Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Nýtt leiðakerfi SVR sam- þykkt eftir deilur í sljóm Loðdýrabónda gert að yfirgefa j ör ðina * Utburður í undir- búningi BÓNDINN á Kvistum í Árnessýslu fór ekki af jörð sinni í gær eins og landbúnaðarráðuneytið hafði gert honum að gera. Líklegt er að ráðu- neytið muni einhvern næstu daga óska eftir því við sýslumanninn í Árnessýslu að hann aðstoði við að flytja bóndann af jörðinni. Bóndinn hefur stundað loðdýra- búskap í nokkur ár og lenti eins og fleiri loðdýrabændur í fjárhags- legum erfiðleikum. Mál skipuðust þannig að ríkið eignaðist jörðina og hefur hún núna verið seld öðrum einstaklingi. Landbúnaðarráðu- neytið skrifaði bóndanum bréf og gerði honum að fara af jörðinni fyrir kl. 12 á hádegi 15. nóvember. Bóndinn fór ekki af jörðinni í gær. Leitað til sýslumanns Björn Sigurbjörnsson ráðuneytis- stjóri sagði að ráðuneytið myndi í framhaldi af þessu hafa samband við lögfræðing sinn eða óska eftir aðstoð sýslumannsins í Árnessýslu við að flytja bóndann af jörðinni. Ekki yrði gripið til neinna aðgerða í skyndi. Hann sagði að landbúnaðarráðu- neytið vildi að bóndinn fengi tíma til að slátra dýrunum þannig að skinnin nýttust. Samkvæmt sínum upplýsingum væru dýrin tilbúin undir pelsun. Björn sagði að ráðuneytið myndi ekki ganga í þetta mál með of- forsi. Það væri hins vegar búið að ræða þetta mál við bóndann og gera honum grein fyrir stöðunni. Hann hefði fengið margra mánaða frest til að undirbúa flutning. -----♦--------- Tölva hvarf með handriti FERÐATÖLVU var stolið af skrif- stofu Mega Film á KJapparstíg 25 síðdegis á þriðjudag. Í tölvunni eru ýmis gögn, þar á meðal kvikmynda- handrit, sem Magnús Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður hefur unn- ið að undanfarna mánuði og rann- sóknargögn í tengslum við það. Þjófnaðurinn var tilkynntur til lögreglunnar skömmu fyrir kl. 20. Talið er að tölvunni hafi verið stol- ið þegar starfsmaður brá sér frá um stund án þess að læsa. Magnús segir að gögnin í tölv- unni séu afar mikilvæg fyrir sig og að hann sé reiðubúinn til að semja um skilagjald fyrir tölvuna. Ferðatölva Magnúsar er dökkgrá að Iit og er í svartri leðurlíkistösku. DEILUR urðu milli meirihluta og minnihluta í stjórn SVR um af- greiðslu á tillögu að nýju leiða- kerfí. Fulltrúar sjálfstæðismanna í stjórninni lögðu til að tillaga að breytingu á leiðakerfinu yrði frest- að og að tillaga, sem tveir vagn- stjórar hjá SVR hafa unnið, yrði tekin til alvarlegrar skoðunar. Til- lagan var felld með atkvæðum full- trúa R-listans í stjórninni og tillaga um nýtt leiðakerfi var síðan sam- þykkt með atkvæðum fulltn'ia R- listans, en sjálfstæðismenn sátu hjá. Tillaga vagnstjóranna miðar að því að setja upp endastöð fyrir strætisvagna nálægt gatnamótum Miklubrautar, Sæbrautar og Reykjanesbrautar, sem verði enda- stöð fyrir alla vagna sem ganga um borgina. í greinargerð með tillögu sjálf- stæðismanna, sem lögð var fram í stjórn SVR fyrir helgi, segir að fyr- irliggjandi tillögur að nýju leiða- kerfi séu til mikilla bóta, en þær byggja á núverandi kerfi auk þess sem þjónusta í austurhluta borgar- innar er stóraukin. Sjálfstæðismenn telja hins vegar sjálfsagt og eðlilegt að skoða tillögur vagnstjóranna áður en teknar eru mikilvægar