Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ _______________AÐSENPAR GREINAR_ Tónleikar til styrktar mis- þroska og ofvirkum bömum HÉR í byijun nóv- ember er fátt sem minnir á jólin - ennþá. í skugga hins skelfi- lega áfalls á Flateyri sýnir íslenska þjóðin þó að hinn sanni andi jólanna lifir á meðal hennar. Fólk hefur farið djúpt niður í buddur sínar og gefið það sem það var aflögu fært um og jafnvel meira. Ekkert þjappar þjóðinni jafnvel saman og svona stórslys sem snerta kvikuna í okkur öllum. Breytt lífsmynstur ... Líknarfélög margskonar og hjálparstofnanir leggja allt undir og er það vel. Á meðan þetta dyn- ur yfir búa margar íslenskar fjöl- skyldur við sín stöðugu smááföll og þar á ég við þegar eitthvað er að börnunum. Fátt snertir fjöl- skylduna meira en barn sem eitt- hvað er að. Allt lífsmynstur fjöl- skyldunnar gerbreytist. Stundum eru fatlanir öllum sýnilegar en í öðrum tilfellum er um að ræða svokallaðar duldar fatlanir og þá þarf fjölskyldan að búa við það aukna álag sem fylgir því að vera stöðugt að veija það fyrir umhverf- inu að eitthvað sé að sem ekki er hægt að rekja til uppeldis eða kringumstæðna í fjölskyldunni sjálfri. Ein af þessum duldu fötlunum er misþroskinn. Hvað er.misþroski? Misþroska hafði lítt borið á góma í 'íslenskri umræðu fyrr en á árun- um 1985 til 1986 og margir eru enn ókunnugir bæði hugtakinu og þeim einkennum sem því er ætlað að lýsa. Hér verður reynt að bæta úr því. Á erlendum tungum eru notuð ýmis hugtök og skilgreiningar, allt eftir því í hvaða landi leitað er fanga. Yfirhugtakið á Norðurlöndunum er nú DAMP eða Ðisorder of Attention, Motor function and Percepti- on. Þetta má þýða sem truflun á athygli, hreyfigetu og skynúr- vinnslu. DAMP ryður sér stöðugt meira til rúms í alþjóðlegri um- ræðu um vandann og hefur nær alveg komið fyrir gamla hugtakið MBD, Minimal Brain Dysfunction, því efast má um að truflun á heilastarfsemi geti nokkurn tíma verið væg. Bandaríkjamenn nota gjarnan ADHD eða Attention Deficit Hyp- eractivity Disorder, sem á íslensku leggst út sem AMO eða Athyglis- brestur með ofvirkni. Það er því greinilegt að vísinda- menn eru enn að reyna að átta sig á eðli vandans og nú er mjög leitað á sviði boðefna heilans. Rannsóknir benda til að í töluverðum meiri- hluta tilvika megi rekja misþroska til arfgengra þátta, þótt umhverfis- þættir hafi einhverja þýðingu líka. Orðinu misþroski er ekki ætlað að lýsa sjúkdómi heldur er það fremur eins konar regnhlíf yfir fjöldamörg einkenni, skaða eða skemmdir í miðtaugakerfi sem valda því að hinir ýmsu þroskaþættir komast mishratt og misvel til skila. Orðið er í raun lýsandi fyrir fötl- unina. Þroskamynstur einstakl- ingsins er gloppótt og götótt. Ein skýringin er talin vera truflun á starfsemi dreifar í heilastofni. Þetta veldur því að skynhrif þau sem hver einstaklingur stöðugt verður fyrir, berast til heilans í einum hrærigraut og því getur verið mjög erfitt eða ómögulegt að vinna úr þeim. Það einkennir oft misþroska og ofvirk börn að ekki er hægt að treysta á viðbrögð þeirra, einkum við óvæntar aðstæður, því þau eiga mjög bágt með að yfirfæra reynslu sína af einu yfir á annað. Greind er innan almennra greindarmarka og oft góð en erfiðleikar við hreyfí- getu, sjónúrvinnslu og einbeitingu eru algengir. Einkenni misþroska má einkum sjá á sviðum hreyfítruflana, ein- beitingartruflana, hegðunartruf- lana, námserfiðleika og truflunar á félagslegri aðlögun. Allir þessir þættir eru ómissandi í lífí og þroskamynstri sérhvers einstakl- ings og því má nærri geta hvort barnið á ekki í oft í erfiðleikum. í stuttu máli má segja að misþroska barn nái að jafnaði ekki að fullnýta sér þá hæfíleika sem því eru með- fæddir. Hvað er til ráða? Til þess að hægt sé að standa rétt að málum þarf að eiga sér stað greining á eðli vandans. Þegar frumgreining hefur átt sér stað þarf svo nákvæmari greiningu á ástandinu til þess að auðvelda alla meðferð. Nauðsynlegur þáttur hér er bæði líkams- og