Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Verslunarráð þrýstir enn á um aukið1 frjálsræði í lífeyrissjóðakerfinu Skylduaðild verði afnumin en greiðslu- skyldu viðhaldið Útgáfa félagsíbúðabréfa athuguð hjá Húsnæðisstofnun Nafnvextir yrðu 2,7% ÞAÐ er enn helsta áhersiumál Verslunarráðs íslands að skylduað- ild að einstökum lífeyrissjóðum verði afnumin, en að almennri greiðsluskyidu til iífeyrissjóða verði viðhaldið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sérstakrar nefndar ráðsins sem ber yfirskriftina „valfrelsi í líf- eyrismálum" og kynnt var á morg- unverðarfundi þess í gær. Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að núverandi fyrirkomulag lífeyrissjóðanna sé engin forsenda þess, að hægt sé að bjóða upp á lífeyristryggingar hvort heldur er vegna elli eða örorku og þar sem líka væri hægt að bjóða upp á barna- og makalífeyri. „Slíkar tryggingar er hægt að veita í gegn- um margskonar fyrirtæki á fjár- magnsmarkaðnum, s.s. banka, sparisjóði, verðbréfafyrirtæki og tryggingafélög og reyndar er þegar farið að bjóða slíka vemd af erlend- um og innlendum aðilum á mark- aðnum. Samtrygging stendur því ekki og fellur með núverandi lífeyr- issjóðum.“ Þá eru áréttaðar fyrri röksemdir Verslunarráðs að fijáls samkeppni meðal hinna ýmsu aðila fjármagns- markaðarins á sviði lífeyristrygg- inga og raunverulegt valfrelsi fyrir- tækja og einstaklinga um lífeyris- sjóð tryggi best aðhald með stjórn- endum iífeyrissjóða og ávöxtun eigna þeirra þegar horft sé til lengri tíma.“ Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt sé að auka sveigjanleikann innan lífeyris- sjóðakerfisins. Þannig þurfi að vera heimilt að flytja réttindi eða eign á milli sjóða. „Sjóðsfélagi sem af einhverjum ástæðum telur sér hagkvæmt. að skipta um lífeyrissjóð á að geta sagt upp aðild sinni að einum sjóði og notað uppsöfnuð réttindi sín til ellilífeyris með sér og keypt sér réttindi í öðrum sjóði. Þá þarf að vera meiri sveigjanleiki í vali á tryggingavernd þannig að sníða megi verndina betur að einstakl- BÚIÐ er að leggja drög að gjald- skrá fyrir Samnet símans (ISDN). Þar er gert ráð fyrir að stofngjald grunntengingar verði um 26 þúsund krónur eða hálfum þriðja dýrari en stofngjald síma. Ársfjórðungsgjald grunntengingar Samnets símans verði einnig hálfum þriðja dýrari en ársfjórðungsgjald atvinnusíma eða um 6 þúsund krónur. Mínútu- gjald verður að öllum líkindum það sama og af venjulegum sima. Áætl- að er að fyrstu samnetssamböndin verði opnuð í Reykjavík um næstu mánaðarmót. Þessar upplýsingar komu fram í erindi Einars Reynis, starfsmanns Pósts og síma, á morg- unverðarfundi Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga í gær. í grunntengingu felast tvær svo- nefndar B rásir, sem hafa 64 Kb flutningsgetu hvor og ein 16 Kb D rás sem gagnast fyrir númeraval og mun síðar einnig geta nýst fyrir gagnaflutning. Slík tenging á að nægja smærri fyrirtækjum og heim- ilum. Fyrir meiri símanotkun verður hægt að fá stofntengingu með allt að 30 B rásum og einni D rás. ingsbundnum þörfum. Auk lág- markstryggingar til elli- og örorku- lífeyris þarf að vera ákveðinn sveigjanleiki vegna maka- og barnalífeyris og ennfremur á að vera möguleiki á séreignarreikningi til viðbótar við lífeyristrygging- una.“ Auglýsingakostnaður mun stóraukast Það kvað við annan tón í máli Hrafns Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Sambands almennra lífeyrissjóða, sem andmælti harð- lega hugmyndum um fijálsa aðild að lífeyrissjóðum. „I fyrsta lagi mun kostnaður lífeyrissjóðakerfisins stóraukast, ef aðild yrði gefin fijáls. Auglýsingar lífeyrissjóða, banka, sparisjóða, verðbréfafyrirtækja, tryggingafélaga, verðbréfamiðlara svo nokkur dæmi séu nefnd um þennan veigamikla sparnað al- mennings, mun skella eins og fljóð- bylgja yfir þjóðina þar sem höfð yrðu í frammi ýmis gylliboð í kapp- hlaupi um þennan skyldusparnað." í öðru lagi kvaðst Hrafn þeirrar skoðunar að fijáls aðild myndi hafa í för með sér aukinn kostnað við eftirfylgni við innheimtustarfsemi. í þriðja lagi væri sú