Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hugmyndasamkeppni um deiliskipulag Naustahverfis SKIPULAGSNEFND Akureyrar- bæjar hefur samþykkt að efna til opinnar hugmyndasamkeppni um deiliskipulag svokallaðs Nausta- hverfis, í samráði við Arkitektafé- lag íslands. Að sögn Gísla Braga Hjartarsonar, formanns skipulags- nefndar, er gert ráð fyrir að kostn- aður vegna samkeppninnar verði í kringum 7 milljónir króna. Gísli Bragi sagði ekki ljóst á þessri stundu hvenær samkeppnin fer fram en reiknaði með að það yrði á fyrri hluta næsta árs. Naustahverfí er næsti áfangi fyrir byggingalóðir, eftir að Giljahverfi er fullbyggt. Þar er gert ráð fyrir um 2.100 íbúðum með 6-7 þúsund íbúum og er talið að heildarkostn- aður við uppbyggingu svæðisins verði 15-20 milljarðar króna. Meiri metnaður með samkeppni Ekki er gert ráð fyrir að bygg- ingaframkvæmdir hefjist í Naustahverfi fyrr en eftir alda- mót, en Gísli Bragi sagði að það réðist þó af eftirspurn og þörfum eftir byggingalóðum í bænum. „Þar sem hér er um hugmynda- samkeppni að ræða er ekki sjálf- gefið að sá sem kemur með bestu hugmyndina sé sjálfkrafa búinn að tryggja sér áframhaldandi vinnu. Það er oft í svona sam- keppni að keyptar eru fleiri en ein tillaga og svo unnið áfram úr þeim. I vinnuplöggum er talað um Naustahverfið sem tvö hverfi, Suðurbæ I og II, en það getur vel verið að það komi upp einhveijar aðrar hugmyndir í samkeppninni.“ Gísli Bragi sagði að einnig hefði verið rætt um að láta vinna verkið á skipulagsdeild bæjarins eða ráða einhvem til verksins en hins vegar sé meiri metnaður í því að efna til samkeppni. „Ég held að menn sjái ekki eftir þeim peningum sem verður varið í samkeppnina því í fullbúnu hverfinu ættu að koma um 40 milljónir króna bara í skipu- lagsgjöldum,“ sagði Gísli Bragi. Frumdrög aðnýju tjaldsvæöi við Hamra FRUMDRÖG að nýju tjaldsvæði við Hamra, norðan Kjarnaskógar, hafa verið til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefndum Akureyrarbæjar. Drögin eru eftir Helgu Aðalgeirs- dóttur landslagsarkitekt. Gert er ráð fyrir samkvæmt drög- unum að nýja tjaldsvæðið verði á 6 hektra svæði við bæinn Hamra og að það verði hluti af útivistarsvæði bæjarins. Einnig er unnið með þá hugmynd að auk tjaldsvæðis verði útilífsmiðstöð skáta á svæðinu og ef til vill reiðskóli og hestaleiga. Tjaldsvæði Akureyrarbæjar við Þórunnarstræti er eitt af fjölsóttustu tjaldstæðum á landinu en þangað komu um 20.600 gestir á liðnu sumri. Svæðið er tvískipt, sitt hvoru megin við Þórunnarstræti og hefur nú verið afráðið að Sundlaug Akureyrar fái neðra svæðið til umráða en á því efra verður áfram tekið á móti gest- um um ókomin ár. Morgunblaðið/Kristján Birkiplattar úr Vaglaskógi JÓHANNES Gíslason, starfsmað- ur Skógræktar rikisins í Vagla- skógi, sker niður platta úr birki, en framleiðsla á slíkum plöttum hefur farið vaxandi hjá skóg- ræktinni á síðustu árum. Eftir að tréð hefur verið skorið niður eru plattarnir þurrkaðir í þrjár til fjórar vikur en síðan heflaðir áður en þeir eru settir á markað. Þessir plattar eru m.a. notaðir í skreytingar af ýmsu tagi og þá hafa einnig verið málaðar á þá myndir. Sveitarfélag á Norðurlandi auglýsir eftir samstarfi við einstakling eða fyrirtæki, sem