Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Og hérna húkkaði ég í hann og hérna ég, og . . . Ákvæði um birtingu umsækjenda skortir UMBOÐSMAÐUR Alþingis segir brýnt að Alþingi taki af skarið og setji skýr ákvæði í lög um það, hvort veita beri almenningi upplýsingar um þá, sem sækja um opinber störf, og ef svo er, þá hvaða upplýsingar og hvenær það skuli gert. Á meðan Alþingi hafi ekki gert þetta þurfi að ákveða innan Stjómarráðs íslands hvort umsækjendur um opinberar stöður geti óskað nafnleyndar og gæta þess að framkvæmd mála verði með samræmdum hætti. Málið kom til kasta umboðsmanns með kvörtun manns, sem sá sér ekki fært að sækja um embætti hæsta- réttardómara, þar sem dómsmála- ráðuneytið tók sérstaklega fram í auglýsingu um lausa stöðu að ekki yrði teknar gildar þær umsóknir, þar sem nafnleyndar væri óskað. Maðurinn benti á, að nafnleynd gæti verið nauðsynleg, til dæmis væru miklar líkur á því að ýmis við- skiptaleg sambönd gætu skaðast ef nafn lögmanns væri birt í fjölmiðlum vegna umsóknar og skjólstæðingar mættu gera ráð fyrir að hann myndi senn hverfa frá störfum. í málinu kom fram að dómsmála- ráðuneytið tók upp þá reglu fyrir tveimur árum að taka ekki gildar umsóknir um opinberar stöður, væri nafnleyndar óskað. Ráðuneytið rök- studdi afstöðu sína m.a. með vísan til þess, að það væri ekki í samræmi við meginreglur stjórnsýsluréttar að umsóknum um slík embætti væri haldið leyndum. í áliti umboðsmanns kemur fram, að ekki er samræmi milli vinnu- bragða ráðuneyta. Hann telur ekki brot á þagnarskyldu að gefa fjölmiðl- um upplýsingar um nöfn umsækj- enda um opinberar stöður og ekki ólögmætt að setja það skilyrði, að umsóknir með nafnleynd skuli ógild- ar. Hins vegar telur hann að sam- ræma verði reglur um slíkt milli ráðu- neyta, „á meðan Alþingi hefur ekki tekið afstöðu til þess, hvaða reglur skuli gilda að þessu leyti". Snjóflóðarannsóknir styrktar SAMSTARFSRÁÐHERRAR Norð- urlanda ákváðu á fundi sínum í Kuopio í Finnlandi í gær að veita 1,25 milljónir danskra króna, tæp- iega 15 milljónir íslenzkra króna, til þess að halda áfram samnorr- ænu rannsóknaverkefni um snjó- flóðavarnir. Norræna ráðherranefndin ákvað eftir snjóflóðið í Súðavík í janúar að hafizt skyldi handa um rannsóknaverkefnið og var byijað á því síðastliðið vor. Markmið verkefnisins, sem unn- ið er af sérfræðingum Veðurstofu Islands og Veðurfræðistofnunar Noregs ásamt sérfræðingum við Háskóla íslands, er að þróa aðferð- ir til að reikna út lengd og umfang snjóflóða og kanna aðferðir til að verja byggð á hættusvæðum. Myndin var tekin á Seyðisfirði er björgunarsveitíirmenn æfðu sig í að meta snjóflóðahættu. Hjúkrunarfræðingar í víking Vandi að fá hentuga vinnu Sif Sigurðardóttir T Tjúkrunarfræðinga- skortur í Dan- mörku hefur orðið til þess að íslenskir hjúkrun- arfræðingar hafa ráðið sig til starfa á dönsk sjúkrahús. í Kaupmannahöfn hafa tólf íslenskir hjúkrunarfræðing- ar stofnað Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í Kaup- mannahöfn, meðal annars til að veita upplýsingar til starfsbræðra heima um að- stæður ytra. Sif Sigurðar- dóttir er ein félagsmanna. Hún hefur starfað á Rík- isspítalanum í Kaupmanna- höfn frá í júní. Sif kom út í byijun febr- úar, eftir að hafa spurst fyrir um vinnu. Hún tók sér góðan tíma í að skoða spít- alana auk þess sem hún gaf sér tíma til að aðstoða dótt- ur sína við að bytja í skóla og mælir með að fólk skoði sig vel um. Ráði sig ekki gegnum síma að heiman, heldur fari út og kynni sér vel allar aðstæður áður en það ræður sig til vinnu. - Er það goðsögn að nýútskrif- aðir hjúkrunarfræðingar geti farið héðan og gengið í vinnu í Dan- mörku? „Nei, líklega geta allir fengið vinnu. Það er hins vegar ekki auð- hlaupið að því að fá góðan vinnu- stað, en ef maður hefur næga þolinpiæði þá eru allur líkur á að ^maður fái þá vinnu, sem maður helst vill. Eg var mjög heppin, komst að á blóðkrabbadeild Rík- isspítalans, en ég hafði verið í svip- aðri vinnu heima. - Eiga hjúkrunarfræðingar þá auðvelt með að fá vinnu í Dan- mörku? „Það er minna auglýst en hefur verið, en alls staðar þar sem ég þekki til vantar hjúkrunarfræð- inga. Vandinn er kannski ekki að fá vinnu,_ heldur að fá vinnu, sem hentar. Ég ráðlegg fólki því ein- dregið að ráða sig ekki öðruvísi en að hafa farið á staðinn og kynnt sér gaumgæfilega hveijar aðstæð- ur eru og til hvers er ætlast. Sjálf hef ég góða reynslu, en það er margt til.