hætta vissulega fyrir hendi að launþeginn, sem myndi hafa mjög takmarkaða yfir- sýn yfir rekstur lífeyrissjóðsins, léti atvinnurekandann um að velja líf- eyrissjóðinn. Hætt væri á stjórnand- inn notaði frelsið til að beina aðild launþega að lífeyrissjóði viðkom- andi banka eða tryggingafélags þar sem hann væri með viðskipti. Fimmta röksemdin gegn valfrelsi er að mati Hrafns sú að það mum smám saman bijóta niður sam- tryggingareðlið í lífeyrissjóðakerf- inu. „Samtrygging gengur einfald- lega ekki uppp þegar menn fara að flakka á milli sjóða,“ sagði hann. í fimmta og síðasta lagi benti hann á að aukið fijálsræði hefði í för með sér að sjóðfélagar yrðu verð- lagðir eftir kyni, þar sem konur lifðu lengur en karlar. Við grunntengingu er sett svo- nefnt NT tengi sem gerir kleift að hafa allt að 8 símtæki, faxtæki eða tölvur á einni símalínu. Hvert tæki um sig getur haft eigið símanúmer. Einnig er hægt að fá svonefnt TA tengi til að tengja eldri símbúnað við samnetið. Samnetið greiðir fyrir samskipt- um og býður upp á marga nýja möguleika. Tengitími styttist og verður frá 0,2 sekúndum upp í 3 sekúndur þegar hringt er á milli landa. Samnetið hentar vel fyrir myndsíma sem sýnir viðmælandann á skjá og myndaflutningur er greið- ur. Ekki verður lengur þörf að nota mótöld til að tengja tölvur við sím- kerfið. í staðinn eru sett samnets- kort í tölvurnar og er flutningsget- STJÓRN Húsnæðisstofnunar hef- ur ákveðið að láta kanna möguleik- ann á því að fjármagna lánsfjár- þörf Byggingarsjóðs verkamanna á næsta ári, að desember á þessu ári meðtöldum, með útgáfu sér- stakra félagsíbúðabréfa og verða nafnvextir miðaðir við meðalvexti í félagslega kerfinu. Að sögn Hilmars Þórissonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Hús- næðisstofnunar, er hugmyndin að bréfin yrðu til 25 og 43ja ára og bæru 2,7% nafnvexti. í ljósi þess hversu lága nafnvexti sé verið að LÖGGILDINGARSTOFAN veitti nýverið Skoðunarstofunni hf. faggildingu til skoðunar raf- orkuvirkja og neysluveitna, fyrstri íslenskra skoðunarstofa á því sviði. í faggildingunni felst að Skoðunarstofan hf. er viður- kenndur óháður aðili og faglega hæfur til að sinna því eftirliti sem áður var framkvæint af Raf- magnseftirliti ríkisins og rafveit- um. I frétt frá Skoðunarstofunni kemur fram faggildingin sé nú- tímaleg aðferð stjórnvalda til að færa hið umfangsmikla opinbera eftirlit frá stofnunum ríkisins til einkaaðila og draga þannig úr beinum afskiptum þess. Skoðunarstofan hf. var stofn- an margfalt meiri en algeng mótöld anna nú. Kort af þessari gerð fyrir einkatölvur munu kosta 30 til 80 þúsund krónur, að sögn Einars. Faxtæki, sem sniðin eru fyrir samnetið (G4), eru sjöfalt afkasta- meiri en eldri faxtæki (G3) og senda um 40 A4 síður á mínútu. Fjölmargir nýir möguleikar Grunnurinn að samneti símans er stafræna símakerfið. Samnetið notar það jarðstrengjakerfi sem fyrir er. Kerfið fylgir evrópskum staðli og er mikilvægt að símtæki og annar búnaður fyrir samnetið séu með CE merkingu, líkt og GSM símarnir sem hér eru notaðir. Tæki með CE merkingu þarf ekki að teg- undaprófa sérstaklega og þau passa bjóða megi hins vegar búast við umtalsverðum afföllum við sölu bréfanna, en Húsnæðisstofnun myndi taka þau á sig. Hilmar seg- ir að við ákvörðun þessa vaxtastigs hafi verið tekið mið af meðalvöxt- um á lánum þeim sem Byggingar- sjóður verkamanna hefur verið að veita. Hilmar segist reikna með því að bréfin verði boðin út á fyrirfram ákveðinni ávöxtunarkröfu fjórum sinnum á ári. Heildarlánsfjárþörf Byggingarsjóðs verkamanna á næsta ári, að meðtöldum desember uð í mars 1993 og eru eigendur nú 13, einstaklingar og fyrir- tæki. Verksvið þess er skoðun raforkuvirkja, rafveitna og neysluveitna einstaklinga og fyr- irtækja (raflagnir í húsum og öðrum mannvirkjum) með tilliti til þess hvort þau uppfylli tilskil- in öryggisákvæði. Stefnt er að fjölgun fagsviða eftir því sem vilji stjórnvalda stendur til. Viðskiptavinir fyrir- tækisins eru einstaklingar, raf- verktakar, rafveitur og stærri iðnaðarfyrirtæki. Aðsetur Skoðunarstofunnar