Morgunblaðið - 15.11.1995, Side 4

Morgunblaðið - 15.11.1995, Side 4
Nýliðarnir eiga erfitt uppdrátt- aríNBA NÝLIÐARNIR í NBA-deildinni, Toronto og Vancouver, hafa átt erfitt uppdráttar það sem af er keppni. Liðin töpuðu bæði leikj- um sinum í fyrrinótt. Toronto hefur því tapað sex af fyrstu sjö og Vancouver fimm. John Stockton gerði 29 stig fyrir Utah Jazz er liðið vann Toronto á útivelli, 103:100, í fyrrinótt. Staðan var jöfn, 99:99, þegar Stoekton setti nið- ur tvö stig af vítalínunni og kom liðinu í 101:99 þegar ein og hálf mínúta var eftir. Alvin Robertson minnkaði muninn í eitt stig er hann skoraði úr víti, 101:100. Það var síðan Adam Keefe sem gerði sigurkörfuna og tryggði sigur Utah þegar 5 sekúndur voru eftir. Tracy Murray reyndi þriggja stiga körfu á lokasekúndunni en hitti ekki og þar með var sjötta tap Toronto í röð staðreynd. Ro- bertson og Willie Anderson gerðu 22 stig hvor fyrir Tor- onto. Dallas Mavericks gerði góða ferð til Vancouver og sigraði 94:89. Scott Brokks gerði fimm af sjö stigum sinum í fjórða leik- hluta fyrir Mavericks og Jason Kidd gerði 26. Hittni Dallas- manna var ekki góð, eða 27,7 prósent en kom ekki að sök að þessu sinni. Greg Anthony gerði 19 stig og Byron Scott 17 fyrir Vancouver, sem hefur tapað fimm leikjum í röð eftir að hafa byrjað deildarkeppnina á tveim- ur sigrum. Morgunblaðið/Kristinn SIGURÐUR Ingimundarson var í gær ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik. Hann er annar Kefivíkingurinn sem ráðinn er landsliðsþjálfari í körfunni á stuttum tíma því Jón Kr. Gíslason var nýlega ráðinn þjálfari karlallðsins og er þetta í fyrsta sinn sem Kefivikingar eru landslíðsþjáifarar I körfuknattleik. Hér er Sigurður með formanni KKÍ, Kolbeini Pálssyni. Sigurður Ingimund- arson þjálfari Sigurður Ingimundarson úr Kefla- vík var í gær ráðinn landsliðs- þálfari kvenna í körfuknattleik og gildir samningurinn fram yfír Smá- þjóðaleikana hér á landi árið 1997. Sigurður er vanur þjálfari en hann hefur meðal annars verið þjálfari hins sigursæla kvennaliðs Keflavíkur síð- ustu flögur árin og hefur leitt lið sitt til þriggja Íslandsmeistaratitla og þrí- vegis hafa stúlkumar hans orðið bik- armeistarar auk þess sem hann hefur tvö undanfarin ár verið valinn besti þjálfarinn í kvennadeildinni. Sigurður leikur með meistaraflokki Keflavíkur, þjálfar kvennalið félagsins og er nú orðinn landsliðsþjálfari kvenna. Verð- ur þetta ekki of mikið fyrir hann? „Nei, nei, það held ég ekki. Það verður sjálfsagt nóg að gera en ég held að þetta verði ekkert vandamál," sagði Sigurður í gær þegar tilkynnt var um ráðningu hans. Hann sagði jafnframt að hann byggist ekki við miklum breytingum á landsliðshópn- um. „Ég ætla að vera með stóran hóp til að velja úr en ég á ekki von á stórvægilegum breytingum á landslið- inu því þar em ungar og efnilegar stúlkur í meirihluta og í raun fáar eldri stelpur." í máli Kolbeins Pálssonar, for- manns Körfuknattleikssambandsins, kom fram að fyrirhugaðir væru 10-15 landsleikir hjá stúlkunum á ári en undanfarin ár hefðu landsleikir verið 0-8 á ári. Hápunktinum á að ná á Smáþjóðaleikunum en þar er stefnan sett á sigur og ekkert annað. Fyrsta verkefnið verður á milli hátíðanna því þá kemur væntanlega hingað til lands úrvalslið frá Úkraínu og leikur tvo til þrjá leiki. í byijun maí verður Norðurlandamótið í Svíþjóð og úr- tökumót fyrir EM verður á Möltu í júní. Jólafrí í 1. deild kvenna hefst 11. desember og þá hefst undirbún- ingstímabil landsliðsins, en kvenna- landsliðið okkar hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og góður árangur yngri landsliða lofar góðu um framhaldið. KORFUKNATTLEIKUR / KVENNALANDSLIÐIÐ FELAGSSTARF Samningaviðræður um sameiningu Týs og Þórs í Vestmannaeyjum sigldu í strand Þórarar sögdu nei SAMNINGAVIÐRÆÐUR forráðamanna Týs, Þórs og bæjar- stjórnar Vestmannaeyja, um sameiningu íþróttafélaganna sigldu í strand f gær og því er Ijóst að ekkert verður af sameiningu á næstunni. Knattspyrnumenn i Eyjum hafa miklar áhyggjur vegna þessa og segjast ekki trúa öðru en bæjarstjórnin taki af skarið og sameini félögin. Það hefur staðið til í nokkum tíma að