Morgunblaðið - 16.11.1995, Side 1

Morgunblaðið - 16.11.1995, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fltorgptttMðttfö 1995 FIMMTUDAGUR 16. NOVEMBER BLAÐ HANDKNATTLEIKUR DREGIÐ var í 16-liða úrslit í bikarkeppni Körfu- knattleikssambands íslands í gær. Stórleikur 16-liða úrslitanna verður tvímælalaust viðureign Hauka og íslandsmeistara Njarðvíkinga í Hafn- arfirði, en Haukar hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og því gæti róðurinn orðið Njarð- víkingum erfiður. Bikarmeistarar Grindvíkur taka á móti Tindastól frá Sauðárkróki og það er jafnframt ljóst er að eitt 1. deildarlið kemst í 8-liða úrslit því Leiknir dróst gegn Selfossi eða Dalvík. Eftirtalin lið drógust saman, það lið sem fyrr er talið fær heimaleik. Haukar - Njarðvík, KR - Kefla- vík, Valur - Skallagrímur, Þór Ak. - Snæfell/ÍS-GKG, Grinda- vík - Tindastóll, í A - ÍR, Breiða- blik - Reynir/UMFN b-KFÍ, Dal- vík/Selfoss - Leiknir. Einnig var dregið í kvenna- flokki. Þar eru ellefu lið í pottin- um og voru því aðeins sex þeirra dregin út en hin fimm silja yfir og komast beint í 8-liða úrslit. Þessi lið drógust saman: KR - Grindavík Njarðvík - Breiðablik Tindastóll - ÍA. Þau lið sem sitja yfir í fyrstu umferð eru: Valur, Keflavík, ÍR, Skallagrímur og ÍS. Leikirnir eiga að fara fram fimmtudaginn 23. nóvember. Haukar taka á móti Njarðvíkingum í bikarnum Bjarni aftur til Þórs Á toppnum Morgunblaðið/Kristinn HAUKASTÚLKUR halda efsta sætinu f 1. delld kvenna eftir sigur sinn á Víkingum í gærkvöldi. Hér er þaö Judit Esztergal sem er með boltann en Víklngurinn Svava Slgurðardóttir er til varnar. Þetta er fyrsta árið sem Esztergal leikur með Haukum en áður lék hún með Eyjastúlkum og gerði góða hluti þar. Eyjastúlkur stöðvuðu slgurgöngu Stjörnunnar í gær, eins og þær gerðu raunar við Víklnga í fyrra og virðast þær hafa lag á að stöðva sigurgöngu efstu liðanna. BJARNI Sveinbjörnsson, hinn marksækni leikmaður frá Akur- eyri, sem þjálfaði og lék með Dalvíkingum sl. keppnistímabil, hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við 2. deildarlið Þórs. Bjarni hefur alltaf leikið með Þór, fyrir utan tvö keppnistíma- bil — eitt með ÍBV og eitt með Dalvík. ! i 1 Sigurganga Stjörnunnar stöðvuð í Eyjum KORFUKNATTLEIKUR Sjö nýliðar ■ 20 manna hópi Jóns Kr. landsliðsþjálfara Guðmundur Bragason tekur við fyrirliðastöðunni af landsliðsþjálfaranum EYJASTÚLKUR stöðvuðu sigur- göngu Stjörnunnar í fyrstu deild kvenna í gærkvöldi er liðin gerðu 24:24jafntefli og er þetta fyrsta stigið sem Sigfús G. Garðabæingar Guðmundsson tapa í deildinni í skrifar frá vetur. Leikurinn yjum var jafn og fjörug- ur lengstum. Gestirnir náðu tveggja marka forystu er skammt var til leikhlés, 9:11, en þá hrukku Eyjastúlkur heldur betur í gang og gerðu fjögur mörk í röð og höfðu 13:11 yfir í leikhléi. En það var ekki sami glansinn yfir leik þeirra í upp- hafi síðari hálfleiks því þá mis- notuðu þær meðal annars tvö vítaköst. Þetta nýttu Garðbæing- ar sér og staðan var 17:21 er tíu mínútur voru eftir, en sigurinn var alls ekki í höfn. Eyjastúlkur börðust vel og jöfnuðu 24:24 er mínúta var eftir, og þar við sat þrátt fyrir að hvort lið fengi eina sókn fyrir leikslok. SJÖ nýliðar eru í 20 manna landsliðshópi Jóns Kr. Gísla- sonar landsliðsþjálfara í körfu- knattleik, en hann tilkynnti hópinn í gær. að sem vekur ef til vill mesta athygli í sambandi við hópinn er að einn nýliðinn er 31 árs gam- all. Þetta kemur eflaust ekki á óvart því Davíð Grissom hefur leikið vel og um áramótin verður hann lögleg- ur með landsliðinu. Aðrir nýliðar eru Bergur Eðvarðsson úr Haukum, Birgir Orn Birgisspn úr Þór, Eirikur Önundarson úr ÍR, Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík, Páil Krist- insson, Njarðvík, og Pétur Guð- mundsson frá Tindastóli. Aðrir í fyrsta landsliðshópi ný- ráðins þjálfara eru Albert Óskars- son, Faíur Harðarson og Guðjón Skúlason úr Keflavík, Guðmundur Bragason, Hjörtur Harðarson og Marel Guðlaugsson úr Grindavík, Herbert Arnarson úr ÍR, Hermann Hauksson úr KR, Hinrik Gunnars- son úr Tindastóli, Jón Arnar Ingv- arsson og Sigfús Gizurarson úr Haukum, Kristinn Friðriksson úr Þór og Teitur Örlygsson úr Njarð- vík. Síðustu leikir í úrvalsdeildinni fyrir jól verða 17. desember og daginn eftir hefst undirbúningur liðsins fyrir tvo landsleiki við Eista hér -heima milli hátíðanna. „Aðal- merkmið mitt er þó að koma ís- landi áfram í Evrópukeppninni í vor en þá leikum við í riðli með Alban- íu, írlandi, Danmörku, Lúxemborg og Kýpur og tvær þjóðir komast áfram. Við eigum mikla og raun- hæfa möguleika á að komast áfram Davíö Pðll Grlssom Krlstlnsson úr riðlinum og ætlum okkur það,“ sagði Jón Kr. um val sitt á hópnum. Hann sagðist mundu segja þeim sem dyttu út úr hópnum frá því fyrir jól þannig að menn gætu hald- ið jólin hátíðleg án þess að þurfa að mæta á æfingar. „Ég legg áherslu á að hafa sama kjarnann og verið hefur í landsliðinu en vel að auki unga stráka sem ég tel að eigi eftir að taka við af þeim eldri er fram líða stundir og því tel ég rétt að gefa þeim tækifæri til að kynnast landsliðinu. Reyndar eru einnig eldri nýliðar í hópnum og í sambandi við þá er ég fyrst og fremst að hugsa um Evrópuriðilinn í vor,“ sagði Jón Kr. og bætti því við að það hefði verið nokkuð erfitt að velja hópinn og hann gæti auð- veldlega breyst ef einhverjir færu að leika mjög vel sem ekki eru í hópnum. Jón sagðist vera búinn að tilnefna fyrirliða og það væri Guðmundur Bragason framheiji liðsins, enda væri hann reyndasti maður lands- liðsins og hefði verið varafyrirliði hjá sér undanfarin ár. KIMATTSPYRNA: ÍRAR OG HOLLEIMDINGAR LEIKA AUKALEIK UM SÆH í EM / D8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.