Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ. FRÉTTIR Fleiri gætu komið að Lands- virkjun INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði á borgar- stjórnarfundi í gær, að hún teldi það ekki vera lögmál að einungis ríki og sveitarfélög ættu hlut í Landsvirkjun. „Því skyldu ekki fleiri geta kom- ið þar að. Það eru ýmsir aðilar, sem þar geta komið til álita, sem gætu verið tilbúnir til þess að eign- ast hlut í þessu fyrirtæki," sagði Ingibjörg og bætti við að sér fynd- ist óþarfi að einskorða hugsun sína um framtíð fyrirtækisins við lögin eins og þau væru í dag. Borgin leysi til sín Sogsvirkjanir Við sömu umræðu í borgar- stjórninni sagði Alfreð Þorsteins- son, borgarfulltrúi R-listans og fulltrúi borgarinnar í stjórn Lands- virkjunar, að þeirri spurningu hefði verið varpað fram hvort Reykjavíkurborg ætti ekki að leysa stofnframlag sitt í Lands- virkjun til sín ef hún færi út úr fyrirtækinu. Þar sagðist hann eiga við Sogsvirkjanirnar og velti því upp að Reykjavíkurborg gæti þá framleitt orku fyrir sig og sinn markað með þeim virkjunum ásamt fyrirhuguðu raforkuveri á Nesjavöllum. Akureyrin á heimleið með metafla íslensks fiskiskips Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson AKUREYRIN EA að veiðum í Smugunni. Aflaverðmætið 120 millj- ónir króna eftir 67 dagatúr AKUREYRIN, frystitogari Sam- heija, er nú á leiðinni heim úr Smug- tmni með mesta og verðmætasta þorskafla nokkurs íslenzks fiskiskips fyrr og síðar. Verðmæti aflans er um 120 milljónir króna, en alls er Akureyrin með 426 tonn af flökum, sem svarar til um 1.100 tonna upp úr sjó. Afiaverðmæti Akureyrarinnar úr Smugunni á þessu ári er því orð- ið um 205 milljónir króna. Skipstjóri á Akureyrinni er Árni Bjamason. Akureyrin verður alls um 67 daga í þessari veiðiferð og segir Þorsteinn Vilhelmsson, einn eigenda Samherja, að hún hafi verið löng og ströng. Hins vegar hafi það miklu máli skipt, að þorskurinn hafi verið mun stærri nú í haust en fyrr í sumar og í fyrra, nánast eingöngu rígaþorskur, sama og ekkert smátt og því fáist hærra verð fyrir flökin. „Við erum mjög ánægðir með þennan árangur hjá strákunum og vonandi eru þeir ánægðir einnig, en það tekur á að fara svona langa túra.“ Hásetahlutur í þessum túr er um 1,3 milljónir króna, en rétt að geta þess að hann dreifíst á að minnsta kosti 80 daga tímabil að meðtöldum túrnum og stoppum í höfn. Undir það síðasta í túrnum núna var farið að taka verulega undan veiðinni auk þess mörg rússnesk skip voru komin á slóðina, sem er óvenjulegt. Því var ákveðið að halda heim, þrátt fyrir að enn væri lítils- háttar pláss í lestum. Aðeins tvö skip frá Samheija fóru í Smuguna í sumar. Margrét fór einn túr og Akureyrin tvo. Samtals fengu skipin 2.700 tonn af þorski upp úr sjó að verðmæti um 245 milljónir. í fyrra fóru fjögur skip frá Samheija í Smuguna og öfluðu alls 4.300 tonna upp úr sjó. Jólasveinar meðgjafírtil Hvíta-Rússlands ALÞJÓÐASTOFNUNIN Friður 2000 ætlar að senda Boeingþotu flugfélagsins Atlanta með jóla- gjafir til barna í Hvíta-Rússlandi, sem þjást vegna afleiðinga Tsjernobýl-slyssins. Nú hefur hafist jólapakkasöfnun á írlandi og í Bretlandi og Friður 2000 er