Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 41 AÐSEMPAR GREINAR Kvótakerfi og auðlindarskattur Önundur Ásgeirsson „ VEIÐIKV ÓT AHAF- AR eru á ríkisstyrk,“ segir í fyrirsögn Mbl. 5. okt., og hefir það eftir Nóbelshafanum í hagfræði, Gary Bec- ker. Mbl. hefir alltof lengi stutt álagningu auðlindaskatts, sem það hefir talið ein- hverskonar hag- stjórnartæki til stjórn- unar á fiskveiðum, og fínnst það því hvalreki að fá slíkan stuðning. Þetta er óraunhæft sjónarmið, sem tekur ekki tillit til aðstæðna hér. Fiskveiðar hér eru í beinni sam- keppni við erlendar fiskveiðar. Auð- lindarskattur hér gerir fiskveiðar ósamkeppnisfærar, einkum þar sem fiskveiðar í Evrópulöndum eru nið- urgreiddar eða njóta opinberra beinna og óbeinna styrkja. Enginn hefir fengist til að skýra út, hvað við sé átt með auðlindarskatti, þe. hversu háan skatt skal leggja á einstakar tegundir fisks, innan og Óréttlætið leiðir til þeirrar spillingar, segir Onundur Asgeirsson, að þeir sem fá úthlutað kvóta fyrir ekkert geta selt hann dýru verði. utan fískilögsögunnar, og hvemig skuli innheimta þennan skatt. Al- þýðuflokkurinn, sem átti upphafið að þessum skatti (sem þeir nú nefna veiðigjald), gaf sér það að forsendu, að skattleggja ætti aðföng að rekstri útgerðarfélaga. Með sama hætti ætti þá að skattleggja bænd- ur fyrir afnot lands, rafmagnsveitur fyrir afnot vatnsafls, vatnsveitur fyrir afnot á köldu vatni, hitaveitur fyrir afnot á heitu vatni, o.s.frv. Venjan er þó sú, að það eru nettó- tekjur, sem eru skattlagðar, þe. brúttótekjur að frádregnum að- föngum og kostnaði. Sama á auðvit- að að gilda um fiskveiðar sem um annan rekstur, annað væri mismun- un rekstrarsviða. Óréttlætið í fiskveiðistjómuninni er einkum að framsal kvóta leiðir til þeirrar spillingar, að þeir sem fá úthlutað kvótum fyrir ekkert geta selt þá dýru verði til annarra. Arlegir þorskkvótar nú, miðað við gangverð 80 kr/kg, nema rúmum 13 milljörðum króna, og mestu af þessum kvótum er úthlutað til djúp- veiðiskipa, sem ekki þurfa á þeim að halda, þar sem þau geta veitt á djúpslóð án kvóta. Þessvegna á ekki að úthluta kvótum til djúpveiði- skipa, auk þess að þau eyða smá- fiski og spilla umhverfi fisksins á hrygningarstöðvum. Stuðningur Beckers við auðlind- arskatt rekst þvert á samkeppnism- úrinn, þegar samkeppnislöndin em að greiða fiskveiðarnar niður. Það er augljóst, að honum hefír ekki verið skýrt frá þeirri staðreynd. Það er því nauðsynlegt að fella niður AFI/AMMA Allt fyrir minnsta barnabarnið ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 - S. 5512136 allt tal um auðlindar- skatt, og einfaldlega viðurkenna, að hann er ekki framkvæmanleg- ur. Af hverjum áaðtaka? Þannig spyr aðstoð- armaður fískiráðherr- ans í Mbl. 23. sept., og er þá að tala um þorskkvóta. Þetta er einföld mynd af þeirri stöðnun og þröngsýni, sem lengi hefir ríkt í þessu vandræðalega ráðuneyti. Djúpveiði- flotinn hefir rýrt árs- afla af þorski úr 540.000 tonnum niður í 150.000 tonn frá því kvóta- kerfið var tekið upp, og auk þess spillt umhverfi fisksins á hrygning- ar- og uppeldisstöðvum hans. Auð- vitað á að