“ - Nú hafið þið stofnað Félag hjúkrunarfræðinga i Kaupmanna- höfn og hyggist veita starfsfélög- um ykkar sem hyggja á Danmerk- urför ráð? „Já, en það er þó ekki endilega tilgangur félagsins. En ef einhver kærir sig um aðstoð erum við reiðubúin að veita hana og gefa góð ráð. Ég hefði viljað fá slíkt, þegar ég var að leita fyrir mér um vinnu hér.“ - Hvers konar ráð getið þið veitt? „Fyrst og frémst hvar menn eiga að leita fyrir sér, bæði með starf og húsnæði. Við getum veitt upplýsingar um ákveðnar deildir sjúkrahúsa og jafnvel stofnunina a1la. Aðstæður eru mjög mismunandi og í hópnum er kannski þekking þar sem greina má góða spítala frá slæmum. Þá getum við aðstoðað fólk við að rata í gegnum skriffinnskuna héma sem er mikil reynsla. Við erum nokkur hér, sem vinn- um við hjúkrun og höfum borið saman bækur okkar. Það eru alls konar gylliboð í gangi og ég hef heyrt ýmsar hryllingssögur af spít- ölunum. Fyrst og fremst að fólk ræður sig á spítala, án þess að hafa séð þá og uppgötvar svo að það situr kannski uppi með ábyrgð á sjúklingum, án þess að kunna málið almennilega. Það heldur að ► Sif Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík árið 1966. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautar- skólanum í Breiðholti árið 1986. Hún hefur BS-próf í hjúkrunar- fræðum frá Háskóla íslands árið 1992 og starfaði á Lyflækn- ingadeild Borgarspítalans í tæp þrjú ár þar til hún hóf störf á Ríkisspítalanum í Kaupmanna- höfn í sumar. Sif er gift Rafni Rafnssyni kvikmyndatöku- manni og eiga þau eina dóttur. það tali dönsku, en það er ekki alveg einfalt mál að eiga strax að fara að eiga samskipti á dönsku. Þannig lentu tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar inn á móttöku- deild fyrir 40 sjúklinga og áttu að bera ábyrgð á deildinni ásamt tveimur alveg óreyndum dönskum hjúkrunarfræðingum. Slíkt er hvorki ánægjulegt fyrir hjúkrunar- fræðingana né sjúklingana." - En hvernig eru aðstæður á þínum vinnustað? „Sjálf hef ég verið heppin, því Ríkisspítalinn hefur upp á allt það nýjasta að bjóða hvað varðar með- ferð. Faglegur métnaður ríkir þar, ekki síst meðal stjórnenda og deildimar eru mjög vel upp byggð- ar. Ég er mjög ánægð. Vinnan er faglega mjög spennandi og mikið af rannsóknum í gangi. Eg lít á vinnuna hér sem lærdómsríka áskorun." - Hvernijg eru kaup og kjör miðað við Island? „Launin eru mun betri, fyrir 37 stunda vinnuviku, þar sem vinnu- dagurinn er 7'h stund, er kaupið 16 þúsund danskar. Þegar skattur hefur verið dreginn frá er útborg- unin 10-12 þúsund. Skatturinn er hár, en útborguð laun eru samt hærri en heima og mað- ur kemst vel af á dag- vinnunni, sem útilokað er á ísland. Samanburð- urinn er þó ekki einfald- ur, því heima eru fleiri vaktir og vaktaálag borgað, sem hefur ekki verið hér, þó það breyt- ist með nýjum samningum nú. Hér er yfirvinna tekin út í fríum, en deildimar eru oft svo tæpt mann- aðar að það er erfitt að sitja af sér fríið.“ Hvernig finnst þér ' íslenskir hjúkrunarfræðingar standa fag- lega miðað við þá dönsku? „Við höfum sterkan bóklegan grunn að byggja á og með starfs- reynslu stöndum við vel að vígi hér. Hér er hjúkrunarnámið meira verklegt. Hér verða hjúkrunarfræð- ingar oft mjög sérhæfðir, því þeir vinna oft á þeirri deild, sem þeir hafa lært á og hafa minni almenn- an grunn að byggja á en við.“ Launin mun betri I Danmörku i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.