Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERIIMU FRÉTTIR: EVRÓPA Sjávarútvegsráðherra segir þak á kvóta fyrirtækja koma til álita Mikilvægt að veiða hval EÐLILEGT er að heimila aflaframsal krókabáta með þorskaflahámark, að sögn Þorsteins Pálssonar, sjávarút- vegsráðherra. Þá segir hann að það geti komið til álita að setja með ein- hverjum hætti hámark á heildarkvótá einstakra fyrirtækja. Þetta kemur fram í máli Þorsteins á þingi Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands. Þar segir hann að höfuðmarkmið í fískveiðistefnu stjórnvalda háfí verið að skapa sjáv- arútvegsfyrirtækjum viðunandi sam- keppnisskilyrði og stuðla að há- marksafrakstri auðlinda hafsins til lengri tíma litið. Hann telur að þrátt fyrir ýmis ytri áföil, eins og minni aflaheimild- um og lægri verð, hafi tekist að skapa greininni hagstæð samkeppn- isskilyrði, meðal annars vegna efna- hagsráðstafana, tveggja gengis- breytinga, stöðugleika og aðhaldsað- gerða í ríkisijármálum. Raungengi íslensku krónunnar hafi ekki verið hagstæðara í langan tíma og svolít- ill hagnaður hafi verið af sjávarút- vegi undanfarin ár. „Fyrir mitt leyti hef ég ekki neitt á móti framsali krókabáta með þor- skaflahámark á aflaheimildum," seg- ir Þorsteinn. Hann segist telja eðli- legt að það verði heimilað innan hópsins. „Þetta er eitt af þeim atrið- um sem eru til umræðu milli okkar og Landssambands smábátaeigenda. Tillaga um að heimila slíkt framsal náði ekki fram að ganga á ársfundi þeirra á dögunum. Eg' get ekkert sagt fyrirfram um niðurstöðu af því.“ Við gagnrýni á að kvótinn safnist alltaf á færri og færri hendur segir Þorsteinn að það komi vel til álita að takmarka hvað einstök fyrirtæki geti átt mikinn kvóta. Hins vegar sé ljóst að uppi sé krafa um hagræð- ingu í greininni og hún náist ekki nema með framsali aflaheimilda. „Ég tel ekkert fyrirtæki óeðlilega stórt í dag, né að við stöndum frammi fyrir neinum sérstökum vanda í þess- um efnum. Það gæti komið til álit að setja með einhveijum hætti þak á heildarkvóta. Það yrði þó vanda- samt því eignaraðild að fyrirtækjum getur verið margslungin og þau átt hver í öðru. Það er þó ekki fráleitt að menn ræði þennan möguleika." Kvóti ekki st jórnarskrárvarinn Aðspurður segir Þorsteinn að kvóti sé ekki stjórnarskrárvarinn. Alþingi geti afnumið kvóta án bótagreiðslna til útgerðarmanna. „Það er alveg vafalaust að Alþingi getur skipt um fiskveiðistjómunarkerfi,“ segir hann. í frumvarpi er lagt til að hægt verði að taka veð í kvóta. Þorsteinn segir að það sé ekkert nýmæli: „Ég hygg að ekki væri mikið um lánveit- ingar til sjávarútvegsins ef aðeins ætti að lána til skipa sem hefðu eng- ar aflaheimildir.