hefur áhuga á að flytja starfsemi sína í viðkomandi sveitarfélag. Húsnæði er á staðnum og ef til vill frekari fyrirgreiðsla. Þeir, sem áhuga hafa á viðræðum, eru beðnir að skila inn upplýsingum um hvar hægt sé að ná í viðkomandi. Upplýsingum skal skilað í lokuðu umslagi, merkt: „150", á afgreiðslu Mbl. Skeiðönd í heimsókn á Andapollinum SKEIÐÖND hefur gert sig heimakomna á Andapollinum við Sundlaug Akureyrar og þykir það tíðindum sæta. Skeiðöndin er frekar sjaldgæfur fugl og í fuglabókum er sagt að hér á landi séu aðeins um 100 pör. Hún verp- ir einna helst á Norðurlandi. Skeiðöndin er minni en stokkönd- in og auðþekkt á skeiðlaga nef- inu. Skeiðöndin á Andapollinum, sem er kvenfugl, hefur ekki vak- ið hrifningu hjá stokkandar- ste&gíunum og gerðu þeir aðsúg að henni fyrst eftir að hún kom. Morgunblaðið/Kristján Hún lætur sér fátt um finnast og svamlar um Andapollinn. Fj ár hagsáætlun Stefnt að afgreiðslu í desember VINNA við fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 1996 er nú að komast á lokastig og er stefnt að því að áætlunin verði afgreidd á tveimur fund- um bæjarstjómar í desember. Fyrri umræða um fjárhagsáætl- unina fer þá fram 5. desember en sú síðari þann 19. desember. Dan Brynjarsson, hagsýslu- stjóri Akureyrarbæjar, segir að vinna við fjárhagsáætlunina sé í nokkuð hefðbundnum farvegi. Nefndir og ráð á vegum bæjar- ins hafa skilað sínum tillögum og nú fer vinnan fram í bæjar- ráði. Upphaflega var stefnt að því að leggja íjárhagsáætlunina fyrir bæjarstjórnarfund í næstu viku til fyrri umræðu en nú er liggur fyrir að það næst ekki. Bæjarráð hefur unnið við fjárhagsáætlunina á nokkrum fundum frá 6. nóvember sl. og enn eftir nokkra vinnu við loka- frágang hennar. „Þessi vinna tekur alla jafna þijár til fjórar vikur í bæjarráði enda er þetta mikið og vandasamt verk,“ sagði Dan. SJS verktak- ar buðu lægst ÞRJU tilboð bárust í byggingu hæfingastöðvar fyrir þroska- hefta við Skógarlund á Akur- eyri en tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í vikunni. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 60,8 milljónir króna en lægsta tilboðið kom frá SJS verktökum. Fyrirtækið er tilbúið að yinna verkið fyrir rúmar 51,5 milljónir króna, eða rúm 84%. Hyrnan hf. bauð rúmar 55,3 milljónir króna, eða tæp 91% og SS Byggir bauð rúmlega 56,1 milljón króna, eða rúm 92% af kostnaðaráætlun. Hagyrðinga- kvöld HAGYRÐINGAKVÖLD verður í Deiglunni í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 16. nóvember, og hefst það kl. 20.30. Þá leiða saman hesta sína Erla Guðjónsdóttir frá Seyðis- firði, Jóhannes Sigfússon úr Þistilfirði og Friðrik Stein- grímsson úr Mývatnssveit. Hörður Kristinsson leikur á harmónikku og Steinunn S. Sigurðardóttir frá Grenjaðar- stað les upp. Stjórnandi er Málmfríður Sigurðardóttir. Aðgangur er ókeypis. Gilfé- lagið og Dagur standa að hag- yrðingakvöldinu. Stórútsala á vöskum! Verð frá aðeins kr. 3,990 stgr,! Við bjóðum nú nokkrar gerðir af vönduðum stálvöskum með stórafslætti. Ennfremur ýmsa fylgihluti, svo sem körfur, grindur og skolskálará aðeins Irr. 200 stykkið og tréskurðarbretti á gjafverði. Athugið: Takmarkað magn! Einar Farestveit&Cohf Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.