Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 64
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HPVectraPC 9l$tgaaWh1tíb ATfi»T SYSTEMAX Kapalkerfi fyrlr öll kerfi hússins. <Q> NÝHERJI SKIPHOLTI 37 - SIMI 588 8070 Alltaf skrefi á undan MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<á>CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sjávarútvegsráðherra um einhliða setningu síldarkvóta • • Pgrun og dónaskap- ur af Noregs hálfu ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir þá ákvörðun norsku ríkis- stjómarinnar, að ákveða einhliða kvóta fyrir veiðar úr norsk-íslenzka síld- arstofninum á næsta ári, vera óskiljanlegan dónaskap og yfírgengilega ögrun. Norðmenn tilkynntu ákvörðun sína um milljón tonna heildarkvóta í gær, á sama tíma og strandríki við Norður-Atiantshaf sátu á fundi í London og ræddu meðal annars um stjóm síldveiða í Síldarsmugunni. Embættismenn frá Noregi, íslandi, Rússlandi og Færeyjum áttu með sér óformlega fundi í London í því skyni að reyna að móta sameiginlega af- stöðu um stjóm veiða úr síldarstofninum fyrir fund Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðinefndarinnar (NEAFC), sem hófst í gær. Lítið kom út úr fundunum. Aldur í árum Stuðull laga Stuðull frumvarps 17 7,500 16,846 25 7,500 13,088 30 7,125 11,302 35 6,750 10,355 40 6,375 9,470 45 6,000 8,414 50 5,250 7,278 55 4,500 6,416 60 3,000 5,032 65 1,500 3,684 70 0,000 2,415 Skaða- bætur hækki LAGT er til í áliti og drögum að breytingarfrumvarpi við skaðabóta- lög, sem tveir lögfræðingar hafa skilað til allsheijarnefndar Alþingis, að skaðabætur vegna líkamstjóna verði hækkaðar. Vegna ágreinings um það hvort skaðabótalögin frá 1993 tryggi slös- uðu fólki bætur vegna þess fjárhags- tjóns sem það verður fyrir fékk alls- heijarnefnd Alþingis Gest Jónsson hæstaréttarlögmann og Gunnlaug Claessen hæstaréttardómara til að meta framkvæmd skaðabótalag- anna. Þeir höfðu áður lagt til að margföldunarstuðull laganna yrði hækkaður úr 7,5 í 10. Við útreikning bóta em árslaun bótaþega margföld- uð með stuðli og síðan örorkustigi. Breytilegir stuðlar Tvímenningamir leggja nú til að margföldunarstuðlamir verði breyti- legir og lækki með hækkandi aldri tjónþola. Verði þetta lögfest munu skaðabætur allra bótaþega hækka frá því sem nú er og verulega mikið hjá sumum aldursflokkum. Mestu munar hjá yngsta fólkinu og því elsta. Þannig yrði stuðull 17 ára manns Iiðlega 16,8 í stað 7,5. Lögfræðingarnir leggja til ýmsar aðrar breytingar á lögunum. Sem dæmi má nefna að dregið verði úr ■íiismunun vegna kynferðis. Hætt verði að fella niður skaðabætur fyr- ir varanlega örorku sem metin er 5% eða minni. Aldurshámark falli niður. Þá er sett lágmarkslauna- viðmiðun og lagt til að húsmæður, námsmenn og aðrir þeir sem litlar eða engar tekjur hafa falli undir þau ákvæði. ■ Stuðull vegna/32-33 í gær tilkynnti svo Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, að Norðmenn hefðu ákveðið einhliða 1.000.000 tonna heildarkvóta fyrir veiðar úr síldarstofninum á næsta ári. Olsen sagði í norskum fjölmiðl- um að þar sem engin sameiginleg svæðisstofnun væri fyrir hendi, sem bæri ábyrgð á stjórn veiða úr síldar- stofninum, yrði Noregur að axla þessa ábyrgð. Norðmenn vilja ekki stjórna veiðunum Um þetta ségir Þorsteinn Pálsson: „Við höfum lagt áherzlu á að strand- ríkin hefðu forgöngu um að mynda svæðisstofnun, en Norðmenn hafa ' dregið lappirnir í því. Mér fínnst að ummæli norska sjávarútvegsráð- herrans bendi til þess að Norðmenn vilji ekki stjórna veiðum úr stofnin- um.