Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 29 Skáldið og skræfan Á MIÐVIKUDAGS- KVÖLDIÐ kveikti ég á útvarpinu mínu í þeirri trú, að eiga góða stund í vændum með Rögn- valdi Sigurjónssyni. Hann var ekki þar, - og ég heyrði ekki betur en Halldór Laxness væri kominn í hans stað. Sú dýrð stóð ekki lengi, því þarna reynd- ist eftirherman Hrafn Gunnlaugsson vera á ferðinni. Ég hefði átt að muna það, eftir sí- endurteknar tilkynn- ingar í útvarpinu þann daginn um að Hrafn ætlaði að lesa smásögu eftir sjálfan sig f útvarpið þetta kvöld. Þarna var hann sem sagt mættur. Ég hlustaði á söguna í þann tæpa klukkutíma sem lesturinn stóð. Mér datt í hug Butraldi brunnmígur úr Gerplu, sá sem fer mikinn milli bæja, þurrdrekkur kýr manna og eitrar svo brunna þeirra með úr- gangi sínum. Þennan aðgang að Ríkisútvarpinu notaði Hrafn til að koma frá sér heift sinni og bræði í garð Auðar Laxness, sem hann setur í hlutverk álappalegrar eiginkonu sem í afbrýðisemi sinni einangrar mann sinn frá samneyti við aðra snillinga. Hún lýgur að honum, stingur undan bréfum til hans, og kemur í veg fyrir að hann komi ritverki sínu um Pablo Picasso á framfæri eins og hann hafði lofað að gera. Sviðið er að sjálfsögðu Listahátíð 1986, þegar sýning á verkum Pic- assos var haldin á Kjarvalsstöðum. Sjálfur er Hrafn í hlutverki móttökustjórans, - samviskusama og vel- viljaða embættis- mannsins, sem reynir að ná sambandi við skáldið, framhjá ill- fyglinu eiginkonu hans, - og skáldið vill ólmt fá að ná saman við þennan góða mann, það þekkir bílinn hans á hlaðinu en eiginkonan sinnir í engu bænum þess og skellir útidyr- unum í lás. Þegar skáldið að lokum snýr sér ráðvillt til móttökustjórans um skýringu á því hvernig fór, gríp- ur göfugmennið Hrafn til endurtek- innar hvítrar lygi, til þess að forða skáldinu frá sannleikanum um flagð- ið sem það er gift. Ef ég vissi ekki betur, hefði ég trúað þessari sögu, eins og saklaust fólkið sem drakk vatnið úr brunnun- um hans Butralda. En það vill svo til, að ég veit betur, og ég veit hvað- an heift Hrafns er runnin. Úr því Hrafn kallar á þá sögu, skal ekki standa á mér að segja hana. Guðrún Pétursdóttir Það vill svo til að ég veit betur og ég veit hvaðan heift Hrafns er runnin, segir Guðrún Pétursdóttir og bætir við að úr því Hrafn kalli á þá sögu standi ekki á sér að segja hana. Heift Hrafns Gunnlaugssonar er sprottin af því að honum var neitað um réttinn til að kvikmynda bækur Halldórs Laxness. Hann hafði gert myndina Lilju og síðar Silfurtúnglið og hefur löngum gefið í skyn, að milli hans og Halldórs Laxness hafi ríkt innileg vinátta og að skáldið hafi haft á honum miklar mætur. Sannleikurinn er sá, að eftir Silfur- tunglið mátti Halldór ekki heyra Hrafn nefndan á nafn, og síðar lagði hann blátt bann við því að þessi maður kæmi nálægt kvikmyndun sinna ritverka. Hrafn hafði uppi langvarandi áform um að kvikmynda Gerplu og hafði fengið ieyfí til þess meðan hann var ungur og efnilegur, en eftir að hafa séð aðrar myndir Hrafns dró Halldór leyfið til baka og harðneitaði að hleypa honum nálægt Gerplu. Þetta veit ég þvi ég var heima- gangur á Gljúfrasteini. Ef Hrafn velkist í vafa um hug Halldórs til sín, get ég sparað honum frekari vangaveltur. Á Gljúfrasteini var hlegið að Hrafni Gunnlaugssyni. Reyndar lagði Halldór aldrei nafn Hrafns á minnið, heldur vísaði jafn- an til hans sem talentlausa dugnað- arforksins. Hrafn var- ekki inni í hlýjunni, hann var úti i kuldanum. Og hvað gerir skræfan þá? Jú, hún bíður færis. Hún veit að þjóðin mun ekki líða henni að vega að skáldinu sjálfu, svo að hún velur eiginkonu þess, sem færri þekkja. Hún skrifar litla, ljóta sögu, þar sem engin nöfn eru nefnd en lýsingin á Halldóri er ótvíræð. Auði hefði enginn þekkt, en þar sem persónan heitir „eiginkona skálds- ins“ - og jafnframt hermt eftir skáldinu - fer ekki á milli mála við hvern er átt. Skræfan þorir ekki að birta söguna opinberlega á meðan skáldið gæti mögulega svarað fyrir sig og sína. En þegar ellin hefur leikið skáldið svo grátt, að það er varnarlaust, lætur skræfan loks til skarar skríða. Hún gefur söguna sína út, Hannes Hólmsteinn lýkur á lofsorði, en fáir kaupa. Skræfan hefur sín sambönd og Ríkisútvarpið stendur henni opið og andvaralaust. Aulýsingadeildin er látin ákalla þjóð- ina allan daginn að hlusta á boðskap- inn, ti! þess að Hrafn megi treysta því að níðið fari ekki fram hjá nein- um. Úr útvarpinu sprænir hann svo yfir þjóðina, Butraldi brunnmígur hinn nýi. Höfundur er skólasystir Hrafns