Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Daði sýnir DAÐI Guðbjörnsson opnar sýn- ingu á verkum sínum í Lista- setrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, laugardaginn 18. nóvember kl. 17. Daði sýnir þar aquarellur, olíumálverk og grafík. Daði er fæddur í Reykjavík 1954. Hann stundaði myndlist- arnám í Myndlistarskólanum í Reykjavík, Myndlista- og hand- íðaskóla ísiands og í Ríkisaka- demíunni í Amsterdam. Daði hefur kennt við Mynd- listaskólann í Reykjavik og Myndlista- og handíðaskóia Is- lands. Hann var formaður í Félagi íslenskra myndlistar- á Akranesi manna um skeið og sat í safn- ráði Listasafns Islands. Hann hefur haldið á þriðja tug einkasýninga hérlendis og erlendis og tekið þátt í meira en 50 samsýningum víða um heim. Þá hefur hann skreytt bækur og unnið bækur sem myndverk. Verk hans eru í eigu fjölmargra safna og stofnana innanlands og utan. Sýningunni lýkur 26. nóvem- ber og er opin virka daga frá kl. 16-18 og um helgar frá kl. 15-18. Skissur- /undirbún- ingsvinna MAGNÚS Ólafur Kjartansson myndlistarmaður opnar sýningu á verkum sínum í Verslun Jens Guðjónssonar gullsmiðs, Skóla- vörðustíg 20 í Reykjavík, á morg- un, laugardag. Magnús kallar sýningu sína Skissur/undirbún- ingsvinna og þar sýnir hann vatnslitamyndir sem eru drög að málverkum sem hann sýndi á Kjarvalsstöðum árið 1994. Magnús Ólafur er fæddur 1949 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og Kon- unglegu dönsku listaakademíuna. Hann hefur haldið fjölda einka- sýninga og tekið þátt í fjölmörg- um samsýningum, bæði heima og erlendis. Hann rekur nú eigin vinnustofu að Álafossi í Mos- fellsbæ. Verslun Jens Guðjónssonar gullsmiðs var opnuð fyrir ári og þar sýna gullsmiðimir Jens Guð- jónsson, Jón Snorri Sigurðsson og Hansína Jensdóttir verk sín. Þar er einnig aðstaða til að halda sérsýningar og síðastliðið vor var haldin sýning á verkum Þóru Sigurþórsdóttur leirlistar- konu. Sýning Magnúsar stendur til 2. desember og er opin á verslun- artíma. „Hin unga sveit“ í MÍR SÍÐARI hluti kvikmyndarinnar „Hin unga sveit“ verður sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, næst- komandi sunnudag, 19. nóvem- ber, ki. 16. Kvikmynd þessi var gerð árið 1948 og byggð á samnefndri skáldsögu eftir Fadejev. Tónlistin í kvikmyndinni er eft- ir D. Shostakovitsj. Myndin er með skýringartali á ensku. Að- gangur er ókeypis og öllum heim- ill. Dreifing: Eskifell hf, simi 588 0930. Krakkar og kynlíf KVIKJViYNDlR Rcgnboginn: Kvik- myndahátíð Rcgn- bogans og Ilvíta t j a I d i n s KRAKKAR (KIDS) ★★★'/! Leikstjóri Larry Clark. Handrit Harmony Kome. Tónlistarráðunaut- ur Randall Poster. Aðalleikendur Leo Fitzpatrick, Justin Pierce, Chloe Sevigny. Bandarísk. Exalibur Films 1995. AÐALPERSÓNURNAR í þess- ari sláandi lýsingu á lífsmynstri unglinga í New York eru þrír tán- ingar, þau Telly (Leo Fitzpatrick), Casper (Justin Pierce) og Jeannie (Chloe Sevigny) og félagar þeirra. Við fylgjumst með þeim á sólar- hringslöngu stefnulausu vafri þeirra um stórborgina í þrotlausri leit að spennu, átökum, brennivíni, dópi,_samförum og aftur samför- um. I bakgrunninum blundar svo ógnvaldurinn eyðni sem brýst uppá yfirborðið og heggur þar sem síst skyldi. Undirstrikað á eftirminni- legan hátt hversu lævís og viðsjáll hann er. Fyrir allnokkrum árum var gerð heimildarmyndin Streetwise um nokkra unglingskrakka á vergangi í Seattle, ófögur lýsing á harðri lífsbaráttunni