Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Útsendingar sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar hefjast í kvöld „BEAVIS og Butt-head“ verða seint taldir ir andans menn, en eiga samt fjölmarga aðdá- endur víða um heim. Þeir verða á Sýn klukk- an 19.30. „THE ADVENTURES of Ned í Blessing" er nafnið á einum - fjölmargra spennu- og ævin- týramyndaflokka Sýnar. Þetta eru hörku vestrar með réttum skömmtum af byssubardögum og eltingaleikjum. ANDY MacDowell og Liam Neeson leika aðalhlutverkin í myndinni „Ruby Cairo“ sem sýnd verður á Sýn klukkan 21.00 þriðjudaginn 21. nóvember. FYRSTA biómyndin sem Sýn sýnir er „Young Americans", spennu- trillir með Harvey Keitel í aðalhlutverki. Einfökl umgjörð - Qölbreytt innihald verið fest kaup á sígildum þáttum á borð við M*A*S*H* og „Star Trek“. „KUNG FU“ þættirnir gerðu David Carradine að stjömu fyrr á árum og nú hefur hann snúið aftur í „Kung Fu, the Legend Contin- ues“. Eins og nafnið bendir til eru hér á ferðinni spennuþættir þar sem austurlensk bardagalist ræður för. UNDIR miðnættið á laugardagskvöldum verður ávallt sýnd ein \jós- blá mynd á Sýn. Sú fyrsta, núna á laugardaginn, heitir „Sexual Response" og bomban Catherine Oxenberg leikur aðalhlutverkið. ÚTSENDINGAR Sýnar hefjast í kvöld, fimmtudagskvöld og strax fyrsta kvöldið verður dagskráin í takt við það sem koma skal. Hún hefst þó ekki fyrr en klukkan átta í kvöld, en annars ávallt klukkan 17.00 síðdegis. í kvöld hefst dag- skráin á sérstökum klukkustund- arlöngum kynningarþætti, þar sem gefin verða sýnishom af því efni sem Sýn mun hafa á boðstólum á næstunni. Klukkan niu hefst kvik- myndin Ungu Ameríkanamir (Young Americans) og að henni lokinni þátttur úr spennumynda- flokknum „Sweeney". Dagskrá Sýnar verður öllum opin fyrstu dagana, en frá og með þriðjudeginum 21. nóvember verð- ur hún lokuð fyrir aðra en áskrif- endur Stöðvar 2. Til kynningar verður svo Sýn opin áskrifendum Stöðvar 2 að minnsta kosti fram yfír jól og áramót, án endurgjalds. Dagskrá Sýnar verður í tiltölu- lega föstUm skorðum, og auðvelt fyrir áhorfendur að átta sig á upp- byggingu hennar. Innan rammans verður síðan reynt að koma fyrir fjölbreytilegu efni: Kl. 17.00-19.30 Tónlist Síðdegis alla daga verða sýnd vinsæl tónlistarmyndbönd með ís- lenskum kynningum. Boðið verður upp á ýmsa efnisflokka, svo sem það nýjasta og heitasta, rólega pakka, þungarokk, „greatest hits“, og fleira og fleira. Þarna verða sýnd íslensk myndbönd og erlend. Kl. 19.30-20.00 Léttmeti Frá klukkan hálf átta til átta verður boðið upp á grínefni, létta myndaflokka sem öðlast hafa mikl- ar vinsældir. Til að byija með eru það hinir seinheppnu félagar „Bea- vis og Butt-head“ sem sjá um að kitla hláturtaugarnar og einnig reiðhjólasendlarnir í gamanþátt- unum „Double Rush“. KI. 20.00-21.00 Myndaflokkur Áður en bíómynd kvöldsins hefst er í boði vikulegir sjálfstæðir þætt- ir úr vinsælum myndaflokkum, t.d. um hina bresku „Roughnecks", kvenlöggurnar í „Sirens", ráðgát- uraar í „Missing Persons", hasarinn í „Kung Fu“ svo eitthvað sé nefnt af því sem verður í dagskránni fyrstu dagana. En einnig hefur Kl. 21.00-22.30 Kvikmyndasýning Oll kvöld nema sunnudagskvöld verða frumsýndar kvikmyndir klukkan níu. Þetta verða myndir af öllum gerðum og flokkum, þó reynt verði að láta góðar spennu- myndir ganga fyrir öðrum. Alls