Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 B 7 bein eignaraðild verði heimiluð, hvort sem um sé að ræða útgerð eða físk- vinnslu. Kallar eftir aukinni fjárfestingu lífeyrissjóða Því hefur verið fleygt fram að með því að banna beina eignaraðild er- lendra fjárfesta í sjávarútvegi sé ver- ið að mismuna atvinnugreinum. Aðrar greinar, svo sem iðnaður, hafi fijálsan aðgang að erlendu áhættufjármagni, fjármagni sem sjávarútveginn vanti sárlega, en sé synjað um aðgang að. Arnar segir þetta ekki vera nægjan- lega sterk rök fyrir því að hleypa erlendri íjárfestingu inn í greinina. „Það má líka spyija, til hvers var barist. Til hvers var verið að færa lögsöguna út? Meðal annars til að koma útlendingum í burtu. Erlendir aðilar vita að þetta er okkar stóriðja og þama era möguleikamir. Eg efast ekkert um það að ef þessum stóra erlendu fjárf'estum stæði til boða að fjárfesta í sjávarútvegi með beinum hætti þá myndu þeir gera það í tölu- vert ríkum mæli,“ segir Arnar. Hann segir að íslendingar séu full- færir um að reka sinn sjávarútveg sjálfir. Hins vegar þurfí meira hlutafé inn i mörg þessara fyrirtækja svo þau geti styrkt sína stöðu. „Þar sé ég fram á það að í framtíðinni hljóti lífeyris- sjóðimir að koma sterkari inn í al- menningshlutafélög sem hluthafar, og þá ekki aðeins í sjávarútvegi. Það mun auðvitað efla þessi fyrirtæki," segir Arnar. Tillögur nefndarinnar ganga ekki nógu langt Afstaðan virðist hins vegar vera á annan veg meðal stjómenda ýmissa fyrirtækja í sjávarútvegi og telja þeir að ekki sé nægilega langt gengið með tillögum nefndarinnar. Ólafur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Þormóðs ramma, segist þannig telja það fyllilega eðlilegt að Islend- ingar opni fyrir möguleikann á erlend- um fjárfestingum í sjávarútvegi, enda séu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að fjárfesta í sjávarútvegi annarra landa. „Við erum óánægðir með að geta ekki átt meira en 50% hlut í því fyrir- VIÐSKIPTI Erlendar fjárfestingar í árslok 1994 Verslun \ 7%, Þjónusta 'v- 6%, Fiskeldi - 7%, Annar iðnaður Heimalönd fjármagnsins Sviss I/ Afvinnu- greinar sem fjárfest er í Banda- ríkin Stóriðja Svíþjóð Danmörk 6%, Noregur 3%, Japan 2%, Bretland 4%, Önnur lönd tæki sem við fjárfestum í í Mexíkó, og ég tel ekki að við ættum að gera minni kröfur til okkar sjálfra hér heima fyrir." Þá segir Ólafur það alveg ljóst að sjávarútveginn skorti áhættuijár- magn og þar geti erlendar fjárfesting- ar komið að góðu gagni. Hann segist ekki óttast að erlendir íjárfestar gleypi greinina, ef opnað yrði fyrir beina eignaraðild þeirra. „Ein meginforsendan fyrir arð- bærri íjárfestingu er að viðkomandi fyrirtæki séu rekin með hagnaði og ég hef ekki orðið var við að sjávarút- vegur hér á landi hafí verið að græða svo mikið að undanförnu," segir Ólaf- ur. „Menn hafa lýst áhyggjum yfir því að einhveijar annarlegar hvatir kynnu að liggja að baki slíkum fjár- festingum. Eg held að það ætti ekki að vera neitt meira áhyggjuefni held- ur en við þær aðstæður sem við búum við í dag. Tækifæri erlendra aðila til áhrifa í greininni eru þegar fjöl- mörg,“ segir Ólafur. Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist hlynntur því að opnað sé fyrir beinar fjárfestingar erlendra aðila í hluta sjávarútvegsins. Þá sér í lagi í frekari úrvinnslu sjávarafurða að iok- inni framvinnslu. Með þeim hætti væri hægt að færa vinnsluna frá markaðslöndunum og hingað heim. „Hins vegar ef menn era að hugsa um að hleypa erlendum íjárfestum í þann hluta sjávarútvegsins þar sem þeir gætu náð einhveijum tökum á kvótanum, þá held ég að það sé mjög hættuleg þróun," segir Sighvatur. „Menn ættu að flýta sér hægt í þess- um efnum. í sjálfu sér held ég að ef settar eru skikkanlegar vinnureglur, þá ætti að vera hægt að hleypa út- lendingum inn í vinnsluna. Málið snýst náttúrlega um að halda vörð um blessaðan kvótann. En ef við ætlum hins vegar að byggja upp einhveija veralega úr- vinnslu á sjávarafurðum í þessu landi, þá verðum við að fá einhveija útlend- inga með okkur í það verk,“ segir Sighvatur. Erfitt að skilja á milli iðngreina Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Granda hf., segir að með réttu ætti að flokka fiskvinnsluna til iðnaðar en ekki