Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tilraun hafin með myndavélar við fjölfarin gatnamót en refsiheimild vantar Breyting undirbúin sem gerir bíleigendur ábyrga ÞESSI mynd var tekin með eftirlitsmyndavél borgarinnar á mótum Kringlumýrarbrautar, Suðurlandsbrautar og Laugaveg- ar. Grænt ljós logaði fyrir bíla sem óku austur Laugaveg þegar myndin var tekin. Borðinn efst á myndinni sýnir m.a. klukkan hvað myndin er tekin, hvaða dag og, þegar við á, hve langur tími líður frá því að rautt Ijós kviknar og þar til brot er framið. FRUMVARP til breytinga á umferð- arlögum verður líklega lagt fram á Alþingi í vetur til að unnt verði að nota myndavélar við gatnamót til að afla sönnunargagna í lögreglu- málum vegna aksturs á móti rauðu ljósi. Nái breytingin, fram að ganga verður s.kráður eigándi bíls ábyrgur takist ekki að sanna hver setið hafi undir stýri þegar brot var framið. Reykjavíkurborg hefur komið myndavélum upp við sex fjölfarin gatnamót í borginni en þær eru enn sem komið er aðeins í notkun í tii- raunaskyni. Ökumenn 108 bíla af 6.116 sem óku norður Kringlumýr- arbraut og yfir gatnamót Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar á 18 klukkustunda tímabili sl. þriðjudag, fóru yfir gatnamótin á rauðu ljósi, að því er myndavél við gatnamótin leiddi í ljós. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur tölvunefnd fjallað um hvort notkun þessara myndavéla sé heimil hér á landi og hefur hún komist að þeirri niðurstöðu að taka megi myndir af brotlegum bílum sé myndavélum beint aftan á bílana og skráningarmerki þeirra mynduð þannig að andlit ökumanns sjáist ekki. Gert er ráð fyrir að lögregla annist rekstur myndavélanna og sjái um að senda eiganda ökutækis, sem talið er að hafí verið ekið yfír gatna- mót á móti rauðu ljósi, kröfu um sektargreiðslu. Samkvæmt gildandi umferðar- lögum er gert ráð fyrir því að þeim sem ekur bíl yfir gatnamót á rauðu ljósi, eða fremur önnur brot í um- ferðinni, sé refsað fyrir verknaðinn en ekki skráðum eiganda bifreiðar- innar. Því þykir hæpið að unnt sé, að óbreyttum lögum, að láta skráð- an eiganda bifreiðar bera svokallaða hlutlæga ábyrgð á því að bíl hans sé ekið yfir á móti rauðu ljósi jafn- vel þótt eigandinn sjálfur sitji ekki undir stýri. Skráðir eigendur ökutækja bera hins vegar samkvæmt gildandi lög- um hlutlæga skaðabótaábyrgð á tjóni sem hlýst af notkun bifreiðar. Þórhallur Ólafsson, aðstoðar- maður dómsmálráðherra, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að stefnt væri að því að leggja fram í vetur frumvarp á Alþingi til breyt- ingar á umferðarlögum þar sem m.a. verði skoðað hvort leggja beri hlutlæga ábyrgð á akstri á móti rauðu ljósi á skráðan eiganda þeirr- ar bifreiðar sem í hlut á hveiju sinni. Þórhallur sagði að þó að í gild- andi umferðarlögum væri ákvæði um að skráðum eiganda væri skylt að upplýsa lögreglu um hver hefði stjórnað ökutæki á tilteknum tíma væri talið nauðsynlegt að kveða skýrar á í lögum um ábyrgð eigand- ans í tilvikum sem þessum. Sambærilegt í Bretlandi Hann sagði að sambærileg ákvæði væri m.a. að fínna í umferð: arlögum í Bretlandi og Ástralíu. í nokkrum nágrannalöndum, t.d. í Þýskalandi, er samkvæmt heimiid- um Morgunblaðsins heimilt að láta myndavélar af þessu tagi taka myndir framan á bíla þannig að andlit hins brotlega ökumanns sjá- ist, en eins og fyrr sagði hefur tölvu- nefnd hafnað því að sú leið verði farin hér á landi. Dagbjartur Sigurbrandsson er umsjónarmaður umferðarljósa hjá embætti borgarverkfræðings og annast uppsetningu myndavélanna fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hann vinnur nú m.a. ásamt erlendum sér- fræðingum að ýmsum tilraunum með vélarnar í prófunar- og stilling- arskyni. 