er í Síðumúla 15,108 Reykjavík. Framkvæmdastjóri er Oskar Jónsson, rafmagnsverkfræðing- við evrópska staðalinn. Fyrir hinn almenna notanda býður samnetið upp á möguleika sem nú þekkjast í vönduðum innanhússímkerfum. Símtækin eru með skjá og er mögu- legt að sjá símanúmer þess sem hringir, áður en svarað er. Eins er mun vera hægt að sjá símanúmer aðila sem reynir að ná sambandi við mann meðan á símtali stendur. Tæknin býður einnig uppá að skrefagjald símtals sjáist á skjánum meðan á því stendur. Samnetið minnkar þörfina fyrir leigulínur vegna beinlínutenginga. í staðinn er settur búnaður sem hringir og slítur sambandið við tölv- una eftir þörfum. Á næsta ári verða kynnt svo- nefnd viðskiptakerfí Samnets sí- mans sem geta komið í stað einka- símstöðva fyrirtækja. Einnig opnast fjölmargir þjónustumöguleikar með samtengingu samnetsins og tölvu- kerfa fyrirtækja. Á næsta ári er ætlunin að hefja tilraunir með breið- bandsflutning um samnetið sem gerir kleift að senda sjónvarpsmerki um símalínur. á þessu ári, verður tæpir 6 milljarð- ar króna, að sögn Hilmars. Hug- myndin er að fjármagna hana að öllu leyti með útgáfu þessara bréfa og tengja þá útgáfuna nýjum lán- veitingum hjá sjóðnum á næsta ári. Ef illa gengur með sölu þess- ara bréfa 'þá getur það því orðið til þess að nýjar lánveitingar verði skertar. Hilmar segir þó rétt að taka það fram að endanleg ákvörðun um hvort af útgáfu þessara bréfa verði, og þá með hvaða hætti stað- ið yrði að henni, liggi ekki fyrir. Life hefur nú bæst í hóp þeirra erlendu líftryggingafélaga sem bjóða tryggingar sínar hér á landi. Fyrir á markaðnum er þýska fyrir- tækið Allianz og breska trygg- ingafyrirtækið Friends Prudential. Það er Vátryggingamiðlun Guð- jóns Styrkárssonar sem sér um sölu þessara trygginga fyrir félag- ið. Að sögn Guðjóns er Sun Life eitt af fimm stærstu líftrygginga- félögum Bretlands og hefur með- alávöxtun sjóða þess numið allt að 14,5% á síðustu 15 árum. Ávöxtun sjóðanna versnaði nokkuð á síðasta ári, en Guðjón segir að skýringin sé fyrst og fremst sú að árið 1994 hafi verið mjög slæmt ár í fjárfestingum al- mennt. Hins vegar hafi góður árangur náðst undanfarna 12 mánuði, og sé ávöxtunin nú á bil- inu 9-13,5% Söfnunartryggingar Þær líftryggingar sem félagið býður upp á eru svokallaðar söfnunartryggingar. Þessar trygg- ingar eru sambland af líftryggingu og lífeyrissparnaði. Einnig er hægt að setja inn svokallaða meina- tryggingu, en hún tryggir viðkom- andi bætur ef hann veikist af al- varlegum og fyrirfram tilgreindum sjúkdómum á lífsleiðinni. Allar tryggingar félagsins gera greinar- mun á því hvort um reykingamann er að ræða eða ekki. Félagið býður einnig upp á sér- stakar tryggingar sem meðeigend- ur fyrirtækja geta tekið út, hver á annan. Ef einhver þeirra fellur frá kemur til eingreiðsla frá trygg- ingafélaginu til að kaupa ættingja hins látna út úr fyrirtækinu. Þá er einnig hægt að kaupa tryggingu vegna óvænts fráfalls eða upp- sagnar mikilvægs starfsmanns og greiðir þá tryggingarfélagið það tjón sem fyrirtækið verður fyrir á meðan verið er að leita eftir og þjálfa nýjan starfsmann. -------♦ ♦ ♦------- Rit um ríkis- rekstur YFIRLITSRIT hugmyndastefnu fjármálaráðuneytisins um nýskipan í ríkisrekstri, sem haldin var í síð- ustu viku, fæst hjá íslensku hug- myndasamsteypunni hf., áhuga- sömum að kostnaðarlausu. í blaðinu er fjallað um nýskipan í ríkisrekstri og ýmsar stofnanir og fyrirtæki, ýmist opinber eða í einka- eigu, er tóku þátt í sýningunni og sýndu nýjungar, sem eiga að skila sér í bættum ríkisrekstri. ur. Drög að gjaldskrá Samnets Pósts og síma liggja fyrir í meginatriðum Samnetið opnað um mánaðamótin Ársæll Þorsteinsson, forstöðumaður faggildingarsviðs Löggild- ingarstofunnar, afhenti nýlega Oskari Jónssyni, framkvæmda- stjóra Skoðunarstofunnar, viðurkenningarskjal vegna faggild- ingar. Með þeim á myndinni er Guðmundur K. Steinbach, stjórn- arformaður Skoðunarstofunnar hf. Skoðunarstofan fær faggildingu Sun Life tryggingar á Islandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.