Morgunblaðið - 16.11.1995, Page 1

Morgunblaðið - 16.11.1995, Page 1
FLUCSTÖÐIN Einkavæöing í augsýn? /4 ÚTVECUR Aögangur útlendinga /6 SVEIFLUR Er hagvaxtar- skeiöið á enda? /8 Ríkisbréf Útboð á ríkisbréfum og ríkisvíxlum fór fram hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Avöxtunarkrafa 3ja og 5 ára óverðtryggðra ríkisbréfa lækkaði um 17 punkta, niður í 9,42% og 10,49%. Alls var tekið tilboðum í bréfin að fjárhæð 559 miiljónir króna. Þá lækkuðu vextir á 3ja mánaða ríkisvíxlum um 5 punkta, í 7,07%, og var tekið tilboðum í þá að fjárhæð 1.980 milij. kr. SR-Mjöl Hlutabréf í SR-Mjöli, að nafnvirði 3 millj. kr., seidust á hiutabréfa- markaði í gær. Gengi bréfanna var 2,02 og er það nokkru hærra en gengi þeirra bréfa sem seid voru í nýafstaðinni hlutafjáraukn- ingu. Gengi bréfanna til hluthafa var 1,80 og bárust tilboð í helm- ingi meira hlutafé en var í boði. Tölvuleikir Skífan hf. hefur keypt hugbúnað- arverslunina Megabúðina að Laugavegi 96 og heitir hún nú Skífan Megabúð. Skífan hefur einkaumboð á dreifingu og sölu á Sony PlayStation sjónvarps- leikjaspilaranum á Islandi. Japis, sem er aðalumboðsaðili Sony á ísiandi, hefur hins vegar umboð fyrir Sega leikjatölvur. SÖLUGENGIDOLLARS Sterk vín á undanhaldi Áími^gJ3 Á-LV.R.uanúar-Qktób5r19.94j?g,1M5 886.244 lítrar Jan.-okt. 1995: 866.206 lítrar Koniak Whisky Brennivín Vodka Gin Sénever & Líkjörar Bitterar 963.143 lltrar j| "7 : 1 Jan.-okt. 1995: 984.504 lilrar +2,2% 5.980.806 lítrar 6.712.2071 +12,2% Salaíjan.-o Rauðvín Hvítvín Rósavín Freyðivín Portvín Sherry Vermouth Apertifar Sala bjórs fyrstu 10 mánuði þessa árs hefur aukist um 12,2% miðað við sama tímabil í fyrra. Þessi söluaukning er fyrst og fremst á kostnað sterkra vína líkt og þróunin hefur verið á undanförnum árum. Sala á brennivíni hefur dregst einna mest saman, eða um 17,6%, en landinn hefur einnig minnkað nokkuð vodkadrykkju sfna og hefur salan dregist saman um 5,4% á milli ára. Líkjörar, romm og létt vín bæta hins vegar nokkuð við sig frá síðasta ári. Saia á rauðvtnum hefur þannig aukist um 4,5% en sala iíkjöra er ríflega 10% meiri en á sama tíma í fyrra. Útlit fyrir breytingar í hluthafa- hópi Samskipa hf. Hofsf. vill selja Sam- skipabréfin HOF sf., eignarhaldsfélag Hag- kaups, hefur að undanförnu þreifað fyrir sér með sölu á hlutabréfum sín- um í Samskipum hf. til annarra hlut- hafa. Hof ákvað að kaupa um 40 milljóna hlutafé í Samskipum í byijun júlí á síðasta ári og tók þannig þátt í endurreisn félagsins ásamt sjö inn- iendum fjárfestum og þýska skipafé- laginu Bruno Bischoff. Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, staðfesti í samtali við Morg- unblaðið að hlutabréf eignarhalds- félagsins Skips sf. [dótturfélags Hofs] hefðu verið boðin öðrum hlut- höfum til kaups. Hann benti á að yfirlýst meginmarkmið Hofs á sínum tíma með þátttöku í Samskipum hefðu verið að tryggja samkeppni í flutningum til og frá landinu. Samskip á góðri siglingu „Fyrirtækið ætlaði sér hins vegar aldrei að vera í flutningastarfsemi til langframa. Þeir líta svo á að félag- ið sé á góðri siglingu og samkeppni sé tryggð þannig að nú sé þeim óhætt að snúa sér alfarið að verslun. Því sé eðlilegt að selja bréfin." Hann sagði niðurstöðu enn ekki liggja fyr- ir hjá hluthöfunum um kaup á bréf- unum og málið væri í skoðun. Samskip hafa notið góðs af þátt- töku Hofs þar sem flutningar fyrir Hagkaupsfyrirtækin hafa aukist mikið á síðustu misserum. Rekstur Samskipa hefur raunar gengið mjög vel á þessu ári og er búist við hátt í 200 milljóna króna hagnaði, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Bruno Bischoff er stærsti hluthafi Samskipa, með 28% hlut. Þýska fé- iagið keypti fyrst bréf fyrir 2 milljón- ir þýskra marka í fyrra og strax í byijun þessa árs tilkynnti það um kaup á bréfum fyrir 6,5 milljónum marka alls eða alls 265 milljónir króna. Mastur hf. (sameiginlegt fyr- irtæki Olíufélagsins hf., íslenskra sjávarafurða hf. og Samvinnulífeyr- issjóðsins) er annar stærsti nýi hlut- hafínn, með hlutafé upp á 110 millj- ónir króna, G. Jóhannsson, (Fóður- blöndubræður) er þriðji stærsti hlut- hafinn, með 100 milljónir króna, Samheiji er með 60 milljónir króna, Vátryggingafélag íslands með 50 milljónir, Eignarhaldsfélag Alþýðu- bankans er með 50 milljónir króna, Skip hf. (í eigu Hofs) er með 40 milljónir króna og Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum 3 milljónir króna. Hömlur hf., eignarhaldsfélag Landsbankans um eigur Sambands íslenskra samvinnufélaga, eiga enn 165 milljóna kr. hlut í Samskipum og aðrir aðilar 35 milljónir. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur einnig komið til tals að Fóðurblandan seldi sinn hlut en það fékkst þó ekki staðfest í gær. HJÁ REKSTRARAÐILUM SEM FJÁRFESTA FYRIR ÁRAMÓT* Með Kjörleiðum Glitnis getur þú fjárfest í þeim tækjum sem henta rekstrinum og nýtt þér heimildir til aukaafskrifta skv. lögum frá Alþingi nr. 147/1994. Hafðu samband og kynntu þér málið. Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 88 OO og 560 88 20. Myndsími 560 88 10 *Ekki má mynda rekstrartap vegna afskriftanna né fresta yfirfærslu rekstrartaps frá fyrri árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.