í sorahverfum stór- borgar. Enn átakanlegri mynd af götubörnum var Pixote, meistara- verk Hectors Babencos um „óhreinu bömin“ í Sao Paulo. Krakkar, hin ógnvekjandi hálfgild- ings heimildarmynd um æskuna á Manhattan, er enn ein myndin af þessum toga. Þetta er klúr mynd sem vafalaust fer fyrir bijóstið á einhverjum, ekkert verið að skafa utan af hlutunum, umbúðalaus, hrá frásögnin sprettur beint uppúr sviðnum jarðvegi þeirra hluta Mari- hattan-eyju sem eru leikvöllur vil- luráfandi unglinga. Söguhetjan er Telly (Leo Fitzpatrick), 16 ára graðnagli sem fúlsar við öðru en hreinum meyjum. Meðvitaður um eigið ágæti sem einkum felst í tungulipurð og óbilgirni verður honum vel ágengt. Hitt veit Telly ekki að hann er smitberi, gangandi drápsvél. Fitzpatric og Pierce í hlutverki ruglukollsins Caspers, vinar hans, túlka þessa vandræða- gripi af ótrúlegri innlifun, maður hefur á tilfinningunni að þeir þekki hlutverkin náið, séu jafnvel að leika sjálfa sig (iíkt og Da Silva ofl. í Pixote) og vafalaust er stór hluti textans spunninn á staðnum. Stelpugengið er jafn klúrt í munninum og jafn ótrúlega eðlilegt í orðum sem athöfnum og stráka- bullurnar. Ömurlegust er þó tilvera nokkurra drengja sem eiga höfði sínu að halla hjá þessu utangarðs- gengi. Ekki af barnsaldri eru þeir farnir að reykja hass og temja sér aðra ósiði „uppalendanna". Þó ófögur sé hefur Krakkarótví- rætt uppeldislegt gildi og opnar augu manns fyrir þeim hættum sem búnar eru óhörðnuðum ungl- ingum á miskunnarlausum stræt- um stórborganna; Reykjavík ekki langt undan. Þetta er áhrifamikil og athyglisverð mynd um málefni sem varða alla unglinga og upp- alendur samtímans, hvar svo sem þeir búa. Leikurinn, handritið, at- burðarásin; allt er þetta vægðar- laust, óþyrmilegt olnbogaskot frá athyglisverðum kvikmyndagerðar- mönnum. Sæbjörn Valdimarsson. Birtan í dimmunní MYNDLIST Listhúsió Rorg MÁLVERK Ingálfur av Reyni. Opið frá 12-18 virka daga, 14-18 laugardaga og sunnudaga. Til 26. nóvember. Að- gangur ókeypis. LISTHÚSIÐ Borg býður upp á góðan gest þessa dagana, Færey- inginn Ingálf af Reyni, sem ótví- rætt má telja í fremstu röð sam- tímamálara á Norðurlöndum. Ingálfur er einn þeirra lista- manna, sem fara sér hægt, ræktar sinn garð í kyrrþey og þó má segja, að málverk hans séu jafn fersk og nútímaleg og dúkar mun yngri málara. Dettur mér þá helst í hug Per Kirkeby og hans kynslóð, en það er gert með því fororði, að mun minna er af áhrifum frá Co- bra og óformlega málverkinu „art informel" en þeim mun meira af andrúminu frá heimaslóðum. Margt býr í þokunni, segja menn stundum, og um málverk Ingálfs verður það helst sagt, að hann leiti skýrleikans í mistrinu og hreinleik- ans í myrkrinu, því að dökki tóna- stiginn í verkum hans er einhvern veginn svo jarðrænn, mettaður, kristalstær og ferskur. Fyrr á árinu hafði ég þá ánægju að skoða sýningu verka listamanns- ins í listhúsi innarlega á Vesturbrú- götu í Kaupmannahöfn, aðallega smámyndir, og stendur hún skýrar fyrir hugskotssjónum en flest annað sem ég sá af pentverkum í borg- inni. Þetta voru einfaldlega svo fjári góð málverk, vinnubrögðin í þeim mæli traust og yfirveguð, að þau báru af í látleysi sínu. Góð stemmn- ing var á staðnum er mig bar að garði og fólk skoðaði málverkin vel og gaumgæfílega og áberandi mörg þeirra voru seld, sem segir nokkuð á þessum tímum. V. ' - Sýningin í listhúsinu Borg er mun fjölbreyttari og hana prýða meðal