stöðva alla úthlutun á kvótum til hans, og nýta þessi skip einungis til veiða á úthafinu. Til samanburðar er, að árið 1934 veiddum við 340.000 tonn af þorski, allt innan núverandi landhelgi og með 18 síðutogurum, flestum 200-300 tonn að stærð. Allt hitt var á línu, því að net voru varla komin í gagnið þá. Það verður að líta á djúpveiðiflotann sem veiga- mesta möguleika íslands til aukn- ingar á fiskveiðum landsins. Það er nægur annar skipakostur til að veiða 150.000 tonn af þorski. Það er hægt að gefa allar þorskveiðar fijálsar til línuveiða innan 200 mílna fiskilögsögunnar, ef úthafs- flotanum er beitt á úthafið og hon- um bannaðar veiðar með botn- og flotvörpu í fiskilögsögunni. Þessi floti hefir verið byggður upp með veiðum þar, og nú er kominn tími til að hann fari að skila landinu einhverjum árangri með auknum veiðum á úthafinu. Þannig er hægt að fella niður alla þorskkvóta í fiski- lögsögunni. Það er þráhyggjan í fiskiráðuneytinu, sem er okkar mesta vandamál nú, eins og á und- anförnumn árum. Höfundur er fyrrverandi forstjóri OIís. . Ný gjaldskrá fyrir póstþjónustu Frá og með 16. nóvember 1995 breytist gjaldskrá fyrir póstþjónustu. Burðargjald fyrir bréfapóst innanlands og til útlanda hækkar ekki en tekin eru upp 4 ný þyngdarþrep: 750 gr, 1250 gr, 1500 gr og 1750 gr. Gjaldskrá fyrir bréfapóst er að öðru leyti óbreytt frá 01.11.1992. * • Tekið verður upp 3 kg þyngdarþrep fyrir böggla innanlands. Burðargjald fyrir þá verður 275 kr og 415 kr fyrir brothætta og rúmfreka böggla innanlands. Burðargjald fyrir böggia innanlands verður að öðru leyti óbreytt. Gjaldskrá fyrir Póstgíróþjónustu til útlanda breytist. • Hámarksskaðabætur fyrir böggul sem glatast eða eyðileggst hækka i 22.500 kr. • Hámarksskaðabætur fyrir glatað ábyrgðarbréf hækkaí 3.500 kr. • Skrásetningargjald fyrir verðbréf hækkar 1155 kr. • Ábyrgðargjald hækkar f 155 kr. • Skrásetningargjald fyrir verðböggla hækkar í 195 kr. • Hámarksþyngd fyrir EMS sendingar innanlands hækkar i 30 kg. • Hámarksupphæð póstávísana er hækkuð úr 300 þús. í 500 þús. kr. • VSK verður innifalinn m.a. í póstfaxþjónustu o.fl. Póstburðargjöld 16.11.1995 Þyngd grömm Bréfapóstur LOND UTAN EVROPU Burðargjald fyrir 20 gr. bréf innanlands hefur verið óbreytt frá 01.10 1994. Ný gjaldskrá liggur frammi á öllum póst- og símstöðvum. PÓSTUR OG SÍMI Viö spörum þér sporitt Frá Kaupfélagi Borgfirðinga: Hin mögnuðu vikutilboð félagsins birtast alltaf á baksíðu Pésans. Þau gilda í eina viku, nema birgðir þrjóti fyrr. íbúum höfuðborgarsvæðisins bendum við á áætlunarferðir Sæmundar frá Umferðarmiðstöðinni. Hangiframpartur sagaður Saltkjöt 359,r. 349; Kjúklingar 499,r0 Cirkel kaffí Handryksuga 1.495,- ^föo, Jogginggalli m Vöruhús KB Borgarnesi MS grautar Hreinn 125,pj appelsínusafi 25,,u Kryddbrauð 99,- Sængurverasett , 890,-péQ, U(pa ' 1 “ m. ffeece-peysu — . , Tertudiskur __ 399,-& Jog ginggal barna 3>!t|0, 1.900,- Kertaskál VikutilboÖ Vörubúss KB birtast hér í hverri viku. ‘ -—»u Pau ftilda í eina viku frá n.k. fimmtudagsmorgni- eða meftan birgðir endast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.