Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 8
S B FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ London enn höf- uðhorg fjármála- heimsins London. Reuter. ÞÓTT hver bankinn á fætur öðrum í Bretlandi hafi fallið í hendur út- lendingum í ár virðist London hafa treyst stöðu sína sem höfuðmiðstöð fjármála heimsins. Virtir brezkir bankar eins og Barings, S.G. Warburg, Smith New Court og Kleinwort Benson hafa komizt í eigu útlendinga, sem vilja festa sig í sessi á markaðnum í London. Þessar breytingar benda ekki til þess að London sé í andaslitrunum og sýna þvert á móti að nýtt líf hefur færzt í fjármálastarfsemina í heimsborginni að mati sérfræð- inga. Styrkleikamerki „Fátt sýnir betur það mikilvæga hlutverk, sem London hefur að gegna, að hér hafa erlendir bankar komið sér fyrir og telja miklu varða að ráða yfir fyrirtækjum, sem hafa aðsetur á Englandi," segir John Delahey, sérfræðingur Societé Gén- érale Strauss Turnbull. Phil Rivett, meðeigandi í Coopers & Lybrand, tekur í sama streng: „Straumurinn liggur til London, ekki frá henni.“ Hann sagði að ásælni þýzkra banka hefði einkum treyst yfirburði Lundúna i ár. Ekki alls fyrir löngu var Frankfurt talin ógna stöðu Londoti, en á þessu ári hafa þýzkir stórbankar sýnt hug sinn með því að tryggja sér örugga fótfestu þar. í júlí gleypti Deutsche Bank Morgan Grenfell, fimm árum eftir að hann keypti það brezka fyrir- tæki, og valdi London bækistöð hins sameinaða fyrirtækis. Kleinwort Benson lét í minni pokann fyrir öðrum þýzkum aðila — Dresdner Bank. Og talið er að þriðji þýzki stórbankinn, Commerz- bank, leiti að nýju fórnarlambi, þar sem hann missti hið eftirsótta her- fang Smith New Court í hendur Merrill Lynch í Bandaríkjunum. „Athyglisvert er að erlendir bankar, einkum þýzkir, koma sér fyrir í London, annaðhvort með því að kaupa brezk fyrirtæki eða með því að færa starfsemina hingað. ENGLANDSBANKI í hjarta fjármálamiðstöðvarinnar. Þeir telja sig verða að vera hér, því að hér sé markaðurinn,“ segir Rivett. Hærri áramótabónus Sérfræðingar telja að London kunni að fá byr í seglin um áramót- in vegna fyrirsjánlegrar hækkunar bónusgreiðslna, sem brugðust von- um_í fyrra. Aramótabónusar voru með mesta móti 1993, en snarlækkuðu í fyrra. í ár verða þeir viðunandi og í sum- um tilfellum mjög háir að sögn bankasérfræðinga. Úttektir vinnuveitendasam- bandsins CBI og fleiri aðila benda þó til þess að til lengri tíma búast við að starfsfólki verði fækkað veru- lega til að draga úr kostnaði. Mest aukning í London En þrátt fyrir uppsagnir skarar London fram úr keppinautum sínum að flestu leyti. Nýlegar tölur sýna að gjaldeyrisviðskipti aukist meir í London en í öðrum fjármálamið- stöðvum. Samkvæmt könnun Bank for Int- ernational Settlements hefur hlut- deild Lundúna á alþjóðlegum gjald- eyrismarkaði aukizt í 30% úr 27% fyrir þremur árum. A sama tíma hefur hlutur New York minnkað í 16% og Tókýós í 10% úr 11. Kauphöllin í London er einnig í sérflokki. Þar er velta hlutabréfa í viðskiptum landa í milli meiri en í öllum öðrum fjármálamiðstöðvum til samans og var hún 59% af heim- sveltunni 1994. Samkvæmt tölum CBI hafa 500 bankar frá 70 löndum aðsetur í