Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 C 5 LAUGARDAGUR18/11 MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson ÓFRIÐARDÚFA SPENNUMYND Dúfun flýgur (Flight ofthe Dove) * Leikstjórl Steve Railsback. Aðal- leikendur Theresa Russell, Scott Glenn, Joe Pantolonio. Bandarísk. Tanglewood 1994. Myndform 1995.90 mín. Aldurstakmark 16 ára. THERESA Russ- ftUMpt ell leikur Dúfuna, dularfulla konu, harða í horn að taka. Lifibrauðið vændi á vegum leyniþjónustunn- ar. Nú er farið að hitna undir Dúfunni, hún vill losna úr starfi, þó vel launað sé. En að mati stjórn- valda veit hún of mikið og eru morð- hundar hins opinbera á hælum henn- ar í myndarbyijun þegar sprengjus- érfræðinginn Rickman (Scott Glenn) rekur á fjörur hennar. Þau snara sér í bólið við fyrsta tækifæri en eym- ingjans Rickman botnar ekkert í háskalegu líferni konunnar. Sem vonlegt er. Handritið er skelfingar ósköp hroðvirknislegt og leikstjórn B-leikarans Steve Railsback, sem hér spreytir sig í fyrsta sinn handan tökuvélanna, bætir ekki úr skák. Mest er lagt uppúr groddalegum kynþokka Russ- ell sem hún státar af enn þó mittis- málið fari ögn vaxandi. Scott Glenn er undantekningarlítið maður fyrir sinn hatt og í rauninni eiga báðir þessir leikarar betra skilið en þessa útþvældu formúlumynd (sem var reyndar sýnd í bíóum vestra). Russ- ell er að sigla með feril, sem eitt sinn var glæsilegur, hraðbyri í hund- ana með myndum einsog þessari, Whore, Aria og Track 29. Við skul- pm vona að hún snúi sér af bláleitu brautinni og fái hlutverk á borð við þau sem sköpuðu henni nafn sem ein efnilegasta leikkona Vestur- heims á árum áður. KUKL í KVIK- MYNDABORGINNI SPENNUMYND Nornaveiðar (Witch Hunt) k k Leikstjóri Paul Schrader. Hand- rit. Aðalleikendur Dennis Hopper, Penelope Ann Miller, Eric Bogos- ian, Julian Sands, Sheryl Lee Ralph. Bandarísk. HBO 1995.Bergvík 1995. 90 mín. Ald- urstakmark 16 ára. í HOLLYWOOD, borg töfranna, fara að gerast hinir undarlegustu hlutir á öndverð- um sjötta ára- tugnum. Hvers- kyns kukl veður uppi, nornir skrá sig á gulu síðurn- ar, einkaspæjar- inn Lovecraft (!) (Dennis Hopper) er ráðinn til að hafa uppá kvik- myndaframleiðanda, fórnarlambi svarta galdurs. Atvinnuveitandinn er kvikmyndastjarna (Penelope Ann Miller), eiginkona framleiðandans. Hopper nýtur fulltingis nornarinnar Hypolitu (Sheryl Lee North), vin- konu sinnar og nágranna. Með illu skal illt út reka. Þetta lítur ekkert illa út en raun- in er sú að handritið er, þrátt fyrir allt galdramasið, ósköp flatt og spennulaust. Það sem gefur þessari kapalmynd svolítið vægi er vönduð framleiðsla undir stjórn Gale Ann Hurd^ sem tekist hefur á við margar stórmyndirnar í samvinnu við fyrr- verandi eiginmann sinn, James Ca- meron. Leikstjórnin er heldur ekki í neinum viðvaningshöndum því hér ræður Paul Schrader ríkjum. Vanur maður en mistækur og átti sínar bestu stundir sem handritshöfundur (Taxi Driver, ofl). Brellurnar eru einnig góðar og leikhópurinn for- vitnilegur. Hopper traustur og alltaf gaman að sjá til hins fáséða gæða- leikara Erics Bogosian sem fer með eitt aðalhlutverkanna. Hugmyndin að Nornaveiðum er góð en því miður er ekki mikið unnið úr henni. HÖNDIN SEM VÖGG- UNNIRUGGAR . . . DRAMA Fullkomin fjarvistarsönnun (Perfect Alibi) k k Leiksljóri Kevin Meyer. Handrit Kevin Meyer. Aðalleikendur Teri Garr, Hector Elizondo, Alex McArthur, Kathleen Quinlan, Anne Ramsey,, Charles Martin Smith. Bandarísk. Rysher 1885. Sam myndbönd 1995. 