108 af 6.116 brutu af sér Tilraunir með myndavélarnar hófust síðastliðinn þriðjudag. Á tímabilinu frá klukkan 15 á þriðju- degi til klukkan 9.30 að morgni miðvikudags höfðu alls 108 öku- menn gerst brotlegir með því að aka yfir stöðvunarlínu eftir að rautt ljós hafði kviknað en alls fóru 6.116 bílar norður Kringlumýrarbraut og inn á gatnamótin á þessum tíma. Önnur könnun sem gerð var á miðvikudag frá klukkan 17-23.25 sýndi að af 3.766 ökumönnum sem þá óku austur Hringbraut, yfir gatnamótin við Snorrabraut, óku 26 yfir stöðvunarlínu eftir að rautt ljós kviknaði. Að sögn Dagbjarts voru brot nokkurra ökumannanna alvarleg, þ.e.a.s. þeir óku inn á gatnamótin alllöngu eftir rauð ljós kviknaði með tilheyrandi slysahættu. Dagur íslenskr- artungu Árvissá afmæli Jónasar RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu menntamálaráð- herra um að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, verði Dagur íslenskrar tungn. Minn- ast á þessa dags í fyrsta skipti með sérstökum hætti 16. nóv- ember á næsta ári. Menntamálaráðune ytið mun þá beita sér fyrir sérstöku átaki í þágu móðurmálsins og helga daginn rækt við það. Reynt að styrkja tnnguna Björn Bjarnason mennta- málaráðherra segir næsta skref að útfæra hugmyndina að deginum. Þar þurfí að sam- eina krafta margra, fjölmiðla, skóla og stofnana. „V:ð höfum ár til að undirbúa átak. þennan dag undir þessum formerkjum og ég mun fá fleiri til liðs við mig til að ákveða hvernig það verður gert,“ segir Björn. Hann segir kveikjuna að þessu átaki löngun til að auka veg íslenskrar tungu. Víða sé áhugi á því og skynsamlegt sé að veita kröftunum í einn ákveðinn farveg, á borð við Dag íslenskrar tungu. „í stuttu máli er þetta viðleitni til að styrkja stöðu íslenskrar tungu, og ég hefði ekki flutt tillögu þess efnis nema. ég teldi skynsamlegt að veita henni öflugan stuðning," segir Bjöm. Hæstiréttur dæmir í máli manns sem slasaðist í bílveltu Sýlmaður af ölvunar- akstri en synjað um bætur Eldur í áburðar- verksmiðju ELDUR kom upp í Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi í fyrrinótt. Starfsmenn slökktu eldinn en tveir þeirra þurftu að leita lækn- isaðstoðar eftir slökkvistarfið vegna reykeitrunar. Eldurinn kom upp laust eftir klukkan 1 í fyrrinótt í blöndunar- verksmiðju. Að sögn Hákonar Björnssonar, forstjóra verksmiðj- unnar, er talið víst að kviknað hafí í amín-hitara í blöndunar- verksmiðju. Amín er nokkurs kon- ar tólg, að sögn Hákonar, sem geymd er við 80 stiga hita og notuð er til að húða og rakaveija áburðinn. Starfsmenn verksmiðjunnar hafa að sögn Hákonar fengið ■þjáifun til að bregðast við aðstæð- um sem þessum og höfðu þeir lokið við að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á staðinn. Til þess þurfti að dæla úr 6 slökkvitækjum á eldinn. Að sögn slökkviliðs hefur talsverður eldur logað, því að snúra sem heldur uppi loftljósum í þaki skálans brann í sundur og lampar í ská- lanum féllu niður. Tveir starfsmannanna sem slökktu eldinn höfðu andað að sér reyk og leituðu læknisaðstoðar þess vegna en reykeitrunin var talin minniháttar. Hákon Björnsson sagði að tjón af völdum eldsins hefði ekki verið tilfinnanlegt. Viðgerðum Ijúki í dag. HÆSTIRETTUR sýknaði í gær Sjóvá-Almennar tryggingar hf. af kröfum manns sem krafðist skaða- bóta á grundvelli kaskótryggingar vegna líkamstjóns við umferðarslys þar sem hann var grunaður um ölvun við akstur. Þrátt fyrir að maðurinn hafí ekki verið sakfelldur fyrir ölvuna- rakstur í refsimáli telur Hæstiréttur að Sjóvá-Almennum hafi verið heim- ilt að undanskilja sig bótaábyrgð. Maðurinn fótbrotnaði á báðum fót- um þegar hann ók bíl sínum út af veginum í Óshlíð, milli ísafjarðar og Bolungarvíkur, í janúar 1989. Við blóðrannsókn kom í Ijós að hann var með 2,18%o alkóhól í blóði sínu. Hann kvaðst hafa verið allsgáður