taugafræðileg skoðun og þroskamat. Greiningin er þó aðeins fyrsta skrefið á langri leið þar sem mikillar þolinmæði og eljusemi er krafist af jafnt foreldr- um og ættingjum sem öðrum þeim er með barnið hafa að gera. Ein þekktasta kraftbirting misþroskans er ofvirkni og oft setur fólk sama- semmerki þarna á milli. Það er mikill misskilningur. Börn geta verið ofvirk en án annarra mis- þroska einkenna og fjöldamörg misþroska börn eru alls ekki of- virk. Hins vegar er ofvirknin yfír- leitt það áberandi hegðunarvanda- mál að umhverfið neyðist til þess að bregðast hart við því. Það hömluleysi sem þar birtist hefur lengi verið mönnum ráðgáta en rannsóknir undanfarin ár hafa leitt til þess að í einstaka tilfellum hefur verið reynt að taka á ofvirkninni Karitas, kaþólsk líknar- samtök, efna til styrkt- artónleika fyrir mis- þroska og ofvirk börn í Kristskirkju sunnudag- inn 19. nóvember - og selja jólamerki í sama tilganffi, Matthías Kristiansen ijallar hér um misþroska barna. með lyfjagjöf. Þetta er þó mjög mismunandi eftir löndum. Lyfjagjöf hefur að vissu marki auðveldað ofvirkum einstaklingum að ná utan um líf sitt. Lyfin eru þó engin alls- heijarlausn og hvert tilfelli fyrir sig er skoðað rækilega áður en samþykki til lyfjagjafar er veitt. Og hér er í hnotskurn stærsta vandamál þeirra sem fást við mis- þroska. Hvert tilfelli fyrir sig er einstakt og tveir einstaklingar geta þannig verið mjög misþroska án þess að eitt einasta einkenni sé sameiginlegt. Þess vegna hafa vís- indin átt erfitt með að viðurkenna misþroska sem fötlun þótt það sé nú mjög að breytast. Margir stríða klárlega við fötlun á meðan aðrir eru á gráu svæði. Nokkrir helstu hópar fagfólks sem vinna með misþroska börn eru, auk foreldranna, barnalæknar, iðjuþjálfar, kennarar og sérkennar- ar á öllum skólastigum, talmeina- fræðingar, þroskaþjálfar, sálfræð- ingar, listþjálfar og á stundum geðlæknar. Hvað verður um þau? Verulegur hluti barna sem grein- ist með misþroska heldur áfram Matthías Kristiansen að vera með misþroska einkenni á fullorðinsaldri. Þessi einkenni geta valdið umtalsverðri röskun í dag- legu lífi þeirra og verið þeim fjötur um fót lífið allt. Hér sem svo víða annars staðar leita einstaklingarnir þó lausna sem henta þeim en það verður að segjast eins og er, að í okkar tæknivædda ofurhraðasam- félagi eru horfur ekki alltaf góðar á farsælli framtíð fyrir stóran hluta misþroska fólks. Styrktartónleikar Caritas á íslandi, sem er líknarstofnun af meiði kaþólsku kirkjunnar og er órðin nokkuð vel þekkt á íslandi, hefur ákveðið að standa fyrir fjársöfnun til styrktar starfsemi í þágu misþroska og ofvirkra barna. Foreldrafélag misþroska barna hefur aldrei átt þátt að fjársöfnun áður og samtökunum er það mikill heiður að fá að njóta góðs af hinu ötula starfí þess úrvalsfólks _sem starfar fyrir hönd Caritas á íslandi. Við hvetjum alla velunnara félagsins til þess að fjölmenna á tónleikana í Kristskirkju á Landakoti sunnudaginn 19. nóvember nk. kl. 17 en þar munu ailir tónlistarmenn og aðrir gefa vinnu sína. Þar að auki verða seld jólamerki Caritas en allur ágóði af sölu þeirra rennur einnig í söfnunina. Lokaorð Þessi örstutta yfirlitsgrein færir lesendum vonandi aukinn skilning á vandamálum misþroska barna og fullorðins fólks. Vilji einhver les- andi fá meira að heyra eða lesa, er einfaldast að skrifa til Foreldra- félags misþroska barna, pósthólfí 5475, 125 Reykjavík eða hringja í Foreldrasamtökin í síma 568 07 90 en þar eru gefnar upplýsingar um starfsemi félagsins og kynn- ingarefni sent út. Grein þessi byggir að nokkru á skrifum Sveins Más Gunnarssonar barnalæknis en hann lést í júlí 1995. Hann var einn af helstu frumkvöðlum í kynningu á og starfi með misþroska börn á ís- landi. Höfundur er kennari og formaður Foreldrafélags misþroska barna. Sérleyfið Reykjavík-Snæfellsnes 60 ára Flaug yfir hálfan hnöttinn til þess að taka þátt í hófinu SNÆFELLSJÖKULL með eina af sérleyfisbifreiðum Helga Péturssonar í