London. Sérfræðingar telja einnig mikilvægt að London hafi upp á víðtæka fjármálaþjónustu að bjóða og góða aðstöðu til viðskipta. Hermt er að þeir sem starfi í fjár- málahverfinu City séu fleiri en allir íbúar Frankfurt og mikið lof er borið á hæfni þeirra á öllum sviðum fjármála og viðskipta. „Betri fjár- málamiðstöð er vandfundin,“ segir Rivett. Afhveiju stafa sveiflumar íalþjóðlegu efnahagslífi? EF MIÐAÐ er við fyrri reynslu ætti hagvaxtar- skeiðið í Bandaríkjunum að vera komið í há- mark. Frá því eftir seinna stríð hafa uppgangs- tímar í efnahagslífmu að jafnaði varað í 50 mánuði, rúmlega fjögur ár, og þar sem þeir hafa nú staðið í 55 mánuði ætti að vera kominn tími til að hafa áhyggjur af næsta samdráttar- skeiði. Ekki er þó víst, að unnt sé að spá fyrir um sveiflur í efnahagslífinu með neinni vissu og eins líklegt er, að í stað samdráttar sé langt hagvaxtarskeið framundan í iðnríkjunum. Upplýsingar um þjóðarframleiðslu ýmissa ríkja að loknum þriðja fjórðungi þessa árs hafa verið að birtast að undanförnu. Samkvæmt þeim er hagvöxtur í Bretlandi 2,4% í stað 4,3% fyrir ári og þótt búist sé við nokkurri uppsveiflu á þriðja ársljórðungi í Bandaríkjunum þá stefnir í, að hagvöxturinn á árinu verði 2,8% á móti 4,4% á síðasta ári. Á meginlandi Evrópu hefur einnig dregið töluvert úr hagvexti og þar er nokkur uggur í mönnum og í Japan er það litlu meira en svo, að samdráttarskeiðinu sé lokið. Forsendurnar vantar Þrátt fyrir þetta eru hagfræðingar almennt ekki trúaðir á samdrátt í Bandaríkjunum og Evrópu en orðið eitt hefur skotið mönnum skelk T bringu, einkum í Evrópu þar sem hagvaxtar- skeiðið er yngra en í Bandaríkjunum. Það, sem gerir samdrátt ólíklegan, er, að það vantar þessar venjulegu forsendur fyrir honum — vaxandi verðbólgu og hátt vaxtastig eða mik- ið ójafnvægi í fjármálum fyrirtækja og heimila. Þeir voru þó'fáir, sem sáu fyrir efnahagssam- dráttinn upp úr 1990. Sveiflur í hagkerfinu eru aldagamalt fyrirbrigði og nýtt samdráttarskeið mun koma fyrr eða síðar. Spurningin er aðeins hvenær. Saga síðustu áratuga ætti að geta gefið ein- hvetjar vísbendingar um framtíðina en vanda- málið er, að sveiflurnar eru af öllum stærðum og gerðum. Stysta hagvaxtarskeið í Bandaríkj- unum eftir 1945 stóð aðeins í 12 mánuði, 1980-’81, og það lengsta í 106 mánuði, á tímum Víetnamstríðsins 1961-’69. Lengsta hagvaxtar- skeiðið á friðartímum var 92 mánuðir og lauk í júlí 1990. Uppsveiflan á sér með öðrum orðum ekki neinn útmældan tíma. Engin ein ástæða Það er enginn skortur á kenningum um tröppuganginn í efnahagslífinu. Sumir hagfræð- ingar hafa jafnvel rakið hann til sólbletta eða afstöðu stjamanna og Keynes taldi, að jafnvæg- isleysið í íjárfestingum stafaði stundum af skap- inu í framleiðendum, sem sveifluðust milli bjart- sýni og svartsýni. Sum samdráttarskeið eiga rót Eftir stríð hafa hagvaxtar- skeiðin verið lengri og samdráttartímarnir skemmri en áður og sumir trúa því, að framundan sé beinn og breiður vegur sína að rekja til utanaðkomandi aðstæðna, til dæmis olíukreppu eða viðskiptastríðs, og líklega er engin ein ástæða fyrir óreglunni, sem einkenn- ir þau. Victor Zarnowitz, hagfræðingur við Chicago- háskóla og kunnur