annars nokkrir stórir og voldugir flekar, þar sem málarinn er í essinu sínu. Menn taki bara eftir hve þessi verk eru öllu magn- aðri skiliríinu stóra í ráðhúsinu, einkum dettur mér í hug að mynd- irnar „Togari" (1) , eða „Stúlka“ (5) ættu þar frekar heima, og myndu í báðum tilvikum veita lífs- mögnum í grámóskuna í sýningar- þrónni. Því eitt er líflaus grámóska og annað mögnuð og lifandi. Slíka takta nálgast menn ein- ungis með þrotlausri vinnu og stað- festu og það er löng leið frá slíkum málverkum til innihaldlausra myndverka, sem byggjast annað- hvort á yfirborðslegri litagleði eða tillærðri hugmyndafræði. Það eru hinir jarðbundnu dökku dúkar sem helst fanga augað og þótt litaglóð- in sé mjög sannfærandi í myndinni „Kvöldbirta" (4) vil ég frekar vísa til nokkurra þar sem listamaðurinn er í ham og þarf þá ekki að grípa til sterku litanna; „Togari" (6), „Skip í firðinum" (9), „Maður“ og „Mynd úr þorpi“ (15). hætt er að slá því föstu, að þetta er ein af athyglisverðustu málverkasýningum ársins hér í borg, og ein sú merkasta, sem sett hefur verið upp í listhúsinu frá upphafí. Bragi Ásgeirsson Aukasýning „Sex bal- lettverk“ VEGNA mikillar aðsóknar á sýningu Islenska dansflokksins „Sex ballettverk" í Borgarleik- húsinu hefur verið ákveðið að bjóða eina aukasýningu, sunnudaginn 26. nóvember kl. 20.00, en uppselt hefur verið á sýningarnar hingað til og að- eins örfáir miðar eru eftir laug- ardaginn 18. nóvember kl.14.00. Sýningin hefur hlotið góða dóma og mun íslenski dans- flokkurinn heimsækja grunn- skóla á höfuðborgarsvæðinu næstu daga, þar sem flutt verða brot úr verkum á sýning- unni. Eftirtalin verk eru á efn- isskrá: Nýtt verk eftir Ingi- björgu Björnsdóttur, „Næsti viðkomustaður: Álfasteinn", við tónlist Sigurðar Þórðarson- ar. Szymon Kuran útsetti en hann sér jafnframt um undir- leik á sýningum. Þá eru flutt tvö verk eftir Boumonville; „Blómahátíðin í Genzano" og „La Sylphide“. Hnotubijótinn við tónlist Tchaikovskys, þekkja velflestir aðdáendur hins klassíska balletts og flytur dansflokkurinn hið vinsæla pas de deux. Þá er fluttur hluti verksins „Rauðar rósir“, eftir Stephen Mills við tónlist Edith Piaf og að síðustu verkið „RAGS“ eftir Robert LaFosse við tónlist Scott Joplins. Næstu sýningar íslenska dansflokks- ins eru því laugardaginn 18. nóvember kl. 14.00 og allra síðasta sýning sunnudaginn 26. nóvember kl. 20.00. Galdrakarl- inn í Oz og Vökustaurar LEIKFÉLAG Kópavogs hefur undanfarnar vikur sýnt bama- leikritið Galdrakarlinn í Oz í Félagsheimili Kópavogs. Sýn- ingum fer nú fækkandi og verða fjórar síðustu sýningamar sunnudaginn 19. nóvember kl. 14 og 16.30 og laugardaginn 25. nóvember á sama tíma. Fimmtudaginn 16. nóvember verður hið fýrsta í röð mánað- arlegra skemmtikvölda hjá leik- félaginu sem hafa yfirtitilinn Vökustaurar og nefnist dag- skráin Andvaka. Á dagskrá er leikþáttur eftir Bjarna Guðm- arsson í flutningi Einars Þórs Samúelssonar og Skúla Rúnars Hilmarssonar, Inga Björg Stef- ánsdóttir flytur nokkur sönglög við undirleik Jóseps Gíslasonar, Bjami Gunnarsson flytur Eintal eftir Harold Pinter, meðlimir hljómsveitarinnar KOL spila nokkur lög órafmagnað og Hörður Sigurðarson flytur kvæði. Dagskráin er í Hjáleigu fél- agsheimilisins og hefst kl. 20.30. Miðaverð er 300 kr. Miðasala er opin á föstudög- um frá kl. 16-18 og frá kl. 12 sýningardaga á galdrakarling- um í Oz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.