að hefja söfnun hér á Iandi. Tilvalið er að gefa vel með farin leikföng í söfnunina, pakka þeim inn og merkja hvaða aldurshópi þau henta. Þá er mikill skortur á hlýjum fatnaði, en betra er að pakka honum ekki inn. Tekið er á móti pökkum í Austurstræti 17. Þá óskar Friður 2000 eftir sjálfboðaliðum til aðstoðar við undirbúning flugsins og efnir til fundar á Hótel Borg kl. 14 á sunnudaginn. Morgunblaðið/Björn Blöndal Reglugerð um ostainnflutning Leyft að flytja inn allar osta- tegundir GUÐMUNDUR Bjarnason land- búnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um úthlutun á tollkvót- um vegna innflutnings á smjöri og ostum. Reglugerðin felur í sér að heimilt verður að flytja inn all- ar gerðir af ostum, en eldri reglu- gerð gerði ráð fyrir að ostar, sem ekki eru framleiddir hér á landi, hefðu forgang fram yfir aðra osta þegar tollkvótum væri úthlutað. Reglugerðin tekur til innflutn- ings fram til 1. júií 1996. Úthlutað verður á lægri gjöldum 32.000 kílóa smjörkvóta til innflutnings, 33.000 kílóa kvóta af ostum til almennra nota og 24.000 kílóa kvóta af ostum til iðnaðar- og matvælagerðar. Átta tonnum skilað Fyrr á þessu ári var úthlutað kvóta til innflutnings á 19.000 kílóum af ostum. Innflutningsaðil- arnir skiluðu hins vegar inn til landbúnaðarráðuneytisins 8.000 kílóa kvóta og þeim kvóta er end- urúthlutað nú. Samkvæmt GATT- samningunum hefur ísland skuld- bundið sig til að flytja inn 68.000 tonn af ostum á lægri gjöldum. Ólafur Friðriksson, deildar- stjóri hjá landbúnaðarráðuneyt- inu, sagðist telja að ástæðan fyr- ir því að tollkvótum hefði verið skilað til baka væri sú að um væri að ræða nýjung sem tíma tæki að vinna sér markað. Eins væri líklegt að ákvæði um að ost- ar sem ekki eru framleiddir hér á landi hefðu forgang hefði haft áhrif á ákvarðanir innflutningsað- ilanna. Tollkvótarnir verða auglýstir á næstu dögum og er búist við að frestur til að skila inn tilboðum renni út um næstu mánaðamót. Ólafur sagði að ef eftirspurn eftir tollkvótum yrði mikil gæti komið til þess að óskað yrði eftir tilboðum í tollkvótann líkt og gert var þeg- ar unnar kjötvörur voru fluttar til landsins. * Olíkar skoðanir á tillögum tveggja lögfræðinga um breytingar á skaðabótalogrmum SAMBAND íslenskra tryggingafé- laga ætlar að láta skoða hver yrðu fjárhagsleg áhrif af því ef frumvarp til breytinga á skaðabótalögum, sem Gestur Jónsson hæstaréttar- lögmaður og Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari hafa samið fyrir allsheijarnefnd Alþingis, verður lögfest. Sigmar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga, telur að ef tillög- urnar verða lögfestar muni þær leiða til hærri iðgjalda. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmað- ur telur hins vegar ekki sjálfgefíð að svo verði. „Við í vátryggingageiranum vor-_ um að fá þessa skýrslu í hendur. í fljótu bragði sýnist mér að gangi hugmyndir skýrsluhöfunda eftir muni bótaréttur þeirra, sem telja sig hafa orðið í'yrir líkamstjóni, verða verulega ríkari eft hann er í dag. í skýrslunni er hins vegar eng- in tilraun gerð til þess að meta fjár- hagsleg áhrif þessara tillagna. Það hlýtur að vera afar mikilvægt fyrir