Gunnlaugssonar og heimagangur á Gljúfrasteini. GÆÐAFLBARÁGQÐUVERÐI m Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Hvað er meyuecnx ENDURGEISLANDI EINANGRUN PP &CO Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI553 8640 •' 568 6100 Handsmíðadir silfur- og gullskartgripir. Ný h'na -frábœrt verð! mMMMumm Börnin og brennivínið ÞANN 9. nóvember síðastliðinn lögðu fjórir þingmenn fram frum- varp til laga um að lækka aldurstakmark til áfengiskaupa úr tuttugu árum í átján. Frumvarpið hefur vak- ið mikla athygli og óhætt er að segja að skoðanir um málið séu skiptar. Tvískinnungur í lögum í dag geta átján ára einstaklingar öðlast ökuréttindi, þeir eru lögráða, þeir mega ganga í hjónaband og þeir hafa kosningarétt. Þeim er hins vegar ekki treyst fyrir því að kaupa í dag eru átján ára ein- staklingar lögráða, þeir Elsa B. Valsdóttir skorar á þingmenn að sýna það pólitíska hug- rekki og almennu skynsemi sem þarf til að það verði að lögum. Ógnir forsjár- hyggjunnar Það er forsenda þess að lýðræðislegt samfé- lag þrífist að einstakl- ingar sem teljast full- orðnir samkvæmt lög- um fái ráðið sínu lífi sjálfir án sífelldra af- skipta ríkisvaldsins af jafnvel þeirra smæstu athöfnum. Forsjár- hyggja þeirra, sem telja að stöðugt verði að hafa vit fyrir fólki því það geti ekki hugsað sjálft, er því ekki einungis móðgun við þá einstaklinga sem verða fyrir barði hennar heldur hefur hún bein- línis skaðleg áhrif á þróun samfé- lagsins með því að draga úr frum- kvæði og sjálfstæðri hugsun. rH6gct g<XYlg2í 1 h.iona- Á að sviptaþau sjálfræði? band og hafa kosninga- rétt, segir Elsa B. Vals- dóttir, sem fagnar frumvarpi um lækkun aldurstakmarks til áfenfflskaupa. áfengi. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur oftsinnis bent á það misræmi sem felst í þessari skipan mála og hvatt til leiðréttingu þess. Þessi tvískinn- ungur í íslenskri löggjöf er ungu fólki óþolandi og löngu tímabært að útrýma honum. Stjórn Heimdall- ar fagnar því þessu frumvarpi og Af sama meiði er tillaga sem nefnd, skipuð af borgaryfirvöldum í Reykjavík, lagði fram fyrir nokkru þess efnis að sjálfræðisaldurinn verði hækkaður úr sextán árum í átján til að leysa það sem kallað hefur verið „miðbæjarvandinn". Þó vandi sá sem lítill hluti íslenskra ungmenna glímir við i formi of- drykkju og eiturlyfja sé vissulega hryllilegur er það ekki lausn að svipta öll ungmenni 16 ára og yngri sjálfræði til að forða þeim frá vand- ræðum. Ungt fólk á íslandi í dag er flest heilbrigt og skynsamt fólk sem er fyllilega fært um að taka sínar ákvarðanir sjálft. Leyfum því að vera þannig áfram. Höfundur er varaformaður Hcimdallar, FUS. Nýskipan í ríkisrekstri - markviss skref til framfara Ráðstefna fjármálaráðherra haldin í Þingsal Scandic Hótels Loftleiða 21. nóvember 1995 9.00 Innritun þátttakenda viö Þingsal. Morgunkaffi. 9.30 Ávarp Davíð Oddsson, forsætisráðherra. 9.40 Nýskipan í ríkisrekstri í ríkjum innan OECD Derry Ormond, framkvæmdastjóri hjá OECD. 10.25 Stefna ríkisstjórnarinnar; nýskipan í ríkisrekstri Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra. 10.55 Umbætur í ríkisrekstri - leiðir til árangurs Dr. Guðfinna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LEAD Consulting í Bandaríkjunum. 11.30 Umræður og fyrirspurnir. 12.00 Hádegisverður í Víkingasal. 13.00 Menntakerfi við aldarhvörf Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. 13.30 Nýskipan í heilbrigðismálum Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra. 14.00 Álit-umræður Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður og form. Alþýðubandalagsins, Össur Skarphéðinsson, alþingismaður. 14.30 Kaffihlé. 15.00 Reynsla Nýja-Sjálands í kjölfar breytinga í ríkisrekstri Ruth Richardson, fyrrv. fjármálaráðherra Nýja-Sjálands. 15.45 Umræður og fyrirspurnir * Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, Ruth Richardson, fyrrv. fjármálaráðherra Nýja-Sjálands, dr. Guðfinna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LEAD Consulting, Derry Ormond, framkvæmdastjóri hjá OECD. Ráðstefnustjóri: Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi. Skipuleggjendur ráðstefnunnar áskilja sér rétt til að breyta dagskrá vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 562 2411 eða í myndsíma 562 3411 fyrir kl. 12 mánudaginn 20. nóvember. Upplýsingar um hugmyndastefnu 1995 e að finna á heimasiðu fjármalaraðuneytisins á Veraldarvef Alnetsins: http-.lls tjr. is/fjr/fjrOO 1.htm Ruth Richardson Inga Jóna Þórðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.