sérfræðingur í hagsveiflum, hefur kynnt sér vel hagvaxtar- og samdráttar- skeið í Bandaríkjunum frá því á síðustu öld. Slæmu fréttimar em þær, að með tímanum hafa hagvaxtartímabilin orðið óreglulegri og ófyrirsjáanlegri en góðu fréttirnar eru, að eftir stríð hafa sveiflurnar í efnahagsstarfseminni minnkað. Breytingar á þjóðarframleiðslu milli ársijórð- unga síðustu 50 árin hafa ekki verið nema þriðj- ungur af því, sem var á árunum 1919-’45. Auk þessa hafa hagvaxtarskeiðin verið lengri og samdráttarskeiðin skemmri og minni en áð- ur. Frá 1946 hefur samdráttartími í efnahagslíf- inu að meðaltali staðið í 11 mánuði en hagvaxtar- tímabilin í 50 mánuði. 1919-’45 var hagvöxtur að jafnaði í 35 mánuði hveiju sinni en samdrátt- urinn í 18 mánuði og ef litið er til tímabilsins 1854-1918 þá eru tölurnar 27 fyrir hagvöxt en 22 fyrir samdrátt. Það er ekki aðeins, að hagsveiflurnar séu ólík- ar frá einum tíma til annars, heldur eru þær ólikar frá einu landi til annars. Þær hafa til dæmis verið færri í Þýskalandi en í Bandaríkjun- um en hafa tilhneigingu til að vera meiri og dýpri þegar þær verða. Jöfnunaráhrif þjónustugreina Af þessu mætti hugsanlega draga þá ályktun, að samdráttarskeiðin hyrfu að lokum alveg. Ein af ástæðunum .fyrir því, að sveiflurnar eru minni nú en áður, er að vægi þjónustunnar hefur auk- ist mikið á kostnað framleiðslunnar. Margar þjónustugreinar eru ekki jafn viðkvæmar og vörufr&mleiðslan vegna þess, að eftirspurnin eftir þeim er óháðari tekjubreytingum en eftir- spum eftir vörum. Vaxandi afskipti ríkisins af efnahagsstarfsem- inni hafa einnig haft sín áhrif. Ríkisvaldið fer yfirleitt ekki að dæmi fyrirtækja og sker niður á samdráttartímum og eftir því sem opinber útgjöld og skattheimta hafa aukist, hefur mikil- vægi ýmissa „sjálfvirkra jöfnunaraðgerða" vax- ið. Þá er til dæmis átt við, að á samdráttartím- um'aukast útgjöld vegna atvinnuleysisbóta en skattar lækka. Annað atriði er tryggingasjóðirnir, sem hafa átt þátt í afstýra bankakreppum á borð við þær, sem gerðu samdráttarskeiðin áður fyrr miklu erfiðari viðfangs. Umdeildari eru hins vegar ýmsar efnahagsaðgerðir, sem geta stund- um aukið á stöðugleika og stundum ekki, allt eftir því hvenær gripið er til þeirra. Oft hafa þær verið of miklar og of seint á ferðinni og hafa því fremur ýtt undir þensluna á morgun í stað þess að lækna samdráttinn í dag. Stefnan í peningamálum hefur aftur á móti orðið til að jafna framleiðsluna síðustu hálfa öldina. Áður var peningaframboðinu leyft að dragast saman í takt við minni framleiðslu en seðlabankar nú á dögum fara sér hægar í þeim efnum og halda því uppi eftirspurn. Því er oft haldið fram, að ein af ástæðunum fyrir minni sveiflum nú og jafnvel enn minni í framtíðinni sé sú, að framleiðendur hafi betri yfírsýn yfir birgðir. Tölvur og fullkomnari fram- leiðsluaðferðir geri þeim nú kleift að miða fram- leiðsluna nokkurn veginn við söluna og koma þannig í veg fyrir birgðasöfnun. Áhrif birgðasöfnunar Birgðir eru að vísu ein minnsta stærðin í þjóð- arframleiðslunni en þær hafa samt oft vegið þungt á samdráttartímum. Gangurinn er þá sá, að framan af safnast þær upp en síðan er brugð- ist við með miklum