þegar slys- í NÝJASTA hefti tímaritsins Nýrrar sögu ræðir Björn Bjarnason mennta- málaráðherra um sögu og þróun ís- lenskra varnar- og öryggismála, í tilefni ritgerðar dr. Vals Ingimundar- sonar um erlenda lánsfjáröflun vinstri stjómar árið 1956, og veltir því fyrir sér hvemig fjallað er um þróun íslenskra vamar- og öryggis- mála í hérlendum sagnfræðiritum og sögukennslubókum. Bjöm segir í raun spurningu, hvort að á þeim málum sé tekið í íslenskum sagnfræðiritum og kennslubókum. „Jafnframt kann að þurfa að leita lengi til að fínna einhveija sagn- fræðilega úttekt á þessu viðkvæma ið varð en hins vegar hefði hann tæmt úr vodkapela til að deyfa sársaukann eftir slysið. í sakamáli var talið að ekki hefði tekist að sanna sök manns- ins gegn neitun hans, þótt fyrir lægi m.a. vitnisburður manna sem kváðust hafa séð á honum vín þetta kvöld. Þrátt fyrir sýknudóminn neitaði tryggingafélagið manninum um bæt- ur vegna iíkamstjóns og þá afstöðu félagsins staðfesti Hæstiréttur í gær. í dómi Hæstaréttar segir að komið hafi verið að manninum mjög ölvuð- um eftir umferðarslys. Fullyrðing hans um að hafa ekki drukkið fyrr en eftir slýsið komi fyrst fram í skýrslu hálfum öðrum mánuði eftir slysið og hann hafí á engan hátt gert stjómmálaumræður liðinna tíma. Áhugamenn ættu líklega fremur að leita að upplýsingum í ritgerðum stjórnmálafræðinga en sagnfræð- inga,“ segir Björn. Hann spyr lesendur jafnframt hvort nýjar heimildir, innlendar sem erlendar, gefi ekki tilefni til þess reka að því að afla gagna til að styðja þá fullyrðingu sína. Hins vegar hafi komið fram að áður en hann ók af stað hafí hann komið á tvo staði þar sem áfengi var haft um hönd og þar sem vitni sáu greinileg merki um ölv- unareinkenni hans. Því verði ekki tal- ið að maðurinn hafí leitt líkur að stað- hæfíngu sinni um áfengisneyslu eftir slysið og beri að miða við að hann hafí verið óhæfur til að stjórna bif- reið vegna áfengisáhrifa og slysið verði rakið til þess. Tryggingafélagið hafí undanskilið sig bótaskyldu við þær aðstæður með vísan til ákvæða laga um vátiyggingasamninga en þau ákvæði eigi við um ástand mannsins þegar slysið varð. fyrir íslenska sagnfræðinga að end- urmeta viðhorfin í sögu utanríkis- mála íslenska lýðveldisins. „Kann hið sama að eiga við um kennslubækur í íslandssögu og sýn- isbækur íslenskrar Ijóðlistar, að ekki sé unnt að nota bækurnar vegna úreltra viðhorfa höfundanna?" spyr Björn í grein sinni. Okeypis höfrunga- FISKBÚÐIN Vör við Höfða- bakka ætlar í dag að gefa við- skiptavinum sínum höfrunga- kjöt. Ásgeir Baldursson, fisksali, segir að þessi gjöf sé svar fisk- búðarinnar við útsölu á lamba- kjöti, en sú útsala hafi dregið úr viðskiptum við fiskbúðir. Fiskbúðin Vör keypti 180 kílóa höfrung á fiskmarkaði í gær, en Ásgeir segir óvíst hvernig hann nýtist þegar hann hefur verið verkaður. „Við miðum við að gefa hveijum viðskiptavini um eitt kíló af höfrungakjöti, en þetta kjöt er eldað á sama hátt og hrefnukjöt, sem margir hafa borðað.“ Björn kveðst hafa ritað greinina sem áhugamaður um íslenska sögu, en einnig geti menn lesið úr efninu áhyggjur hans af stöðu sagnfræði- kennslu. „Hvernig unnt er að beita sér er annað mál, því að á framhalds- skólastigi er útgáfa námsbóka fijáls. Þetta er eitt þeirra mála sem mér finnst að þurfi að ræða og er sjálfur tilbúinn til þátttöku í slíkum umræð- um, en ráðherra skrifar ekki kennslubækur og ríkið liefur ekki útgáfu þeirra alfarið með höndum. Væri ég með tillögur og teglugerðir' til að breyta þessum málum myndu þær ekki birtast í Nýrri sögu,“ segir: Björn. Ráðherra áhyggjufullur yfir umfjöllun um íslensk öryggismál í sögubókum Viðhorf höfunda kennslubóka úrelt? máli, sem sett hefur mikinn svip á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.