Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 B 3 VIÐSKIPTI GerirlBM tilboðí Apple? Las Vegas. Reuter. ÞRÁTT fyrir fögur orð virðist lítið lífsmark með fjögurra ára banda- lagi Apples, IBM og Motorola og sá kvittur hefur aftur komizt á kreik að IBM kunni að gera tilboð í Apple. Haustið 1993 tilkynntu fyrirtæk- in að þau hygðust smíða í samein- ingu nýja kynslóð aflmikilla tölvukubba, PowerPC, til að hnekkja ofurvaldi Pentium-gjörv- ans frá Intel. Fyrir ári var sagt að samkvæmt fyrirætlunum, sem væru uppi, yrði hægt að nota ólík stýrikerfi í bæði Apple og IBM PC tölvur og sama væri að segja um hugbúnað. Vonbrigði Fréttin vakti vonbrigði meðal þeirra sem gerðu ráð fyrir að IBM og Apple mundu framleiða sameig- inlegt stýrikerfi eða tækju upp Macintosh-kerfi Apples. Á mánudag sögðu talsmenn IBM, Apple og Motorola frá ágæti PowerPC-áætlunarinnar, en ekkert nýtt kom fram. Aðeins var sagt frá lýsingu á hinu samhæfða kerfi og tilkynnt að nafni þess hefði verið breytt úr CHRP (Common Hardware Refer- ence Platform) í PowerPC Plat- form. „Við höfum heyrt þetta allt áður“ sagði sérfræðingur Dataquest og deildi á fyrirtækin fyrir að koma ekki fram með nánari upplýsingar. Heilindi IBM í samstarfinu eru dregin í efa og sagt að búast hefði mátt við yfirlýsingu um öflugri stuðning IBM við PowerPC. -----♦ ♦♦------ Fyrsti hagn- aður Euro- Disney París. Reuter. MIKIL umskipti hafa orðið hjá skemmtigarðinum Euro Disney, sem hefur skýrt frá fyrsta árshagn- aði síðan hann tók til starfa eftir 420 milljóna dollara tap á síðustu árum. Nettóhagnaður nam 23 milljón- um dollara á tólf mánuðum til sept- emberloka, samanborið við 367 milljóna dollara tap ári áður þegar óttazt var að garðinum yrði lokað. „Við höfum komið aftur undir okkur fótunum og erum vel í stakk búnir til að takast á við þau við- fangsefni, sem eru framundan,“ sagði Philippe Bourguignon stjórn- arformaður. Frá því var skýrt að mikill hluti hagnaðarins, 23 milljónir, stafaði af hagnaði af endurkaupum á breytanlegum skuldabréfum fyrir hálfvirði og að skuldbreyting hefði sparað fyrirtækinu 123 milljónir dollara. Umskiptin stafa einnig af því að rekstrarhagnaður hefur aukizt um 10% í 940 milljónir dollara, kostnaði hefur verið haldið niðri og nýjungar hafa vakið athygli, einkum svokallað Geimfjall (Space Mountain), -sem er nokkurs konar rússibani. Gestum fjölgaði um 21% 1994/1995 í 10.7 milljónir, sem er met, og þar af hafði fjórðungur komið í garðinn áður. Bourguignon sagði að garðurinn hefði aldrei haft upp á eins margt að bjóða. Verðið hefði aldrei verið hagstæðara og evrópskur almenn- ingur hefði sýnt að kynni vel að meta það sem í boði væri. Þótt Euro Disney taki á sig meiri skuldabyrði á næstu árum eru starfsmenn garðsins vissir um að skuldirnar verði viðráðanlegar. .. Dr. Edward De Bono á Islandi Mannauður NÁMSTEFNA A SCANDIC HOTEL LOFTLEIÐUM, ÞRIÐJUDAGINN 28. NÓVEMBER 1 995, KL. 9-16. Dr. Edward de Bono er talinn helsti hugsuður heims á sviði skapandi hugsunar. Hann er höfundur 45 bóka á því sviði sem margar hafa náð metsölu og verið gefnar út á fjöimörgum tungumálum. Óhætt er að segja að það sé sannkallaður hvalreki á fjörur íslenskra stjórnenda að eiga þess nú kost að sækja námstefnu dr. de Bono sem líklega er þekktasti fyrirlesari sem til íslands hefur komið. Hann er afar eftirsóttur og háttlaunaður fyrirlesari og ráðgjafi enda þykja námstefnur hans með þeim allra bestu sem þekkjast. Á námstefnunni mun dr. Edward de Bono fjalla um mannauð og virkjun hugvits - hvernig stjórnendur geta leyst hugvitið úr læðingi. Skilaboð dr. Edward De Bono eru þau að þörfin fyrir nýjar lausnir aukist í sama hlutfalli og samkeppnin í viðskiptalífinu. Það er ekki lengur nóg fyrir stjórnendur að gera sömu hlutina betur. Það er ekki heldur nóg fyrir þá vera skilvirkir og leysa vandamál. Kröfur til þeirra eru orðnar miklu meiri. Stjórnendur í nútíma fyrirtækja- og stofnanarekstri þurfa að tileinka sér ný vinnubrögð til að geta dafnað og mætt nýjum væntingum og breyttum þörfum viðskiptavinanna. Nýjasta bók dr. De Bono „Serious Creativity“ (uþb. 350 bls.) fylgir með í kaupbæti FRÍTT ef þú skráir þig fyrir 24.nóvember. Almennt verð: kr. 29.900* SFÍverð: kr. 25.415 (15% afsl.) Innifalið: Vönduð námstefnugögn, morgunkaffi, hádegisverður, síðdegiskaffi og meðlæti. Ef þríreru skráðirfrá sama fyrirtæki fær fjórði þátttakandinn FRÍTT. Skráninq & upplysintpar: 562 1066 'Til upplýsingar má geta þess að 2 daga námstefna með dr. Edward de Bono í Brussel um sama efni, kostar hátt á þriðja hundrað þúsund krónur fyrir utan ferða- og dvalarkostnað. Hér er því um einstakt tækifæri að ræða. Stjórnunarfélag íslands EINSTÆÐUR lflÐBURÐUR SEM ÞÚ SKALT EKKI MISSA AF !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.