sjávarútvegs. Ekki sé rétt að greina á milli vinnslunnar og annars matvælaiðnaðar, líkt og nú sé gert. Að sama skapi eigi að heimila beina eignaraðild erlendra aðila í vinnslunni, með sama hætti og gert er hvað varðar aðrar iðngrein- ar. „Ég tel að almennt sé erfitt að aðskilja fjárfestingar útlendinga í iðn- aði, og þar með töldum matvælaiðn- aði sem fiskiðnaðurinn er,“ segir Brynjólfur. „Hins vegar ríkir um það alger sátt meðal þjóðarinnar, að halda veiðunum aðskildum. Þar verði ís- lenskir ríkisborgarar að eiga réttinn til veiða í íslenskri lögsögu." Brynjólfur segir að þetta muni vissulega valda nokkram vanda, hvað varðar þau fyrirtæki sem standa bæði í útgerð og vinnslu. Hann segist ekki hafa neinar ákveðnar lausnir fram að færa hvað það varðar, en á þeim málum þurfi hins vegar að taka. „Ég tel að hvað þetta varðar, gangi hugmyndir nefndar viðskiptaráðherra of skammt. Að mínu mati á alveg undantekningariaust að heimila Qár- festingar erlendra aðila í vinnslunni.“ Fjandsamlegt fjárfestingar- umhverfi dregur úr áhuga Það kemur kannski ekki svo mjög á óvart að Samtök iðnaðarins skuli vera andvíg hvers konar takmörkun- um á fjárfestingum erlendra aðila hér á landi. Löngum hefur því verið hald- ið fram að iðnaðurinn hafi þurft að gjalda fyrir það að hagstjómartilraun- ir stjómvalda hveiju sinni hafi miðast við þarfír sjávarútvegsins. Það sama hefur verið sagt um tak- markanir á erlendum fjárfestingum. Þeir sem vilja gefa fjárfestinguna fijálsa, hafa gjaman bent á að með því að fá erlent áhættuíjármagn inn í sjávarútveginn, sé jafnframt verið að kynna landið sem vænlegan íjár- festingarkost. Reynsla erlendra aðila af fjárfestingum í sjávarútvegi kunni að leiða til frekari fjárfestinga í öðrum greinum. Sveinn S. Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir það lengi hafa verið stefnu sam- takanna að það bæri að rýmka öll skilyrði fyrir fjárfestingum erlendra aðila hér á landi sem mest. Þessar fjárfestingar hafí verið óveralegar á undanförnum áram en þess í stað hafí íslensk fyrirtæki skuldsett sig erlendis. Að hluta til megi rekja lítinn áhuga erlendra aðila fyrir fjárfestingum hér á landi til þess hve íjandsamlegt umhverfíð hefur verið til slíkra fjár- festinga. „Þetta er okkur bara fjötur um fót að hafa þessar reglur eins og þær era,“ segir Sveinn. „Ég held að allar svona takmarkanir skemmi fyrir öðram greinum. Það gengur ekki upp að vera að sækjast eftir erlendum ijárfestum en ætla fyrst að taka úr einhveija bita sem eru of góðir fyrir þá.“ Aðspurður segist Sveinn ekki sjá ástæðu til að óttast svo mjög afleið- ingar erlendra fjárfestinga í sjávarút- vegi. „Ég óttast miklu frekar þessa miklu skuldsetningu sjávarútvegsins. Ég tel það vera mun hættulegri þróun fyrir okkur. Það era engar takmark- anir á því hversu mikil erlend lán greinin má taka né heldur hvert af- urðimar era seldar og til hversu langs tíma sölusamningar ná,“ segir Sveinn. Það virðist því liggja fyrir að ýms- ir aðilar séu tilbúnir að ganga tals- vert lengra en útlit er fyrir að stjórn- völd muni gera. Það verður því fróð- legt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér, enda ljóst að nefnd viðskiptaráð- herra hefur ekki lokið störfum sínum með þeim tillögum sem hún hefur nú sent frá sér. Enn er eftir það verkefni hennar að skoða þær reglur sem gilda um erlendar fjárfestngar hér á landi, í ljósi þeirra reglna sem viðhafðar eru í nágrannalöndum okk- ar. BMW'96 frábærir aksturseiginleikar og einstök útlitsfegurð BMW er rómaður um heim allan fyrir stefnu- markandi hönnun, frábæra aksturseiginleika og einstaka útlitsfegurð. E Strax við fyrstu sýn er augljóst að bílar frá 3 % BMW bua yfir serstökum stíl sem öðrum s» bílum er ekki gefinn. Þegar sest er í bílstjóra- „ sætið og augunum rennt yfir glæsilegt (D £E < mælaborðið verður sú tilfinning ennþá sterkari að BMW er enginn venjulegur bíll. Svo er sett í gang og rennt af stað og þá staðfestist að hér er eitthvað einstakt á ferðinni. Fyrir þá sem eiga BMW er sérhver bílferð tilhlökkunarefni. B&L er ánægja að gefa þér kost á að kynnast BMW og bjóða þér í reynsluakstur. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 1200 & 553 1236

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.