Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fjárlagadeilan í Bandaríkjunum óvenju erfið viðureignar Báðir flokkarnir leggja pólitíska æru sína að veði FJÁRLAGADEILAN í Banda- ríkjunum snýst um ágreining milli flokkanna, repúblikana og demó- krata, um leiðir til að ná niður fjár- lagahallanum. Vilja þeir fýrr- nefndu, að það verði gert á sjö árum og skattar jafnframt lækkaðir á sama tíma, en þeir síðamefndu stefna að því að ná honum niður á 10 árum til að komast hjá of mikl- um niðurskurði. Það er ekkert nýtt, að tekist sé á um fjárlögin á Bandaríkjaþingi og einkum þegar staðan er þannig, að forsetinn hefur ekki meirihluta þingmanna á bak við sig. Þannig var það löngum í forsetatíð þeirra Ronalds Reagans og George Bush, demókratar höfðu töglin og hagld- irnar á þingi, og nú eru það repú- blikanar, sem setja Bill Clinton for- seta stólinn fyrir dymar í krafti meirihluta síns í báðum deildum. Á síðustu 14 árum hefur það komið fyrir fjórum sinnum, að ekki hefur tekist að afgreiða fjárlögin í tæka tíð og alríkið þar með misst greiðsluheimildir sínar. Hingað til hefur þó ávallt tekist að semja um málin á skömmum tíma en nú er staðan allt önnur og miklu erfíðari. Fyrir kosningamar í nóvember í fyrra, sem vom mikill sigur fyrir repúblikana, settu þeir fram stefnu- skrá, „Samning við Bandaríkin", og þar lögðu þeir hvað mesta áherslu á að ná niður fjárlagahal- lanum og lækka skatta. Að því hafa þeir síðan unnið og virðast þess albúnir að leggja pólitíska æru sína að veði í því stríði, sem þeir standa nú í við Clinton og demó- krata. Félagsleg útgjöld skorin niður Ekki er minna í húfi fyrir demó- krata, sérstaklega forsetann. For- setakosningar em á næsta ári og Clinton er ákveðinn í að koma í veg fyrir repúblikanar fái sínu fram- gengt. Tillögur repúblikana em þær, að fjárlagahallanum verði náð niður á sjö árum, á tímabilinu fram til 2002, og skattar jafnframt lækkaðir um 240 milljarða dollara. Til að fjár- magna þennan niðurskurð vilja þeir skera niður framlög til heilbrigðis- mála, ekki síst niðurgreiðslu ríkisins á þjónustu við aldraða og fátæka, til umhverfísmála og til ýmissa annarra félagslegra útgjalda. Clinton og demókratar segjast vilja standa vörð um velferðarkerfíð þótt þeir séu alls ekki andvígir ein- hveijum niðurskurði þar og því leggja þeir til, að fjárlagahallanum verði eytt á allt að tíu árum til að milda aðgerðirnar. Ólíkar hagvaxtarspár Flokkana greinir einnig á um annað atriði, sem miklu máli skipt- ir. Repúblikanar gera ráð fyrir hægum hagvexti á næstu árum en demókratar eru heldur bjartsýnni. Þótt ekki kunni að muna miklu í prósentum eða prósentubrotum, þá hefur það veruleg áhrif á það hver niðurskurðurinn þarf að vera til að ná niður hallanum, hvort sem það verður gert á sjö eða tíu árum. Repúblikanar hafa boðist til að leysa úr brýnasta greiðsluvanda rík- isins og sleppa jafnframt ákvæðinu um hækkun sjúkratryggingagjalda hjá gömlu fólki en eftir sem áður er það skilyrði inni, að fjárlagahall- anum verði náð niður á sjö árum. Slíkt frumvarp var raunar sam- þykkt á þingi í fyrrakvöld en Clin- ton ætlaði að beita neitunarvaldi gegn því. Það er engan bilbug að finna á deiluaðilum í þessu máli og sumir spá því, að við það geti setið í lang- an tíma, jafnvel í þijá mánuði. Það hlýtur þó að teljast óhugsandi. Raunar hefur það hert