Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson ÁHUGASAMIR grunnskólanemar í Þorlákshöfn selja kökur til að sýna samhug í verki. Grunnskólanemar sýna samhug í verki Þorlákshöfn - Nemendur ur þremur elstu bekkjum Grunn- skóla Þorlákshafnar stóðu fyrir kökubasar til styrktar Flateyr- ingum sem eiga um sárt að binda eftir snjóflóðið sem gekk yfir byggðarlagið. Alls söfnuð- ust um 37.000 kr. Margt smátt gerir eitt stórt, varð einum drengnum að orði að lokinni sölu og hann sagði einnig: „Þetta er ekki bara gert til að hjálpa Flateyringum held- ur líka til að okkur sjálfum líði betur því það er svo gott að finnast maður geta gert eitt- hvert gagn.“ Hann sagði að margir brott- fluttir Flateyringar ættu heima í Þorlákshöfn og hefðu verið og væru með sér í skólanum. Bókasafn Suður-Þingeyinga varð níutíu ára 1. nóv. 35 þúsund bækur í safninu Morgunblaðið/Silli FRÁ Bókasafni S-Þingeyinga. Húsavík - 90 ár eru liðin frá því að Bókasafn S-Þingeyinga var opnað almenningi, hinn 1. nóv- ember 1905 og hefur það starfað óslitið síðan. Safnið telur nú um 35 þúsund bindi bóka auk tímarita. Aðdragandi að stofnun safnsins var alllangur en hugmynd að því varð að veruleika með fundi sem hinir þjóðþekktu menn Benedikt Jónsson á Auðnum, Pétur Jónsson á Gautlöndum og Jón Jónsson frá Múla boðuðu til að Einarsstöðum hinn 14. desember 1888 og mættu til þess fundar 14 menn úr hérað- inu. „Eyða hleypidórnum" í fundargerð þess fundar er þannig bókað um tilgang fundar- boðenda, „að efla samtök og sam- vinnu þeirra yngri manna í hér- aðinu, sem fylgja vilja frjálslegri framsóknar stefnu í félagsmálum og menntamálum; eyða hleypi- dómum, vanafestu og sérgæðings- hætti, en efla sanna menntun og menningu, mannúð, samhjálp og samviskufrelsi." Síðar eða 10. apríl 1889 samþykktu þeir félag- ar, sem Iesið gátu sér til gagns bækur á Norðurlandatungum, að stofna með sér lestrarfélag, sem telja má að sé upphaf bókasafns- ins og 1896 átti lestrarfélagið um 300 bækur, allar á erlendum mál- um. Á Alþingi 1903 er svo að tillögu Péturs Jónssonar á Gautlöndum samþykkt að veita styrk til sýslu- bókasafna. Á sýslufundi S-Þingey- inga 1905 báru þeir Pétur á Gaut- löndum og Benedikt frá Auðnum fram tillögu um stofnun sýslu- bókasafns og náði hún fram að ganga fyrir atfylgi oddvita sýslu- nefndar, Steingríms Jónssonar, og er safnið þá formlega stofnað með rúmlega 500 bindum, eingöngu á Norðurlandamálunum og þá sam- einaðist það bókasafni Lestrarfé- lags Húsavíkur, sem var stofninn að hinum íslenska hluta Bókasafns Þingeyinga. Húsnæði fékk safnið í hinum elsta barnaskóla Húsavíkur sem síðar var kallað Blöndalshús, en nú Garðarsbraut 7. Kaupfélag Þingeyinga studdi rnjög að húsakosti safnsins um árabil og 1926 byggði það yfir safnið með styrk úr rikissjóði. Sú bygging reyndist ekki sem skyldi og 1952 var safnið flutt úr þeirri byggingu og í nýreist verslunar- hús Kaupfélags Þingeyinga og var þar til 1974 að það fluttist Safna- húsið, þar sem það býr nú við góðan húsakost en frekar þröng- an, því safnið er ávallt í vexti. Merkar gjafir Bókasafninu hafa borist markar merkar og góðar gjafir, en stærsta gjöfin var frá hjónunum Guðrúnu Karlsdóttur og Sigurði Gunnarssyni, fyrrverandi skóla- stjóra, sem 1992 afhentu safninu bókasafn sitt, um 5.000 bindi bóka og tímarita. Fyrstu áratugina gegndu aðeins þrír bókavarðarstöðu við safnið, Benedikt Jónsson frá Auðnum í 34 ára, síðan dóttursonur hans Benedikt Jónsson í 13 ár og Þórir Friðgeirsson um 30 ár. Núverandi bókavörður er Jón Sævar Bald- vinsson. Safnsljórnin bauð til fagnaðar á afmælisdeginum 1. nóvember og við það tækifæri færði Héraðs- nefnd Suður-Þingeyinga safninu að gjöf tölvubúnað, sem er safninu mikils virði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.