Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR • • Oryggisbúnaði ábótavant Á UNDANFÖRNUM vikum hafa orðið óvenju mörg og ajvarleg umferðarslys hér á landi. Á mán- aðartímabili hafa 10 einstaklingar látið lífið og fjölmargir slasast al- varlega. Þótt heildartala slasaðra og látinna, það sem af er þessu ári, sé ekki langt frá meðaltalinu afcefur fjöldi slysa á skömmum tíma vakið óhug. í kjölfar hörmulegs rútuslyss í Hrútafirði þann 22. október sl. skapaðist mikil um- ræða í fjölmiðlum um gildi bílbelta í fólksflutningabílum. Slík um- ræða sprettur jafnan upp í kjölfar slysa og er skemmst að minnast slyss í Bólstaðarhlíðarbrekkunni á síðasta ári, þar sem fjöldi erlendra ferðamanna slasaðist, og slyss á Austfjörðum sl. vetur þar sem rúta með skólabörn, sem voru að koma úr skíðaferðalagi, fór útaf. Nú þarf varla að fara mörgum orðum um nauðsyn þess að búa öll sæti í fólksflutningabílum með bílbeltum. Vonandi verður ekki setið við orðin tóm í þetta sinn og verkin látin tala. í allri umræðunni um bílbeltin hefur þó alveg gleymst að tala um aðra öryggisþætti þessara stóru bíla sem vert er að taka til rækileg- ar athugunar. Það er alkunn stað- reynd að allt of margir vöru- og fólksflutningabílar lenda í umferð- aróhöppum, með eða án slysa á fólki, vegna þess að öryggisbúnaði var áfátt. Verða örlög umferðar- öryggisáætlunar þau, spyr Ragnheiður Dav- íðsdóttir, að daga uppi og rykfalla eins og fjöl- margar aðrar slíkar áætlanir? Hjá Vátryggingafélagi íslands er starfrækt tjónaskoðunarstöð og þangað koma mörg ökutæki eftir umferðaróhapp; þar á meðal vöru- og fólksflutningabílar. Sér- menntaðir starfsmenn stöðvarinnar fram- kvæma skoðun á öku- tækinu og reyna að finna út hvað olli óhappinu. Það er skemmst frá því að segja að það heyrir til undantekninga ef stór ökutæki uppfylla öll skilyrði hvað öryggis- þætti varðar. í ljós hefur komið að hjól- barðar eru oftar en ekki slitnir og að auki ósamstæðir. Þá hefur komið í ljós að bremsuskálar og bremsuborðar er slitið eða hemlabúnaði á annan hátt ábótavant. Við nákvæma skoðun sérfræðinga tjónaskoðunarstöðv- arinnar, bifvélavirkja og bíla- smiða, sést að oft eru festingar ryðgaðar og illa gengið frá teng- ingum í dráttarstól og tengivagn. Það sem vekur þó e.t.v. hvað mesta athygli er þó sú sorglega stað- reynd að skömmu áður en þessir stóru bílar koma inn í tjónaskoðun- arstöðina - illa farnir eftir umferð- aróhapp - hafa þeir oft farið at- hugasemdalítið í gegnum skoðun. Og ef gerðar hafa verið athuga- semdir virðist sem enginn aðili fylgi því eftir að þau atriði séu lagfærð. Þess má einnig geta að í kjölfar þessara tíðu rútuslysa gerðu starfsmenn tjónaskoðunarstöðvar VÍS lauslega könnun á hjólbörðum rútubíla á hjá nokkrum aðilum og kom í ljós að allt of margir þeirra voru með ósamstæða hjólbarða undir bílunum, t.d. sumarhjólbarða að framan en vetrarhjólbarða að aftan auk þess sem dæmi voru um slitna hjólbarða. Margir velta því einnig fyrir sér hvort óhóflega mikið álag á bíl- stjóra vöru- og fólksflutningabíla kunni -að vera orsök slysa í ein- hverjum tilfellum. Þeir sem gerst þekkja til fullyrða að yfir háanna- tímann á sumrin séu þess mörg dæmi að ökumenn þeirra aki sólar- hringum saman án þess að fá full- nægjandi hvíld. Um nk. áramót taka gildi svo- kölluð vökulög sem ætlað er að stemma stigu við óhóflegum akstri atvinnubílstjóra með sérstökum ökurita sem skráir það tímabil sem sami ökumaður ekur í hvert sinn. Sá böggull fylgir þó skammrifí að ökuritinn verður að tengjast sama búnaði og nú er notaður af yfír- völdum til þess að fylgjast með eknum kílómetrum svo hægt sé að innheimta sk. díselskatt. Það er því ljóst að búnaðurinn getur ekki þjónað bæði eftirliti með hvíldartíma ökumanna og inn- heimtumönnum ríkissjóðs á sama tíma og virðist því til litils að sam- þykkja lög ef ekki er hægt að hrinda