Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 47 nikku. Hvað er íslenskt og hvað er írskt? Það vissi Halli sem aldrei flúði sína heimabyggð, rammíslenskur og sór sig í þann her sjómanna sem íjölskylda hans var og er stór hluti af á Flateyri. Halli var góður og glöggur nemandi. Það þurfti ekki annað en minnast á sjó til að skerpa skilningarvitin og athyglisgáfan sá um að skilja kjarnann frá hisminu. Hann var traustur „kall í brúnni", ekki síst fyrir sveitalinginn frá Hvilft sem frá því annar Halli hvarf í hafið, bar sífellt kvíðboga fyrir kaldri öldunni. Björt mynd hugans af honum við skólaborðið, traust- vekjandi andlit í brúnni af dekkinu, stoltur faðir og eiginmaður á rölti með Svanhildi og barnavagninn. Allar þessar minningar gera beiðni mína um náð til handa ættingjunum og styrk í þeirra brennandi sorgar- stríði. Góða Laufey, heiti og bratti Eggert, elsku Stína skólasystir, Maggi, Ómar Ingi og þú síbrosandi Helga Ósk, með öllum ykkar að- standendum og vinum mínum á Flateyri. Hreinsum hamsins vígavöll hvar vinur okkar dó. Fari í burtu feigðarfjöll, fyllist hjörtun ró. Hvíli þau í friði. Finnur Magnús Gunnlaugsson. Það eru þung spor sem Flateyr- ingar hafa stigið síðustu daga. Heil fjölskylda hverfur á braut á svipstundu ásamt 15 öðrum Flat- eyringum. Engin orð fá lýst hvern- ig okkur líður. Haraldur og Svanhildur höfðu búið sér og börnum sínum fallegt heimili fyrir vestan. Margs er að minnast er við hugsum til þeirra. Svanhildur var einkar lagin í hönd- unum. Iðulega sýndi hún eitthvað nýtt sem hún var að búa til þegar maður kom til hennar, hvort sem það var pijónaskapur, saumaskapur eða lítil húsgögn fyrir dætur sínar í dúkkuhúsið, sem afi þeirra hafði smíðað fyrir þær. Það er sárt til þess að hugsa að maður eigi ekki eftir að koma inn á þeirra heimili og fá sér kaffitár hjá þessari lífsglöðu fjölskyldu, enda var ávallt gestkvæmt á heim- ili þeirra. Elsku Svanhildur, Haraldur, Halii Jón, Ástrós og Rebekka Rut, við geymum í hjarta okkar minn- ingu um yndislega ljölskyldu sem var svo samtaka, svo hlý, svo ham- ingjusöm. Við kveðjum ykkur með djúpum söknuði. Megi guð styrkja aðstandendur ykkar og aðra Flat- eyringa sem eiga um sárt að binda vegna þessara hörmunga. Stundum verður vetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa, ljóssins Guð, í því. Gef oss þitt sumar sólu inni frá. Kristur, kom og sigra, kom þú og ver oss hjá. (Sigurbj.Ein.) Herdís og Brynjólfur Garðars. MINNINGAR UNA HULD GUÐMUNDSDÓTTIR Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Svo að lifa, ég sofni hægt, svo að deyja, að kvöl sé bægt, svo að greftrast sem Guðsbam hér gefðu, sætasti Jesú, mér. (Hallgr. Pét.) Ólöf Una, Helga + Una Huld Guð- mundsdóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 21. mars 1918. Hún lést á heimili sínu, Dval- arheimilinu Felli í Skipholti 21 í Reykjavík, 8. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Júlíana Sigurborg Guðmundsdóttir frá Vaðstakksheiði í Neshreppi utan Enn- is, f. 12.7. 1889, d. 3.2. 1978, og Guð- mundur Jóhannes Jóhannsson, f. á Saurum í Keldudal í Dýrafirði 20.4. 1887, d. 2.5. 1963. Una var sjöunda í röðinni af 12 systkinum. Útför Unu fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) VIÐ viljum minnast elsku ömmu okkar sem var okkur svo kær. Við komum aldrei til með að gleyma ein- stöku skopskyni hennar og kærleika. Blessuð sé minning hennar. Elsku Una mín, nú er komið að leiðarlokum. Þú vissir að mér þótti vænt um þig og ég vissi að þér þótti vænt um mig. Það er allt sem þarf að segja. Þín Rósa. HAUKUR VIÐAR JÓNSSON -I- Haukur Viðar Jónsson raf- ' virkjameistari var fæddur 8. febrúar 1938 í Reykjavík. Hann lést í Reykjavík 1. nóvem- ber síðastliðinn og fór útförin fram 10. nóvember. Eg þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. I lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Eg fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. ' (Margrét