forgrunni. Með dugnaði og hag- sýni, segir Ingimar Ein- arsson, tókst Helga Péturssyni um síðir að koma á fót sérleyfi Reykjavík-Snæfellsnes árið 1935. VIÐ sem komin erum yfir miðj- an aldur höfum upplifað ótrúlegar framfarir varðandi margþætta tækni og nýjungar á þessari öld sem brátt hefur runnið sitt skeið. Má þar tilnefna samgöngumál eigi síður en sithvað annað. Fyrir nokkrum áratugum áttum við afar frumstætt vegakerfi og tiltölulega fátæklegan bifreiðakost. Sam- göngur erfíðar og tafsamar. Hug- sjónamenn í ferðamálum sáu fram á að við svo búið mátti vart una. Einn af brautryðjendum þessara nauðsynjamála var Helgi Péturs- son, er ásamt ungri konu sinni, Unni Halldórsdóttur, bjó í Gröf í Miklaholtshreppi. Að sjálfsögðu byijaði hann í smáum stíl, en með dugnaði og hagsýni tókst honum um síðir að koma á fót sérleyfi Reykjavík-Snæfellsnes árið 1935. Með hveiju árinu sem leið óx og dafnaði starfsemin í hans forsjá. Drengir hans uxu úr grasi og Iögðu föður sínum lið. Þvi miður féll Helgi frá allt of snemma, eða nán- ar tiltekið vorið 1969, þá aðeins 63 ára. Eftir hans daga tóku börn hans alfarið við starfseminni, en þau eru, Haukur Halldór, Hilmar, Ásgeir og Kristín. Ásgeir starfaði bæði við akstur og viðgerðir um nokkurra ára skeið, en hugur hans beindist til fjarlægra landa og býr hann ásamt eiginkonu sinni, Guð- rúnu K. Ingimarsdóttur, og bömunum tveimur, Helga og Katr- ínu, í Perth í Vestur-Ástralíu. Um þessar mundir eru talsvert merk tímamót í sögu þessa fyrir- tækis. Helgi Pétursson hefði orðið 90 ára hefði hann lifað og sérleyf- ið er 60 ára. í þessu tilefni var boðið til stórveislu í Skógarhlið 10 laugardaginn 16. septembersl. Það er vafalaust sjaldgæft ef ekki eins- dæmi að hafa gestaboð í slíku húsnæði og ber vott um þá snyrti- mennsku sem þar er viðhöfð, að slikt gæti gerst. Á þriðja hundrað prúðbúnir gestir sóttu hófíð, sem haldið var á bifreiðaverkstæði fyrirtækisins. Ekkert var til sparað í veitingum, sem voru bæði í föstu og fljótandi formi. Leikin voru hugljúf lög á hljóðfæri og stiginn dans. í upphafi hófsins rak marga í rogastans, því þá birtist gestur sem enginn átti von á, Ásgeir Helgason, búinn að flúga yfir hálf- an hnöttinn til þess að hitta ætt- ingja og vini og taka þátt í gleð- inni. Að sjálfsögðu vakti koma Ásgeirs umtalsverða athygli og ánægju meðal veislugesta, sem allir vildu ná tali af honum. Ás- geir hafði komið til landsins degin- um áður, öllum að óvörum, bankað á dyr hjá tengdamóður sinni, sem rekur smá gistiheimili, ávarpaði hana á ensku og spurði um her- bergi í fjórar nætur. „Því miður,“ svaraði hún, „það er allt fullbók- að.“ En málið leystist samt sem áður þegar vitnaðist hver var á ferð. Hann hélt sig innan dyra í röskan sólarhring og mikil leynd hvíldi yfír hans dvöl. Þetta mæta hóf átti að standa frá kl. 17-19, en talsvert mun hafa tognað úr því. Menn gerðust glaðir og reifir, hentu gaman að afreki Ásgeirs og fundu út að trú- lega væri þetta dýrasta kokteilteiti sem vitað væri um og sögur færu af. Vel væri það þessi virði að skrá það í heimsbetabók Guinnes. Margar ræður voru fluttar og gjafir færðar. í þakkarávarpi var þess þó getið að sú dýrmætasta hefði komið fljúgandi alla leið frá Ástralíu. Það er óhætt að segja að Ás- geir hafi verið á flugferð, því að eldsnemma að morgni þriðjudags lagði hann upp aftur og flaug lát- laust þar til heim var komið aðfara- nótt fimmtudags. Hann lagði sig í fáeinar kluku- stundir og fór síðan beint í vinn- una. Það lýsir best hans þreki og óbilandi dugnaði. Ég sem þessar línur rita átti því láni að fagna ásamt konu minni að taka þátt í þessu glæsilega hófi. Fyrir það þökkum við hjónin af heilum hug, ennfremur þökkum við okkar elskulega tengdasyni fyrir komuna, þó stutt væri. Við erum velunnarar þessa fyrir- tækis og óskum því og öllum er að því standa hagsældar, gæfu og gengis, með kærri þökk fyrir langa og dygga vináttu. Höfundur er hifrciflasijóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.