Clinton í afstöðu sinni, að meirihluti Banda- ríkjamanna telur repúblikana bera mesta ábyrgð á ástandinu en drag- ist það á langinn getur það breyst á skömmum tíma. Krefjast afsagnar Molands Ósló. Reuter. STJÓRNARANDSTAÐAN í Noregi skoraði í gær á Thorstein Moland seðlabankastjóra að segja af sér fremur en að láta af embætti tíma- bundið eftir að hafa verið dæmdur í skattasekt. Moland og ýmsir aðrir fjárfestu fyrir nokkrum árum í félagi, sem stóð að kaupum á Airbus-farþega- þotu, og út á það fékk hann skattaafslátt. Hann seldi hins vegar hlut sinn ári síðar og skattayfírvöld segja, að hann hafi engan afslátt átt að fá. Moland hefur áfrýjað þessum úr- skurði og tekið sér frí frá seðlabank- anum á meðan en stjómarandstæð- ingar segja, að málareksturinn geti tekið nokkur ár og það gangi ekki, að Moland geti geymt sér stöðuna. Sigbjorn Johnsen fjármálaráð- herra hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að veita Moland embættið eft- ir að skattamálið kom upp. Reuter Gröf Makkabea fundin ÍSRAELSKUR fornleifafræð- ingur heldur á blaði með letri sem fannst á 23 steinkistum er varðveittar voru í neðanjarðar- grafhvelfingu í miðhluta lands- ins. Áletrunin á kistunum bendir til þess að um sé að ræða graf- reit hinnar voldugu ættar Hasm- onea, öðru nafni Makkabea, er samkvæmt fornum heimildum gerðu blóðuga uppreisn á ann- arri öld fyrir Krists burð gegn veldi grískættaðra Selevkída, er réðu þá löndum á þessum slóð- um. Er þetta talin fyrsta sönnun þess að Makkabear hafi raun- verulega búið í þessum hluta landsins á þeim tíma. Hvelfingin fannst fyrir tilviljun fyrr í vik- unni er verkamenn voru að breikka veg. Bókstafstrúarmenn úr röðum gyðinga mótmæltu því harðlega í gær að hróflað yrði við staðn- um en lögregla flutti þá á brott. Oskar Lafontaine kjörinn formaður þýskra jafnaðarmanna „Napóleon frá Saar“ fær nýtt tækifæri Bonn. Reuter. OSKAR Lafontaine, sem beið auð- mýkjandi kosningaósigur fyrir Helmut Kohl kanslara árið 1990, er nú aftur í sviðsljósinu eftir óvæntan stórsigur yfír Rudolf Scharping í formannskjöri þýska Jafnaðarmannaflokksins í gær. Lafontaine, sem hefur verið nefndur „Napóleon frá Saar“, fæddist í Saarlouis, nálægt frönsku landamærunum, fyrir 52 árum. Hann er kominn af kaþólskum verkamönnum og var nemandi í skóla jesúíta áður en' hann hóf háskólanám í eðlisfræði. Vanmat sameiningarviyann Lafontaine náði skjótum frama innan flokksins og var kjörinn borgarstjóri Saarbriicken, höfuð- borgar Saar-ríkis, árið 1976 og varð leiðtogi Jafnaðarmanna- flokksins í ríkinu ári síðar. Hann varð forsætisráðherra ríkisins árið 1985. Fiokkurinn batt mikiar vonir við Lafontaine á síðasta áratug. Hann var varaformaður flokksins á árun- um 1987-1990 og kanslaraefni í kosningunum 1990. Helmut Kohl stóð þá höllum fæti og Jafnaðarmannaflokkurinn þótti mjög sigurstranglegur undir forystu Lafontaines fyrir kosning- arnar. Hrun Berlínarmúrsins setti hins vegar strik í reikninginn. La- fontaine gagnrýndi nánast alla þætti sameiningar Vestur- og Austur-Þýskalands og reyndi að ala á áhyggjum Vestur-Þjóðveija af kostnaði sameiningarinnar. Lafontaine vanmat sameining- arvilja Þjóðveija og það varð hon- um að falli í kosningunum. Hann varð óvinsæll meðal Austur-Þjóð- veija, sem litu á hann sem sjálfs- elskan Vestur-Þjóðveija sem vildi ekki færa fórnir fyrir sameiningu