Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 39 „ AÐSENDAR GREIIMAR NýK©minn itiiikur mmmmmúTiLíFP GLÆSIBÆ . SÍMI S61 2922 Hugmyndasamkeppm um lagnir í byggingum LAGNAFÉLAG íslands stóð fyrir hugmyndasamkeppni um lagnir í byggingum í samvinnu við tímaritið Arkitektúr, verktækni og skipulag. Segja má að þetta mikilvæga svið byggingarmála hafi ekki hlotið verðskuldaða athygli á undanförn- um árum og áratugum sem m.a. lýsir sér í því að tjón vegna bilunar á lagnakerfum í byggingum og þá fyrst og fremst vatnstjón nemi nú á annan milljarð króna á ári og hafa farið vaxandi. Segja má að fimmtánda hver íjölskylda verði fyrir vatnstjóni á hveiju ári. Orsak- ir þessa eru án efa margar, en oft hafa hönnuðir bygginga og aðrir lagnamenn ekki gefið þessum mál- um nægilegan gaum. Á sumum sviðum hafa reglugerðir og ákvæði líka beinlínis komið í veg fyrir fram- farir og tækninýjungar í þessum efnum. Hönnun og fyrirkomulag hvers kyns lagna í byggingum skiptir vaxandi máli. Oft vill það gleymast að lagnir hafa yfirleitt mun styttri endingartíma en byggingar og því þarf að endurnýja þær með ákveðnu millibili. Einnig þarf að vera hægt að komast auðveldlega að þeim vegna viðhalds. Meginmarkmið keppninnar var að stuðla að því að endingartími lagnakerfa verði í samræmi við endingartíma þeirra bygginga sem kerfin eru lögð í. Auk þess vildu aðstandendur keppninnar vekja athygli á mikil- vægi lagnakerfa í byggingum og hvetja hönnuði og aðra til umhugs- unar um þessi mál. Auðvelda fram- tíðarþróun á þessu sviði og fá fram ódýrar og hagkvæmar lausnir á fyrirkomulagi lagna i byggingum sem gætu hentað við íslenskar að- stæður. Einnig skyldi leitast við að Hönnun og fyrirkomu- lag hverskyns lagna í byggingum, sem Krist- ján Ottósson fjallar um í þessari grein, skipta vaxandi máli. tryggja að lagnakerfi í byggingum verði aðgengileg og að auðvelt verði að þjónusta þau. Alls bárust átta tillögur. Hlutu þijár þeirra verðlaun og ein tillaga auk þess sérstaka viðurkenningu. 1.-2. verðlaun hlaut tillaga Sig- urgeirs Þórarinssonar og Sveins Áka Sverrissonar, Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf. í um- sögn dómnefndar segir: „Tillagan fær verðlaun fyrir heildarlausn lagnakerfa þar sem allar lagnir eru huldar (rör í rör) en fullkomlega aðgengilegar, aðrar en frárennslis- lagnir í grunni. Tillagan mætir þannig kröfu markaðarins í dag um að lagnir skuli vera ósýnilegar. Frá- rennslislagnir eru lagðar stystu leið út fyrir vegg. Laus svunta er á baðkari þannig að hægt er að kom- ast að vatnslás til viðhalds og við- gerða.“ 1.-2. verðlaun hlaut tillaga Gests Gunnarssonar. Um hana segir dóm- nefnd: „Tillagan fær verðlaun fyrir einfalda hugmynd að endurlögn lagnakerfa. I tillögunni er einfald- leikinn hafður í fyrirrúmi. Hér er leitast við að lofa því gamla að halda sér og tillagan felur í sér lág- marks rask við endurlögnina. Frá- rennslislagnir í eldhússkáp eru vel lagðar með tilliti til nýtingar skáps- ins og þess að lagnirnar verða síður fyrir hnjaski. Hitalagnir eru lagðar sýnilegar á einfaldan og snyrtilegan hátt. Hitalagnir eru aðgengilegar, láréttar lagnir undir sólbekk og lóð- réttar sýnilegar.“ 3. verðlaun hlaut tillaga Péturs Lútherssonar. fyrir lagnafestingu. Um hana segir: „Samanborið við þær festingar sem notaðar eru í dag er hér um að ræða snyrtilega lausn. Hér er um athyglisverða nýjung að ræða sem getur orðið hvatning til þess að lagnir verði lagðar sýnileg- ar á veggi.“ Auk þessa hlaut tillaga Hjalta Sigmundssonar viðurkenningu sem áhugaverð tillaga fyrir það að nota niðurhengt loft til að einfalda lagna- leiðir í íbúðarhúsnæði, auk þess sem hún gefur möguleika t.d. varðandi lýsingu. Höfundur er franikvæmdastjóri Lagnafélags íslands. Jotun. . írmimammg ▼ ▼ attur Á MYNDINNI eru f.v: framkvæmdastjóri Lagnafélags íslands, Kristján Ottósson; verðlaunahafar: Hjalti Sigmundsson, Gestur Gunnarsson, Pétur B. Lúthersson, Sigurgeir Þórarinsson, Sveinn Áki Sverrisson og Axel Gíslason, Sambandi ísl. tryggingafélaga, formaður dómnefndar. Við blöndum óskaJitina þína Verödænii Inniniálning, gljástig 3: Vérdfrá DÓMNEFND skipuðu, aftari röð f.v: Ritari dómnefndar var Daní- el Hafsteinsson, Sambandi isl. tryggingafélaga, Magnús Sædal Svavarsson, Félagi byggingarfulltrúa, Ingimundur Sveinsson, Arkitektafélagi íslands, Berent Sveinbjörnsson, Samtökum iðnað- arins, Karl Ómar Jónsson, Verkfræðingafélagi Islands, Guðmund- ur Hjálmarsson, Tæknifræðingafélagi íslands, trúnaðarmaður dómnefndar var Kristján Ottósson, framkvæmdasljóri Lagnafé- lags íslands. Fremri röð f.v: Guðrún Jónsdóttir, Neytendasamtök- unum', Björgvin Hjálmarsson, Húsnæðisstofnun ríkisins, Axel Gislason, Sambandi ísl. tryggingafélaga, formaður dómnefndar, og Einar Þorsteinsson, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. 399 kr.A * Iunimálning, gljástig 7: Verdfrá 487\ & HÚSASMIÐIAN Skútuvogi 16 • Sími 568 7710 Helluhrauni 16 • Sími 565 0100 kr./l * Verð miðast \ið 10 1 fötur. Sama verð á öllum litum. Fœst íþúsundum títatóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.