“ Hann segir að í þessum nýju veð- lögum séu settar ákveðnar reglur sem taki til allra þátta veðsetningar. Settar takmarkanir á ráðstöfunarrétt útgerða á veðsettum aflaheimildum til að tryggja rétt lánadrottna. Hvalveíðar umhverfismál „Það er mikilvægt að taka upp hvalveiðar á nýjan leik,“ segir Þor- steinn. Hann segir að það hafi aftur á móti verið erfiðleikum bundið að ná því fram, því við andsnúið um- hverfi sé að etja. Friðunarsamtök hafi pólitísk áhrif og Bandaríkja- stjóm vinni mjög ákveðið gegn þeim þjóðum sem taki upp hvalveiðar. „Við verðum að koma okkur af stað, en smátt og varlega," segir hann. „Þetta varðar ekki aðeins efna- hagsmál heldur er þetta líka um- hverfismál. Það má ekki leyfa hvala- stofnum að vaxa umfram aðra, held- ur verður að hefja hvalveiðar með ábyrgum hætti og tryggja jafnvægi í lífríki sjávar." Ný gjaldskrá fyrir póstþjónustu Frá og með 16. nóvember 1995 breytist gjaldskrá fyrir póstþjónustu. Burðargjald fyrir bréfapóst innanlands og til útlanda hækkar ekki en tekin eru upp 4 ný þyngdarþrep: 750 gr, 1250 gr, 1500 gr og 1750 gr. Gjaldskrá fyrir bréfapóst er að öðru leyti óbreytt frá 01.11.1992. Tekið verður upp 3 kg þyngdarþrep fyrir böggla innanlands. Burðargjald fyrir þá verður 275 kr og 415 kr fyrir brothætta og rúmfreka böggla innanlands. Burðargjald fyrir böggla innanlands verður að öðru leyti óbreytt. Gjaldskrá fyrir Póstgiróþjónustu til útlanda breytist. • Hámarksskaðabætur fyrir böggul sem glatast eða eyðileggst hækka í 22.500 kr. • Hámarksskaðabætur fyrir glatað ábyrgðarbréf hækka í 3.500 kr. • Skrásetningargjald fyrir verðbréf hækkar í 155 kr. • Ábyrgðargjald hækkar í 155 kr. • Skrásetningargjald fyrir verðböggla hækkar 1195 kr. • Hámarksþyngd fyrir EMS sendingar innanlands hækkar í 30 kg. • Hámarksupphæð póstávísana er hækkuð úr 300 þús. i 500 þús. kr. • VSK verður innifaiinn m.a. í póstfaxþjónustu o.fl. Póstburðargjöld 16.11.1995 Burðargjald fyrir 20 gr. bréf innanlands hefur verið óbreytt frá 01.10 1991, eöa í tæplega 50 mánuði. Ný gjaldskrá liggur frammi á öllum póst- og símstöðvum. PÓSTUR OG SÍMI Viö spörumþér sporitt Framkvæmdast|órn Evrópusambandsins Fáar tillögur um nýja ESB-löffgjöf Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hyggst aðeins leggja fram nítján frumvörp að nýrri lögg- jöf á næsta ári. Á þessu ári hefur framkvæmdastjómin lagt fram frumvörp að fímmtíu tilskipunum og hámarki náði löggjafarstarfsem- in á árinu 1990, er undirbúningur innri markaðarins stóð sem hæst. Þá vom gefín út 180 fmmvörp. Framkvæmdastjórnin er eina stofnun ESB, sem á formlegan rétt á að hafa frumkvæði að lög- gjöf. í reynd óskar þó ráðherraráð- ið oft eftir því að stjórnin útbúi tillögur um ákveðin mál. Breyttur hugsunarháttur Á meðal tillagna framkvæmda- stjórnarinnar eru frumvörp um öryggisbelti barna í bílum, eignar- hald á fjölmiðlum, flutning hættu- legra efna, vernd skóga og förgun gamalla bíla. Þótt það hafi sitt að segja að innri markaði ESB hefur nú að langmestu leyti verið komið á, er talið að samdrátturinn í löggjafar- starfseminni beri vott um breytt- an hugsunarhátt hjá fram- kvæmdastjórninni. Er Jacques Santer tók við embætti forseta hennar, lýsti hann því yfir að hann myndi draga úr ónauðsyn- legri löggjöf og bæta þá, sem framkvæmdastjórn myndi á ann- að borð eiga frumkvæði að. Þá kann afstaða framkvæmda- stjórnarinnar að endurspegla skýr- ari hugsun um