þeim í framkvæmd - hvað þá framfylgja þeim. Með hliðsjón af framansögðu er rétt að ítreka að hér er á engan hátt verið að leggja mat á ástæður hinna hörmulegu umferðarslysa að undanförnu. Þau eiga í raun ekkert sameiginlegt annað en það að þar var um að ræða mannlegan @ SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 - Sími 568-9066 -Þar fœrðu gjöfina - harmleik sem skilur eftir sig djúp sár hjá aðstandendum og vin- um fórnarlambanna. Þegar við reynum að skilgreina ástæðu þeirra og finna leiðir til úrbóta er nauðsyn- legt að skoða alla þætti í stað þess að finna einn einstakan sökudólg. Bílbelti í rútur eru nauðsynleg og geta komið í veg fyrir mikinn skaða ef eitthvað útaf ber. En við verðum líka að skoða hvað hægt er að gera til þess að fyrirbyggja að nokkurn tímann reyni á bílbeltin í rútum sem og öðrum ökutækjum. Við megum ekki gleyma mikilvægum öryggis- þáttum í umræðunni um bílbeltin - þótt góð séu. Sérfræðingar VÍS hafa t.d. bent á að ABS hemla- kerfí og spólvörn auki til muna öryggi við akstur þessara stóru bíla - einkanlega á veturna og þá er einnig nauðsynlegt að tengi- vagnar séu búnir slíku hemlakerfi en á því virðist nokkur misbrestur. Eftir hið umtalaða slys skipaði dómsmálaráðherra sérstaka rann- sóknarnefnd þriggja manna til þess að skoða orsakir þess. Vissu- lega þarft framtak - en hefði ekki verið nær að endurvekja Rannsóknarnefnd umferðarslysa sem eitt sinn starfaði og dóms- málaráðherra hefur heimild til að skipa skv. 114. gr. umferðarlaga? Undirrituð hefur áður bent á nauð- syn þess að slík nefnd sé að starf- rækt og af reynslunni að undan- förnu má sjá að hún yrði fráleitt verkefnalaus. Þegar þetta er ritað hefur umferðin tekið 23 mannslíf hér á landi og fjölmargir liggja óvígir í valnum. Oft er þörf - en nú er nauðsyn að endurvekja þessa nefnd þannig að hún geti farið ofan í saumana á þessum tíðu slys- um og fundið hugsanlegar ástæð- ur. Sem dæmi um verkefni fyrir slíka nefnd er t.d. rannsókn á or- sökum tíðra slysa þar sem fólks- flutningabílar og aðrir stórir bílar eiga í hlut þannig að lærdóm megi af draga. Ef við viljum í raun fækka slys- um í umferðinni þarf að tjalda til meira en einnar nætur. Engin ein töfralausn virkar í þeirri baráttu. En er ekki kominn tími til að efnd- ir komi í stað orða og fallegu tillög- urnar, sem allir eru sammála um, verði að veruleika? Forgangslist- inn í þeim efnum er langur en ein- hvers staðar verður að byrja. Umferðaröryggisáætlun til' aldamóta er staðreynd - uppfull af góðum tillögum um aðgerðir til fækkunar umferðarslysa. Verða það örlög hennar að daga uppi og rykfalla eins og fjölmargar aðrar slíkar áætlanir? Eða ætla stjórn- völd að sýna í verki að þau láti sér annt um vegfarendur þessa lands? Stór orð hafa verið sögð og loforð gefin á hátíðarstundum. Nú bíðum við eftir efndunum. Höfundur er forvarnafulltrúi. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu I byrjun aðventu, sunnudaginn 3. desember nk., kemur út hinn árlegi jólablaðauki Jólamatur, gjafir og föndur.Til að hafa blaðaukann sem glaesilegastan verður hann sérprentaður á þykkan pappír og prentaður í auknu upplagi, þar sem jólablaðaukar fyrri ára hafa selst upp. í blaðaukanum verða birtar uppskriftir að jólamat, smákökum, tertum, konfekti og fleira góðgæti sem er ómissandi um jólahátíðina. Þá verður fjallað um jólagjafir, jólaföndur og jólaskraut. Farið verður í heimsókn til fólks, bæði hér heima og erlendis, og forvitnast um jólasiði, mat og undirbúninginn fyrir jólin. Nánari upplýsingar veita Dóra Guðný Sigurðandóttir, Agnes Erlingsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í símum 569 1171 og 569 III! eða með símbréfi 569 1110. Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 þriðjudaginn 2l.nóvember. - kjarni málsins! Ragnheiður Davíðsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.