niðurskurði í framleiðslu. Að meðaltali áttu sveiflur í birgðum sök á helm- ingi samdráttarins í þjóðarframleiðslu á erfið- leikatímabilum í Bandaríkjunum fyrir stríð. Til eru þeir, sem halda því fram, að hagsveifl- ur séu næstum því liðin tíð og framundan sé allt að því endalaus hagvöxtur. Að þeirra mati eru það upplýsingatæknin og alþjóðavæðing efnahagslífsins, sem bjóða upp á þessu fögru framtíð, og þeir sjá fyrir sér, að hagvöxturinn verði eins mikill og unnt er án þess að kynt sé um leið undir verðbólgu. Spádómar af þessu tagi eru ekki nýir af nál- inni en rétta svarið er ekki hvort aftur kemur nýtt samdráttarskeið, heldur hvenær og hvers vegna. Hægari hagvöxtur í Bandaríkjunum og Bretlandi endurspeglar hærri vexti á árinu en með því að koma í veg fyrir þenslu hafa þessi ríki líklega framlengt hagvaxtarskeiðið. Það er ekki að kveðja og ekki heldur sveiflurnar í efna- hagslífinu. Heimild: The Economist. Sony snýr sér að einkatölvu- markaði Tókýó. Reuter. SONY hefur ákveðið að snúa sér að framleiðslu heimilis- tölva í samvinnu við banda- ríska tölvukubbafyrirtækið Intel samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Sony hyggst setja fyrstu gerðina á markað í Bandaríkj- unum haustið 1996 og í Japan og Evrópu ári síðar. „Nýr markaður neytenda- raftækja er í fæðingu vegna sóknar einkatölvunnar inn á heimili fólks og stafrænnar hljóð- og myndbandstækni," sagði forstjóri Sony, Nobuyuki Idei, í yfírlýsingu. Forstjóri Intels, Andrew Grove, sagði að þar sem saman mundu fara -sérþekking Sony á rafeindatækni í þágu neyt- enda og tölvuþekking Intel kynnu nýstárlegar einkatölvur að sjá dagsins ljós. Á síðari mánuðum hefur hagnaður af slíkum tækjum hins vegar rýrnað vegna harðrar samkeppni og dræmr- ar eftirspurnar á stórum mörk- uðum. Tekjur af diskadrifum, CD-ROM geisladiskum o.fl. hafa þó snarhækkað. Sérfræðingar segja ákvörð- un Sony viðurkenningu á helztu tilhneigingunni í raf- eindaiðnaði er stefni í þá átt að hljóð-, myndbands-, fjar- skipta- og tölvutækni renni saman í eina einkatölvu, en sala á þeim stóreykst um þess- ar mundir í Bandaríkjunum og Japan. „Nú þegar einkatölvur flæða inn á heimili verða þeir framleiðendur heimilisraf- tækja, sem smíða ekki einka- tölvur, undir í samkeppninni,“ segir sérfræðingur UBS Secu- rities. Þjóðveijar gegn einum gjaldmiðli Bonn. Reuter. TVEIR af hveijum þremur Þjóðveijum telja að sameigin- legur, evrópskur gjaldmiðill muni rýra kjör þeirra sam- kvæmt skoðanakönnun. Alls töldu 67% að mynt- bandalag (EMU) mundi hafa ókosti í för með sér samkvæmt Emnid-könnun N-TV sjón- varpsins. Áðeins 18% töldu að sam- eiginlegur gjaldmiðill mundi bæta lífskjörin. Af kristilegum demókrötum töldu 66% að sameiginlegur gjaldmiðill mundu rýra kjörin. Pechiney- sala hafin París. Reuter. SALA á mestöllum 56% hlut • franska ríkisins í Pechiney, mesta áframleiðanda Evrópu, hófst á þriðjudaginn. Fimm milljónir franka kunna að fást en ekki 7-8 milljarðar eins og stjórn Alains Juppés forsætisráðherra vonaði eitt sinn að fengjust fyrir Pechiney. „Ástandið er ekki með þeim hætti að ríkið hagnist á því,“ sagði franskur hlutabréfasér- fræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.