100 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. BARNAPÍU- DRAMA sem byggt er á leik- ritinu Where’s Mommy Now? segir frá raunum foreldra sem báðir vinna úti og þurfa að ráða heimilishjálp. Segir ekki margt nýtt um margþvæld mál en það er vel að hlutunum staðið, leikurinn vel yfir meðallagi enda koma marg- ir frambærilegir miðjumoðsleikarar við sögu. Þó leitt til þess að vita að jafn ágætur leikari og Charles Martin Smith (The Untouchables, Never Cry Wolf, American Graffiti) skuli ekki fá úr neinu skárra að moða en aukahlutverkum í kapal- myndum. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Vindar fortíðar (Legends of the Fall) *** SVIPMIKIL og rómantísk mynd um fjölskyldu sem býr í skjóli Klettafjallanna í Montana. í upp- hafi myndarinnar er þetta einhuga íjölskylda, heim- ilsfaðirinn Will- iam Ludlow (Anthony Hopkins), fyrrum atvinnu- hermaður, og synir hans þrír. Þeirra elstur er Alfred (Aidan Quinn), stað- fastur og mannvænlegur. Sá yngsti er Samuel (Henry Thomas), hug- sjónamaður sem fetar í fótspor föð- urins en í miðið er svarti sauðurinn Tristan (Brad Pitt), villtur og ótam- inn með ævintýraþrána ólgandi í blóðinu. I uppvextinum eru þeir bræður óaðskiljanlegir en það á eft- ir að breytast til hins verra. Þar kemur við sögu stúlkan Súsanna (Julia Ormond), sem fyrst kemur inná heimilið sem væntanleg eigin- kona Samuels. Heilmikið melódrama af gamla skólanum; ást og hatur í bland við sársaukafulla fjölskyldusögu sem er furðu áhugaverð þó hún minni óneit- anlega á sápuóperu úr sjónvarpinu á sínum dramatískustu hápunktum. Það er margt sem kemur Vindum fortíðar til styrktar. Stórkostleg kvikmyndataka (Óskarsverðlaunin í ár) með ægifegurð Montana í for- grunni, umvafið Klettafjöllunum, áheyrileg samtöl og samvalinn leik- hópur. Þeir Quinn og Thomas kom- ast með sóma frá sínum hlutverkum, Ormond er aðsópsmikil kona sem getur komið á stað uppistandi í fyrir- myndarfjölskyldum en það er þó Pitt sem stendur uppúr - enda í bragðmesta hlutverkinu. Hann er fæddur í hluiverk vandræðagripsins Tristans, göfuga jaxlsins sem siglir um öíl heimsins höf, nemur fræði sín af indjána, baðaður frægðar- ljóma sem Pitt gerir trúverðugan. Þá er ónefndur sjálfur Anthony Hopkins sem setur svo sannarlega mark sitt á myndina með broslegum ofleik. Engu líkara en hann njóti þess að vera í eitt skipti laus undan listrænum kvöðum Shakespeare- verka og handleiðslu Ivory-Merc- hants. Gegnumgóð afþreying, ekkert stórvirki. Pétur Hrafn Árnason og Þórður Grétarsson sjá um óperuþáttinn „Encore" á útvarpsstöðinni Sígiidu FM. Operan um „ástandið" Madama Butterfly verður á dagskrá óperuþáttarins Encore í umsjón Péturs Hrafns Árnasonarog Þórðar Grétarssonar 21.nóvember Sígilt FM 94,3 kl. 21.00 ís- lendingar voru ekki þeir einu sem nutu góðs af kyngetu ameríska dátans. Japanir eiga einnig reynslusögur af „ástandinu" og hafa þær getið af sér tvö harmþrungin lista- verk. Annað er kvikmyndin „Sayonara“ þar sem Marlon Brando töfraði geishurnar. Samsvarandi afrakstur úr reynsluheimi íslendinga er kvikmyndin „Iceland“ þar sem skautadrottningin Sonia Heine renndi sér með korporál á hál- um ís. Hitt hugverkið er auðvit- að óperan Madama Butterfly sem Islenska óperan hefur nú tekið til sýninga. Ekki hefur enn birst ópera um „ástandið“ á íslandi. Madama Butterfly verður á dagskrá óperuþáttar- ins Encore í umsjón Péturs Hrafns Árnasonar og Þórðar Grétarssonar í kvöld á Sígilt FM 94,3. UTVARP RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Séra Kristján Valur Ingólfsson flytur. Snemma á laugardagsmorgni Þulur velur og kynnir tónlist. 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 9.03 Ut um græna grundu. Þátt- ur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. (Endurfluttur nk. þriðjudag kl. 15.03) 10.03 Veðurfregnir. 10.15 Með morgunkaffinu. 11.00 í vikulokin. Umsjón: Þröstur Haraldsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir. og auglýsingar 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Sex dagar í desember. Fjör- tíu ár siðan Halldór Laxness fékk bókmenntaverðlaun Nó- bels. Fléttuþáttur í umsjá Jóns Karls Helgasonar. Lesari: Þor- steinn Helgason. Hljóðstjórn: Anna Melsteð. (Áður á dagskrá 1993.) 15.00 Strengir. Af tónlist heima og heiman. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. 16.05 íslenskt mál. Guðrún Kvar- an flytur þáttinn. (Endurflutt sunnudagskvöld kl. 19.38) 16.20 Ný tónlistarhljóðrit. Um- sjón: Guðmundur Emilsson. 17.00 Endurflutt hádegisleikrit liðinnar viku, Þjóðargjöf eftir Terence Rattigan. Þýðing: Sverrir Hólmarsson Leikstjóri: Benedikt Árnason Sjötti til tí- undi þáttur. Leikendur: Gísli Alfreðsson,Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Margrét Guð- mundsdóttir, Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Árni Blandon Bald- vin Halldórsson, Þorsteinn Gunnarsson, Steinunn Jóhann- esdóttir og Rúrik Haraldsson. Pianóieikur: Agnes Löve ( Áður flutt 1985) 18.15 Tónlist. 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar 19.30 Auglýsingar og Veðurfregn- ir. 19.40 Óperukvöld Útvarpsins Bein útsending frá Bastiilu óperunni í París. Á efnisskrá: Tosca eftir Giacomo Puccini. Tosca: Galina , Gorchakova Cavaradossi: Plácido Domingo Scarpia: Ren- ato Bruson Angelotti: Romuald Tesarowicz 11 Sagrestano: Andrew Shore Spoletta: Georg- es Gautier Kór og hljómsveit Þjóðaróperunnar i Paris syngur og leikur; Stjórnandi er Seiji Ozawa. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir. 22.10 Veðurfregnir. Orð kvöldsins: Guðmundur Einarsson flytur. 22.30 Langt yfir skammt. Jón Hallur Stefánsson gluggar I Skóla njósnarans eftir Karl Ey- mundsson. Lesari: Sveinn Yngvi Egilsson. (Áður á dagskrá 25. ágúst sl.) 23.00 Dustað af dansskónum. Rói I kl. 19.40. Óperukvöld Úl- varpiini Bein útsending frá Basf- illu óperunni i Paris. 0.10 Um lágnættið. - Ungversk þjóðlög fyrir pianó eftir Franz Liszt. Leslie Howard leikur. - Sónata i A-dúr, ópus 13 fyrir fiðlu og pianó eftir Gabriel Fauré. Shlomo Mintz leikur á fiðlu og Yefim Bronfman á píanó. - Sönglög eftir Paul Hindemith við Ijóð eftir Friedrich Hölderlin. Dietrich Fischer-Dieskau syng- ur og Aribert Reimann leikur á píanó. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá. Fróttir ó Rós I og Rns 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.07 Morguntónar. 8.15 Bakvið Gullfoss. Harpa Arnardóttir og Erling Jóhannesson. 9.03 Laugar- dagslíf. Umsjón: Guðrún Gunnars- dóttir. 13.00 Á mörkunum. Hjörtur Howser. 14.00 Heimsendir. Um- sjón: Jón Gnarr og Siguijón Kjart- ansson. 16.05 Rokkland. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 17.00 Með grátt i vöngum. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfréttir. 19.40 Ekkifréttir frá morgni endur- teknar 20.30 Vinsældalisti götunn- ar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnars- son. 22.10 Veðurfregnir. 22.15 Næturvakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henningsson. 1.00 Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá. NJETURÚTVARPID 2.00 Fréttir. 4.30 Veðurfréttir. 5.00 Fréttir. 6.00 Fréttir og fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. ADALSTÖDIN 90,9 / 103,2 9.00 Inga Rún. 12.00 Gurrí. 15.00 Enski boltinn. 17.00 Hipp og Bítl. 19.00 Daníel Freyr. 22.00 Einar Baldursson. 3.00 Tónlistardeild. BYLGJAN FM98.9 9.00 Morgunútvarp. Eirikur Jóns- son og Sigurður Hall. 12.10 Laug- ardagsfléttan. Erla Friðgeirs og Halldór Bachmann. 16.00 íslenski listinn. Jón Axel Ólafsson. 20.00 Laugardagskvöld. Ragnar Páll. 3.00 Næturvaktin. Fróttir kl. 10, II, 12, 14, 15, 16, 17 og 19.19. BYLGJAN, ÍSAFIRÐI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Siminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSIÐ FM 96,7 10.00 Þorleifur Ásgeirsson. 13.00 Léttur laugardagur. 16.00 Lára Yngvadóttir. 18.00 Baldur Guð- mundsson. 20.00 Baldur Guð- mundsson. 20.00 Ingólfur Arnar- son. 23.00 Næturkvaktin. 3.00 Ókynnt tónlist. FM 957 FM 95,7 10.00 Sportpakkinn. Hafþór Svein- jónsson og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Björn Róbertsson. 16.00 Pétur Valgeirsson. 19.00 Jón Gunnar Geirdal. 22.00 Pétur Rún- ar, Björn Markús. 23.00 Mixið. I. 00 Björn, Pétur. 4.00 Næturdag- skrá. KLASSÍK FM 106,8 10.00 Randver Þorláksson og gest- ir. 12.00 Blönduð tónlist. 16.00 Endurtekin óperukynning. Umsjón Randver Þorláksson. 18.30 Blönd- uð tónlist. LINDIN FM 102,9 8.00 Blönduð tónlist. 9.00 Barna- tími. 9.30 Tónlist með boðskap. II. 00 Barnatími. 12.00 íslensk tónlist. 13.00 í fótspor frelsarans. 16.00 Lofgjörðartónlist. 17.00 Blönduð tónlist. 18.00 Róleg tón- list. 20.00 Við lindina. 23.00 Ungl- ingatónlist. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00 Með Ijúfum tónum. 10.00 Laugardagur með góðu lagi. 12.00 Sigilt hádegi. 13.00 Á léttum nót- um. 17.00 Sígildir tónar. 19.00 Við kvöldverðarborðið. 21.00 Á danss- kónum. 24.00 Sígildir næturtónar. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 9.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 13.00 Með sítt að aftan. 15.00 X-Dómínósiistinn, endurflutt. 17.00 Rappþátturinn Cronic. 19.00 Party Zone. 22.00 Næturvaktin. ÞRUMAN FM 88,6 8.00 Tónlist af geisladiskum. 8.30 Stjáni stuð. 11.00 Tónlist af geisladiskum. 13.00 Tveir á uppleið með Stjána og Samma. 16.00 Bröndukvísl síðdegis með Soffíu og Gústa. 18.00 Gulli og Maggi. 22.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.