Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 21 Reuter Naut ekki náðar konungs Forsetakosningarnar í Póllandi á sunnudag Walesa vill stjórnar- slit tapi Kwasniewski Varsjá. Reuter. Reuter LECH Walesa, forseti Póllands, og Aleksander Kwasniewski, mótframbjóðandinn í kosningunum á sunnudag, takast í hendur eftir sjónvarpskappræður í fyrrakvöld. KOPARSTYTTA af Hussein Jórd- aníukonungi, 12 metra há og tvö tonn að þyngd, var fjarlægð af aðaltorginu í Amman í gærmorg- un, skömmu áður en afhjúpa átti listaverkið í tilefni sextugsafmæl- is Husseins sl. þriðjudag. Hörð gagnrýni kom fram í iandinu á að styttan yrði sett á stall, bent Var frum- maðurinn í Kína? London. The Daily Telegraph. LÍKLEGT þykir að endur- skrifa þurfi elstu sögu mann- kynsins þar sem fundist hafa vísbendingar um að forfeður mannsins hafi sest að í Asíu um milljón árum fyrr en talið hefur verið. „Við höfum fundið tól og fornleifar í suðurhluta Kína sem sýna að tugþúsundir frumstæðra manna bjuggu þar fyrir tveimur milljónum ára,“ sagði Russel Clochon, prófess- or við Iowa-háskóla. „Þetta sýnir að stór hluti þróunar mannkyns, frá apa til manns, átti sér ekki stað í Afríku, eins og við höfum talið til þessa, heldur í Asíu og að öllum líkindum í Evrópu.“ IÐNSKÓLINN f REYKJAVÍK Þjónustugreinar Fjölgun starfa er mest í þjónustugreinum Innritað 20.-23. nóv. 1995 kl. 15.00-18.00. á að með þessu væri verið að líkja eftir persónudýrkun í grannlönd- unum írak og Sýrlandi. Ákvað konungur því á síðustu stundu að láta fjarlægja styttuna sem kost- aði um 2,5 milijónir króna og lista- menn í Norður-Kóreu voru hálft ár að búa til. Henni verður nú komið fyrir í geymslu. LECH Walesa, forseti Póllands, sagði í gær að stjórn vinstriflokk- anna yrði að segja af sér ef hann færi með sigur af hólmi í síðari hluta forsetakosninganna á súnnu- dag. Flestir eru þeirrar skoðunar að forsetinn hafi staðið sig betur í síðari sjónvarpskappræðum fram- bjóðendanna á miðvikudagskvöld en í þeim fyrri, sem voru á sunnu- dag. . „I alvöru talað ætti stjórnin að segja af sér eftir kosningarnar, en geri hún það ekki verðum við að athuga aðrar pólitískar leiðir,“ sagði Walesa í gær, á síðasta heiía degi kosningabaráttunnar. Forsetinn hefur ekki vald til að knýja stjórnina til afsagnar en Walesa sagði eðlilegt að hún færi frá ef frambjóðandi stærri stjórnarflokksins, Aleksander Kwasniewski, tapaði í forseta- kosningunum. Hann kvaðst þó ekki ætla að beita hörku til að koma stjórninni frá. „Ég fer rólega að þessu, án harkalegra aðgerða," sagði hann. Forsetinn biðst afsökunar Walesa hefur sætt gagnrýni fyr- ir einræðistilburði og þrætugirni sem forseti en í kosningabaráttunni hefur hann reynt að breyta ímynd sinni og tala landsföðurlega. Hann þótti hins vegar herskár og jafnvel ruddalegur í fyrri kappræðunum á sunnudag, sagði að Kwasniewski væri umlukinn þorpurum, gömlum kommúnistum sem iðruðust einsk- is, og ætti að skammast sín fyrir að bjóða sig fram. Fréttaskýrendur telja að Walesa hafí tekist að bæta upp þennan skaða með mildilegri framkomu í fyrrakvöld. Hann hóf mál sitt með því að biðja þá, sem ofbauð fram- koma hans, afsökunar. Jafnvel þeir sem hafa gagnrýnt Walesa viðurkenna að hann hafi staðið sig betur í síðari kappræðun- um. „Walesa vék aftur og aftur að fortíðinni eins og hann væri haldinn þráhyggju, en honum tókst betur upp en í fyrri kappræðunum,“ sagði vinstrimaðurinn Ryszard Bugaj, fyrrverandi bandamaður Walesa í Samstöðu. IVflótt á munum Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum er Walesa með ívið meira fylgi en Kwasniewski, sem er fyrrverandi kommúnisti en að- hyllist nú jafnaðarstefnu á vest- ræna vísu. Munurinn á fylgi þeirra er þó lítill og sjónvarpskappræðurn- ar eru taldar geta ráðið úrslitum í kosningunum. Walesa og Kwasniev/ski greinir ekki á í mörgum málum. Þeir telja báðir þörf á frekari efnahagsum- bótum, þótt þeir séu ekki sammála um umfang þeirra, og vilja báðir að Pólland gangi sem fyrst í Evr- ópusambandið og Atlantshafs- bandalagið. Kwasniewski sakaði Walesa um að hafa hindrað nauðsynlegar um- bætur með því að beita neitunar- valdi gegn þinginu og kvaðst ætla að forðast deilur við stjórnina ef hann næði kjöri. Walesa sagði hins vegar að fyrrverandi kommúnistar yrðu alltof valdamiklir ef þeir næðu forsetaembættinu eftir að hafa náð meirihluta á þingi og myndað stjórn. Hann sagði það mikilvægt fyrir lýðræðið að koma í veg fyrir „valdaeinokun“, þótt Kwasniewski ætti erfitt með að skilja það sem fyrrverandi kommúnisti. IFYRSTA SINN MVTT ÁÍSLANDI: NTI 1 McKJÚKLINGAB OR GARI KynniiMar verð: AÐEIN5 295:- /v\ f McDonaid's I ■ Mxm Suðurlandsbraut 56 og Austurstræti 20 á Hressó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.