Jónsdóttir) ÞAÐ er alltaf sárt að missa góðan og traustan vin. Haukur var mér eins og faðir þeg- ar ég byrjaði að vinna í Héðni hf. árið 1980. Þá kom strax í ljós hvílík- an öðlingsmann hann hafði að geyma. Það var alltaf hægt að leita til hans með vandasama hluti í sam- bandi við rafmagn og vildi hann allt fyrir mig gera. Þegar ég ákvað að flytja skerpingarvélamar heim í bíl- skúrinn kom ekki annað til greina hjá honum en að hjálpa mér við verk- ið og leggja á ráðin með mér. Svo var það fyrir 2-3 árum að við hjónin hófumst handa við að byggja okkur einbýlishús. Bauðst hann þá strax til að hafa umsjón með rafmagninu. Hann var þá orðinn veikur en sagðist ætla að gera sitt. Hann var mjög hugmyndaríkur, út- sjónarsamur og fjölhæfur í sínu fagi og lagði sitt af mörkum til að gera okkur kleift að flytja inn í húsið í fyrra. Það var gaman að spjalla saman yfir kaffíbolla og þá leið tíminn fljótt því að Haukur var víðlesinn, hafði ákveðnar og sannfærandi skoðanir og innsýn í fjölmörg mál. Við Þórunn minnumst hans með söknuði og sendum börnum hans og öðrum aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. Við viljum kveðja Hauk eins og hann kvaddi okkur og segj- um: „Blessi þig.“ Smári og Þórunn. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför konu minnar og móður okkar, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Kópavogsbraut 1B, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við heimahlynningu Krabbameinsfélags- ins fyrir alla hjálpina og hið fórnfúsa starf, jafnt að nóttu sem degi. Guð blessi ykkur öll. Björn Jónsson, börnin og aðrir aðstandendur. t Ástkær sambýliskona mín, móðir, dóttir og systir okkar, LÁRA SKÚLADÓTTIR, Hverfisgötu 85, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 17. nóvember, kl. 13.30. Guðjón Arngri'msson, Elísabet Lilja Stefánsdóttir, Guðbjörg Ólsen, systkini og aðrir aðstandendur hinnar látnu. t Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna fráfalls okkar ástkæru dóttur, móður, systur, mágkonu og barna- barns, ARNFRÍÐAR SMÁRADÓTTUR, Hjallabraut 3, Hafnarfirði. Smári Aðalsteinsson, Gerður Garðarsdóttir, Rikey Eggertsdóttir, Smári Aðalsteinn Eggertsson, Garðar Smárason, Finna Guðrún Ragnarsdóttir, Halldóra Björk Smáradóttir, Arnfríður Pálsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, GUÐBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR, Álfaskeiði 74, Hafnarfirði. Erla M. Karelsdóttir, Karel I. Karelsson, Halldóra Júlíusdóttir, María S. Helgadóttir, Þórir J. Ólafsson, Magnús J. Helgason, Sigrún Hauksdóttir, Erlendsína G. Helgadóttir, Loftur R. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR ÞORSTEINSSONAR, Sólvallagötu 32, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrun- arheimilisins Garðvangs, Garði. Valgerður Sigurðardóttir, Árni Júlfusson, Jónas Sigurðsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Þórleif Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess MblÞcentrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hátfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. P indesil .../ stöðugri sókn! ^ ...vönduð á góðu verði frá Indesit! t^indesit IW 860 • VinduhraSi 800 sn/mín. • 14 þvottakerfi • Stiglaus hitastillir • Orkunotkun 2,3 kwst • HæS:' 85 cm • Breidd: 60 cm • Dýpt: 60 cm Afborgunarverb: kr. 52.527,- VorbstgE "N 49.900, m? Umbobsmenn um land allt Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturveilir, Hellissandi.Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Vestflrölr: Rafbúö Jónasar Þór, Patreksfirði. Rafverk,Bolungarvík.Straumur, ísafiröi. Noröurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö, Sauöárkróki. KEA -byggingavörur Lónsbakka Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum.Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. £ BRÆÐURNIR I (mfSSQNHFl Lágmúla 8, Sími 553 8820 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.