og vandasamar ákvarðanir um leiða- kerfisbreytingar. Að öðrum kosti séu yfirlýsingar R-listans um aukið samráð við borgarstarfsmenn inn- antómar og merkingarlausar. Undirbúningur hefur staðið í 18 mánuði í bókun fulltrúa R-listans í stjóm SVR segir að undirbúningur að breytingum á leiðakerfinu hafí stað- ið yfír í 18 mánuði. í sumar hafi verið stofnaður samráðshópur hjá SVR, sem saman standi af starfs- mönnum með mikla sérþekkingu og langa reynslu af skipulagi og störf- um við akstur og leiðakerfi. Hópur- inn hafí leitað eftir hugmyndum og ábendingum frá öllum vagnstjórum og tillit hafí verið tekið til margra þeirra. Byltingakenndar tillögur vagnstjóranna tveggja hafi fengið umíjöllun í sérfræðingahópnum, auk þess sem þær hafí verið sendar danska ráðgjafafyrirtækinu Anders Nyvik, sem samdi upphaflegar til- lögur. í bókuninni segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu að reyna að misnota hugmyndavinnu vagn- stjóranna í pólitískum tilgangi til þess að reka flein á milli meirihluta stjórnar og starfsmanna. Tillaga um nýtt leiðakerfí var lögð fram í borg- arráði á þriðjudag til kynningar. Búist er við að hún verði afgreidd á næsta fundi borgarráðs. Þrjár kindur finnast í Hvera- dölum Syðra-Langholti. Morgunblaðið. ÞAÐ HEFUR lengi verið venja bænda hér í Hrunamannahreppi að leita af sér gruninn sem kallað er þegar einhver fjárvon er í afrétt- inum. Hætt var formlega að fara í þriðju leit fyrir þremur árum, eftirleit sem kallað var, þótti ein- faldlega of dýr. Hins vegar fara menn á jeppum stöku sinnum til að huga eftir kindum þegar færi er gott og svo var einnig fyrir síð- ustu helgi. Tvílemba frá Eiriki Kristófers- syni á Grafarbakka sem þurfti að skilja eftir í fyrstu leit hafði ekki komið fram í eftirsafni en svo köllum við Sunnlendingar aðra leit. Sjö menn fóru m.a. í Kerlinga- fjöll og í Hveradali þar sem nokk- ur hagi er við hverina og fundu þeir þijár kindur. Var þarna kom- in áðurnefnd tvílemba en þó aðeins með öðru lambinu en veturgömul ær var með þeim frá sama eig- anda. Aðeins föl var á jörðu en fyrr í haust hafði snjó skafið í harðar fannir sem orðnar voru að hjarni. Það mikla norðanveður sem gekk yfir landið 26. október sl. virðist því ekki hafa náð suður á mitt hálendið. Opinn leitarmannaskáli Þegar þeir félagar komu að leit- armannaskálanum í Svínárnesi var hann opinn upp á gátt. Töluverð umferð hefur verið á afréttinum í haust og einhveijir virðast hafa gengið miður vel um, ekki athugað að loka vandlega á eftir sér. Þess má geta að í fyrrasumar logaði á gastækjum eitt sinn þegar komið var í skálann og er veruleg óánægja hér í sveitinni með þetta auk þess sem margir næturgestir greiða ekki fyrir sig eins og þeim ber að gera. Mýs létu ekki standa á sér við þessar opnu dyr og voru þær búnar að gera verulegt tjón m.a. á nýjum dýnum sem keyptar voru í skálann í haust. Þess má geta að þessu ágæta húsi var veru- lega breytt í sumar, það einangrað og klætt innan með panel en sem betur fer hafði ekki orðið tjón af völdum vatns og vinda sem vel hefði getað orðið þegar svona illa er gengið um. Morgunblaðið/Kristinn NEMENDUR sem fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppni framhalds- skólanema. Björn Bjarnason menntamálaráðherra var viðstaddur afhendinguna þar sem 21 nemanda á neðra stigi og 22 nemendum á efra stigi hefur verið boðin þátttaka í úrslita- keppni næsta ár vegna góðs árangurs að þessu sinni. Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema ALDREI hafa fleiri nemendur en nú tekið þátt I fyrri hluta stærðfræðikeppni framhalds- skólanema þau ellefu skipti sem keppnin hefur verið haldin. Alls mættu 746 nemendur til leiks, 426 á neðra stigi og 320 á efra stigi. Niðurstöður stærðfræði- keppninnar voru hafðartil hlið- sjónar við val þátttakenda í 6. Eystrsaltskeppninni í stærð- fræði, sem haldin verður í Vast- erás í Svíþjóð 11.-14. nóvember nk. Fyrir Isiands hönd keppa Aldrei meiri þátttaka þeir Krislján Rúnar Krisljáns- son, Bjarni R. Einarsson, Stefán Freyr Guðmundsson og Kári Ragnarsson allir úr efra stigi og Sveinn B. Sigurðsson úr neðra stigi, sem lenti þar í efsta sæti. Einnig stendur til að taka þátt í Norðurlandakeppni í stærðfræði í apríl á næsta ári °g Alþjóðlegu ólympíukeppn- inni í stærðfræði, sem fram fer í Nýju Delhí á Indlandi í júní nk. Islenzka stærðfræðafélagið og Félag raungreinakennara í framhaldsskólum standa að keppninni með stuðningi fjölda skóla, fyrirtækja og stofnana. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði Sorpu verði breytt í hlutafélag BORGARRÁÐSFULLTRÚAR Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt fram tillögu um að óskað verði éftir viðræðum við önnur sveitarfélög, sem hlut eiga að Sorpeyðingu höfuðborgar- svæðisins bs., Sorpu, um að breyta rekstrar- formi byggðarsamlagsins í hlutafélag. Jafn- framt að kannaður verði áhugi annarra á að taka þátt í slíkum rekstri. I bókun borgár- stjóra segir að þegar sé hafin vinna er miði að breytingunni. Borgarráð frestaði afgreiðslu tillögunnár. Kanna möguleika á breytingum I greinargerð með tillögunni segir meðal annars að á undanförnum árum hafi sveitarfé- lög og ríki verið að endurskoða rekstrarform fyrirtækja og stofnana sinna með það að mark- miði að laga starfsemi þeirra að breyttum að- stæðum. I stoínsamningi Sorpu segi að hann skuli endurskoða eigi síðar en tíu árum eftir undirskrift. I tengslum við endurskoðun sé eðlilegt að kanna möguleika á breyttu rekstrar- formi. Þróun sorpvinnslu og endurvinnslu hafi verið ör á síðustu árum og áhugi og skilningur á nauðsyn þess að minnka sorp og flokka hafi aukist bæði meðal almennings og fyrirtækja. Rekstur Sorpu hafi farið batnandi á síðustu árum og afkoma væri í góðu jafnvægi. Því mætti ætla að um áhugaverðan fjárfestingar- kost væri að ræða. í bókun borgarstjóra segir að á fulltrúaráðs- fundi Sorpu hafi skipulag fyrirtækisins verið til umfjöllunar og á þeim fundi hafí hann ítrek- að þá afstöðu að nauðsynlegt væri að endur- skoða núverandi rekstrarform. Byggðasam- lagsformið henti ekki í fyrirtækjarekstur, þar sem þörf væri markvissrar stefnumótunar og þróunar. Borgarstjóri sagði það sína skoðun að breyta ætti Sorpu í hlutafélag og opna fyr- ir öðrum aðilum svo sem samtökum atvinnulífs- ins og innlendum og erlendum fjárfestum. Á fundi framkvæmdastjóra sveitarfélaganna hafi verið ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun á stofnsamþykkt Sorpu. Vinna í þá veru, sem tillagan gerði ráð fyrir, væri því þegar hafin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.