÚ • Kristján Ragnarsson var endurkjörinn formaður LÍÚ á aðalfundi samtakanna, sem nýlokið er. Aðrir í stjórn vora kosnir Brynjólfur Bjarnason frá Reykjavík, Eggert Jóns- son, ísafirði, Eiríkur Tómas- son, Grindavík, Magnús Kristinsson, Vestmannaeyj- um, Magnús Magnússon, Ak- úreyri og Valdimar Braga- son, Daivík. Fyrir í stjórninni voru átta og var ekki kosið um þá núna. Þeir eru Eiríkur Ól- afsson, Fáskrúðsfirði, Gísli Jón Hermannsson, Reykja- vík, Guðmundur Krisijáns- son, Rifi, Guðrún Lárusdótt- ir, Hafnarfirði, Haraldur Sturiaugsson, Akranesi, Her- mann Guðmundsson, Ár- skógsströnd, Sigurður Bjamason, Þorlákshöfn og Þorsteinn Érlingsson, Kefla- vík. Nýir í stjóminni eru Egg- ert Jónsson og Magnús Magn- ússon, en þeir koma í stað Ingi- mars Halldórssonar, frá Súðavík og Sverris Leósson- ar, Akureyri. Spamaður með sameiningu stofnana ÁRLEGUR spamaður í rekstri af sameiningu Vita- og hafna- málastofnunar og Siglingamálastofnunar gæti orðið 10 til 15 milljónir króna að mati Halldórs Blöndals, samgönguráðherra. Hann segir ýmsan annan ávinning af sameiningu þessara tveggja stofnana og því skipti miklu að starfsemi þeirra verði sameinuð. Halldór ræddi hagræðingu á starfsemi Vita- og hafnamála- stofnunar á aðalfundi LÍÚ: „Á síðustu áram hefur verið unnið markvisst að hagræðingu og innra skipulagi Vita- og hafna- málastofnunar og hefur stofn- unin gert. sérstakan þjónustu- samning við samgöngu og fjár- málaráðuneyti, sem felur í sér meiri stjórn eigin mála en áður, þar á meðal fjármála. Reynslan af þessu nýja fyrirkomulagi er stutt, en ég er ekki í vafa um að nauðsynlegt sé að stíga hið fyrsta annað skref til meira fijálsræðis. Við íslendingar eigum í mik- illi glímu við drauginn sem greiðsluhalli er nefndur á fjár- lögum. Okkur ætlar að ganga erfiðlega að kveða hann niður. Útgjöldin hafa sterka tilhneig- ingu til þess að vaxa meira en tekjurnar af því að við erum ekki menn til að halda þjón- ustustiginu óbreyttu frá einu ári til annars, segjum næstu tvö eða þijú árin eða fram að aldamótum. Ef það tækist væri björninn unninn. Ég held að það gæti verið árangursríkt að auka fjárhags- legt sjálfstæði einstakra ráðu- neyta og einstakra stofnana. Ég tel skynsamlegt að keppa að því að reyna að auka sér- tekjur einstakra stofnana og er ekki í vafa um að slíkt myndi auka hagræðingu og leiða til sparnaðar," sagði Hall- dór. Kínverskur sfldarréttur SÍLDARVERTIÐIN er enn í fullum gangi á Fróni og margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar þegar kemur að eldamennskunni. En það er rétt að aifctttiAou-..... minna á að síld þykir ekki aðeins herra- mannsmaður hér á landi, heldur víða um heim, þ.á m. í Kína. Jóhann Youyi Xiang, matvælafræðingur, leggur lesendum Versins til kínverska uppskrift að sfldarrétti. í uppskriftina þarf: 400 gr síldarflök 3 tsk kínverskt edik 5 g engifer 25 g grænn vorlaukur 50 ml hrísgrjónavín eða hvítvin 50 ml soya-sósa 10 g sykur 50 g hveitinijöl 500 ml grænmetisolía Hafist er handa á því að skera síldarflökin í 3 cm lang- ar sneiðar. Vorlaukurinn og engiferið eru þvi næst skor- ið i mjög litla bita. Sfldarsneiðarnar eru marineraðar með lauk, engifer, ediki, sykri og soya-sósu í hálftima. Síðan eru sneiðarnar þurrkaðar með hveitinyöli og djúp- steiktar. Sfldarrétturinn er borinn fram með soya-sósu (best að hafa örlítinn sykur og edik) eða með súrsætri sósu sem fæst á öllum kínverskmn veitingastöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.