Morgunblaðið - 16.11.1995, Page 1

Morgunblaðið - 16.11.1995, Page 1
96 SÍÐUR B/C/D 262. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Þingið sett ELÍSABET Bretadrottning setti breska þingið í gær með því að lesa upp stefnuræðu stjórnarinnar. Þar kom fram, að skorin verður upp herör gegn ólöglegum innflytjendum og baráttan gegn glæpum hert. Vonast John Major forsætisráðherra til að þessi mál mælist vel fyrir hjá kjósendum og verði til að bæta stöðu Ihaldsflokksins. Viðamestu umbætur á franska velferðarkerfinu í 30 ár Stjóm Juppe fær stuðning þingsins París. Reuter. FRANSKA þingið lýsti í gær- kvöldi yfir stuðningi við áform stjórnarinnar um viðamestu um- bætur á franska velferðarkerfinu í rúm 30 ár, sem Alain Juppe forsætisráðherra kynnti í ræðu sem hann flutti á þinginu í gær. Forsætisráðherrann boðaði strangar sparnaðaraðgerðir og nýjan tekjuskatt til að greiða upp- safnaðar skuldir. Frönsk hlutabréf snarhækkuðu í verði eftir ræðu forsætisráðherr- ans. Hagfræðingar voru ánægðir með aðgerðirnar, sögðu þær greiða fyrir vaxtalækkunum og styrkja stöðu frankans, þar sem stjórnin legði áherslu á að minnka kostnaðinn af velferðarkerfinu fremur en að hækka skattana verulega. Þingið samþykkti tillögu um stuðning við áform stjórnarinnar með 463 atkvæðum gegn 87. Kommúnistar og sósíalistar greiddu atkvæði gegn tillögunni og sögðu að aðgerðirnar krefðust of mikilla fórna af hálfu fátækra Frakka. Verkalýðssamtök undir forystu kommúnista og sósíalista hafa boðað til sólarhrings verk- falls 28. þessa mánaðar til að mótmæla áformunum. Juppe sagði að tekjuhalli vel- ferðarkerfisins yrði minnkaður úr 61 milljarði franka (800 milljörð- um króna) í ár í 17 milljarða franka á næsta ári. Tekjuafgang- ur yrði síðan árið 1997. „Stjórnin ætlar ekki að breiða Hagfræðingar fagna sparnað- aráformunum Reuter ALAIN Juppe, forsætisráð- herra Frakklands, kynnir áform stjórnarinnar um viða- mestu umbætur á franska velferðarkerfinu í rúm 30 ár í ræðu á þinginu í gær. ' yfir galla velferðarkerfisins eins og gert hefur verið til þessa, hún vill umbætur sem duga til lengri tíma,“ sagði Juppe. Forsætisráðherrann sagði að stjórnin hygðist leggja fram til- lögu um stjórnarskrárbreytingu sem veitti þinginu vald til að ákveða hámarksútgjöld til vel- ferðarmála. Stjórnin myndi einnig koma á umbótum í heilbrigðis- kerfinu í sparnaðarskyni og setja ströng takmörk við útgjöldum til heilbrigðismála. 0,5% tekjuskattur Stjórnin hyggst leggja 0,5% tekjuskatt á skattgreiðendur til að greiða uppsafnaðar skuldir vegna velferðarkerfisins, 250 milljarða franka (3.300 milljarða króna), á 13 árum. Ennfremur verða afnumdar undanþágur vegna sérstaks 2,5% tekjuskatts, sem ætlað er að fjármagna vel- ferðarkerfið, þannig að því sem næst allir skattgreiðendur greiði hann. Bætur til fjölskyldna verða nú í fyrsta sinn skattskyldar og nýjar bætur til aldraðra öryrkja, sem Jacques Chirac forseti hafði lofað, verða greiddar frá janúar 1997 en ekki á næsta ári eins og ákveð- ið hafði verið. Juppe sagði að stjórnin myndi setja reglugerðir til að koma á brýnustu umbótunum í stað þess að bíða eftir lagasetningum þingsins. Reuter LÍTIL telpa færir Lech Walesa, forseta Póllands, blóm á fundi hans með starfsmönnum sjúkrahúsa í Varsjá í gær. Fjárlagadeilan í Bandaríkjunum „Osættanlegur ágreiningur“ Washington, London. Reuter. Walesa nær for- ystunni VarsjA. Reuter. KOSNINGABARÁTTA Lech Wal- esa, forseta Póllands, og Aleksand- ers Kwasniewskis, fyrrverandi kommúnista, náði hámarki í gær- kvöldi þegar þeir tóku þátt í sjón- varpskappræðum sem gætu ráðið úrslitum í síðari hluta forsetakosn- inganna á sunnudag. Walesa hefur náð naumri forystu ef marka má tvær skoðanakannanir sem birtar voru í gær. Samkvæmt annarri könnuninni studdu 53% þeirra, sem höfðu tekið afstöðu, Walesa en 47% Kwasni- ewski. I hinni könnuninni er munur- inn minni, fylgi Walesa 46% og Kwasniewskis 43%, en um 10% sögðust óákveðin. Daginn áður birti pólska ríkis- sjónvarpið könnun þar sem Kwasn- iewski fékk 51,5% fylgi en forsetinn 48,5%. Allar kannanirnar voru gerðar í vikunni sem leið, skömmu fyrir fyrri sjónvarpskappræður frambjóðendanna á sunnudag. Wal- esa viðurkenndi að hann hefði ekki staðið sig vel í þeim kappræðum. Smábændaflokkurinn, sem á að- ild að stjórninni með flokki Kwasn- iewskis, Lýðræðislega vinstra- bandalaginu, ákvað í gær að styðja hvorugan frambjóðandann. For- ystumenn Lýðræðislega vinstra- bandalagsins urðu fyrir vonbrigðum og sögðu ákvörðunina geta veikt samsteypustjómina ef Walesa færi með sigur af hólmi. LEIÐTOGAR beggja flokka á Bandaríkjaþingi voru sammála um það í gær, að ekkert væri að gerast í fjárlagadeilunni, sem valdið hefur eins konar greiðstustöðvun hjá alrík- isstjórninni. Newt Gingrich, leiðtogi repúblik- ana í fulltrúadeildinni, sagði, að eng- in breyting hefði orðið á afstöðu flokkanna og varaði við því, að deil- an gæti staðið í þrjá mánuði. Leið- togi demókrata í deildinni, Dick Gebhardt, sagði stöðuna þannig, að búast mætti við „löngu umsátri". Leon Panetta, skril'stofustjóri Bandaríkjaforseta, ræddi við leið- toga þingsins í gær og talsmaður forsetans sagði, að á fundinum hefði komið fram „ósættanlegur ágrein- ingur“. Ljóst er af skoðanakönnunum, að almenningur kennir fyrst og fremst repúblikönum um ástandið en Gingrich sagði repúblikana vera menn til að standa undir því. Þeir væru að gera það, sem þeir teldu rétt fyrir börnin og barnabörnin. Gengi dollars lækkar Um 40% bandarískra ríkisstarfs- manna, eða um 800.000 manns, hafa verið heima í tvo daga vegna deilunnar en öll öryggisþjónusta og önnur nauðsynleg starfsemi er rekin áfram. Afgreiðslu vegabréfa hefur hins vegar verið hætt í bili og hefur það valdið miklum vandræðum víða um lönd. Gengi dollarans hefur lækkað nokkuð vegna ástandsins og óviss- unnar um það hvernig fjárlagafrum- varpið muni loks líta út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.