sameina íþróttafé- lögin tvö í Vestamannaeyjum, Týr og Þór, en gengið erfiðlega. I vor komust félögin að samkomulagi um að skipta íþróttagreinunum á milli sín og var það strax gert með handboltann og síðan knatt- spymuna og er nú svo komið að aldursflokkum er skipt milli félag- anna en þó er meistaraflokkur karla í knattspymu rekinn sjálf- stætt af knattspyrnuráði og tveir yngstu flokkamir eru einnig innan félaganna en ekki ÍBV. Samning- ur félaganna, sem hafði langa meðgöngu, gildir til aldamóta. í gær var síðan fundur með forráðamönnum félaganna og tveimur fulltrúum bæjarins, Guð- jóni Hjörleifssyni bæjarstjóra og Guðmundi Þ.B. Ólafssyni tóm- stunda- og íþróttafulltrúa. Sam- kvæmt því sem forráðamenn fé- laganna segja höfðu fulltrúar bæjarins heimild til að semja á þann veg að bærinn tæki við skuldum íþróttahreyfíngarinnar að því tilskildu að Týr og Þór yrðu lögð niður og allt færðist undir ÍBV. Þessu neituðu Þórarar. „Þetta stendur talsvert í okkur Þórurum og okkur finnst heldur illa að okkar 82 ára gamla félagi vegið," sagði Bjöm Þorgrímsson framkvæmdastjóri Þórs í samtali við Morgunblaðið í gær og sagði hann að Þórarar vildu halda sam- starfssamningnum við Tý til alda- móta. Samkvæmt síðasta árs- reikningi Þórs skuldar félagið 1,8 milljónir króna og þykir það mjög lítið enda ekki langt síðan félagið byggði félagsheimili og fínnst Þór- urum sem með sameiningartillög- um bæjarins ætli bærinn að eign- ast félagsheimiii félaganna með því að yfirtaka skuldir Týs, sem munu samkvæmt heimildum blaðsins vera talsvert meiri en Þórs, eða um 40 milljónir. Helgi Sigurlássön er formaður Týs. „Við ákváðum eftir mikla umhugsun að taka tilboði bæjarins um sameiningu enda keppa íþróttamenn hér undir nafni IBV en ekki félagsnöfnunum. Eg held líka að það séu örugglega um 90% bæjarbúa sem vilja sameiningu enda ýrði allur rekstur miklu hag- kvæmari og auðveldari við það. Eins og þetta er núná lifa félögin að mestu á að halda Þjóðhátíð annað hvert ár og ég veit ekki hvemig færi ef það klikkaði. En eins og staðan er núna hafa Þórar- ar klippt á samningaviðræðumar og það er því allt komið í strand og stór spuming hvað tekur við,“ sagði Helgi. Hann bætti því við að sér sýnd- ist ekki spuming að félögin yrðu sameinuð einhvem tíma, það væri aðeins spurning hvenær. Undir þetta tók Jóhannes Ólafsson for- maður knattspymuráðs ÍBV. „Það hefur verið draumur okkar sem störfum fyrir ÍBV að félögin yrðu sameinuð og það verður gert ein- hvem tíma, en því miður hafa örfáir menn stöðvað sameininguna í bili,“ sagði Jóhannes. Meistaraflokkur ÍBV hefur komið sér upp góðri aðstöðu í kjall- ara Týsheimilisins en samkvæmt samningi félaganna eiga meist- araflokksmenn að vera með að- stöðu í Týsheimilinu á sumrin en í Þórsheimilinu á vetuma. Knatt- spymumenn eru ánægðir með að- stöðuna í Týsheimilinu og vilja ekki fara yfír í Þórsheimilið þar sem aðstaðan er mun lakari fyrir þá. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað þessar lyktir mála hafa í för með sér fyrir okkur, en það er fuli samstaða í knattspyrnuráði. Við segjum hingað og ekki lengra og ætlum að vera í Týsheimilinu í vetur. Við emm orðnir leiðir á að vera stöðugt bitbein þama á milli og þetta stendur þróuninni í knattspymunni fyrir þrifum,“ seg- ir Jóhannes. „Bæjarstjómin hefur sagt að ef félögin kæmust ekki að sam- komulagi þá myndi bærinn taka af skarið þó svo það yrði ekki í samræmi við vilja örfárra manna. Ég vona og trúi að bæjarfulltrúar standi við þessi orð og veit að þeir verða meiri menn fyrir vikið. Okkur langar að fá Evrópuleik hingað til Eyja næsta sumar og til þess að svo megi verða þarf að gera búningsaðstöðu við völlinn og ég held að menn vilji gera það þannig að við getum átt raunvem- legan heimaleik í Evrppukeppn- inni,“ sagði Jóhannes. Ekki tókst að ná í Guðjón Hjör- leifyson bæjarstjóra í gær en hinn fulltrúi bæjarins í samninganefnd- inni var tómstunda- og íþróttafull- trúinn Guðmundur Þ.B. Ólafsson og þegar Morgunblaðið hafði sam- band við hann í gær sagði hann: „Þú færð ekkert út úr mér, ég hef ekkert um þetta mál að segja.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.