“ Þorsteinn segir að ekki hafi verið við því að búast að NEAFC-fundur- inn leysti deilur um síldina, en vitað hefði verið að málið yrði rætt þar. „[...] þetta er auðvitað alveg óskilj- anlegur dónaskapur og yfirgengileg ögrun að koma með yfirlýsingu af þessu tagi ofan í þennan fund,“ seg- ir sjávarútvegsráðherra. Viðræður við Færeyjar og ESB ekki útilokaðar Hann segist ekki útiloka að ís- land og Færeyjar semji að nýju sín á milli um einhliða kvóta eins og síðastliðið sumar, eftir að slitnaði upp úr viðræðum áðurnefndra fjög- urra strandþjóða. Þá segist Þor- steinn ekki útiloka viðræður við Evrópusambandið, ef þar sé að finna meiri ábyrgð gagnvart veiðum úr síldarstofninum og meiri skilning á að samkomulag verði að nást. ■ Norðmenn gefa/10 Hlutabréf Hofs í Samskipum til sölu HOF sf., eignarhaldsfélag Hag- kaups, hefur að undanförnu þreifað fyrir sér með sölu á hlutabréfum sínum í Samskipum hf. til annarra hluthafa. Hof keypti um 40 milljóna króna hlut í Samskipum í júlí á síðastliðnu ári og tók þannig þátt í endurreisn fyrirtækisins ásamt sjö innlendum fjárfestum og þýska skipafélaginu Bruno Bischoff. Að sögn forstjóra Samskipa vill Hof nú selja hlutabréfin vegna þess að það hafi aldrei ætlað sér að vera í flutningastarfsemi til langframa. Markmiðið með kaupunum hafi ver- ið að tryggja samkeppni í flutning- um til og frá landinu og það hafi tekist. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur rekstur Samskipa gengið vel á þessu ári og er búist við að hagnaður verði hátt í 200 milljónir. ■ Hof sf. vill selja/Bl k ,.. C Morgunblaðið/Ástvaldur Guðmundsson Við skjálftamæl- ingar á Vatnajökli LANDSVIRKJUN og Raunvís- indastofnun Háskóla Islands sendu í þessari viku sex manna leiðangur í þriggja daga ferð upp á Vatnajökul til að taka niður sjálfvirkar veðurstöðvar og sérstaka jarðskjálftamæla, sem eru hluti íslensk-banda- rísks rannsóknarverkefnis. Um var að ræða átta skjálfta- mæla, þar af sex á Vatnajökli með síritum, sem knúnir voru sólarrafhlöðum. Mælunum var raðað eftir ákveðinni sprungulínu og áhrif sprengingar, sem sprengd var sérstaklega vegna þessa verkefnis, voru mæld. Ingi Þorleifur Bjarna- son jarðeðlisfræðingur stjórn- aði leiðangrinum. Gunnlaugur Björnsson, einn leiðangursmanna, sagði að færð hefði verið erfið á jöklin- um. Nýfallinn snjór hefði gert erfitt fyrir ogjiurfti að grafa mælana upp. A myndinni sjást leiðangursmenn grafa upp einn jarðskjálftamælanna á Vatnajökli. Kjarasamningar Samninganefndar ríkisins við félög opinberra starfsmanna 2,5% hækkun til viðbótar samningshækkun ASI/VSÍ SAMNINGANEFND ríkisins hefur boðið allt að 2,5% hækkun til viðbót- ar hækkunum samkvæmt ákvæðum samninga ASÍ og VSÍ i kjarasamn- ingum sínum við ríkisstarfsmenn undanfarna mánuði. Það er mat nefnd- arinnar á kostnaðaráhrifum af sérsamningum á almennum markaði í kjarasamningunum í vetur. Fyrir liggur hins vegar það mat Þjóðhags- stofnunar að launakostnaðarauki vegna áhrifa sérsamninga sé á bilinu 0,2-0,3%, en það er svipað því sem samningsaðilar á almennum vinnu- markaði hafa haldið fram að væru kostnaðaráhrif af sérsamningum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru heildaráhrif eða kostnaðarauki ríkisins vegna margra kjarasamninga opinberra starfsmanna sem gerðir hafa verið að undanförnu yfir 10% á samn- ingstímabilinu að mati starfs- mannaskrifstofu fjármálaráðuneyt- isins. Hækkanir til kennara og laus- ráðinna sjúkrahúslækna skera sig þó úr, því að mati starfsmannaskrif- stofunnar eru heildarlaunaáhrif. kjarasamningsins við Kennarasam- band íslands tæp 20%, samningsins við Hið íslenska kennarafélag tæp 19% og samningsins vegna lausráð- inna sjúkrahússlækna 17,77%. Þá eru hækkanir til fímm af þrettán stéttarfélögum ríkisstarfs- manna yfir 10% á samningstíman- um, mestar til Félags íslenskra leik- skólakennara 11,77%. Hækkanir starfsmannafélaga sveitarfélaga eru lægstar 9,33% og hæstar 11,20% vegna kjarasamnings Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, sem er stærst þeirra. Sókn hækkar um 15% Ef skoðaðir eru kjarasamningar sem gerðir hafa verið við Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna að undanskildum samningn- um við HÍK sem er innan vébanda þess kemur fram að mest er hækk- unin til Félags tækniskólakennara 13,49% og næstmest til Félags há- skólakennara og Félags háskóla- kennara á Akureyri 10,34%. Félag fréttamanna hækkar um 9,03%, en önnur félög hækka um innan við 9%, þar af þrjú um 7,47%. Heildaráhrif samninga við félög sjómanna vegna Hafrannsókna- stofnunarinnar og Landhelgisgæsl- unnar eru á bilinu 11,40% til 12,88%. Heildaráhrif af samningum ríkisins við Starfsmannafélagið Sókn eru 15% og við Iðju, félag verksmiðju- fólks á Akureyri 12,40%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.