Þýskalands. Geðsjúk kona stakk Lofontaine í hálsinn með eldhúshnífí á kosn- ingafundi í apríl 1990. Hann særð- ist ekki alvarlega en árásin fékk mjög á hánn. „Umhverfis-sósíalismi“ Lafontaine kom fram sem hinn tryggi flokksmaður þegar fráfar- andi formaður jafnaðarmanna, Rudolf Scharping, beið ósigur fyrir Kohl í kosningunum árið 1994. Hann lét lítið á sér bera meðan Scharping og Gerhard Schröder, sem var talinn líkleg- asti eftirmaður hans, börðust um völdin. Lafontaine hefur verið leiðtogi vinstriarms Jafnaðarmannaflokks- ins og er ákafur friðarsinni. Hann er andvígur því að Þjóðveijar gegni auknu hernaðarlegu hlutverki og hefur boðað nokkurs konar „um- hverfis-sósíalisma", með háum orkusköttum og takmörkunum við kjarnorku. Hann hefur einnig var- að við of miklum hagvexti. Lafontaine er mikill Evrópusinni en óvíst er hvaða afstöðu hann tekur til þess hvort Þjóðveijar eigi að fórna þýska markinu fyrir sam- eiginiegan gjaldmiðil ríkja Evrópu- sambandsins. Falla frá landa- kröfum STJÓRNVÖLD í Eistlandi hafa fallið frá kröfu um að Rússar láti af hendi 2.000 hektara landsvæði, sem tilheyrði Eist- landi áður en landið var innlim- að í Sovétríkin 1940. Eistnesku stjórninni er mjög í mun að semja um landamæri ríkjanna þar sem ólíklegt er að Eistland fái aðild að Evrópusambandinu eða Atlantshafsbandalaginu eigi þeir í landamæradeilum við Rússa. Næsti ásteytingar- steinninn í viðræðum ríkjanna er krafa Eista um að Rússar viðurkenni Tartu-friðarsáttmál- ann, sem fyrsta eistneska lýð- veldið og rússneskir kommún- istar gerðu árið 1920. Sáttmál- inn hefur mikla þýðingu fyrir Eista þar sem í honum segir að Rússar viðurkenni „fyrir fullt og allt“ sjálfstæði Eistlands. Roh hnepptur í varðhald ROH Tae-woo fyrrverandi for- seti Suður-Kóreu var handtek- inn í gær og stungið í steininn eftir að hafa verið ákærður fyr- ir að þiggja mútugreiðslur að jafnvirði rúmlega 300 milljóna dollara. Er hann fyrsti þjóð- höfðingi landsins sem kærður er fyrir glæpsamlegt athæfí. í ákæruskjali upp á 1.000 síður voru 30 auðkýfíngar og for- stjórar tilgreindir sem lagt höfðu honum til fjármuni. Carignon fangelsaður ALAIN Carignon, sem sagði sér starfí samgönguráðherra Frakklands í fyrrasumar, var í gær dæmdur í fímm ára fang- elsi, þar af tvö skilorðsbundin, fyrir spillingu. Þáði hann fé og gjafir frá vatnsfyrirtækinu Ly- onnaise des Eaux fyrir að beita sér fyrir einkavæðingu vatns- veitu í Grenoble er hann var borgarstjóri þar. Reno með parkinson- veiki JANET RENO, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, upplýsti í gær að hún væri með parkin- sonveiki. Sagði Reno, sem er 57 ára, að sér liði vel og að hún hygðist sinna embætti sínu áfram. Konum kennt um þurrkinn BERHÖFÐA konum í Swazi- landi hefur verið kennt um þurrka sem geisað hafa í sunn- anverði Afríku. Þingmaður setti ásiikunina fram og kvartaði undan því að konur væru hætt- ar að hylja höfuð sitt, þær brytu þannig gamla hefðir. Samkomulag um fríverslun MICKEY Kantor, viðskiptafull- trúi Bandaríkjaforseta, sagði, að mikilvægur áfangi að frí- verslun á yfirráðasvæði Efna- hags- og samvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja (APEC) hefði náðst í gær. Þá var gert sam- komulag um rammasamning er leiðir til algerrar fríverslunar innan 25 ára. f - 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.