verða á Sýn frumsýndar 7 kvik- myndir í viku. Kl. 22.30-23.30 Spennumyndaflokkur Að lokinni kvikmynd kvöldsins verður aftur sýndur þáttur úr myndaflokki. Það fer eftir lengd bíómyndarinnar hvenær hann hefst. Yfirleitt klukkan hálf ellefu, en stundum klukkan ellefu. Hinn geysivinsæli „Hunter" (uppruna- legu þættimir) verður þaraa einu sinni í viku, „Sweeny", sem einnig er þekktur og vandaður mynda- flokkur, verður á sinum stað, en einnig t.d. „Dark Justice", um dóm- ara og vandasöm störf hans, „Walk- er, Texas Ranger“, er vinsæll myndaflokkur í vestrastíl, og einnig „ Adventures of Ned Blessing". Viðbót um helgar Um helgar, þ.e. á föstudags- og laugardagskvöldum, bætist síðan við ein kvikmynd, og verður seinni laugardagskvöldsmyndin (jósblá, þ.e. í 4jarfari kantinum. Myndin næsta laugardagskvöld heitír „Sexual Response“ og er með Shannon Tweed og Catherine Ox- enberg í aðalhlutverkum. Á fóstu- dagskvöldið verður mynd fyrir hörkutólin, „Death Wish 5“ með Charles Bronson. íþróttakvöld á sunnudögum Sunnudagskvöldin verða svo með allt öðru sniði. Þá ráða íþróttírnar ferðinni frá klukkan átta til klukk- an ellefu. Byijað verður jafnan á íshokki frá bandarísku atvinnu- mannadeildinni NHL, síðan verður golfþáttur þar sem frægustu golf- arar heims spreyta sig á mörgum strekustu golfmótunum, og klukk- an tíu hefst þáttur sem án efa verð- ur ny'ög vinsæll, en það era sýnis- hom af því besta í ameríska fótbolt- anum, NFL deildin í öllu sínu veldi. Dagskrárumgjörðin sem hér hef- ur verið Iýst er svo brotin upp ann- að slagið með sérstökum viðburð- um. Sem dæmi um slíkt má nefna að strax á miðvikudaginn í næstu viku, 22. nóvember, verður sýndur knattspymuleikur í Meistaradeild Evrópu milli stórliðanna Ajax frá Amsterdam og Real Madrid. Leik- urinn hefst klukkan 19.20 og lýkur ekki fyrr en tæpum tveimur tímum síðar. Dagskránni verður því hnik- að tíl, til að rýma fyrir leiknum. Islendingar eiga þátt í tveimur fyrstu bíómyndunum Til að gefa tóninn fyrir það sem koma skal verður bíómynd kvölds- ins hörkuspennandi sakamála- mynd, Ungu ameríkanarair, „The Young Americans", með hinum eft- irsótta Harvey Keitel (Reservoir Dogs, The Bad Lieutenant) í aðal- hlutverki. Þar segir frá Lögreglu- foringjanum John Harris sem kem- ur frá New York sem ráðgjafi l\já Lundúnalögreglunni. I London standa menn ráðþrota gagnvart röð af hrotalegum morðum sem enginn veit hver stendur á bak við. Harris kannast fljótlega við handbragðið og upphefst æsileg atburðarás þar til yfír lýkur. Mikið af nýrri og góðri tónlist er í myndinni, en aðal- lag hennar er einmitt lagið „Play Dead“ með Björk Guðmundsdóttur. Á föstudagskvöldið er mynd kvöldsins gjörólík þó ekki sé hún síður spennandi, „Dream Lover“, með James Spader og Madchen Amick. Spader leikur þar vinsælan arkitekt sem virðist ganga allt i tiaginn, nema hvað þjónaband hans er í molum og endar með skilnaði. Hann hittir aðra konu, fellur gjör- samlega fyrir henni og í fyllingu timans giftast þau og eignast barn. En undarlegar grunsemdir taka að læða sér inn í hug arkitektsins og hann tekur sér ferð á hendur til að kanna fortíð eiginkonunnar. Þar kemst hann að furðulegum stað- reyndum og við heimkomuna bíða enn fleiri uppljóstranir. Það er Sig- uijón Sighvatsson sem er einn af framleiðendum myndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.