framkvæmd „ná- lægðarreglunnar", sem kveður á um að mál skuli leyst á því stjórn- stigi, sem bezt er til þess fallið — með öðrum orðum að fram- kvæmdastjórnin ætti ekki að skipta sér af því sem aðildarríkin geta leyst betur af hendi. Ken Wiwa í Strass- borg KEN Wiwa, sonur nígeríska rit- höfundarins og stjórnarand- stæðingsins Ken Saro-Wiwa, sem tekinn var af lífi í síðustu viku, hitti þingmenn á Evrópu- þinginu í Strassborg að máli í fyrradag. Þingið samþykkti í gær ályktun, þar sem herstjórn- in í Nígeríu er fordæmd. Búizt er við að ráðherraráð ESB sam- þykki á mánudag með formleg- um hætti að setja vopnasölu- bann á Nígeríu, hætta að gefa út vegabréfsáritanir til níger- ískra embættismanna og frysta þróunaraðstoð. Wiwa gagnrýndi olíufélagið Shell harðlega á fundum sínum með þingmönnum og blaða- mönnum í Strassborg og sagði ótrúlegt að Shell væri nú að hefja stórframkvæmdir í Níger- íu, aðeins viku eftir morðið á föður hans og átta öðrum. Neil Kinnock, sem situr í framkvæmdastjórn ESB, sagði að olíusölubann á Nígeríu kynni að reynast nauðsynlegt ef aðrar refsiaðgerðir skiluðu ekki ár- angri. Evropsk mynt og seðl- ar eigi síðar en 2002 Frankfurt. Reuter. EVRÓPSKA peningamálastofn- unin (EMI), fyrirrennari evrópsks seðlabanka, hefur gefið út áætlun sína um það hvernig sameiginleg- ur Evrópugjaldmiðill komi í stað gjaldmiðla einstakra aðildarríkja. Stofnunin víkst undan því í skýrsl- unni að gefa upp nákvæmar dag- setningar og notar aðeins hlut- fallslegan tímaramma. Þó kemur fram í skýrslunni að gert sé ráð fyrir að snemma á árinu 1998 verði ákvörðun tekin um hver verði stofnríki Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) og þriðja og síðasta stig efna- hagssamrunans hefjist ekki síðar en 1. janúar 1999. Tillögur stofn- unarinnar eru eftirfarandi: • Evrópsk mynt og peningaseðlar verði tekin í notkun í síðasta lagi 1. janúar 2002 og seðlar og mynt aðildarríkjanna falli úr gildi í síð- asta lagi hálfu ári síðar. • Ári fyrir upphaf þriðja stigs ákveði leiðtogar ESB-ríkja hvaða ríki verði með og hver ekki. Á þessum tíma verði evrópski seðla- bankinn jafnframt settur á stofn. • Ári síðar, um leið og þriðja stig- ið hefst, verði gengi gjaldmiðla aðildarríkja EMU læst saman til frambúðar. Seðlar og mynt ríkj- anna verði samt fyrst um sinn eini gildi gjaldmiðillinn á almennum markaði og verði hver gjaldmiðil- seining reiknuð sem hlutfall úr evrópsku mynteiningunni. • Einkafyrirtæki megi nota evr- ópsku mynteininguna í viðskiptum sín á milli frá byrjun þriðja stigs, en beri ekki skylda til þess. Á þessum tíma byrji Evrópusamtök seðlabanka (ESCB) að miða við Evrópumyntina í stefnumótun sinni. • I mesta lagi þremur árum eftir upphaf þriðja stigs byrji ESCB að gefa út evrópska peningaseðla og skipta þeim fyrir seðla aðildarríkj- anna. • Sex mánuðum síðar verði skipt- in yfir í sameiginlega Evrópumynt fullkomnuð. Seðlar og mynt aðild- arríkjanna verði ekki gjaldgeng lengur og aðeins hægt að skipta þeim í bönkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.