alísheijarnefnd og aðra sem málið varðar, að fá í hendur. upplýsingar um fjárhagsleg áhrif frumvarpsins. Ekki sist er þetta mikilvægt þegar Tryggingafélögin telja að iðgjöld muni hækka fyrir liggur að bótagreiðslur ís- lensku tryggingafélaganna eru miklu hærri en almennt tíðkast í nágrannalöndum okkar. Að þessu leyti er skýrslan ófullkomin,“ sagði Sigmar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga. Samhengi milli bóta og iðgjalda Sigmar sagði augljóst mál að samhengi væri á milli bótagreiðslna fyrir líkamstjón og iðgjalda, sem viðskiptavinir tryggingafélaganna greiða. „Það er alveg ljóst að ef þessar tillögur hafa í för með sér hærri bótagreiðslur vegna líkams- tjóna þá þarf ekki að hafa um það mörg orð að þær hafa klárlega áhrif á iðgjöld í vátryggingum, einkum og sér í lagi lögboðnum ökutækjatryggingum.“ Sigmar sagði að setning skaða- bótalaga, sem tóku gildi árið 1993, hefði falið í sér ótvíræða framför frá þeim reglum sem áður giltu. Það væri mjög miður að ekki skyldi hafa tekist friður um lagasetning- una. Hann sagði það sitt mat að lítið væri farið að reyna á löggjöfina ennþá og eðlilegra hefði verið að gefa henni lengri reynslutíma. „Það var yfírlýst markmið þess- arar lagasetningar að þeir sem höfðu orðið fyrir miklum líkams- áverkum og miklu tjóni fengju hærri bætur og það hlyti að gerast á kóstnað þeirra sem höfðu ekki orðið fyrir neinu raunverulegu tjóni. Ég fæ ekki betur séð en þau skaða- bótaiög sem við búum við núna taki ágætlega á þessum megin- markmiðum, þótt vissulega megi finna ákvæði í lögunum sem, að mínu mati, mættu fara betur,“ sagði Sigmar. Tjónþolar eiga ekki að greiða niður iðgjöld „Ég tel að þetta séu mjög vel unnar tillögur,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmað- ur, en hann hefur opinberlega gagn- rýnt skaðabótalögin harðlega. „Op- inber gagnrýni mín á lögin héfur verið einskorðuð við margföldun- arstuðul laganna. Ég hef sagt að hann væri fjarri því að mæla mönn- um fullar bætur fyrir íjártjón og í þessum tillögum felst fullkomin staðfesting á réttmæti þeirrar ábendingar.“ Jón Steinar sagði ekki sjálfgefíð að hækkun á margföldunarstuðli skaðabótalaga þyrfti að leiða til hærri iðgjalda hjá tryggingafélög- unum. Það þyrfti að líta á fleira en þá þætti sem tillögur tvímenn- inganna lúta að. „Það skiptir einn- ig verulegu máli að í skaðabóta- lögunum, sem tóku gildi árið 1993, er tekin upp ný gerð örorkumats, þ.e. fjárhagslegt örorkumat. Þetta hefur enginn gagnrýnt enda.er þar verið að leitast við að finna betri mælikvarða á fjárhagstjón fram- tíðarinnar. Það er þegar orðið ljóst af störfum örorkunefndar, að fjár- hagsleg örorka er í fjölda mála metin miklu lægri heldur en hún hefði verið metin ef miðað hefði verið við eldri aðferðir. Þetta skipt- ir miklu máli og á án efa eftir að leiða til verulegrar lækkunar á heildarbótagreiðslum tryggingafé- laganna." Jón Steinar sagði ekki eðlilegt að sá sem yrði fyrir líkamstjóni tæki þátt í að niðurgreiða iðgjöld fyrir tryggingafélögin. Markmiðið hlyti að vera að bæta tjónþolanum það tjón sem hann yrði fyrir. Síðan yrðu iðgjöld að taka mið af því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.